Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 svæðis höfðu í marga daga orðið varir við undarlegan ljósagang á lofti, aðallega að nóttu til en þó stöku sinnum að degi til. Hinn 27. júní 1959 var sr. Gili sóttur inn til sín til að koma út að skoða undarlegan hlut sem hékk í loftinu nokkur hundruð metra frá skóla- húsinu. Gill og menn hans fóru út og sáu egg-laga hlut með lending- arbúnaði. Efst á hlutnum var pallur — sem virtist einna helzt vera ætlaður til athugana. Hlutur- inn hækkaði sig og hvarf af svæðinu. Næsta dag kom hlutur- inn aftur. I þetta sinn seig hann hægt til jarðar meðan sjónarvott- ar horfðu furðu lostnir á úr aðeins um 30 metra fjarlægð. Meðan hluturinn lækkaði sig sáu sjónar- vottar nú „menn" á pallinum efst á hlut þessum. Þeir virtust vera að vinna við eitthvað — að viðgerð eða einhverju í þá áttina. Meðan annar „áhafnarmanna" var niður- sokkinn við vinnu sína, leit hinn í átt til séra Gill og hinna áhorfend- anna. Ósjálfrátt veifaði sr. Gill hend- inni til „áhafnarmannsins". Skyndilega lyfti „áhafnarmaður- inn" hendinni ok veifaði, eins og hann væri annað hvort að líkja eftir klerki eða svara merki hans. Prestur endurtók kveðju og „áhafnarmaðurinn" svaraði í sömu- mynt. Brátt voru allir sjónarvott- ar farnir að veifa höndunum og „áhafnarmaðurinn" svaraði á móti. Séra Gill tók skýrslu af óllum sjónarvottunum, gerði. mæl- ingar í því skyni að áætla stærð hlutarins og hefur hin ítarlega og greinargóða skýrsla hans því að geyma eitt frægasta tilfellið frá Kyrrahafssvæðinu. • Þáttur bandaríska flughersins Hinir fljúgandi furðuhlutir hafa hvergi verið rannsakaðir betur en í Bandaríkjunum og er þáttur bandaríska flughersins þar í lang mikilvægastur. Hlutur hans' hefur þó verið æði vanþakklátur, því að enda þótt sérfræðingum hersins hafi tekizt að koma með skýringar um eðlilegan uppruna flestra þessara fyrirbæra, þá hefur þeim ekki tekizt að skýra þau óll og þannig hvorki tekizt að sanna að fljúgandi furðuhlutir utan úr geimnum séu hugarburður né að tilvist þeirra sé staðreynd. I hugum margra áhugamanna um þetta efni er trúin á þessi fyrirbæri slík að kaila má trúar- brögð, og þessir aðilar hafa einatt sakað flugherinn og bandarísk yfirvöld um samantekin ráð að þegja þetta mál í hel og sögusagnir hafa verið á kreiki um, að þrír fljúgandi diskar séu faldir í helli í Hynek, fyrrum ráðunautur bandaríska flughersins við landabréf þar sem merkt er inn á hvar sést hefur til fljúgandi furðuhluta í Bandaríkjunum og til hliðar eru sýnishorn af myndum sem hann á í fórum sínum. Colorado Spring af flughernum og að lík tveggja lítilla geimvera frá fari utan úr geimnum, er farist hafi hér á jörðu, séu geymd í vökva í kjallara tæknideildar flughersins í Ohio. Bandaríski flugherinn hófst fyrst handa um athuganir á þessum fyrirbærum seint á fimmta áratugnum þegar frásagn- ir fóru að berast um undarlegan ljósagang og fyrirbæri á himni frá ...er Philips mest myndsegulbandió í Evrópu? Ástæöurnar eru margar. Viö getum nefnt hin frábæru mynd og tóngæöi Philips. Líka mætti nefna.að tækiö er sérstaklega einfalt í notkun. Kostir Philips VCR kerfisins koma best í Ijós á litsjónvarpstækjum meö stórum skermum en þaö er sú gerö er flestir Evrópubúar kjósa. Philips kerfiö er þaö eina á markaonum í dag, sem hannaö er í Evrópu fyrir evrópska litsjónvarpskerfiö. Philips myndsegulbandiö hentar öllum. Þaö hentar vaktavinnufólki, sjómönnum og öllum öörum, sem ekki geta sest niöur við sjónvarpiö hvenær sem er. Fjölskyldur í fjölbýlishúsum geta sameinast um tæki og sent út t.d. barnatíma á laugardagsmorgnum. Philips myndsegulbandiö er stillanlegt þrjá sólarhringa fram í tímann og sjálfvirkni tryggir vel heppnaoa upptöku. Viðhald Philips myndsegulbandsins • er auk þess einfaldara en annarra sambærilegra tækja. Þess vegna kaupa flestir Philips myndsegulband. