Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1978 5 Sjónvarp í kvöld kl. 22.: „Ég, Kládíus Sjónvarp mánudag kl. 21.35: Ungur og metnaðargjarn Utvarp mánu- dag kl. 21.10: „Á tíunda tímanum” „Á tíunda tímanum" hefst í útvarpi klukkan 21.10 annað kvöld. Meðal efnis í þættinum verður áframhaldandi „könnun á söng- hæfileikum" fólks og farið á göngu með hljóðnemann. Tvær stúlkur, Jóhanna Linnet og Ingveldur Ólafsdóttir, sem eru við söngnám, koma fram í þættinum og taka Guðmund Árna og Hjálmar í smákennslutíma í söng. Einnig lýsa þær námi sínu. Kynnt verður hljómsveitin Darts og er það Jónatan Garðarsson sem sér um það. .Einnig verður viðtal við ungan dyravörð í einu samkomuhúsi borgarinnar og mun hann segja frá ýmsu í starfi sínu. Tekið skal fram, að símatími þáttarins, varðandi hugmyndir og annað, sem hlustendur vilja koma á framfæri, er milli fjögur og fimm á mánudögum eingöngu, en síminn er 22260. í SJÓNVARPI í kvöld klukkan 22.00 hefst nýr, brezkur fram- haldsmyndaflokkur í þrettán þátt- um, byggður á skáldsögum eftir Robert Graves. Myndaflokkurinn nefnist „Ég Kládíus", og segir frá Kládíusi, keisara Rómaveldis, en hann ákveður að láta skrá sögu keisaraættarinnar. I þættinum í kvöld, sem nefnist Morð undir rós, segir frá Ágústusi fyrsta keisara Rómaveldis, sem talinn er voldugasti maður heims, en eiginkona hans, Livía, reynist honum voldugri. Skirrist hún ekki við að láta koma andstæðingum sínum fyrir kattarnef til að keisaradómurinn haldist innan fjölskyldunnar. Myndin tekur tæpa klukkustund í flutningi. Harry Jordan, brezkt sjón- varpsleikrit, er á dagskrá sjónvarps annað kvöld klukk- an 21.35. Fjallar myndin um ungan metnaðargjarnan mann, sem segir upp stöðu sinni hjá fyrirtæki, sem hann hafði starfað hjá í tíu ár. Gengið hafði verið framhjá honum við stöðuhækkun. Hittir hann konu eina, sem kveðst hafa verið hluthafi í stórfyr- irtæki, og býst til að útvega Jordan vinnu. Dularfullir atburðir taka að gerast, er hann hefur störf hjá fyrir- tækinu. 11.00 Áður fyrr á árunuim Ágústa Björnsdóttir sér um þáttinn. 11.35 Morguntónieikari 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Litli barnatíminn Unnur Stefánsdóttir sér um tímann. 13.40 Við vinnunai Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan> „Blessuð skepnan“ eftir James Ilerriot. Bryndís Víglundsdóttir byrjar lestur þýðingar sinn- ar. SIÐDEGIÐ 15.00 Miðdegistónieikari íslenzk tónlist a. „So“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Ilalldór Haraldsson leikur á pianó. b. Sönglög eftir Skúla Halldórsson Magnús Jóns- son syngurt höfundurinn leikur á píanó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). .16.30 Popphorni borgeir Ástvaldsson kynnir. 17.20 Framhaldsleikrit barna og unglingai 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ______________________ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Eyvindur Eiríksson.flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn, Helgi Þorláksson skólastjóri talar. 20.00 Lög unga fólksins, Ásta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.10 Á tíunda ti'manum, Guðmundur Árni Stefánsson og Hjálmar Árnason sjá um þátt fyrir unglinga. 