Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978 19 Stefán Biörnsson forstjóri Stefán Björnsson forstjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík er sjötugur í dag, fæddur 1. nóvember 1918 að Hnefilsdal í Jökuldalshreppi í Norður-Múla- sýslu, sonur Björns Þorkelssonar hreppsstjóra, Björnssonar á Klúku í Hjaltastaðaþinghá, en kona Þorkels var Guðný Ólafsdóttir á Gilsárstekk Ólafssonar. Móðir Stefáns og kona Björns í Hnefils- dal var Guðríður Jónsdóttir frá Skeggjastöðum Magnússonar. Þau hjón bjuggu í Hnefilsdal á fjórða áratug og þar ólst Stefán upp hjá foreldrum sínum á góðu menning- arheimili þar sem mikil umsvif voru við stórbúskap og trúnaðar- störf húsbóndans í sveit sinni. Eins og aðrir sveitapiltar tók Stefán strax og geta leyfði þátt í öllum búskaparstörfum, sem þá tíðkuðust:, stóð að slætti, sætti og batt hey, hirti um skepnur á vetri, smalaði um heimahaga og afrétti, og átti margt sporið og sprettinn um heiðavíðáttur Jökuldalsins. Undi Stefán þessum störfum vel og hafði yndi af sauðfé, en um þær mundir sem hann var að verða fulltíða maður tók mjög að bera á ormaveiki í sauðfé hér á landi og voru þá enn hvorki þekkt lyf né aðrar varnir gegn þeirri plágu. Gerðust vanhöld í fjárstofni Jökul- dalsbænda eins og margra ann- arra mikil af þeim sökum. Þótti Stefáni því ekki horfa heillavæn- lega í þeim forna atvinnuvegi — sauðfjárræktinni þá um stund og tók hann það ráð að hverfa þar frá og leita heldur á vit menntagyðj- unnar sér til halds og trausts á framtíðarveginum. Þessi ráðstöf- un reyndist honum hið mesta gæfuspor og varð einnig landi hans og þjóð til mikilla nytja. Árið 1935 varð Stefán stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og sigldi hann þá þegar til Kaupmannahafnar, þar sem hann lagðí stund á nám í mjólkurfræði og mjólkuriðnfræði við Landbún- aðarháskólann og lauk kandidats- prófi í þessum fræðigreinum árið 1940. Að námi loknu fór hann þegar heim og þótti ráðamönnum í landbúnaðarmálum mikill fengur í því, að fá hér til starfa þennan unga og gagnmenntaða mann til að leggja á ráðin í mjólkuriðnaðin- urii, sem þá var verið að byggja hér upp á nýjum grundvelli í vélbún- um móttökustöðvum — mjólkur- búunum. Hermann Jónasson þá- verandi landbúnaðarráðherra var svo framsýnn í því sem fieiru, að hann réð Stefán til að gerast ríkisráðunautur í mjólkurfræði og gegndi hann því starfi í eitt ár, en tók svo árið 19*42 við forstjóra- starfi í stærsta mjólkurbúi lands- ins. — Mjólkurbúi Flóamanna og stjórnaði því í fjögur ár, en þá þarfnaðist meðferð mjólkur, sala sjötugur hennar og annarra mjólkurvara, skipulag á dreifingu og fleira þeirra breytinga í Reykjavík og nágrenni, að ekki þótti annað fært en fá Stefán til að gerast tæknileg- ur ráðunautur Mjólkursamsölunn- ar. Þegar hann tók við þessu starfi voru fyrir nokkru hafnar fram- kvæmdir við hinar miklu bygging- ar Samsölunnar að Laugavegi 162. Allar þær byggingar, sem þá voru reistar yfir starfsemi hennar og hinn flókni og dýri vélabúnaður sem fenginn var þótti stórvirki á íslenskan mælikvarða. Stefán var allsstaðar með í ráðum og sá maður sem mestu réð um skipulag • og vélakost. Ferðaðist hann til annarra landa til að útvega vélar, en þá rétt eftir lok heimsstyrjald- arinnar var mjög erfitt að gera samninga um smíði og kaup slíkra véla. Allt reyndi þetta mjög á hæfileika og þrek Stefáns, en hinn eitilharði vilji hans og glögg- skyggni samfara góðri þekkingu bjargaði málunum í þessum mikla vanda. Hið tæknilega ráðunauts- starf hafði hann með höndum í sjö og hálft ár, eða til 1. janúar 1954 þegar hann var ráðinn forstjóri Mjólkursamsölunnar og hefur verið það síðan, en mun nú láta af því starfi um næstu áramót eftir að hafa stjórnað þessu stóra fyrirtæki í 25 ár. Alls eru starfsár- in hjá Samsölunni orðin 32, en 38 ár eru síðan hann kom heim frá námi og tók til að koma mjólkur- skipulagi og mjólkuriðnaði á það stig þróunar, sem nú mun fyllilega standa jafnfætis því sem best gerist í iðnþróuðum löndum. Mikil og merk væri sagan af því mikla starfi ef sögð væri, sem eftir Stefán liggur í mjólkurmálunum á Suðurlandi, en bæði skortir til þess rúm hér og þekkingu undir- ritaðs. Sjálfur kynni Stefán þar frá mörgu að segja, sem fróðlegt væri og gagnlegt að geyma, en svo yfirlætislaus maður er hann, að hætt er við að hans eigin þáttur í þeirri sögu yrði útundan. Öll störf hefur Stefán unnið af einstakri trúmennsku og þraut- seigju og beitt sinni glöggu þekkingu, skapfestu og viljastyrk, og