Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1978 23 Héruð Hollands tóku, þar til þau drukknuðu í skuldum og sköttum, leiðandi og áberandi þátt í styrj- öldum Evrópu. Þau áttu í harðri baráttu við England um yfirráðin yfir hafinu og voru meðal þraut- seigustu og staðföstustu andstæð- inga Lúðvíks XIV. í stjórn Bretiands eru fulltrúar lýðsins ein grein löggjafarþings þjóðarinnar. Verslunarviðskipti hafa um aldir verið drýgstur þáttur í stjórnarstefnu þess lands. Þrátt fyrir þetta hafa fáar þjóðir átt oftar í ófriði og þær styrjaldir sem konungsríkið hefur háð hafa margar hverjar átt rætur að rekja til lýðsins. Ef ég má segja það svo þá hafa verið nær eins margar almenn- ingsstyrjaldir og konungsstyrjald- ir. Hrópandi rödd þjóðarinnar og hvatning fulltrúa hennar hafa á ýmsum tímum neytt konunga út í styrjaldir eða neytt þá til að halda styrjöldum áfram þvert gegn þeirra eigin vilja og stundum þvert gegn raunverulegum hagsmunum ríkisins. I eftirminnilegri baráttu konungsætta Austurríkis og Bour- bon sem svo lengi fór sem eldur um alla Evrópu, er alkunnugt að óvinátta Englendinga í garð Frakka studdi valdafíkn eða öllu heldur fégræðgi ástsæls leiðtoga og dró styrjöldina lengur en skynsamleg stjórnarstefna mælti með og um alllangan tíma í andstöðu við skoðanir hirðarinnar. Styrjaldir þessara tveggja síðast nefndu þjóða hafa í verulegum mæli átt rætur að rekja til viðskiptasjónarmiða — til löngun- arinnar að ryðja öðrum úr vegi eða óttast um að verða rutt úr vegi annað hvort í sérstakri grein viðskipta, eða í almennu forskoti í verslun og siglingum eða stundum jafnvel af vítaverðri löngun til að hagnast á verslunarviðskiptum annarra þjóða án samþykkis þeirra. Ef horft er til þess sem borið hefur við í öðrum löndum sem hafa búið við aðstæður mjög likar okkar eigin, hvaða ástæður getum við haft til að treysta þeim draumórum sem helst vildu freista okkar til að vænta friðar og samlyndis milli meðlimaríkja nú- verandi bandalags, væru þau skilin að fullu? Höfum við ekki þegar séð nóg af villum og ýkjum þessara óraunhæfu kenninga sem skemmt hafa okkur með fyrirheit- um um undanþágur undan ófull- komleika, veikleika og hvers kyns illum öflum sem samfara eru öllum samfélögum hvers eðlis sem þau eru? Er ekki tími til kominn að við vöknum af blekkingardrauminum um gullöld og setjum stjórnmála- hegðun okkar þá raunhæfu við- miðun að við eins og allir aðrir íbúar þessa hnattar erum enn fjarri ríki fullkominnar visku og fullkominnar dyggðar? Horfið til þess í hversu djúpan öldudal sómi og virðing þjóðar okkar hefur sigið, til þess óhag- ræðis sem finna má hvarvetna, til þess hve laust og illa stjórnsýsla landsins hefur verið með höndum höfð, til uppreisnar Norður Karolínuríkis, ti! nýafstaðinna og uggvænlegra umbrota í Pennsylvania og til raunverulegra uppþota og óeirða í Massashusetts. Því fer svo fjarri að almennu eðli mannkyns sé rétt lýst í setningum þeirra sem reyna að svæfa ugg okkar um ósamlyndi og ófrið milli Ríkjanna, verðu þau aðgreind, að það hefur þvert á móti af langri athugun á þróun þjóðfélaga orðið eins konar frum- forsenda í stjórnmálum að nábýli eða sviplíkar aðstæður gera þjóðir að eðlilegum óvinum. Vitur rithóf- undur segir' um þetta: „Nágranna- þjóðir eru eðlilegir óvinir nema vanmáttur neyði þær til að ganga í eitt bandalagslýðveldi og stjórnar- skrá þeirra útiloki þann ágreining, sem nábýli veldur, og eyði þeirri öfund, sem veldur þvi að öll ríki hafa tilhneigingu til að efla sjálf sig á kostnað nágranna sinna.“ Setningin sem hér er vitnað til lýsir vandanum og bendir á úrræðin. Námskeió Ný fimm vikna nán keiö í matvæla- og næringarfræöi byrja í næstu viku. Námskeiðin fjalla meðal annars um eftirfarandi atriði: • Næringarþörf mismunandi aldursflokka — barna, unglinga, fulloröinna, aldraöra. • Innkaup, vörulýsingar, auglýsingar. • Fæöuval, gerö matseöla, matreiösluaöferöir (sýnikennsla), uppskriftir. • Sjúkrafæöu, megrunarfæöi. • Dúka og skreyta borö (jólaskreytingar). Veizt þú aö góð næring hefur áhrif á: • Líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska allt frá frumbernsku. • Mótstööuafl gegn sjúkdómum og andlegu álagi. • Líkamsþyngd. Allar nánarl upplýsingar um námsefni o.fl. eru gefnar í síma 74204 kl. 9—12 f.h. og eftir kl. 7 á kvöldin. Kristrún Jóhannsdóttir B.S. I al r\ i SHARP semhlustandierö Nýja sambyggða settið frö B er ötrúlega fullkomið og verðið getur enginn boðið betur. 4 utvarpsbylgjur, LW/MW/SW/FM og FM stereo, - magnari - stereo. Kasettuband með sjðlfleitara OAPS8 - Sjðlfvirkur plötuspilari - 2 hðtalarar. Auto Pnxjfam Search Systerr' Nýja sambyggða 3 settið hentar allri fjölskyldunni. Þar sem allt er sambyggt (útvarp, spilari og segulband) fer lítið fyrir þeim, en gœðin eru samt mikil. H settið er uppfullt af tœkninyjungum, sem ekki er hœgt að skýra i stuttu möli. HLJÓMDEILD fa KARNABÆR Laugavegi 66, 1 . hæð Sími frá skiptiborði 28155 Komið, skoðið og hlustið - Þið sjðið ekki eftir því. Publius.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.