Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978 5 Sjónvarp í kvöld kl. 20.35: Barátta gegn afbrota- mönnum og bitmýi — Klettaviðgerðir Nýjasta tækni og vísindi er i sjónvarpi klukkan 20.35 í kvöld í umsjá Sigurðar H. Richter. Sýnd- ar verða nokkrar brezkar myndir. Hinar tvær fyrstu fjalla báðar um leit að afbrotamönnum. í fyrri myndinni eru sýndar ýmsar nýjungar, sem geta komið að gagni þegar verið er að leita uppi afbrotamenn. Meðal annars er sýnt hvernig útbúin er mynd af afbrotamanni eftir lýsingu vitnis, og notuð tölva, sem breytir andliti jafnóðum eftir lýsingu vitnisins. Þá er sýnt hvernig rafeindasmá- sjá er notuð til leitar að efnaleif- um á höndum afbrotamanna og til að ná fingraförum. Einnig hvernig megi nota blóðrannsóknir til þess að gera sér grein fyrir æviferli þess, sem blóðið er úr. Það er kyn, hvaða sjúkdóma viðkomandi hefur fengið, og aldur byggður á niður- stöðum þess, svo og fyrir hverju manneksjan hefur ofnæmi. Sagt er frá sjálfvirkum sjónvarpstökuvél- um, sem hafðar eru til að fylgjast með stórum verksmiðjusvæðum. Þá er mynd um baráttu gegn bitmýi. Bitmýið getur borið ýmsa sjúkdóma. Einn þekktasti sjúk- dómurinn er árblinda af völdum sníkjudýrs, sem bitmýið ber. Eitri hefur hingað til verið dælt í árnar, þar sem bitmýið heldur sig og púpurnar liggja í straumhvörfum. Af eitrinu stafar hins vegar mengunarhætta og svo sú hættan, að bitmýið verði ónæmt fyrir eitrinu. Bretar hafa því komið á einfaldri baráttuaðferð og verður sagt frá því hvernig þeir nota fitubrák í vatni til að hefta að púpurnar klekjist út. Síðasta myndin er um klettavið- gerðir. Stirling-kastali i Skotlandi stendur á kletti einum. Kastalinn er 500 ára og í furðugóðu ástandi. Kletturinn er hins vegar að molna af veðrun. Bretar hafa tekið það ráð að taka mót af klettinum ogsteypa á hann húð í sama lit, en húðin er úr járnbentri steinsteypu. A1IÐMIKUDKGUR 1. nóvemher MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Um- sjónarmenni Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Ilauksson. (8.00 Frcttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Létt lög og morgunrabb. 9.00 Fréttir. 9.05 M<irgunstund barnannai Jakob S. Jónsson heldur áfram sögunni „Einu sinni hljóp strákur út á götu“ eftir Mathis Mathisen (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 bing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Létt lög og morgunrahh (frh.). 11.00 „Lofið vorn drottin". Séra Sigurjón Guðjónsson fyrrum prófastur talar um þcnnan sálm og les hann. 11.20 Kirkjutónlist. Sálumessa op. 48 eftir Gabriel Fauré. Flytjendur. Suzanne Danco sópran. Gérard Souzay bari- tón. Samkórinn í La Tour de Peilz og Suisse Romande hljómsveitin. Ernest Ansermet stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfíregnir. Fréttir. SIÐDEGIÐ 13.20 Litli barnatíminn. Finn- borg Scheving stjórnar. 13.40 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan. „Ertu manneskja?" eftir Marit Paulsen. Inga Huld Hákonardóttir les þýðingu sína (10). 15.00 Miðdegistónleikar Fílharmoníusveitin í Vín leikur Sinfóníu í e-moll „Frá nýja heiminum" op. 95 eftir Antonín Dvorák. Kertesz stj. Istvan 15.10 Islenzkt mál. Endurtekinn þáttur Jóns Aðalsteins Jónssonar cand. mag. lfi.OO Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. Ilaildór Gunnarsson kynnir. 17.20 Sagan. „Erfingi Patricks" eftir K. M. Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir les þýðingu sína (15). 17.50 Á hvítum reitum og svörtum. Jón b. bór flytur skákþátt. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. KVOLDIÐ 19.35 Samleikur í útvarpssal. Guðný Guðmundsdóttir og Philip Jenkins leika Sónötu nr. 5 í F-dúr fyrir fiðlu og píanó op. 24 eftir Beethoven. 20.00 Úr skólalífinu. Kristján E. Guðmundsson stjórnar þa'ttinum. 20.30 Útvarpssagan. „Fljótt, fljótt. sagði fuglinn" eftir Thor Vilhjálmsson. Höfund- ur les (12). 21.00 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Árnasonar. 21.45 íþróttir. Ilermann Gunnarsson segir frá. 22.05 Norðan heiða. Magnús Ólafsson á Sveins- stöðum í bingi sér um þáttinn. Rætt við fulltrúa á fjórðungsþingi Norðlend- inga og sagt frá málefnum. sem þar voru ofarlega á baugi. 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. 22.50 Úr tónlistarlífinu. Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 23.05 Ljóð eftir Sigríði Bein- teinsdóttur á Ilávarðsstöð- um. Svala Ilanncsdóttir les. 23.15 Illjómskálamúsik. Guðmundur Gilsson kynnir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. „Gat nú verið! Hún er líka í Duffys“ Frumsnið tölvureiknuð. 100% amerísk bómull — bvegin Stærðir: 27, — 28, — 29, — 30, — 31, — 32, — 33, — 34, — 36, — 38. ^ gST23 gallabuxurnar 6>Ýk MUNfíM simi: 27211 Austurstræti mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.