Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 32
AUÍÍLYSINÍÍASIMINN ER: 22480 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1978 Þingfararkaupsnefnd ákveður 27—33% híekk- anir á kostnaðarlið- um þingmannslaunanna ÞinKÍararkaupsncínd Al- þinKÍs hcfur ákveðið hækkanir á kostnaðarliðum þingmanns- Tvísýn barátta í 6. umferð Guðmundur Sigurjónsson gerði jafntefli í viðiireign ís- lands og Argentínu á Ólympíu- skákmótinu í gærkvöldi, Helgi Ólafsson tapaði, Margeir Pétursson hefur betri biðstöðu, en Jón L. Arnason lék niður gjörunninni stöðu í tímahraki og er með öllu óvíst hvort hann heldur jafntefli í biðskákinni. íslenzku konurnar töpuðu á öllum borðum gegn Ungverjalandi og urðu þær sjöundu af átta sveitum í þessum undanrásariðli með 4'/2 vinning. Þær tefla því í D-riðli Viðureign Islendinga og Argentínumanna vakti mikla ath.vgli og var félagsmálaráð- herra Argentínu, Julio Juaan Bardi aðmíráll, meðal þeirra sem komu á skákstaðinn til að fylgjast með viðureign Is- lendinga og heimamanna. Sjá fréttir á bls. 17 launa eins og biíreiðastyrk, fcrðakostnaði. húsaleigukostn- aði, símakostnaði og dagpen- ingum. Nemur ha’kkunin að sögn Garðars Sigurðssonar, formanns nefndarinnar, 27 — 33% og sagði Garðar að allar ákvarðanirnar hefðu verið samþykktar samhljóða. Sagði Garðar að með þessum ákvörðunum hefðu kostnaðarlið- irnir verið „færðir að nokkru til samkvæmt verðlagsþróuninni, en þó ekki eins mikið og hjá öðrum opinberum starfsmönn- um“. Laun þingmanna eru ákveðin með lögum í þriðja hæsta launaflokki opinberra starfs- manna og koma því ekki til kasta þingfararkaupsnefndar. Vetrarkoma Ljósm. Mbl.i Emilfa Mistök við gerð fjárlagafrumvarpsins: Launakostnadur Pósts og síma vanreiknaður um 3—4000 millj. Gerir ríkis- stjórnin sjálf út Portúgals- togarana? VIÐRÆÐUR hafa staðið yfir við Bæjarútgerð Reykjavíkur og aðila á Snæfellsnesi vegna kaupa á Portúgalstogurunum tveimur, sem rikisstjórnin yfirtók kaupsamn- inga á. Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra staðfesti í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að í umræðum um togarana hefði komið fram sú hugmynd að ríkisstjórnin sjálf gerði togarana út og léti þá landa á ýmsum stöðum, þar sem vöntun væri á hráefni. ÞAU MISTÓK hafa átt sér stað við gerð fjárlagafrumvarpsins að áætlanir um launakostnað Pósts og síma fyrir árið 1979 voru miðaðar við verðlag 1. marz s.l. en ekki við verðlag í lok þessa árs. þannig að 3—4000 milljónir króna vantar uppá til þess að endar nái saman hjá stofnuninni á næsta ári í stað þcss að hún skili 7,2 milljónum í hagnað, eins og ráð er fyrir gert í fjárlaga- frumvarpinu. „Ég hef skýrt samgönguráð- herra og formanni fjárveitinga- nefndar frá þessum hrikalegu mistökum og við munum væntan- lega eiga fund með ráðherra fyrir helgina til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er kom- in,“ sagði Jón Skúlason póst- og símamálastjóri í samtali við Mbl. í gær. Jón sagði að Póstur og sími hefði sent Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun launakostnað miðað við 1. marz s.l. eins og um var beðið og síðan hefði átt að hækka þær tölur upp miðað við desemberverðlag eins og aðra launaliði frumvarps- ins. En það furðulega hefði gerst að þetta hefði gleymzt. Sagði Jón að í fjárlagafrumvarpinu væri talað um að launin væru miðuð við það verðlag, sem talið var að yrði í desember en þetta stæðist alls ekki hjá Pósti og sima. „Um 35% ódýrara að prenta og litgreina Líf erlendis” NÆSTA blað af tímaritinu Líf sem Frjálst framtak gefur út verður litgreint og prentað erlendis, nánar tiltekið í Banda- ríkjunum, samkvæmt upplýsingum sem koma fram í viðtali við Jóhann Briem for- stjóra Frjáls framtaks á bls. 18 í blaðinu í dag. Líf er eitt af tímaritum útgáfunnar og er það prentað í 60—70 þús. eintökum á ári, en ástæðuna