Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978
13
Ný bók:
Ljóðasafn Sigurðar
frá Arnarholti
Þetta gerðist 29. október
Morgunbalðinu hefur borizt
ljóðasafn Sigurðar Sigurðssonar
frá Arnarholti og nefnist bókin
Ljóðmæli. Ilún er gefin út af
Ilelgafelli, en Jóhann Gunnar
Ólafsson skrifaði ítalegan for
mála um skáldið. í bókinni, sem
er 291 bls. að stærð og skipt er í 6
kafla, er heildarsafn ljóða
Sigurðar, sem var á sínum tíma
þjóðkunnur af ljóðum sinum. Og
sum ljóða hans hafa festst í sessi í
bókmenntasögunni. Meðal slíkra
ljóða í þessu safni cr Útilegu-
maðurinn og í dag. Bókin er
tilrinkuö konu skáldsins, Önnu
Pálsdóttur. bess má gcta, að við
mörg ljóðanna eru upplýsingar
um það, hvar og hvcnær þau
birtust fyrst.
Kristján Karlsson segir að
bókarkápu um þetta ljóðasafn
Sigurðar Sigurðssonar frá
Arnarholtii
Niðurgreiðslur
auknar vegna
hækkaðs gjalds
hjá dagmömmum
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
hækka niðurgreiðslu dagvistunar
á einkaheimilum og gildir
hækkunin frá 1. þessa mánaðar.
Niðurgreiðsla þessi er bundin við
börn einstæðra foreldra. Að sögn
Sveins Ragnarssonar, forstöðu-
manns Félagsmálastofnunar
Reykjavíkur, nemur niðurgreiðsl-
an nú 20.750 krónum á mánuði, en
var 14.000 krónur.
Að sögn Sveins hækkuðu „dag-
mömmur" eða þær konur, sem
taka börn í fóstur á einkaheimili,
gjald sitt fyrir ágústlok. Var þar
um að ræða kauphækkanir, sem
aðrar stéttir höfðu fengið fyrr á
árinu.
r
ASI vill kanna
farmgjöld
skipafélaganna
Á FUNDI sínum 26. 10. ’78
samþykkti miðstjórn ASI einróma
eftirfarandi ályktun:
„Miðstjórn ASÍ samþykkir af
gefnu tilefni að skora á ríkis-
stjórnina að láta nú þegar fram
fara ítarlega rannsókn á farm-
gjöldum skipafélaganna."
„Fyrir utan ljóðabækur sínar lét
Sigurður Sigurðsson frá Arnar-
holti eftir sig ljóð og brot í blöðum
og handriti. Hér birtist nú í fyrsta
sinn heildarútgáfa á Ijóðum hans.
Jóhann Gunnar Ólafsson fyrrver-
andi bæjarfógeti hefir séð um
útgáfuna og ritað mjög fróðlegan
formála.
Sigurður frá Arnarholti stendur
í fremstu röð íslenzkra skálda frá
fyrstu áratugum aldarinnar. Hann
er í hópi þeirra, sem þá taka að
gera hinar hæstu kröfur um
vandað form og um fegurðarleit í
efnisvali. Þessar kröfur uppfyllti
Sigurður flestum betur og hann
varð einn af upphafsmönnum
nýrrar ljóðlistar, þar sem draum-
hneigð, langanir og geðhrif sitja í
fyrirrúmi. En hugsun hans er svo
skýr og tilfinningin sterk, að hann
verður aldrei daufur og því síður
væminn. Hann vildi ennfremur, að
mál ljóða færi sem næst mæltu
máli eins og það er bezt og
eðlilegast. Málfar hans er ákaflega
hljómmikið og ljóðlínurnar heil-
steyptar. — Á síðustu árum verður
skáldskapur hans yfirleitt mjög
hlýr og nærtækur með blæ af
samtali eða jafnvel góðlátlegu
rabbi, en alltaf bregður líka fyrir
tilkomumiklum stíl og sterkum
tilþrifum. Hann byrjaði skáldferil
sem skáld mikils stíls, gerðist
athafnamaður um langt skeið
ævinnar, síðast orti hann einkum
sér og vinum sínum til hugar-
hægðar og það hefir líka sitt
gildi“
1970 — Bandaríkjamenn og
Rússar semja um tengingu í
geimnum.
1962 — Bandaríkjamenn
aflétta hafnbanninu á Kúbu.
1956 — Innrás ísraelsmanna
í Sinai — Kadar verður leiötogi
ungverska kommúnistaflokks-
ins.
1929 - Verðhrunið í Wall
Street. heimskreppan byrjar.
1923 — Tyrkland lýðveldi.
1918 — Sjóliðauppreisnin í
Kiel.
1888 — Samningurinn um
Súez-skurð í Konstantínópel.
1807 — Danir ganga í lið með
Frökkum.
