Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 Blaðafulltrúi Flugleiða: „Fáránlegt” ef einungís duga örþrifaráð „I>AÐ or náttúrlosa fáránlojft of það eitt dugar að grípa til örþrifaráða til að stjórnvöld fallist á róttlátar hækkanir til fyrirtækja. Okkar umsúkn um viðbútarha'kkun lÍKKur fyrir ojí við treystum því að ríkisstjúrnin samþykki hana nú tafarlaust.“ Olympíuskákmótið: Sigur ogtap ÍSLENZKA kvennasveitin tapaði á öllum boröum fyrir sveit V-Þýzkalands í annarri umferð Olympíuskákmótsins í Argentínu, en allt benti til að karlasveitin myndí sigra Japani á öllum borðum, en Helgi átti sigurlíkur í biðskák sinni, sem tefld var í gær. Sjá frásögn af fyrstu umferð á bls. 2. satíði Svoinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flutíloiða cr Mbl. spurði, hvað fyrirtækið hytíðist nú t?ora, þesar ríkisstjúrnin hefði staðfest viðhútarhækkun á tíosdrykkjum ok smjörlíki. on okki farKjöldum, cn vcrðlaKsncfnd afKrciddi bciðni FluKleiða á sínum tíma cins ok Kosdrykkjavcrksmiðja ok smjör- líkisKerða ok samþykkti 25% hækkun. en ríkisstjúrnin staðfesti 20% hækkun ok Kripu Kosdrykkkjavorksmiðjurnar ok smjörlíkisKorðirnar þá til lokun- ar sem kunnuKt cr. „Við töldum útilokað að stöðva fluKÍð," saKði Sveinn Sæmundsson. „Þessi treKða stjórnvalda til að leyfa okkur að selja fartyöldin á sannvirði kemur mjöK illa niður á fyrirtaekinu ok nú er allt útlit fyrir að tapið í innanlandsfluginu í ár verði meira en á síðasta ári, en þá nam það um 100 milljúnum krúna. Hér áður fyrr fékk Flugfélag íslands sjálft að ráða þessum málum og reynslan var sú að félagið fór það húflega í fargjaida- hækkanir á innanlandsleiðum að yfirleitt þurfti frekar að borga með því flugi en hitt.“ Mbl. túkst ekki í gær að ná sambandi við Svavar Gestsson viðskiptaráðherra vegna þessa máls. Það var vctrarlcgt um að litast er fúlk á höfuðborgarsvæðinu leit út í gærmorgun og þegar starfsmenn flugfélaganna komu til vinnu sinnar. Lítils háttar tafir urðu á flugi sakir snjókomu, en þegar birti til um hádegisbilið var flogið til allra landshluta. Ljúsmi RAX. Prentun að færast úr landinu í vaxandi mæli FORSVARSMENN íslenzka prent- iðnaðarins hafa nú verulegar áhyggjur af þeirri þróun að farið er að prenta bækur, blöð og bæklinga f vaxandi mæli erlendis. einkum þar sem um litprentun er að ræða. Mörg slík mál hafa komið til kasta félags prentiðnaðarins að undanförnu að sögn framkvæmda- Sauðaútflutningur úr sögunni í bili: Sauðunum slátrað í Biskupstungunum SAUÐUNUM fjúrem. sem flytja átti út til Arabalanda, var í fyrradag slátrað í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands í Laugar- ási í Biskupstungum. Þar með virðast úr sögunni, í bili að minnsta kosti, fyrirætlanir um að selja íslenzkt sauðfé á fæti til Arabalandanna. „Því miður var ekki látið reyna á það, hvort leyfi fengist til út- flutnings á sauðunum," sagði Sveinn Hallgrímsson ráðunautur í samtali við Morgunblaðið í gær. Sagðist Sveinn harma það að ekki hefði orðið af þessum útflutningi, en þar væri fyrst og fremst um að kenna málflutningi í blöðum; almenningsálitið hefði verið búið að fordæma þennan útflutning áður en af honum hafi getað orðið. Sveinn sagði, að Markaðsnefnd landbúnaðarins hefði á sínum tíma verið falið að finna markaði fyrir íslenzkar landbúnaðarafurðir erlendis með öllum tiltækum ráð- um. Eitt af því sem nefndin hefði bent á, var að flytja sauðfé til Arabalandanna. Sagði Sveinn að þarna hefði verið unnt að flytja fé utan án þess útflutningsuppbætur hefðu þurft að koma til. Þetta hefði verið einn þáttur í markaðskönnun erlendis, alveg eins og nú í haust hefði verið gerð tilraun með að flytja ferskt dilkakjöt til nokkurra Evrópulanda. „Skortur er á kindakjöti í Araba- löndunum, en olíuauðurinn hefur nú gert þeim kleift að kaupa matvæli annars staðar frá,“ sagði Sveinn. „Ekki er um það að ræða að sauðunum hefði verið fórnað við trúarathafnir, heldur hefði aðeins verið um að ræða aflífun eða slátrun. — Munurinn væri hins vegar sá, að alveg eins og hér á landi væri kveðið á að sauðfé skuli slátra með byssuskoti, þá mæltu siðareglur Araba svo fyrir, að nota skuli hálsskurð.