Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 pfawgiin Útgefandi nftbifeife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rítstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 110 kr. eintakið. Frumvarp Guðmundar H. Garðarssonar og þriggja annarra þingmanna Sjálfstæð- isflokksins um Lífeyrissjóð Islands hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli. I orði kveðnu hefur þetta mál að vísu lengi verið í deiglunni, en umræðurnar komust fyrst á málefnalegan grundvöll fyrir frumkvæði Guðmundar H. Garðrssonar, er hann fyrir tveim árum lagði efnislega- hliðstætt frumvarp fram á Alþingi. Það frumvarp fékk á sínum tíma allgóðar undirtekt- ir, en náði ekki fram að ganga, enda um algjöra umbyltingu í lífeyrismálum þjóðarinnar að ræða. Það var því eðlilegt að alþingismenn og forsvarsmenn lífeyrissjóðanna tækju sér nokkurn tíma til að fjalla um málið. Nú hlýtur það hins vegar að vera komið á ákvörð- unarstig. Öllum aðilum máls- ins hefur gefizt nægilegur tími til þess að kynna sér það ofan í kjölinn og alþingismenn geta ekki skorazt undan því að taka afstöðu. Markmiðið með Lífeyrissjóði íslands eru þessi m.a.: 1. Að tryggja öllum, sem komnir eru á ellilífeyrisaldur, að lokinni starfsævi, viðunandi og mannsæmandi lífsviður- væri. 2. Að veita örorkulífeyris- þegum öryggi og viðunandi tryggingarbætur. 3. Að auka barnalífeyri og bæta aðstöðu þeirra, sem verr eru settir í þjóðfélaginu. 4. Að tryggja öllum konum fæðingarlaun. 5. Að einfalda lífeyriskerfi þjóðarinnar og útrýma mis- rétti. Þe§sum markmiðum hyggj- ast flutningsmenn ná með því, að breyta eðli lífeyrissjóða- kerfisins þannig, að ekki verði um sjóðmyndun að ræða, held- ur miðist iðgjöldin við það að standa undir skuldbindingum sjóðsins á hverjum tíma. Tekjuöflunin á þannig að haldast í hendur við trygging- arbætur. Reiknað hefur verið út, að til þess að ná þessum markmiðum, þurfi útgjöldin að nema 12,2% af heildartekjum allra einstaklinga í landinu, en nú eru lífeyrissjóðsgreiðslur 10%. Á hinn bóginn mun þetta kerfi losa ríkissjóð og þar með skattborgarana við fjárskuld- bindingar sem eru af svipaðri stærðargráðu og tekjuskattur. Þegar frumvarpið um Líf- eyrissjóð Islands kom fram fyrir tveim árum skapaði það nýjan umræðugrundvöll og efnismeiri en áður. Það leiddi m.a. til þess, að fyrir forgöngu fyrrverandi ríkisstjórnar gerðu aðilar vinnumarkaðarins með sér samkomulag um aukn- ar ellilífeyrisgreiðslur úr líf- eyrissjóðunum, þar sem um var að ræða ákveðna verð- tryggingu. Jafnframt varð mönnum ljósara en ella, að brýnna aðgerða var þörf, ekki sízt vegna þeirra þúsunda manna, sem voru utan þáver- andi og núverandi lífeyriskerf- is. Guðmundur H. Garðarsson komst m.a. svo að orði í ræðu sinni á Alþingi sl. miðvikudag: „Nú er svo komið, að flest- allir vilja breytingar til hins betra í þessum efnum. Og ýmsir gefa loforð um breyting- ar til hins betra, en fæstir hafa tekið rögg á sig og lagt fram beinar tillögur, sem fela í sér framtíðarlausn þessara mála. Örugglega koma ýmsar leið- ir til greina og skoðanir geta verið skiptar um það, með hvaða hætti beri að þróa núverandi kerfi með tilliti