Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1978 29 verulega sú kvikmynd, sem mesta aðsókn hefur hlotið hingað til. Til gamans má geta þess af því að kvikmyndahús eru af og til aö gorta af því í auglýsingum sínum, að þessi og þessi kvikmynd sé sú viðhafnarmesta frá upphafi vega, að fyrir nokkrum árum var það rannsakað hvaða mynd væri sú dýrasta sem framleidd hefur verið miðað við raunverulegt gildi doll- arans. Kom þá í ljós að kvikmynd- in „Umburðarle.vsi (Intolerance)", sem D.W. Griffith gerði árið 1916, skipaði það sæti með glæsibrag. Niðursetningur.“ • „Vér einir vitum“ „Nú er á dagskrá að einhverjir Austurlandamenn, áhangendur spámannsins Múhameðs að sögn, vilji kaupa íslenskt sauðfé, sumir segja „gelta sauði“, og slátra með sínu lagi, skera og skera hægt. Þetta segja sumir að sé aldeilis kvalalaus aðferð. Hvernig hafa þeir fengið þá vitneskju? Það gefur auga leið, að kind sem er haldið og stungin verður ofsahrædd meðan verið er að murka úr henni lífið þó það kunni að vera gert í nafni Allah. Aflífun með skoti gerist á broti úr sekúndu. Þó þykjast einhverjir undrafuglar sam hafa hreiðrar um sig í Reykjavík í þjónustu bænda, í varfa um hvor aðferðin sé mann- úðlegri, að skjóta fé eða seigdrepa það. Þeirra mottó virðist vera: „Vér einir vitum.“ Þeir ættu að líta í sextánda kafla Helgakvers, en þar segir svo: „111 meðferð á skepnum ber vott um grimmt og guðlaust hjarta." Har. Guðnason.“ Þessir hringdu . . . Fiskiskip í smíðum Getum boöiö 2 slík skip til sölu. Einnig höfum viö flestar stæröir fiskiskipa á sölulista. • Stærsti sigur íslendinga Þórunn Steíánsdóttirs — Hún er góð greinin hjá Velvakanda í fyrradag, sem Þor- kell Hjaltason skrifar um Gullfoss og Eimskipafélagið. Mér finnst að allir ættu að standa vörð um félagið eins og allir hafa reyndar gert fram til þessa. Ég var 9 eða 10 ára þegar Gullfoss kom til lands- ins og man það því vel, það var mikill hátíðisdagur, sólskin og allir í hátíðarskapi. Þá fór það svo að öllum fór að þykja vænt um þetta félag, enda áttu svo margir hlut að stofnun þess með hluta- bréfakaupum sínum. Var þetta og er e.t.v. enn stærsti sigur íslend- inga í samgöngumálum. Það er 1 iagi að því er mér finnst að líta eftir rekstri félaga sem Eimskipa- félagsins, en mér finnst algjör óþarfi að ráðast á það, eins og mér finnst nú vera gert. • Ruglandi taxtar Verkamaðun — Sem kunnugt er eru launa- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Júgóslavíu í ár kom þessi staða upp i skák stórmeistaranna Vukic, sem hafði hvítt og átti leik, og Rajkovic. Skákin hafði lengi einkennst af miklu þófi, en nú hristi Vukic fram úr erminni snjalla fléttu: 64. c5! (Nauðsynlegt er að loka biskupslínunni) Bxe5, 65. Rgxe5 - dxe5. 66. IIxg6+! - KÍ8, 67. d6! - Dd8 (Eða 67. ... Rxd6, 68. Dh6+ - Ke7, 69. He6+) 68. Rxe5 og svartur gafst upp. Eftir 68. ... Rxd6, 69. Dxf4+ - Rf7, 70. Hh7 verður fátt um varnir. taxtar mjög margir og mismun- andi hér á landi og það jafnvel innan sömu stéttarfélaga. Sagt er að innan ASI séu taxtarnir mörg hundruð og víst er að Dagsbrúnar- taxtar eru margir og hægt að flokka menn mjög nákvæmlega eftir starfi, getu, reynslu og hver veit þvað. Mig langar aðeins með þessum orðum að varpa því fram til umhugsunar hvort þessi launa- mál okkar séu ekki orðin alltof flókin, það þarf hámenntaða menn til að reikna út laun venjulegra launamanna, bæði vegna þess hve taxtar eru margir og flóknir og þess hversu verðbætur og viðaukar eru líka flóknir. Þetta vildi ég að menn tækju til athugunar og ræddu um t.d. hjá Velvakanda. HÖGNI HREKKVÍSI " 'EG6ETt/£í?io 'AH ÚOFA- OAö|NÍ> 1p'in5 V' Fiskiskip, Austurstræti 6, 2. hæð, sími 22475, heimasími sölumanns Jóhann Steinason hrl., Sænsk listasmíöi frá snillingunum hjá Kosta Boda. Viö hvetjum alla unnendur fagurs hand- verks aö sjá sýninguna „Norræn glerlist“ í kjallara Norræna hússins dagana 21. október til 12. nóvember. Bodal ___________J Laugavegi 26 — Sími 13122 Kosta - Handunninn kristalboröbúnaöur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.