21.55 Strengjakvartett í F-dúr „Serenöðukvartettinn“ op. 3 nr. 5 eftir Joseph Haydn. Strauss-kvartettinn leikur. 22.10 „Váboð“, bókarkafli eftir Jón Bjarman, Arnar Jóns- son lcikari les. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Myndlistarþáttur. Umsjónarmaðuri Hrafnhild- ur Schram. Rætt við Sigur- jón Ólafsson myndhöggvara. 23.05 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands, í Háskólabíói á fimmtud. var< — síðari hluti. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. MIAMIFERÐIR í ALLAN VETUR íslenskur lararstjóri. Brottfarardagar: 23. nóv. — 14. des. — 4. jan. — 15. feb. — 8. marz — 29. marz. Næsta brottför 17. nóvember , Flogiö alla föstudaga í vetur til Kanaríeyja. Skrifstofa Sunnu með íslensku starfsfolki a staðnum. Pantiö snemma, því plássið er takmarkað á hinum eftirsóttu gististöðum Sunnu, sem allir vilja búa í vetrarsól. Kóka, Roca Verde, Corona Roja o.fl. á Ensku ströndinni. Don Carlos íbúðirnar í Las Palmas. íbúöir, og litlar villur á blómaeynni Tenerife, þar sem fólk fær endurgreiddan hvern þann dag sem solin ekki skín. THAILAND— BANKOK—P ATTA Y A BAÐSTRÖNDIN Filipseyjar, Hong Kong, Kína. Brottfarardagar: 11. des., 1. og 22. jan., 12. feb., 5. og 26. marz, 16. apríl. Tveggja og priggja vikna ferðir eftir frjólsu vali. Sunna hefur valið handa gestum sínum, á Pattaya baðströndinni, hótel sem eru með þeim glæsilegustu í heimi, svo sem Royal Cliff. Ferðatilhögun frjáls. Dvöl í Baðstrandaborginni Pattaya og höfuðborginni Bankok. Fjöldi ævintýralegra skemmti- og skoðunarferða um Thailand, til Filipseyja, Hong Kong og Kína. íslenskur fararstjóri Sunnu dvelur með farþegum okkar í Thailandi í allan vetur. Kynnist ótrúlega heillandi ævintýraheimi. ódýrara en flestir halda. JÖLAFERÐ TIL LANDSINS HELGA — Jerúsalem — Nasaret — Jeríko Baðstrandalíf. sól og sjór í Tel Aviv. Aðfangadagskvöld í Betlehem Brottför 16. des. 2 vikur. í fyrra fór Sunna með um 150 farþega í jólaferð til jólalandsins, og þar á meðal Kirkjukór Akraness, sem söng í fæðingakirkjunni í Betlehem á aöfangadagskvöld. Nú gefst almenningi kostur á slíkri jólaferð. Dvaliö í Jerúsalem og Betlehem á aðfangadag meðal pílagríma frá öllum hinum kristna heimi, og verið við hámessu á jólanótt. Fjölbreyttar skoðunarferðir um helgistaði biblíunnar. Baðstrandarlíf í Tel Aviv. Pantið snemma, því plássið er takmarkað SKÍÐAFERÐIR TIL AUSTURRÍKIS ógleymanleg jóla* og nýársferð í vetrarólympíuborginni Innsbriick. Beint leiguflug frá íslandi. Brottför 22. des. 2 vikur Sunnu hefur tekist að fá gistingu á einu glæsilegasta hóteli í skíða- og vetraríþróttaborginni Innsbrúck, fyrir jóla- og nýársferð. Þarna hafa vetrarólympíuleikarnir tvisvar sinnum verið haldnir. Glæsileg aöstaöa fyrir skíðafólk á öllum hæfnisstigum íþróttarinnar. Skíöakennsla. Fjölbreyttar skoðunarferðir og mikið skemmtanalíf í skíðaborgirni. KANARÍEYJAR - S0LSKINS- PARADÍS í YETRARSKAMMDEGINU LUNDUNAFERÐIR ALLA LAUGARDAGA og sérstaklega ódýrar helgarferðir. Fimmtudegi til Þriðjudags. Verð frá 82.800. SUNKA BANKASTRÆTI 10. SÍMAR 29322 - 25060

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.