fyrir prentun erlendis kvað Jóhann vera þá að bæði tæki prentun og filmu- vinna mun skemmri tima erlendis eða aðeins 7—10 daga miðað við 7—8 vikur hér heima og einnig væri þessi þáttur um 35% ódýrari í vinnslu erlendis en hér á landi. I viðtali við aðra bókaútgef- endur á bls. 18 er einnig fjallað um samprent á milli þjóða, þ.e. litprentun fyrir marga aðila með sömu myndum og í sama bókarbroti, en texta á máli viðkomandi landa. Segja þessir aðilar að samprentunin stór- lækki kostnað við útgáfu mjög vandaðra bóka og telja þeir að ef ekki væri um þessa sam- prentun að ræða væri mun fátæklegra úrval bóka á ís- lenzku á markaði hér. Sjá „Aðeins rætt... á bls 18. I fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því að launakostnaður hjá Pósti og síma verði rúmar 6.100 milljónir á næsta ári. Að sögn Jóns er þessi tala út í bláinn, enda miðuð við 1. marz s.l. Sagði Jón að sér reiknaðist til að launakostnaður stofnunarinnar yrði um 8.000 milljónir á árs- grundvelli í desember, ef miðað væri við 5% launahækkun 1. desember, og áætlað væri að launakostnaður á næsta ári yrði 9—10.000 milljónir. Starfsmenn Pósts og sima eru um 2000 talsins og launagreiðslur eru 65—70% af reksturskostnaði stofnunarinnar. Jón sagði að lokum að vissulega væri útlitið ekki gott hjá Pósti og síma því auk þessara mistaka við gerð frumvarpsins hefði hækkun- arbeiðni stofnunarinnar verið stórlega skorin niður, eins og fram hefur komið í fréttum. Sjáí „Áttum okkur ekki á uppsetningu fjárlagafrum- varpsins“ bls. 2 Áskorun sjálfstæðismanna um niðurfellingu eign- arskattsauka samþykkt A FUNDI borgarstjórnar í gær- kvöldi lá frammi tillaga um skattamál frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær. Tillagan var í tveim liðum og var sá fyrri samþykktur samhljóða með 15 atkvæðum en hann hljóðar svo: „Borgarstjórn beinir því til Alþingis og ríkisstjórnar, að við meðferð Alþingis á bráðabirgða- lögum ríkisstjórnarinnar sem fjalla um tekjuskatts- og eignar- skattsauka, verði þeim breytt a þann veg, að eili- og örorkulíf- eyrisþegum, sem njóta afsláttar fasteignaskatta, verði ekki gert að greiða eignarskattsauka.“ Jafn- framt telur borgarstjórn, að rétt- mætt sé að hækka verulega- í krónutölu þær eignir elli- og örorkulífeyrisþega, sem undan- þegnar séu eignarskatti." Meiri- hlutinn flutti síðustu málsgreinina sem viðaukatillögu og var hún samþykkt. Hins vegar visuðu fulltrúar Alþýðuflokks, Alþýðu- bandaiags og Framsóknarflokks síðari hluta tillögunnar frá. Hann var efnislega á þá leið, að innheimtun tekju- og eignar- 'skattsauka verði hreytt, í skyldu- sparnað, sem endurgreiddur verði á tveim árum eftir að greiðslu lauk. Birgir ísleifur Gunnarsson fylgdi tillögunum úr hlaði og sagði m.a., að þessi afturvirka skatt- lagning væri siðleysi. Eignar- skatturinn lenti mjög á eldra fólki sem sýnt hefði sparsemi. Hins vegar væri ljóst, að hinir eiginlegu verðbólgubraskarar slyppu. Gamla fólkið hefði ekki alltaf ýkja mikið fé milli handanna og svo sannar- lega munaði það um niðurfellingu skattheimtu sem þessarar. Borgarstjórn gæti ekki látið mál þetta fram hjá sér fara vegna þess hve marga borgarbúa málið snerti. Bílstjórinn á grœna Skódanum gaf mikilvœg- ar upplgsingar ARNAR Guðmundsson deildarstjóri hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins sagði í samtali við Mbl. í gær, að auglýsingin eftir bílstjóran- um á græna Skódanum hefði borið árangur og viðkomandi hefði skilað sér, en það gerði hann í fyrrakvöld, eins og fram kom í Mbl. Arnar sagði að bílstjórinn hefði gefið mikilvægar upp- lýsingar í því alvarlega kærumáli, sem nú væri til rannsóknar og væri nú unnið að rannsókn málsins af kappi. Arnarlók sérstaklega fram, að bílstjóri Skódans hefði verið yfirheyrður sem vitni í málinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.