Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978 | Einn sýningarsala Kjarvalsstaða. Féla>? ísl. myndlistarmanna hefur nú skorað á félaga sína að sýna ekki verk sín á Kjarvalsstöðum og einnig hefur félagið skorað á aðra listamenn að standa ekki fyrir listrænni starfsemi í húsinu. menn ísl. félaga sína að sniðganga „Eignarhluti lista- manna ekki metinn eingöngu í steinsteypu“ Guðrún Helgadóttir sagði að allir aðilar væru sammála um að ekki gengi að hafa í húsinu tvær stjórnir eins og verið hefði og væri na skor- ra lista- valsstaði Félag ar á — vegna deilna um þátttöku listamanna í stjóm hússins UNDANFARNAR vikur hafa staðið yfir viðræður um stjórnun og rekstur Kjarvalsstaða milli fulltrúa Bandalags ísl. listamanna, Félags ísl. myndlistarmanna, hússtjórnar Kjarvalsstaða og annarra ráðamanna Reykjavíkurborgar. Hafa aðilar orðið sammála um að gera þá breytingu á stjórn Kjarvalsstaða að hún lúti einni stjórn en deila er uppi um með hvaða hætti listamenn eigi að taka sæti í þeirri stjórn og samþykkti Félag ísl. myndlistarmanna á fundi sínum sl. mánudagskvöld að lýsa yfir banni á Kjarvalsstaði og hvetja félaga sina og alla félaga Bandalags ísl. listamanna til þess að sniðganga Kjarvalsstaði. „FÍM, unir ekki þessari fávíslegu afstöðu meirihluta hússtjórnar“ Samþykkt fundar F.élags ísl. myndlistarmanna hljóðar þannig: „Undanfarnar vikur hafa staðið viðræður um stjórnun og rekstur Kjarvalsstáða milli fulltrúa Bandalags íslenskra listamanna og Félags íslenskra myndlistar- manna annars vegar og hússtjórn- ar Kjarvalsstaða og annarra ráðamanna Reykjavíkurborgar hins vegar. I viðræðum þessum hefur komiö greinilega í ljós, að það er vilji beggja aðila að setja þessari mikilvægu lista- og menningar- miðstöð eina stjórn og sterkari en verið hefur á síðastliðnum þrem árum eða síðan deilan um Kjar- valsstaði var leyst 18. desember 1975. • Talsverður ágreiningur hefur verið um þátttöku listamanna í stjórnun stofnunarinnar — einkum milli viðræðufulltrúa BÍL og FIM og formanns hússtjórnar — og hafa oddvitar borgarinnar leitast við að jafna hann eftir mætti. Ennfremur hefur Guðrún Helgadóttir — einn þriggja full- trúa í hússtjórninni — jafnan sýnt skilning á sjónarmiðum lista- manna og óskað eftir góðu sam- starfi við þá. Nú hefur það hins vegar gerst, að meirihluti hússtjórnar Kjar- valsstaða — Sjöfn Sigurbjörns- dóttir og Davíð Oddsson — hefur lýst þA-ri ósveigjanlegu afstöðu sinni, að listamenn skuli aðeins kveðja á fund hússtjórnar til ráðuneytis um einstök listræn málefni. Er þeim hvorki ætlaður atkvæðisréttur á fundum né annar ákvörðunarréttur á Kjarvalsstöð- um. Þá hyggst meirihlutinn ráóa starfskraft til hússins án fulls samráðs við BÍL og FÍM. Félag íslenskra myndlistar- manna unir ekki þessari fávíslegu afstöðu meirihluta hússtjórnar og lýsir því yfir banni á Kjarvalsstaði í annað sinn frá og með 1. nóvember n.k. Félagið mun hvetja alla félags- menn sína svo og alla félaga Bandalags íslenskra listamanna til þess að sniðganga Kjarvals- staði, sýna þar ekki né fremja aðra listræna starfsemi eins og málum er nú háttað. Það mun einnig senda Norræna myndlistarbanda- laginu og Nordfag, stéttarsam- bandi norrænna myndlistar- manna, nákvæmar fréttir af fram- ferði