til framtíðarinnar. Ýmsir vilja hægfara breytingar og lengri tíma aðlögun núverandi kerfis við nýtt kerfi, sem stefndi í svipaða átt og felst í því frumvarpi, sem hér er til umræðu. Við flutningsmenn þessa frumvarps, sem ásamt mér eru Oddur Olafsson, Eyjólfur K. Jónsson og Guðmundur Karls- son, leggjum hins vegar til að gengið verði beint til verks. Við leggjum til að lífeyriskerfi þjóðarinnar verði án tafar breytt á þann veg, að allir landsmenn njóti verðtryggs lífeyris á grundvelli ævitekna. Jafnframt því sem tryggt verði að tekjulaust fólk fái ákveðinn lágmarkslífeyri, sem verði einnig verðtryggður. Á sama tíma verði lífeyrissjóðunum, — gömlu höfuðstólunum — breytt í lánasjóði til að full- nægja þörf fólks fyrir fjár- magn vegna húsnæðismála eða þarfa atvinnuveganna." Guðmundur H. Garðarsson bendir á, að með því tvöfalda kerfi, sem almennu trygging- arnar og lífeyrissjóðirnir eru, sé raunverulega verið að tví- skatta þjóðina, án þess að almenningur fái til baka sam- bærilegar lífeyrisgreiðslur miðað við álögur. Og í sumum tilvikum geta lífeyrissjóðirnir ekki einu sinni staðið við skuldbindingar sínar, án þess að verðtrygging komi til, held- ur blasir við gjaldþrot. Auk þess er hið tvöfalda kerfi þungur baggi fyrir atvinnuveg- ina, sem vafasamt er, að þeir geti risið undir. Einkum þegar tillit er tekið til þess, lífeyris- sjóðirnir hafa með höndum gífurlega útlánasatrfsemi, sem að óverulegum hluta rennur aftur til þeirra atvinnugreina og fyrirtækja, sem eru upp- sprettur þess fjármagns, sem safnast fyrir í lífeyrissjóðun- um. Frumvarpið um Lífeyrissjóð Islands hlýtur að verða eitt af stærstu málum þingsins í vetur. í skjóli núverandi lífeyr- iskerfis hefur þróast margs konar misrétti og ranglæti, sem er til skammar fyrir íslenzku þjóðina. Eftir því verður tekið, hver viðbrögð alþingismanna verða, — hvort þeir hafi dug í sér til að lögfesta Lífeyrissjóð íslands 1. janúar 1980 eða hvort þeir heykjast á því að ráða fram úr þessum málum. V erðtry ggðan líf- eyri fyrir alla javíkurbréf Laugardagur 28. október»**»*»«"»« Þverbrestir í marxisma Enda þótt víðtæk eða algjör þjóðnýting (sem er raunar óheimil samkv. eignaréttarákvæðum ís- lenzku stjórnarskrárinnarl hafi átt sér stað í öllum sósíalistískum eöa kommúnistískum löndum, er vafamál, hvort þessi ríki geti talizt marxistísk samkvæmt skilgrein- ingu Karls Marx fremur en t.a.m. sé unnt að kalla nazistaríki marxistísk, enda þótt kenningar nazista eigi ekki síður en kenning- ar kommúnista rætur í heimspeki- kerfi Hegels. I kommúnistaríkjun- um er ríkisvaldið t.a.m. allsráð- andi og mikill mismunur á launum manna. Þar stendur yfirstétt við stjórnvölinn og forréttindastétt er þar einráðari en jafnvel í harðsvír- uðustu ríkjum hægri kapítalisma. Samkvæmt marxisma á stétta- skipting að vera úr sögunni og ríkisvaldið óþarft, þegar þjóðnýt- ing hefur átt sér stað — en hvar hefur það gerzt? Enda þótt finna megi kröfu um alræðisstjórn í kenningum Marx og heimspeki þráttarhyggjunnar um heildar- hyggju (sem leiðir alltaf til einræðis eða alræðis), hefði læri- meistarinn sjálfur áreiðanlega ekki verið ánægður með það, sem