Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 17 Varnarliðsflutningarnir lækkuðu farmgjöld S.H. meira en ella hefði orðið — segir Óttarr Möller, forstjóri Eimskips — kenningu Hegels um „siðferðilejí- an styrk": „Þjóö er siðferðislega sterk, dyggðug og þróttmikil, svo lengi sem hún keppir að miklum markmiðum. .. Sérhver þjóð gædd snilligáfu skoðast sem aðeins einn einstaklingur á þróunarferli mannkynssögunnar." En Kín- verjar hafa aftur á móti ekki — a.m.k. ekki enn — látið freistast af kenningum Hegels um það, að snilligáfa þjóðar sannist að lokum í yfirráðum hennar yfir öllum heiminum, né orðið ginnkeyptir fyrir þeirri fullyrðingu Hegels, að „tíðarandinn opinberar vilja sinn í sjálfsvitund ákveðinnar þjóðar. Þessum vilja verða aðrir þjóðar- viljar að lúta, þannig að þessi útvalda þjóð ræður heiminum ... (59. bls.) Allt slíkt hefur verið Kínverjum, a.m.k. hingað til, fjarri skapi og ógeðfellt, ekki síður en smáþjóð eins og íslendingum, og eiga þessar þjóðir þetta m.a. sameiginlegt. Þær eru báðar gaml- ar nýlendur og hafa mátt vera flatar fyrir sínum herra, en slík reynsla er þroskandi, þegar fram í sækir, og getur orðið e.k. bólu- setning við yfirdrottnunarfirru eins og þeirri, sem Hegel boðaði. Nazismi og kommúnismi — úr sama jardvegi Áður hefur verið minnzt á það í þessum bréfum um frjálshyggju og alræðishyggju að bæði nazismi og kommúnismi eiga rætur í hugmyndakerfi Hegels. Það er því ekki út í hött að ljúka þessu bréfi — og þar með þessum umræðum að sinni — með enn einni tilvitnun í bók Olafs Björnssonar, Frjáls- hyggja og alræðishyggja, þar sem hann fjallar um nazisma og kommúnisma, enda má draga ýmsa lærdóma af þeim saman- burði. Pfófessor Ólafur Björnsson segir m.a.: „í ríkjum þeim, þar sem nasistar eða kommúnistár hafa öðlazt óskoruð völd, er undantekningar- laus aðeins leyfð starfsemi eins stjórnmálaflokks. Þessi eini stjórnmálaflokkur hefir einkarétt á allri stjórnmálastarfsemi, svo sem útgáfu blaða og annarra rita, er um stjórnmál fjalla. Hann er einráður í öllum fjölmiðlum, og hefir raunar einkarétt á því að móta skoðanir fólks, ekki einvörð- ungu í stjórnmálum, heldur einnig á sviði lista, vísinda, trúarbragða og raunar á öllum sviðum mann- lífsins. Jafnframt eru öll önnur mannréttindi takmörkuð, svo sem ferðafrelsi, samtakafrelsi o.s.frv. Þessi fyrirbrigði, sem þannig eru sameiginleg þjóðfélögum, er lúta stjórn nasista og kommún- ista, eiga tvímælalaust rót sína að rekja til þess, sem er sameiginlegt í hugmyndafræði þessara stefna, þrátt fyrir mismunandi skoðanir um annað. Hið sameiginlega er fyrst og fremst heildarhyggjan, sem skilgreind hefir verið hér að framan þannig, að það sé heildin — ríkið, kynflokkurinn eða stéttin — sem sé það sem máli skiptir í mannlegu samfélagi, en ein- staklingurinn eigi hvorki rétt né hafi tilgang nema sem hluti af heildinni. Þetta grundvallarsjónarmið er sameiginlegt nasistum og kommúnistum, og af því leiðir svo í FRÉTT í dagblaðinu Vísi í gær er það haft eftir Hjalta Einar- ssyni, framkvæmdastjóra Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, að S.II. vænti þess að Eimskipafélag íslands veiti Sölumiðstöðinni sömu fyrirgreiðslu og Varnarlið- ið fái. Segir Hjalti þetta geta sparað Sölumiðstöðinni 770 milljónir króna á ári. Af þessu tilefni sncri Morgun- blaðið sér til Óttars Möller, forstjóra Eim.skips. og spurði hvort þess væri að vænta að S.H. fengi lækkun á farmgjöldum til jafns við Varnarliðið. Óttarr sagði, að þegar Eimskip hefði fengið flutninga Varnarliðs- ins fyrir 12 árum, heföi það orðið til þess að mun betri nýting hefði orðið á skipum félagsins, þau hefðu þá getað komið fullfermd heim úr flutningum fyrir fiskút- flytjendur. Það hefði gert það að verkum, að unnt hefði verið að flytja fisk út ódýrara en ella hefði verið unnt. Því hefði félagið meðal annars getað stutt við bakið á útflutningi, til dæmis á síld og fiskmjöli, auk þess sem afinað hefur verið margháttaðri þjónustu við dreifbýlið. Hins vegar sagði Óttarr, að ef sú þróun héldi áfram, að eigendur vöru færu sjálfir að annast flutninga milli landa, þá yrði Eimskip að draga úr því að flytja vörur ódýrar en aðrir og jafnvel að draga úr þjónustu þeirri sem nú er látin dreifbýlinu í té. Því væri alls ekki á rökum reist að Eimskipafélagið gæti lækkað framgjöld til Sölumiðstóðvarinnar á sama tíma og Bifröst veitti aukna samkeppni á flutningum fyrir Varnarliðið. „Ég