Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1978 3 Hagsýslustjóri: Ekki nýbreytni heldur heið — að hafa yfirlit stofnana á sama verðlagi og tillögur þeirra MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá Fjár- laga- og hagsýslustofnun vegna frétta í blaðinu um fjármál Pósts og sfma og Rafmagnsveitna ríkisinsi í tilefni fréttar í Morgunblaðinu föstudaginn 3. nóvember um van- áætlaðan launakostnað Pósts og síma og fréttar laugardaginn 4. nóvember um rekstraráætlun Raf- magnsveitna ríkisins í fjárlagafrum- varpi 1979 er ástæða til að nefna nokkur atriði til skýringar á mun A-hluta og B-hluta fjárlagafrum- varps A-hluti fjjárlagafrumvarps sýnir allar greiðslur ríkissjóðs og þar með afkomu ríkissjóðs. I fjárlagafrum- varpi fyrir árið 1979 eru verðlagsfor- sendur launa miðaðar við verðlag í desember 1978. í B-hluta fjárl.frv. eru sýnd rekstraryfirlit yfir fyrirtæki ríkisins og stofnanir, sem hafa sjálfstæðan fjárhag. Sem dæmi þar um má nefna Sementsverksmiðju ríkisins, Áburð- arverksmiðju ríkisins o.fl. Þeirri meginreglu hefur verið fylgt, að B-hluta fyrirtæki og stofnanir stæðu undir sér fjárhagslega. Á undanförnum árum hefur það ætíð verið venja að birta áðurnefnd yfirlit yfir fyrirtæki og stofnanir í B-hluta á sama verðlagi og tillögur stofnananna til Fjárlaga- og hag- sýslustofnunar eru miðaðar við. Hér er því ekki um nýbreytni að ræða heldur hefð, sem ekki þótti ástæða til að breyta út af, þar sem B-hluta stofnunum er ætlað að standa á eigin fótum fjárhagslega. Meginmáli skiptir, að verðlagsforsendur gjalda og tekna eru miðaðar viö sama tíma. Rétt er að taka fram, að venja hefur verið að fjárveitinganefnd fjalli sérstaklega um fjármál hinna stærri framkvæmdastofnana í B-hluta, áður en fjárlagafrumvarpið er af- greitt af Alþingi. Reykjavík, 4. nóvember 1978. Brynjólfur Sigurðsson hagsýslustjóri. BEZTA FJARFESTINGIN Á VERÐBÓLGUTÍMUM. STÓRKOSTLEGA FALLEG SJÁIÐ OG SANNFÆRIST. Grensásvegi 13, símar 83577 — 83430 Handofin kínversk teppi FENGUM AÐEINS NOKKUR TEPPI VERÐ FRÁ KR. 126.000.- TIL KR. 835.000.- Ilafliði — Þorkell — Aitken, sem skipa ICE. Tónlistarfélagið: Aitken, Hafliði og Þorkell leika á þriðjudagskvöldið Ars Antiqua de Paris um næstu helgi ICE — The Icelandic Canadian Ensemble — mun leika á tónleikum Tónlistar- félags Reykjavíkur í Austurbæjarbíói á þriðju- dagskvöld nk. kl. 7, en það er skipað þeim Hafliða Hall- grímssyni sellóleikara, Þor- keli Sigurbjörnssyni píanó- leikara og Robert Aitken flautuleikara. Tónleika þessa átti upphaflega að halda sl. laugardag en varð þá að fresta vegna þess að Aitken komst ekki til lands- ins í tæka tíð. Icelandic Canadian Ensemble hóf feril sinn fyrir fjórum árum og hefur leikið víða og einkum ís- lenzka tónlist. Ekki koma hljómlistarmennirnir þó reglulega saman, enda starfa þeir hver í sínu landinu — Aitken í Kanada, Hafliði nú sem stendur í Skotlandi og Þorkell hér heima. Auk þeirra hefur svo Gunnar Egilsson verið í Ars Antiqua de Paris — leika um næstu helgi. hópnum þegar verkefni kalla á klarinett. Á efnisskrá þessara tón- leika eru eingöngu tríó. Er þá fyrst tríó í G-dúr eftir J. Haydn, en síðan er verk eftir Hafliða Hallgrímsson og er verkið samið í tilefni af heimsókn hans til lands- ins. Pólar kallar höfundar verkið og er þar um frum- flutning verksins að ræða. Síðan er verk eftir banda- ríska tónskáldið George Crumb, þá verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem hann kallar Musica Seria og var samið að beiðni brezka útvarpsins, en síðasta verk- ið á efnisskránni er eftir B. Martinu, sem lézt fyrir 20 árum og samdi fjölda verka í nýklassískum anda. Þess má geta að um næstu helgi verða haldnir tónleik- ar á vegum Tónlistarfélags- ins þar sem fram koma þrír franskir tónlistarmenn sem kalla sig Ars Antiqua de Paris og leikur tónlist frá því á 18. öld og fyrir þann tíma. Leika þeir á gömul hljóðfæri frá þeim tíma. Þeir eru væntanlegir til landsins í dag en auk tónleika í Reykjavík munu þeir koma fram á Akureyri og Akranesi, svo og heim- sækja skóla, þar sem þeir leika og skýra ýmis verk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.