fyrir augu ber í löndum, þar sem valdhafarnir telja sig byggja á kenningum Marx. Þar er allsráð- andi ríkisbákn, stéttaskipting, launamisrétti, forréttindi og alls kyns hégómaskapur, sem valda- ræningjar rekja til „borgaralegrar úrkynjunar" eða telja jafnvel e.k. leifar af lénsskipulagi og hugsun- arhætti aðalsins í „úreltu" þjóð- skipulagi borgarastéttarinnar. Marx hefði áreiðanlega ekki verið að skapi það stjórnarfar, sem kenningar hans og Hegels hafa leitt til víða um heim. Hann hefði sennilega ekki lagt blessun sína yfir ýmsa þá valdhafa, sem teljast aðhyllast hugsjónir hans um stéttlaust þjóðfélag og öreigann í öndvegi. Ætli honum hefði t.a.m. ekki flökrað við ofstæki og hernað- arhyggju Kastros? Eða smáborg- araskap „alþýðuveldanna"? Það er mikilsvert að gera sér grein fyrir því, að kommúnismi hefur alls staðar þar sem honum hefur (undantekningalaust með valdi) verið komið á, frekar lotið boðum og kenningum Hegels en Mar.x, a.m.k. þegar ljtið er á höfuöatriði, þar sem hvað stangast á annars horn í boðskap þeirra. í kommúnistalöndunum ríkir einnig alfarið gífurleg — og raunar viðbjóðsleg — leiðtogadýrkun, eins og í forysturíki kommúnismans, Sovétríkjunum, þar sem dýrkun þessi er með þeim hætti, að vekur óhugnað með hverjum heilbrigð- um manni. Hvort tveggja, leið- togadýrkunin og hetjudýrkunin, eru mikilvæg atriði í boðskap Hegels, en Marx hefur lítinn sem engan áhuga á þessum þætti prússneskrar heimsmyndar Hegels. Hann var einnig andvígur þjóðernisstefnu Hegels og það voru nazistar en ekki marxistar, sem fengu kynþáttahatur hans í arf, því að það er a.m.k. ekki þáttur af kenningum Marx, enda þótt borið hafi á gyðingahatri í sumum kommúnistalöndum og þá ekki sízt Sovgtríkjunum eins og kunnugt er. En það kemur marx- isma ekki við. Marx lagði alla áherzlu á baráttuna milli stétta, en ekki ríkja eða kynþátta, auk þess sem hann taldi, að ríkið eins og við þekkjum það þurrkaðist út, þegar þjóðnýtingin væri um garð gengin og algert stéttleysi ríkti í þjóðfé- laginu. En þjóðnýtingin hefur þvert á móti leitt til mikillar stéttaskiptingar, alræðis ríkis- \raldsins og ófrelsis þegnanna, eins og alkunna er. Um maoisma og „pappírs tígrisdýr“ Stundum eru mikilvæg mál afgreidd hér á landi með orðalepp- um eins og „rússagrýla“ o.s.frv. Eftirfarandi lýsing á Sovétríkjun- um og tilgángi þeirra væri áreiðanlega kölluð „rússagrýla", ef hægt væri að vísa henni til föðurhúsa Morgunblaðsins, en svo er ekki: „Hinn óhugnanlega aukni herstyrkur er það, sem sovéskur sósíal-imperíalismi byggir líf sitt á og getu sína til hnattrænnar (sic!) útþenslu og samkeppni sína við Bandaríkin... Þess vegna er ekki hægt að búast við endi á vígbúnaðarkapphlaupinu, hversu háværir sem Brezhnev og félagar hans verða í hrópum sínum á (sic!) „afvopnun"...“ Nei, þetta eru ekki heimatilbún- ar morgunblaðslummur, heldur pólitískar skilgreiningar frétta- skýrenda kínversku fréttastofunn- ar Hsinhua og birtist í Fréttum frá Kína, sem gefið er út af „Menningardeild sendiráðs al- þýðulýðveldisins Kína á íslandi," nr. 10, 23. júní 1978. í þessu sama fréttabréfi er talað um „augljósa vangetu" sovézka sósíalimperíal- ismans á efnahagssviðinu, eins og komizt er að orði, og loks er klykkt út með þessari aðvörun: „Alþýða heims, varaðu þig á þessum skinheilaga prédikara „afvopnun- ar.