“ stjúra þess, Grétars Nikulássonar, en félagið reynir að hafa gætur á að farið sé að reglum varðandi prentun af þessu tagi. Félag ísl. prentiðnaðarins hefur t.d. ritað fjármálaráðuneytinu bréf vegna umsóknar Árbliks hf., sem gaf út handbókina Viðskipti og þjúnusta, um að fá felldan niður toll og söluskatt, en prentun bókarinnar fór fram í Bandaríkjunum. Hins vegar er 11% tollur á prentuðu efni sem prentað er utan EFTA og EBE-landanna, og óskaði Félag ísl. prentiðnaðarins eftir því að fá vitneskju um hvaða afgreiðslu málið hefði hlotið hjá ráðuneytinu en svar hefur ekki borizt. Þá sagði Grétar, að félaginu hefði einnig borizt til umsagnar erindi frá gjaldeyrisyfirvöldum vegna umsóknar fyrirtækisins Frjáls framtaks hf. um að fá að prenta tízkublaðið LIF í Bandaríkjunum, en það er allt prentað í lit, og einnig kvað Grétar mikið um að auglýs- ingastofur hér á landi vísuðu viðskiptavinum sínum, er þyrftu að láta prenta litbæklinga, á erlenda aðila. Grétar sagði, að litprentun væri einn vandasamasti þáttur prentverksins, og forráðamönnum prentiðnaðarins og fagmönnum þætti mikið vantraust felast í þeirri tilhneigingu sem nú bæri svo mjög á — að flytja litprentunina út úr landinu með þessum hætti. Valur mæt- ir Dynamo Bukarest DREGIÐ var um það í gær í aðalstöðvum Alþjúða handknatt- loikssambandsins í Sviss hvaða lið leika saman í 2. umferð Evrúpu- mútanna í handknattlcik. Varð niðurstaðan sú að íslands- meistarar Vals eiga að leika gegn rúmenska liðinu Dynamo Búkarest en bikarmeistararnir Víkingur eiga að leika gegn sænska liðinu Ystad IF. Bæði íslenzku liðin eiga heima- leikinn á undan. Nánar segir frá þessu máli á bls. 2 og þar er spjall við forráðamenn Vals og Víkings. Ólafur Ragnar Grímsson um fjárlagafrumvarpid: Sé þetta stjórnarfrumvarp hef- ur mikið gerzt á skömmum tíma „HAFI Túmas Árnason rétt fyrir sér. þegar hann segir Mbl. eins og fram kemur í blaðinu í morgun að nú sé til fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar en ekki neitt einkafrumvarp hans, þá hefur mikið gerzt á skömmum tíma,“ sagði Ólafur Ragnar Grfmsson alþingismaður er Mbl. sneri sér til hans í gær vegna framangrcindra ummæla fjár málaráðhcrra í samtali við Mbl. „Það væri vissulega fagnaðar- efni,“ sagði Ólafur Ragnar, „ef nú í vikulokin hefði farið fram sú vinna að undirbúningi frumvarps- ins sem með eðlilegum hætti hefði getað gerzt fyrir tveimur vikum síðan og sú lýsing 'sem fjármála- ráðherra gefur í viðtalinu við Morgunblaðið á „samráði við aðila vinnumarkaðarins um stefnuna í frumvarpinu" hafi reynzt árangursrík. Höfuðatriðið er að sú efnahagsstefna sem í fjárlaga- frumvarpinu felst njóti víðtæks stuðnings innan þings og utan og það verði þannig grundvöllur að árangri í baráttunni gegn verð- bólgu á næsta ári.“ Mbl. reyndi árangurslaust í gær að ná í Lúðvík Jósepsson og Kjartan Jóhannsson sem voru fulltrúar Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins á þeim fundi með fjármálaráðherra og forsætisráð- herra, sem fjármálaráðherra sagði í samtali við Mbl. að hefði lagt síðustu hönd á fjárlagaundir- búninginn. Mbl. náði hins vegar tali af Geir Gunnarssyni alþingismanni, sem ásamt Lúðvík er fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í þeim vinnuhópi sem stjórnarflokkarnir komu á fót í sambandi við fjárlagagerðina. Geir kvaðst ekkert vilja segja um fjárlagafrumvarpið né gerð þess. „Það verður að koma í ljós á Alþingi," sagði hann svo er Mbl. spurði hvort nú lægi fyrir fjár- lagafrumvarp sem nyti stuðnings ríkisstjórnarflokkanna. Þegar Mbl. spurði hann hvernig skilja bæri þau ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar í blaðaviðtali á föstu- daginn að þingmenn stjórnar- flokkanna vissu ekkert um út- færslu stefnunnar í fjármála- frumvarpinu, sagði Geir: „Þing- flokkur Alþýðubandalagsins veit allt það sem við höfum gert í málinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.