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 ýmsum áreiðanlegum aðilum, enda var þetta talið geta stafað frá óvinum landsins og varða öryggi landsins. Rannsóknin hafði ekki staðið nema tvær vikur, þegar Mantell-málið fræga kom upp. Mantell var flugsveitarforingi, sem árið 1947 var sendur í flugvél sinni til að kanna fljúgandi fyrirbæri, sem sést hafði yfir Kentucky bæði með berum augum og á ratsjá. Mantell veitti fyrir- bærinu eftirför og lýsti því sem „hlut", en áður en hann gæti gert nánari grein fyrir því rofnaði sambandið við hann og litlu síðar fannst brakið úr flugvél hans á jörðu niðri. Málið vakti mikla athygli og margir eru vantrúaðir á hina opinberu skýringu hersins um að Mantell hafi í reynd verið að elta reikistjörnuna Venus, sem hafi verið í mjóg óvenjulegri stöðu þessa stund; hann hafi klifrað of hátt án súrefnistækja og misst meðvitund. I kjölfar þessa atviks kom svo upp Chiles and Witted-málið ári síðar en þeir voru tveir farþega- flugmenn, sem sáu úr vél sinni og lýstu mjög greinilega fljúgandi furðuhlut, sem þeir höfðu flogið fram á og virt fyrir sér lengi úr lítilli fjarlægð. Þetta varð til þess að ákveðið var að setja á laggirnar sérstakan starfshóp sérfræðinga til að ganga úr skugga um hvað þarna hefði verið á ferð og kanna fleiri lýsingar til að fá málið út úr heiminum í eitt skipti fyrir 311. Þessum sérfræðingahópi tókst að finna skýringar á flestum fyrir- bærunum, sem fyrir hann komu, en þó voru 23% málanna ennþá óupplýst. Yfirmönnum flughersins þóttu þau þó þess eðlis að ástæðulaust væri að halda rann- sókninni áfram. Flugherinn neyddist þó strax til að endurskoða þessa afstöðu sína vegna þess að bylgja furðuhluta gekk yfir landið 1952, og þá blandaðist meira að segja CIA í málið, enda voru þetta tímar Kóreustríðsins, McCarthy-ismans og kalda stríðsins, svo að tor- tryggnin var í algleymingi. Þá varð til „Project Blue Book" eða Bláa bókin, þar sem sérstök rannsóknarnefnd kannaði hin margvíslegustu fyrirbæri sem vart varð við og stóð þessi rannsókn yfir allt til ársins 1969 er henni var formlega hætt enda lá þá fyrir sú niðurstaða að þessir furðuhlutir ógnuðu ekki öryggi landsins. Nefndarmenn töldu sig líka hafa eðlilegar skýringar eða komið fram með líklegar tilgátur á um 94% fyrirbæranna, sem á fjörur nenfdarinnar rak á þessum tíma. Einn af sérlegum ráðgjöfum nefndarinnar var stjörnufræðing- urinn J. Allen Hynek, sem annað- ist vettvangsrannsóknir í mörgum þeirra mála, sem nefndin fékk til meðferðar, og var lengi helzti skotspónn ofsatrúarmanna á hina fljúgandi furðuhluti sakir tegðu sinnar að fallast á að þeir ættu uppruna sinn á fjarlægum hnött- um og setti reyndar allt á annan endann árið 1966, þegar hann staðhæfði að sýnir yfir Michigan stöfuðu af lofttegundum frá fenjum þar en væru ekki fljúgandi furðuhlutir, eins og fjöldi sjónar- votta staðhæðfi. Hynek hefur síðan að nokkru leyti snúið við blaðinu. Hann veitir nú forstöðu sjálfstæðri rannsóknarmiðstöð á fljúgandi fyrirbærum, segir frá- sagnir og lýsingar á þeim of margar og ítarlegar til að unnt sé að hafna tilvist fljúgandi furðu- hluta. Hynek