“ Samkyæmt skilgreiningu Kín- verja á sovézkum kommúnisma sækja sovézk stjórnvöld fyrir- myndir sínar í hernaðarhyggju Hegels, sem er ein af meginuppi- stöðúm kenningakerfis hans, eins og fyrr getur. í þessu tilfelli eru Rússar, skv. fullyrðingum kín- verskra kommúnista, miklu nær kenningum Hegels en t.a.m. Marx, sem var ekki innblásinn þessu hegelska ljónsöskri. Þá er það einnig augljóst, að í fyrrgreindri skilgreiningu felst m.a., að sovézk stjórnvöld sæki fyrirmyndirnar að þjóðernisstefnu sinni ekki einung- is í hugmyndir keisaradæmisins um rússnesk heimsyfirráð, heldur einnig — og ekki síður — í þráttarhyggju Hegels, sem leggur mikia áherzlu á þjóðernisstefnu og hið eftirsóknarverða takmark þeirra, sem fram úr vilja skara, þ.e. að ná heimsyfirráðum, einS og Sovétríkin keppa að skv. fullyrð- ingum kínverskra maoista. Að þessu leyti hafa sovézkir kommún- istar sótt meira í þráttarhyggju heimspekikerfis Hegels en þann boðskap, sem Marx kenndi, því að þjóðernisstefna eða kynþáttahatur voru ekki á stefnuskrá hans, né heldur heimsyfirráð herraþjóða, heldur bylting öreiga um allan heim — en þó að sjálfsögðu ekki bylting, sem leiddi til alræðis- stjórnar eins leiðtoga og forsjár alviturs ríkisbákns, enda þótt sú hafi orðið raunin alls staðar, þar sem kenningum Marx hefur verið komið í framkvæmd, þ.e. í sósíal- istískum og kommúnistískum ríkj- um. Enda þótt Kínverjar hafi lagt höfuðáherzlu á stéttaskiptinguna í byltingu sinni, a.m.k. enn sem komið er, þá er því miður ekki hægt að neita því, að þeir hafa einnig farið úT' af sporinu og kenningar þeirra um að styrjöld sé nánast óhjákvæmileg á frekar rætur í þjóðernishyggju hegel- ismans en kenningum Marx, svo að ekki sé talað um hernaðaranda Hegels og boðskap hans um sögulega nauðsyn styrjalda. Loks má geta þess, að Kínverjar hafa ekki heldur losnað við hið alvitra ríki — trúa á og tigna „Andann" eða skurðgoðið, sem Hegel dýrkaði hvað mest, en Marx vonaðist tilað enginn þyrfti að blóta lengur, þegar þjóðnýtingu hefði verið komið á og stéttaskiptingu verið útrýmt úr samfélaginu. Þeir hafa því miður einnig hlotið þessar bábiljur Hegels í arf: „Það sem á sér stað í lífi þjóðar (segir Hegel), er umfram allt tengt ríkinu. Ríkið er því grundvöllur og miðstöð allra raunverulegra þátta þjóðlífsins, lista, löggjafar, siðferðis, trúar og vísinda. Þjóðarsálin birtist sem staðreynd í tilveru ríkisins. Þesái tilvera, eins og hún kemur fram í st.vrjöldum háðum af ríkinu og stofnunum þess er tendruð af þjóðarsálinni." (Sjá Frjálshyggja og alræðishyggja, 49. og 50. bls.). En Kínverjar hafa verið blessunarlega lausir við þá þætti í þráttarhyggju heimspekikerfis Hegels, sem lúta að því, að átökum milli kynflokka eða ríkja lykti þá fyrst, þegar sterkasta þjóðin eða kynþátturinn hefur náð heimsyfir- ráðum. En þá segir hann að hefjast muni hið „átakalausa" þúsund ára ríki, sem nazistar boðuðu og Sovétmenn virðast keppa að. En Kínverjar hafa frekar en