1762 — Ósigur Austurríkis-
manna fyrir Frökkum í
orrustunni við Freiburg.
1688 — Frekkar taka Pils-
burg, Þýzkalandi.
1618 — Sir Walter Raleigh
tekinn af lífi fyrir landráð.
1567 — Meaux-samsæri
Húgenottg ieiðir til annars
trúarbragðastríðsins í Frakk-
landi.
Afmæli dagsins. Edmund
Halley enskur stjörnufræðingur
(1656—1742) — James Boswell,
skozkur ævisagnahöfundur
(1740-1795)
Innlent. Ritstjórar „Nýs Dag-
biaðs“ og „Þjóðviljans" dæmdir í
varhald 1941 — Fyrsta umræða
danska þingsins um handrita-
málið 1964 — „Alþýðublaðið"
hefur göngu sína 1919 — Tillaga
Jóns Hjaltalíns um lækningar í
kláðamálinu 1856 — Dómur
iandsyfirréttar í tvíkvænismáli
Sigurðar Breiðfjörð 1838 — D.
Arnljótur Ólafsson 1904 — F.
Sigurjón Á. Ólafsson 1884 — Sr.
Sigurður Einarsson 1898 —
Gísli Sigurbjörnsson 1907.
Orð dagsins. Sönn vinátta er
eins og góð heilsa. Gildi hennar
er sjaldan metið fyrr en hún er
glötuð — C.C. Colton, enskur
klerkur (1780-1851).
Þetta gerðist 30. október
1975 — Juan Carlos prins tekur
við völdum á Spáni.
1963 — Alsír og Marokkó semja
frið.
1957 — Gaiilard myndar stjórn
5 Frakklandi.
1956 — Bretar og Frakkar setja
Egyptum og Israelsmönnum
úrslitakosti = Rússar ráðast inn
í Ungverjaiand en Mindzenty
sleppt.
1938 — Orson Welles veldur
múghræðslu með útvarpsleikriti
um innrás frá Mars.
1928 — Tilraunaútsendingar
sjónvarps hefjast í Bretlandi.
1922 — Mussoiini myndar
fasistastjórn.
1918 — Bandamenn semja
vopnahlé við Tyrki =
Tékkóslóvakía sjálfstætt lýð-
veldi.
1914 — Orrustan um Ypres
hefst.
1905 — Rússakeisari lætur
undan kröfum þingsins um
aukin völd.
1899 — Búahershöfðinginn
Joubert sigrar Breta við
Nicholson’s Nek.
1697 — Ryswick-friður Frakka
og Austurríkismanna.
1611 — Andast Kari IX Svía-
konungur.
1546 — Bæheimskt herlið ræðst
inn í Saxland.
1517 — Upphaf siðaskipta.
Afmæli dagsins. Georg II,
brezkur konungur (1683—1760)
= R-B. Sheridan irskur leikrita-
höfundur (1741-1807) = Feodor
Dostoievsky, rússneksur rithöf-
undur (1821-1881) = Léon
Gambetta, franskur stjórnmála-
ieiötogi (1838-1882).
Innlent. Togarinn „Bragi" ferst
við England 1940= „Þjóðviljinn“
hefur göngu sína á ísafirði 1886
= D. Margrét drottning Skúla-
dóttir 1270 = F. Matthías
Þórðarson 1877 = Dr. Sigurður
Samúelsson 1911 = Hafsteinn
Björnsson 1914.
Orð dagsins. Fífl hlýtur öðru
hverju að hafa rétt fyrir sér af
tilviljun — William Cowper,
enskt skáld — (1731—1800).
[
I Kalmar!
Álverið:
Uppsetning
hreinsitækja
gengur sam-
kvæmt áæthrn
UPPSETNING hreinsibúnaðar í
Álverinu í Straumsvík gengur
samkvæmt áætlun, að því er
Ragnar Halldórsson forstjóri ísal
tjáði Mbi. í gær.
í lok þessa árs verður búið að
breyta 40 kerjum af 240 en þau eru
öll í skála tvö. Næsta vor verða svo
sett upp sérstök tæki, sem hreinsa
útblástur frá verksmiðjunni áður
en hann fer út í andrúmsloftið.
Hinar vinsælu CLASSIC
baöskápaeiningar eru fyr-
irliggjandi á lager.
CLASSIC baöskápaein-
ingarnar eru úr eik og fást
bæöi litaðar og ólitaöar.
Kynniö ykkur möguleikana
sem CLASSIC baöskápa-
einingarnar frá Kalmar
bjóöa.
»
í sýningarhúsnæði okkar í
Skeifunni 8 sýnum viö
uppsett baöborö ásamt
mismunandi uppstillingum
af þeim fjölmörgu útgáfum
KALMAR-innréttinga sem
hægt er aö fá.
kalmar
innréttingar hf.
SKEIFAN ». REVKJAVÍK 8ÍWIKW45
{
b.
' / .4-':