Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1978 7 n „Misnotkun f orseta borgarstjórnar á húsnæði borgarinn- ítUefnisvarbréfsfráborgar^ora t Siuurlón PlturHson líiKrirvin Guömundsson istiin BenediktsMin ■ r Borgarstjóri staöfestir aö forseti borgarstjórn- ar hafi sagt ósatt Svo sem kunnugt er neitaöi Sigurjón Péturs- son, forseti borgarstjórn- ar, aö borgarfulltrúar hins nýja meirihluta hefðu tekið upp skrif- stofuaðstöðu í húsnæði Reykjavíkurborgar. Davíð Oddsson, borgarfulltrúi Sjálfstæöisflokksins, sendi pá borgarstjóra bréf, Þar sem hann fer fram á skriflegt svar við fyrirspurnum um, hvort borgarfulltrúar meirihlut- ans hafi tekið upp slíka skrifstofuaðstöðu; hvort slíkt sé gert í heimildar- leysi; ef svo sé ekki hvar slíka heimild sé að finna og ennfremur, hvaða borgarstjórnarflokkar hafi gripið til slíkrar misnotkunar á húsnæði borgarinnar. Í svari borgarstjóra kemur fram að „forsetar borgarstjórnar“, eins og Það er orðað, „hafi frá Því í júnímánuði sl. haft nokkuð reglulega viðtals- tíma í herbergi fv. borgarlögmanns ...“ Þá kemur einnig fram í svari borgarstjóra að „heimild til umræddrar notkunar er ekki bókuö í borgarráðsfundargerð... Ástæðan til Þess aö for- setarnir töldu nauðsyn- legt að fá viðtalsaðstöðu á vegum borgarinnar mun hafa verið sú að strax að loknum kosning- um hafi margir borgarbú- ar óskað eftir að leita til Þeirra með málefni, sem lúta að stjórn eða fram- kvæmd borgarmála", eins og segir í svari borgarstjóra. Hér berar borgarstjóri tvennt: aö Sigurjón Pét- ursson, fcrseti borgar- stjórnar, sagði ósatt í Þessu máli, og að flokks- pólitísk notkun borgar- húsnæðis á sér stað. Davíð Oddsson sagði í viðtali viö Mbl. að Þetta svar borgarstjóra væri athyglisvert á ýmsa grein. • i fyrsta lagi staðfestir Það að Sigurjón Péturs- son hefur ekki skýrt rétt frá. • í öðru lagi komi fram að fulltrúar Þríggja póli- tískra flokka af fjórum í borgarstjórn taka sér án heimildar aðstööu til að taka á móti viðmælend- um í skrifstofuhúsnæði borgarinnar. • Davíð segir, að honum sé kunnugt, að einn af forsprökkum meirihlut- ans sé með viðtalstíma samtímis borgarstjóra og noti sömu biöstofu, Þannig að fólk verðii að velja, hvort Þaö ræðir viö framkvæmdastjóra borg- arinnar eða hinn „póli- tíska yfirborgarstjóra". Nú telji Þeir, sem Þann veg hafi talað, sig Þurfa að fá aðstööu til aö borgarbúar geti rætt viö hina pólitísku fulltrúa | meirihlutans um málefni, . sem lúta aö stjórn og I framkvæmd borgarmála, | eða með öðrum orðum, . „aö peir Þurfi á skrif- ■ stofuhúsnæði borgarinn- | ar að halda til Þess aö . hlutast til um stjórn og ' framkvæmd borgar- | mála“. Davíð segir að Þessi I heimildarlausa misnotk- un tiltekinna borgar- | stjórnarflokka á húsnæði i borgarinnar sé hneyksli, 1 sem fela hafi átt með | ósannindum en sé nú i opinbert í svari borgar- stjóra. ---------------------------1 Mdka Akkja Metkatgk>o Aðalstræti 4 Bankastræti 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.