t.a.m. Pólverjar eða Ungverjar verið ofurseldir MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 17 Á annarri myndinni er Hitler að heilsa lögregluliði sínu, en á hinni eru austur-þýzkir hermenn kommúnistastjórnarinnar, sem þar ræður nú ríkjum. Myndirnar eru teknar úr Hitler Marches in the Soviet Zone of Germany — og hefur Mbl. tekið sér það bessaleyfi að setja Hitler á sinn stað á myndina með austur-þýzku kommúnistahermönnunum til að sýna betur en ella, hvað fátt hefur raunverulega breytzt frá því þessi harðstjóri réð ríkjum á þýzku landsvæði sem lýtur nú stjórn Rússa og kommúnista. 3 yÉfk’vi l. , && iBr ÉKvJ * x JFtf&tl!* ■ «<ilf' ™ Óks, kenningu Hegels um „siðferðileg- an styrk“: „Þjóð er siðferðislega sterk, dyggðug og þróttmikil, svo lengi sem hún keppir að miklum markmiðum. .. Sérhver þjóð gædd snilligáfu skoðast sem aðeins einn einstaklingur á þróunarferli mannkynssögunnar.“ En Kín- verjar hafa aftur á móti ekki — a.m.k. ekki enn — látið freistast af kenningum Hegels um það, að snilligáfa þjóðar sannist að lokum í yfirráðum hennar yfir öllum heiminum, né orðið ginnkeyptir fyrir þeirri fullyrðingu Hegels, að „tíðarandinn opinberar vilja sinn í sjálfsvitund ákveðinnar þjóðar. Þessum vilja verða aðrir þjóðar- viljar að lúta, þannig að þessi útvalda þjóð ræður heiminum ... (59. bls.) Allt slíkt hefur verið Kínverjum, a.m.k. hingað til, fjarri skapi og ógeðfellt, ekki síður en smáþjóð eins og Islendingum, og eiga þessar þjóðir þetta m.a. sameiginlegt. Þær eru báðar gaml- ar nýlendur og hafa mátt vera flatar fyrir sínum herra, en slík reynsla er þroskandi, þegar fram í sækir, og getur orðið e.k. bólu- setning við yfirdrottnunarfirru eins og þeirri, sem Hegel boðaði. Nazismi og kommúnismi — úr sama jarðvegi Áður hefur verið minnzt á það í þessum bréfum um frjálshyggju og alræðishyggju að bæði nazismi og kommúnismi eiga rætur í hugmyndakerfi Hegels. Það er því ekki út í hött að Ijúka þessu bréfi — og þar með þessum umræðum að sinni — með enn einni tilvitnun í bók Ólafs Björnssonar, Frjáls- h.vggja og alræðishyggja, þar sem hann fjallar um nazisma og kommúnisma, enda má draga ýmsa lærdóma af þeim saman- burði. Prófessor Ólafur Björnsson segir m.a.: „í ríkjum þeim, þar sem nasistar eða kommúnistár hafa öðlazt óskoruð völd, er undantekningar- laus aðeins leyfð starfsemi eins stjórnmálaflokks. Þessi eini stjórnmálaflokkur hefir einkarétt á allri stjórnmálastarfsemi, svo sem útgáfu blaða og annarra rita, er um stjórnmál fjalla. Hann er einráður í öllum fjölmiðlum, og hefir raunar einkarétt á því að móta skoðanir fólks, ekki einvörð- ungu í stjórnmálum, heldur einnig á áviði lista, vísinda, trúarbragða og raunar á öllum sviðum mann- lífsins. Jafnframt eru öll önnur mannréttindi takmörkuð, svo sem ferðafrelsi, samtakafrelsi o.s.frv. Þessi fyrirbrigði, sem þannig eru sameiginleg þjóðfélögum, er lúta stjórn nasista og kommún- ista, eiga tvímælalaust rót sína að rekja til þess, sem er sameiginlegt í hugmyndafræði þessara stefna, þrátt fyrir mismunandi skoðanir um annað. Hið sameiginlega er fyrst og fremst heildarhyggjan, sem skilgreind hefir verið hér að framan