jafnan kosið að vinna hávaða- og skrumlaust, því að sýndar- mennska er honum fjærri skapi. En óhætt er að segja, að oft hefur reynt mjög á þrek þessa hægláta manns við stjórn hins stóra fyrirtækis þar sem mörg hundruð manns vinna og með dagleg viðskipti við % hluta þjóðarinnar. Vandamálin eru orðin mörg sem upp hafa komið, og stundum hafa kaldir vindar blásið úr ýmsum áttum, en ekki hefur Stefán eða sú stofnun sem hann hefur stýrt haggast. Bændurnir á fyrsta verðlags- svæði, sem nær frá Skeiðarársandi vestur í Þorskafjörð hafa átt traustan og hollan leiðtoga, þar sem Stefán er og neytendur mjólkurinnar — hinnar miklu lífslindar eiga honum einnig mikið að þakka því hann hefur af einlægum áhuga og þekkingu beitt sér fyrir sífelldum umbótum í vöruvöndun og komið til móts við eðlilegar kröfur þeirra svo að þeir mættu fá þá þjónustu, sem best verður á kosið miðað við viðskipta- hætti á hverjum tíma. Ymsum trúnaðarstörfum hefur Stefán gegnt samhliða aðalstarfi sínu. Hann hefur síðan 1959 setið í Framleiðsluráði landbúnaðarins og jafnlengi í stjórn Osta- og smjörsölunnar og verið þar stjórn- arformaður alltaf annað hvert ár. Þá hefur hann einnig verið kvadd- ur til starfa í nefndum við undirbúning löggjafar þar sem yfirsýn og sérþekking hans í málefnum mjólkuriðnaðar, sölu- og dreifingar mjólkurvara og fleiri skyldra mála hefur komið að góðum notum. Stefán Björnsson er góðum gáfum gæddur, og auk sinnar sérfræðilegu þekkingar kann hann á mörgu skil. Það er bæði gaman og gagnlegt við hann að ræða í góðu næði þegar hann gefur sér tíma til að líta upp frá starfi sínu. Á síðasta ári varð hann fyrir nokkru tjóni á starfsþreki sínu vegna heilsubilunar, en með lækn- ishjálp, viljastyrk sínum og aðstoð ágætrar eiginkonu hefur honum tekist að endurheimta heilsu sína að svo miklu leyti, að vinir hans vonast til að fram undan séu mörg góð ár. Stefán hefur notið þeirrar gæfu, að eiga gott heimili og þurfa ekki að standa einn og óstuddur, því að hann á góða konu vel búna hæfileikum og kvenlegum dyggð- um. Það var 11. maí 1946, asem hann kvæntist Ingu Ólafsdóttur, Jónssonar bónda í Eystra-Geld- ingaholti í Gnúpverjahreppi og konu hans Pálínu Guðmundsdótt- ur. Er heimili þeirra traust og fallegt og hjónabandið farsælt og til fyrirmyndar. Tvö eru börnin: Hrafnhildur lögfræðingur og Sig- urður læknir, en einnig er fóstur- dóttir. Góður heimilisbragur og ástúð ríkir með fjölskyldunni. Á sjötugsafmæli Stefáns veit ég, að margir hugsa hlýtt til hans. Ég votta honum þakkir okkar bænd- anna, sem hann hefur starfað fyrir af alúð og ósérplægni um langa tíð. Óska ég honum allra heilla, og þakka langt og gott samstarf. Ágúst Þorvaldsson. Brezk söngkona skemmtir í Þórscafé UM SÍÐASTLIÐNA helgi hóf að syngja i Þórscafé ný söngkona, Annie Bright. Mun hún skemmta gestum Þórscafés næstu þrjár vikur. Annie Bright er brezk að ætt. Lagaval hennar er sambland laga í jazzstíl og ljóðasöngva. Einnig bregður hún fyrir sig suður-amerískum lögum, svo og öðrum vinsælum lögum. Annie Bright hóf söngferil sinn með því að syngja í spítölum og fangelsum. Síðar kom hún fram í klúbbum víðs vegar í Lundúnum, svo sem Aphrodite’s og Quaglino’s, sem eru þekktir staðir þar. Einnig hefur hún komið fram í sjónvarpi, meðal annars gert samning við sjónvarpsstöðina London Weekend Television um gerð skemmtiþáttar. Annie Bright hefur farið víða um heim og meðal annars sungið á Miami. Þetta er fyrsta tilraun Þórs- cafés með erlenda skemmtikrafta, en veitingahúsið í núverandi mynd •er 2ja ára um þessar mundir. Stendur til, að sögn Ómars Hallssonar, eins eiganda Þórs- eafés, að reynt verði að stuðla að því að fá hingað erlenda skemmti- krafta í vetur til að auka fjöl- breytni í starfsemi veitinga- staðarins. Annie Bright ásamt hljómsveitinni Lúdó og Stefán, sem leikur undir hjá söngkonunni. Colgate MFP fluor tannkrem herðir tennurnar og ver þær skemmdum. 1. Colgate MFP fluor gengur inn i glerunginn og herðir harin 2. Þess vegna verður glerungurfnn sterkari Colgate MFP fluor tannkrem er reyndasta tannkremið á markaðnum. Þúsundir barna um viða veröld hafa um árabil verið báttakendur i visindalegri Colgate-prófun og hefur hún ótvirastt sannað að Colgate MFP fluor tann- krem herðir glerung tannanna við hverja burstun. bannig að tennurnar verða sifellt sterkari og skemmast siður. Þess vegna velja milljónir foreldra um heim allan Colgate MFP fluor tannkrem handa börnum sinum. □ □

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.