tel," sagði Ottarr Möller að lokum, „að Bifrastarævintýrið hafi kostað þjóðina þrjár milljónir dollara í gjaldeyristekjum á ársgrundvelli. Það mun hafa í för með sér'að Eimskipafélagið á erfiðara með að standa við bakið á útflutnings- verzluninni og dreifbýlinu, og neyðist til að taka sambærieg flutningsgjöld og þjónustugjöld á við innlenda og erlenda aðila." « < » Dágóð síldveiði Þokkaleg sfldveiði var í Meðallandsbugtinni í fyrri- nótt og fengu allmargir bátar þar dágóða veiði eða allt upp í 300 tunnur í reknetin, að því er Vest- mannaeyjaradíó hafði haft spurnir af í gær. Von var á Dalarafni með 300 tunnur til Vestmannaeyja og einnig Árna í Görðum með 120 tunnur og auk þess var gert ráð fyrir að nótaskipið Sigurbára landaði afla sínum í Eyjum, alls um 30—40 tonnum. Af óðrum nótabátum hafði frétzt af Voninni með 60—65 tonn, Hamravík með 20—30 tonn, Sigurþóri með um 50 tonn og Saxhamri en öll þessi skip voru á vesturleið. aftur einræði og virðingarleysi fyrir réttindum einstaklingsins, sem er sameiginlegt báðum þessum stefnum. Annað mál er hitt, að þessar stefnur nota mismunandi vígorð og leggja mismunandi áherzlu á hin ein- stöku heildarhugtök en allt verða það að teljast aukaatriði. ..(57.-58. bls.) Og ennfremur: „Kommúnista og fasista greinir á uni eignarréttarskipulag, þar sem hinir síðarnefndu aðhyllast séreignarrétt til framleiðslutækja, þótt þeir séu engir fylgismenn frjálsrar samkeppni. En þrátt fyrir þennan stefnumun í efna- hagsmálum, er þó eitt sameigin- legt stjórnar'fari fasista- og kommúnistaríkja — alræðið. Skýringin á þessu er, eins og áður segir, sameiginleg hugmyndafræði að því er snertir þráttarhyggjuna, heildarhyggjuna og söguhyggjuna. Ekki má láta blekkjast af því, þótt áróðrinum fyrir nauðsyn stjórnar- farsins sé hagað á mismunandi hátt og mismunandi vígorð notuð. Á máli fasista heitir einræðisherr- ann foringi eða leiðtogi (der Fuhrer, il Duce), á máli kommúnista oftast félagi (Stalín og aðrir einræðisherrar í Austur-Evrópuríkjunum) eða for- maður (Mao). Þráttarhyggja Hegels var af fasistum túlkuð sem andstæðir hagsmunir ríkja eða þjóðflokka, en af marxistum sem stéttaátök. Báðir aðhylltust heildarhyggju, • en heildarhags- munirnir, sem allt annað átti að lúta samkvæmt kenningu fasista, voru hagsmunir þjóðarinhar eða kynflokksins, en samkvæmt kenningu kommúnista hagsmunar alþýðunnar eða öreigastéttarinn- ar. Vekja má raunar athygli á því, að ef búið er að útrýna stétta- skiptingunni samkvæmt skil- greiningu kommúnista með af- námi séreignarréttar til fram- leiðslutækja þá ætti „þjóðin" og „alþýðan" að vera nokkurn veginn það sama. Ágreiningurinn um þessi tvö atriði, sem nú hafa verið nefnd, er þannig meira um orðaval en efnisatriði. Sama máli gegnir í rauninni um afstöðuna til lýð- ræðisins. Fasistar eru opinskátt andvígir lýðræði í þeirri merkingu sem í það er lðgð (sbr. hér að framan) af þeim sem aðhyllast frjálshyggju í einni eða annarri mynd. Kommúnistar eru það raunar líka, en nota orðið í allt annarri og raunar andstæðri merkingu sem heiti á sínu eigin stjórnarfari (sbr. heiti þýzka alþýðulýðveldisins). Einsflokks- kerfi kommúnistaríkjanna er að þeirra dómi hið eina sanna lýð- ræði, því að enginn vissi betur en foringinn, hvað þjóðinni væri fyrir beztu ... .. .Kommúnistaflokkurinn einn hefir rétt til stefnumótunar, ekki einvörðungu á sviði efnahagsmála, heldur og á sviði allra þátta menningarmála, lista, vísinda, trúmála og jafnvel íþrótta. Hann hefir óskoruð yfirráð allra fjöl- miðla og einkarétt á allri áróðurs- starfsemi. I þessu efni er stjórnar- far í kommúnistaríkjum og fas- istaríkjum mjög líkt og er nær- tækt að skýra það með hinni sameiginlegu hugmyndafræði þessara stefna, þráttarhyggjunni, heildarhyggjunni og söguhyggj- unni. Mismunandi eignarréttar- skipulag eða rekstrarform fyrir- tækja er í þessu efni fremur aukaatriði. Með þessu er þó ekki sagt, að eignarréttarskipulagið eða hag- kerfið skipti engu máli fyrir stjórnarfarið. Það er athyglisvert, að í öllum þeim löndum, þar sem komið hefir verið á víðtækri þjóðnýtingu, er alræðisstjórnar- far. Hafa sumir frjálshyggjumenn, svo sem m.a. austurrísku hag- fræðingarnir Ludwig von Mises og Friedrich von Hayek dregið af þessu þá ályktun, að sósíalismi eða þjóðnýtingarstefna hlyti óhjá- kvæmilega að leiða til alræðis- stjórnarfars." (62.-63. og 65. bls.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.