þannig, að það sé heildin — ríkið, kynflokkurinn eða stéttin — sem sé það sem máli skiptir í mannlegu samfélagi, en ein- staklingurinn eigi hvorki rétt né hafi tilgang nema sem hluti af heildinni. Þetta grundvallarsjónarmið er sameiginlegt nasistum og kommúnistum, og af því leiðir svo V arnarliðsf lutningarnir lækkuðu farmgjöld S.H. meira en ella hefði orðið — segir Ottarr Möller, forstjóri Eimskips — í FRÉTT í dagblaðinu Vísi í ga>r er það haft eftir Iljalta Einar- ssyni. framkva>mdastjóra Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, að S.II. va>nti þess að Eimskipafélag íslands veiti Sölumiðstöðinni sömu fyrirgreiðslu og Varnarlið- ið fái. Segir Hjalti þetta geta sparað Sölumiðstöðinni 770 milljónir króna á ári. Af þessu tilefni sneri Morgun- hlaðið sér til óttars Möller. forstjóra Eimskips, og spurði hvort þess væri að vænta að S.IL fengi la-kkun á farmgjöldum til jafns við Varnarliðið. Óttarr sagði, að þegar Eimskip hefði fengið flutninga Varnarliðs- ins fyrir 12 árum, hefði það orðið til þess að mun betri nýting hefði orðið á skipum félagsins, þau hefðu þá getað komið fullfermd heim úr flutningum fyrir fiskút- flytjendur. Það hefði gert það að verkum, að unnt hefði verið að flytja fisk út ódýrara en ella hefði verið unnt. Því hefði félagið meðal annars getað stutt við bakið á útflutningi, til dæmis á síld og fiskmjöli, auk þess sem annað hefur verið margháttaðri þjónustu við dreifbýlið. Hins vegar sagði Óttarr, að ef sú þróun héldi áfram, að eigendur vöru færu sjálfir að annast flutninga milli landa, þá yrði Eimskip að draga úr því að flytja vörur ódýrar en aðrir og jafnvel að draga úr þjónustu þeirri sem nú er látin dreifbýlinu í té. Því væri alls ekki á rökum reist að Eimskipafélagið gæti lækkað framgjöld til Sölumiðstöðvarinnar á sama tíma og Bifröst veitti aukna samkeppni á flutningum fyrir Varnarliðið. „Ég tel,“ sagði Ottarr Möller að lokum, „að Bifrastarævintýrið hafi kostað þjóðina þrjár milljónir dollara í gjaldeyristekjum á ársgrundvelli. Það mun hafa í för með sér 'að Eimskipafélagið á erfiðara með að standa við bakið á útflutnings- verzluninni og dreifbýlinu, og neyðist til að taka sambærieg flutningsgjöld og þjónustugjöld á við innlenda og erlenda aðila." Dágóð síldveiði Þokkaleg sfldveiði var í Mcðallandsbugtinni í fyrri- nótt og fengu allmargir bátar þar dágóða veiði eða allt upp í 300 tunnur í reknetin, að því er Vest- mannaeyjaradíó hafði haft spurnir af í gær. Von var á Dalarafni með 300 tunnur til Vestmannaeyja og einnig Árna í Görðum með 120 tunnur og auk þess var gert ráð fyrir að nótaskipið Sigurbára landaði afla sínum í Eyjum, alls um 30—40 tonnum. Af öðrum nótabátum hafði frétzt af Voninni með 60—65 tonn, Hamravík með 20—30 tonn, Sigurþóri með um 50 tonn og Saxhamri en öll þessi skip voru á vesturleið. aftur einræði og virðingarleysi fyrir réttindum einstaklingsins, sem er sameiginlegt báðum þessum stefnum. Annað mál er hitt, að þessar stefnur nota mismúnandi vígorð og leggja mismunandi áherzlu á hin ein- stöku heildarhugtök en allt verða það að teljast aukaatriði. . .(57.