Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978 17 Eldur i DaKÍara úti af Vestfjörðum. skuttogarinn Runólfur kominn á vettvang. 15 tíma barátta við eld um borð í Dagfara UNNIÐ ER AÐ ÞVÍ að gera við vélskipið Dagfara ÞH 70 á Patreksfirði, svo að draga megi skipið til staðar, þar sem frekari viðgerðir fara fram. Eins og fram hefur komið í fréttum skemmdist skipið mjög í eldi á sunnudag á leið á loðnumiðin út af Vestfjörðum. Tilkynnti skipstjórinn um eldinn í gegnum Ísafjarðar-radíó klukkan 9.18 og sagði að skipverjar yrðu að yfirgefa bátinn. Nærstödd skip voru beðin um aðstoð og var skuttogarinn Runólfur SH 135 þá um 6 sjómílur frá Dagfara. Runólfur kom fyrstur að hinu brennandi skipi, en skipverjar voru þá enn um borð, klukkustund eftir að tilkynnt var um eldinn. Settur var út bátur frá togaranum og línu komið á milli. Ahöfn Dagfara var síðan dregin á milli skipanna og um borð í Runólf. Runólfur hélt síðan með Dagfara í togi til Patreksfjarðar og varðskipið Týr, sem einnig var komið á vettvang, fylgdi skipunum. Til Patreksfjarðar var komið um klukkan 15 og var lagst þar við akkeri því ekki þótti óhætt að fara með Dagfara að bryggju vegna eld- og sprengihættu. Strax og Runólfur kom með Dagfara inn á leguna fór sveit varðskipsmanna, undir stjórn Ólafs Vals Sigurðssonar, um borð í Dagfara með dælur og annan slökkvibúnað og réðst til atlögu við eldinn. Þá var yfirbygging skipsins og nótin að mestu brunnin. Skömmu síðar kom Dofri BA 25 einnig á vattvang með slökkviliðsmenn frá Patreksfirði og hófu þeir einnig að dæla á eldinn. Um klukkan 17 virtist að mestu búið að slökkva eldinn, en einni stundu síðar gaus aftur upp mikill eldur og virtist þá hafa kviknað í olíu. Um klukkan 20 var að mestu búið að slökkva eldinn, en þó var unnið fram undið miðnætti við að slökkva og kæla neista, sem víða leyndust í klæðningu skipsins. Þá var kominn mikill sjór í skipið og var byrjað að dæla úr skipinu. Klukkan 02 um nóttina var Dagfari loks dreginn að bryggju á Patreksfirði, en brunavakt úr varðskipinu var um borð í bátnum alla nóttina. Skipverjar á Dagfara komu að máli við Morgunblaðið í gær og báðu fyrir beztu þakkir til allra þeirra, sem þátt hefðu átt í björguninni, skipverja á Runólfi, varðskipinu Tý, vélbátnum Dofra, slökkviliðsmanna á Patreksfirði og fólks þar, sem skotið hefði yfir þá skjólshúsi á Patreksfirði og hjálpað þeim á allan mögulegan hátt. Runólfur kominn með Dagfara inn á Patreksfjörð. Myndin er tekin frá varðskipinu Tý, sem fylgdi skipunum allan tímann. (Ljósmynd Leif Bryde). imþykkt Geir Gunnarsson t>ingmenn Alþýðuflokksins andvígir tveimur meginatrið- um fjárlagafrumvarpsins - segir Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins ÞINGMENN Alþýðu- flokksins eru andvígir tveimur meginatriðum fjárlagafrumvarpsins og munu reyna að fá þeim breytt á Alþingi. „Ef það tekst ekki tel ég vafasamt að við munum samþykkja þessa þætti frumvarpsins,“ sagði Sighvatur Björgvins- son formaður þingflokks Alþýðuflokksins er Mbl. leitaði í gær álits hans á fjárlagafrumvarpinu. Þessi atriði eru« „mikil hækkun á beinum sköttum á einstaklinga“ og „að ekki skuli vera gert ráð fyrir því í frumvarpinu að lækka allverulega útgjöld ríkisins til framleiðsluauk- andi framkvæmda í land- búnaði og til útflutnings- uppbóta“. Mbl. reyndi einn- ig að ná í Kjartan Jóhanns- son ráðherra, sem verið hefur aðaltalsmaður Al- þýðuflokksins við undir- búning fjárlagafrumvarps- ins í ríkisstjórninni en án árangurs. SÍKhvatur Björgvinsson „Þetta fjárlagafrumvarp ber það að sjálfsögðu með sér að ríkis- stjórnin hefur haft mjög stuttan tíma til að móta fjárlagafrumvarp að sinni stefnu og því er fjölmargt ófrágengið í þessu frumvarpi, eins og tekið er fram í greinargerðinni með frumvarpinu," sagði Sighvat- ur. „Þá er einnig eðlilegt að þar sem þrír flokkar eru saman í stjórn, þá séu ýms atriði inni í frumvarpinu, sem menn una mis- jafnlega eða ekki. Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur fylgzt með undirbúningi fjárlagafrumvarpsins. Okkar af- staða er sú að af meginþáttum frumvarpsins eru tveir í andstöðu við okkar stefnu. Við erum andvig- ir mikilli hækkun á beinum sköttum á einstaklinga eins og frumvarpið gerir ráð fyrir og höfum við óskað eftir því að þessari stefnu frumvarpsins verði breytt. I annan stað erum við andvígir því að ekki skuli vera gert ráð fyrir því í frumvarpinu að lækka allverulega útgjöld ríkisins til framleiðsluaukandi fram- kvæmda í landbúnaði og til útflutningsuppbóta. Það segir í greinargerðinni að ekki sé endanlega gengið frá þessum málum og við innan Alþýðuflokksins munum reyna að fá þessum atriðum bre.vtt. Ef það tekst ekki tel ég vafasamt að við samþykkjum þessa þætti frum- varpsins.“ 1930 fleiri dilkum slátrað hjá Slátur- samlaginu en í fyrra Saudárkróki. 31. október. HJA Slátursamlagi Skag- firðinga hófst fjártaka 15. september og lauk 20. október. Slátrað var 11.377 kindum eða 1930 fleira en í fyrra. Þyngsti dilkur vó 31,1 kíló, eigandi Pétur bóndi Pálmason, Reykja- völlum í Lýtingsstaða hreppi. Hann hafði jafn framt hæstu meðalvigt 19,64 kíló af 120 dilkum. Meðalþyngd í húsinu reyndist 14,02 kíló. Stórgripaslátrun stendur nú yfir í báðum slátur- húsunum á Sauðárkróki og er búist við fleiri gripum til frálags heldur en í fyrra. — Jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.