meirihluta hússtjórnar Kjar- valsstaða. Listráðunautur, sem ef til vill kemur á Kjarvalsstaði með skilmálum meirihlutans, verður þar í algjörri óþökk listamanna. Félag íslenskra myndlistar- manna harmar mjög, að það skuli hafa neyðst til að grípa til framangreindra aðgerða gegn Kjarvalsstöðum, þeirri stofnun, sem átti að verða lyftistöng og hin blómlegasta miðstöð lista- og menningarlífs í borginni. Það undrast að í hússtjórn skuli veljast fólk, sem ekki gerir sér grein fyrir grundvallaratriðum í samskiptum við listamenn og getur því ekki stuðlað að reisn Kjarvalsstaða í listrænum og almennum málefnum. Það er staðreynd að Kjarvals- stöðum verður ekki stjórnað án fullrar samstöðu og góðrar sam- vinnu Reykjavíkurborgar og sam- taka listamanna." Tilverugrundvöllur hússins eru listamennirnir Ekki tókst í gær að ná tali af Hjörleifi Sigurðssyni, formanni Félags ísl. myndlistarmanna, en Snorri Sveinn Friðriksson listmál- ari, sem verið hefur einn fulltrúi listamanna í þessum viðræðum, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann teldi tilgangslaust að tala um að listamenn sætu í stjórn hússins án atk'væðisréttar. „Við viljum fyrst og fremst hafa möguleika til að hafa áhrif á listræna starfsemi í húsinu en samkvæmt því formi, sem nú er á stjórnun hússins, höfum við 4 fulltrúa og borgarstjórn 3 þegar fjallað er um listrænar hliðar á starfi hússins," sagði Snorri. „Með þessu fyrirkomulagi sem meiri hluti hússtjórnarinnar leggur til hafa listamenn enga möguleika til að hafa áhrif á þá listrænu starfsemi, sem fram fer í húsinu. Tilverugrundvöllur hússins eru listamennirnir og það eru þeir einir sem geta tryggt þann grund- völl. Og í húsinu verður að vera unnið eftir þeim sömu starfslög- málum og gilda hjá þeim, sem vinna að listsköpun. Það hefur verið talað um að FIM hafi verið greitt það, sem það lagði til Kjarvalsstaða á sinni tíð en ég tel að það hafi ekkert með þetta mál nú að gera — þetta er ekki spurning um peninga — heldur spurning um listrænan grundvöll hússins." „Efast um að nokkrir listamenn fáist til að sitja í stjórninni án atkvæðisréttar“ Þorsteinn Gunnarsson leikari, formaður Bandalags ísl. lista- manna, sagði að stjórnarfundur yrði haldinn hjá bandalaginu á laugardag og þar yrði ályktun fundar FÍM tekin fyrir. Sem kunnugt er stóð Bandalag ísl. listamanna með FÍM að banni á Kjarvalsstaði í ársbyrjun 1976. „Mér finnst það hæpið að nokkur láti sér detta i hug að það sé hægt að reka starfsemi á við Kjarvals- staði án samráðs við listamenn og samtök þeirra," sagði Þorsteinn, “og um það að ætla að láta listamenn sitja í stjórninni án atkvæðisréttar, get ég aðeins sagt það, að ég efast um að til slíkra starfa fáist nokkrir listamenn." Breyttur grundvöllur frá síðustu samningum við listamenn Morgunblaðið reyndi í gær án árangurs að ná tali af formanni hússtjórnar Kjarvalsstaða, Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, borgarfulltrúa Alþýðuflokksins, en hér á eftir verður rætt við borgarfulltrúana Davíð Oddsson og Guðrúnu Helga- dóttur, sem bæði eiga sæti í hússtjórninni. Davíð Oddsson, sagði að meiri- hluti stjórnarinnar teldi óeðlilegt að láta félög listamanna hafa meirihlutaaðstöðu í stjórn, sem fjalla ætti um rekstur Kjarvals- staða, þar