-58. bls.) Og ennfremur: „Kommúnista og fasista greinir á um eignarréttarskipulag, þar sem hinir síðarnefndu aðhyllast séreignarrétt til framleiðslutækja, þótt þeir séu engir fylgismenn frjálsrar samkeppni. En þrátt fyrir þennan stefnumun í efna- hagsmálum, er þó eitt ;sameigin- legt stjórnarfari fasista- og kommúnistaríkja — alræðið. Skýringin á þessu er, eins og áður segir, sameiginleg hugmyndafræði að því er snertir þráttarhyggjuna, heildarhyggjuna og söguhyggjuna. Ekki má láta blekkjast af því, þótt áróðrinum fyrir nauðsyn stjórnar- farsins sé hagað á mismunandi hátt og mismunandi vígorð notuð. Á máli fasista heitir einræðisherr- ann foringi eða leiðtogi (der Fúhrer, il Duce), á máli kommúnista oftast félagi (Stalín og aðrir einræðisherrar í Austur-Evrópuríkjunum) eða for- maður (Mao). Þráttarhyggja Hegels var af fasistum túlkuð sem andstæðir hagsmunir ríkja eða þjóðflokka, en af marxistum sem stéttaátök. Báðir aðhylltust heildarhyggju, ■ en heildarhags- munirnir, sem allt annað átti að lúta samkvæmt kenningu fasista, voru hagsmunir þjóðarinnar eða kynflokksins, en samkvæmt kenningu kommúnista hagsmunar alþýðunnar eða öreigastéttarinn- ar. Vekja má raunar athygli á því, að ef búið er að útrýna stétta- skiptingunni samkvæmt skil- greiningu kommúnista með af- námi séreignarréttar til fram- leiðslutækja þá ætti „þjóðin" og „alþýðan“ að vera nokkurn veginn það sama. Agreiningurinn um þessi tvö atriði, sem nú hafa verið nefnd, er þannig meira um orðaval en efnisatriði. Sama máli gegnir í rauninni um afstöðuna til lýð- ræðisins. Fasistar eru opinskátt andvígir lýðræði í þeirri merkingu sem í það er lögð (sbr. hér að framan) af þeim sem aðhyllast frjálshyggju i einni eða annarri mynd. Kommúnistár eru það raunar líka, en nota orðið í allt annarri og raunar andstæðri nterkingu sem heiti á sínu eigin stjórnarfari (sbr. heiti þýzka alþýðulýðveldisins). Einsflokks- kerfi kommúnistaríkjanna er að þeirra dómi hið eina sanna lýð- ræöi, því að enginn vissi betur en foringinn, hvaö þjóðinni væri fyrir beztu ... .. .Kommúnistaflokkurinn einn hefir rétt til stefnumótunar, ekki einvörðungu á sviði efnahagsmála, heldur og á sviði allra þátta menningarmála, lista, vísinda, trúmála og jafnvel íþrótta. Hann hefir óskoruð yfirráð allra fjöl- ntiðla og einkarétt á allri áróðurs- starfsemi. I þessu efni er stjórnar- far í kommúnistaríkjum og fas- istaríkjum ntjög líkt og er nær- tækt að skýra það með hinni sameiginlegu hugmyndafræði þessara stefna, þráttarhyggjunni, heildarhyggjunni og söguhyggj- unni. Mismunandi eignarréttar- skipulag eða rekstrarform fyrir- tækja er í þessu efni fremur aukaatriði. Með þessu er þó ekki sagt, að eignarréttarskipulagið eða hag- kerfið skipti engu ntáli fyrir stjórnarfarið. Það er athyglisvert, að í öllum þeim löndum, þar sem komið hefir verið á víðtækri þjóðnýtingu, er alræðisstjórnar- far. Hafa suntir frjálshyggjumenn, svo sem m.a. austurrísku hag- fræðingarnir Ludwig von Mises og Friedrich von Hayek dregið af þessu þá ályktun, að sósíalisnti eða þjóðnýtingarstefna hlyti óhjá- kvæmilega að leiða til alræðis- stjórnarfars.“ (62.-63. og 65. bls.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.