var reyndar sérlegur ráðgjafi Stven Spielbergs við gerð myndarinnar „Close Enconters of the Third Kind" sem nú er verið að sýna hér. • Socorro-málið Eitt þeirra tilfella sem Hynek fékk til meðferðar gerðist í Socorro í Nýju Mexikó 24. apríl 1964. Vegalögreglumaðurinn Lonnie Zomorra varð var við svartan Chevrolet, sem ekið var með ofsa hraða um bæinn og veitti honum eftirför. Þegar hann var kominn lítið eitt út fyrir bæinn i hæðótt landsvæði, heyrði hann drilnur og veitti eftirtekt blossa á himninum framundan. Bjarminn var bláleitur og gulleitur, og það var eins og hann væri hreyfingar- laus, sagði Zamora, svo að hann ákvað að hætta eftirförinni og kanna hvað þarna væri á ferð. Hann ók því út af aðalveginum og eftir troðningum og upp á nálæga hæð, en tók þá eftir glampandi hlut um 100 til 150 metra utan við veginn. Fyrsta hugsun hans var að þetta væri líkast bíl og hann kallaði um talstöðina til aðal- stöðvanna og gerði aðvart. Lög- reglumaðurinn í fjarskiptunum staðfestir þetta og segist síðan hafa heyrt Zamora stöðva bíl sinn og stíga út. Zamora lýsir fram- haldinu þannig: „Meðan ég nálgað- ist staðinn hélt ég helzt að þetta væri bíll sem hefði endastungist stæði upp á endann. Þegar ég tók að horfa frekar sá ég að þetta var skínandi hlutur. Hluturinn var líkastur áli — virtist hvítleitur þar sem hann bar við mosann en ekki krómaðir. Mér virtist hann vera eins og fótbolti (amerískur) í laginu. Ég sá líka tvær verur í samfestingi." Önnur þeirra virðist hafa snúið sér við og horft beint í átt til bíls Zamora. Hann minnist þess að nærvera hans hefði komið verun- um í opna skjöldu og þær hafi stokkið upp. Þegar hér var komið færði Zamora sig nær með það í huga að veita þeim aðstoð en um leið og hann nálgaðist heyrði hann drunur, geysiháværar en þó ekki í líkingu við þotu. Hljóðið kom snögglega en í lágri tíðni í fyrstu, en jókst síðan snögglega í ærandi hávaða. Um leið sá hann eld- bjarma og hann hentist til baka til ökutækis síns. Hluturinn byrjaði að rísa en Zamora beygði sig niður, féll við, missti af sér gleraugun en reis upp og hentist áfram yfir hæðina. „Ég var hræddur við hávaðann," sagði Zamora síðar. „Ég leit við en hélt um leið höndunum fyrir andlitinu. Það var enginn hávaði lengur. Ég leit upp og sá hlutinn hverfa frá mér. Svo hættu drun- urnar alveg, ég heyrði hvin .. . svo algjöra þögn." Zamora kallaði upp stöðina, ærður af skelfingu og meðan hann talaði við vaktmann- inn í fjarskiptunum horfði hann á hlutinn hverfa á braut. Lögreglu- menn komu þegar á vettvang. Þeir sáu brunna runna á nokkrum stöðum og fjögur djúp för í jarðveginum, sem af lýsingu Zamora að dæma voru eftir fætur sem farið hafði staðið á. Lögreglu- menn kölluðu hernaðaryfirvöld á vettvang, og sérfræðingar rann- sóknarnefndar flughersins var kvaddir til. Þeir hafa lýst því yfir að eftir yfirheyrslu yfir Zamora geti þeir naumast annað en tekiö frásögn hans trúanlega, en hafa ekki getað komið með neinar haldgóðar skýringar á því hvað þarna hafi verið á ferð. Raunar segir í skýrslum nefndarinnar að einna helzt líti út fyrir að þarna hafi farið fram tilraunir með tunglferju á borð við þá, sem Bandaríkjamenn notuðu síðar við lendingu sína á tunglinu — en jafnframt tekið fram að ekki hafi tekizt að fá neins staðar staðfest að unnið hafi verið að tilraunum með ferjuna á þessum slóðum er þetta gerðist. (Byggt á: UFO's Past, Present & Future eftir Robert Emenegger.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.