sem forsendur væru nú breyttar frá gerð síðustu samn- inga við Félag ísl. myndlistar- manna og Bandalag ísl. lista- manna en Félagi ísl. myndlistar- manna hefði verið greiddur eign- arhluti þess í húsinu og það fé notað til að opna þeirra eigin sýningarsal. „Það er gert ráð fyrir því að ráða til hússins listraénan ráðunaut, sem verður í forsvari fyrir hússtjórn um öll listræn málefni, þannig að fagleg þekking verður áfram til staðar og sömu- leiðis gerir tillaga meirihluta hússtjórnarinnar ráð fyrir því að einn fulltrúi frá hvoru félagi listamannanna sitji alla fundi stjórnarinnar og hafi þar bæði málfrelsi og tillögurétt," sagði Davíð Oddsson því gert ráð fyrir að hússtjórn og listráð væru sameinuð í eina stjórn. „Þau í meirihlutanum gera ráð fyrir að sú breyting verði frá fyrra stjórnunarfyrirkomulagi Kjarvalsstaða, að fulltrúar Banda- lags ísl. listamanna og Félags ísl. myndlistarmanna hafi aðeins mál- frelsi og tillögurétt, en ekki atkvæðisrétt — þeir hafi ekkert að segja,“ sagði Guðrún. „Ég lagði á fundi hússtjórnarinnar fram breytingartillögu við tillögu þeirra Sjafnar og Davíðs, sem var á þá leið að þessir fulltrúar hefðu atkvæðisrétt um þau mál, sem snerta listræna starfsemi í húsinu. Þau í meirihlutanum létu bóka að þau teldu enga ástæðu til þess að fulltrúar félaganna hefðu atkvæð- isrétt og rökstyðja það með því að FIM hafi þegar verið greiddur eignarhluti sinn í húsinu. Um þetta atriði vil ég aðeins segja það að eignarhluti listamanna verður ekki metinn eingöngu í steinsteypu heldur þekkingu og þeim verkum, sem tilvera hússins byggist á ef það á að vera menningarmiðstöð Reykjavíkur. Ég trúi ekki öðru en öll borgar- stjórn sé mér sammála í þessu efni nema þá þau Sjöfn og Davíð og vil benda á að það var fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluti, sem samdi við listamenn á sínum tíma um stjórnun hússins og fyrrver- andi borgarstjóri gekk fram í því að leysa þá deilu, sem þá var uppi. Og ég kvíði því engu um afgreiðslu borgarstjórnar á þessu máli.“ Carter boð- ið til Óslóar Frá fréttaritara Mbl. Jan Erik Lauri. Ósló, 31. október. JIMMY Carter, forseti Banda- rikjanna mun koma í heimsókn til Óslóar, í tilefni afhendingar friðarverðlauna Nóbels 10. desember n.k., að því er segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu í dag. Einnig kom fram í frétt ráðuneytisins að ekki væri ennþá ljóst hvort þeir Sadat og Begin kæmu báðir til að taka við verðlaununum. Það var Reiulf Steen, for- maður Nóbelsnefndarinnar sem átti hugmyndina að því að bjóða Carter að koma til Óslóar og vera viðstaddur afhendingu friðarverðlaunanna. Hræringar í Argentínu Buenos Aires, 31. október — AP JORGE Vídela, forseti Argen- tínu, féllst í dag á lausnarbeiðni fimm ráðherra úr stjórn sinni, og sagði að sá sjötti fengi lausn frá embætti í næsta mánuði. Á fundi meö fréttamönnum sagöi Videla aö þessar breyting- ar á stjórn landsins væru aöeins einn liður í áætlun hans um breytingar á heildarstjórn lands- ins í lýðræðisátt. Einu ráðherrarnir, sem eftir eru í stjórn Videla, eru fjármála- ráöherrann, Martinez, og innan- ríkisráðherrann, Harguindeguy, en þeir eru báðir mjög óvinsælir meöal landsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.