Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÖVEMBER 1978 Náttúruvernd á Hornströndum: Dregið var saman og grafið mikið af alls konar járndrasli stóru og smáu og bar þar'mest á 70 flothylkjum úr flotbryggju, sem þarna var skilin eftir. Strídsminjar hreinsadar í og mýrarflóum. Þá var dregið saman og grafið mikið af allskonar járnadrasli stóru og smáu og bar þar mest á 70 flothylkjum úr flotbryggjunni. Reynt var aö slétta vel úr og síðan sáð grasfræi í það grafið var. A Látrum er nú ekkert járnarusl né annað sem til Óþrifa getur talist frá veru Bandaríkja- manna þar. Síðustu leifarnar, sem ekki náðist að taka í þessari atlögu, eru á ströndinni á Sæbóli. Þremur tímum eftir vgrklok kom strandferðaskipið Hekla og flutti gröfuna ásamt gröfustjóran- um til ísafjarðar. Þessir störfuðu við hreinsunina: Einar og Jón Halldórssynir gröfustjórar, Benedikt Benedikts- son, verkamaður, Magdalena Sig- urðardóttir ráðskona og Oddur Pétursson verkstjóri. Hópurinn dvaldist í húsi Benedikts að Látrum. Kostnaður við hreinsunina var um 3 m. kr., sem fóru til að greiða fyrir smíði á prammanum, gröfu- leigu og vinnulaun á staðnum. Þess ber hins vegar að geta að ýmsir gáfu bæði efni og vinnu og réttu þessu starfi hjálparhönd á annan hátt, og má fullyrða að án þeirrar aðstoðar hefði verkið orðið allt að helmingi dýrara. Náttúru- verndarráð hefur nú farið þess á leit við utanríkisráðuneytið fyrir hönd Sölunefndar varnarliðseigna að það endurgreiði útlagðan kostn- að að þessu verki, og standa vonir til að það verði gert. Ferðalög um Hornstrandir Hornstrandanefnd hefur hafist handa um ýmislegt til að auðvelda göngufólki ferð um Hornstranda- friðland. A árinu var gefinn út bæklingur með ýmsum upplýsing- um um svæðið, sögu þess gróður- far, dýralíf og jarðfræði, auk gagnlegra upplýsinga fyrir ferða- menn um umferð og dvöl á Hornströndum. Þá voru gerðar tilraunir til eftirlits með svæðinu, og fyrstu aðgerðir hafnar við að viðhalda vörðum og gömlum göt- um á þeim. Náttúruverndarráð hefur nú í undirbúningi að taka upp samvinnu við Landmælingar íslands að gefa út sérkort af svæðinu fyrir göngufólk. Horn- strandanefnd hefur ennfremur tekið upp samband við Slysa- varnafélag íslands og Póst og síma um öryggismál ferðamanna á Hornströndum. Hornstrandanefnd mun gera sér far um að fylgjast með ferðahátt- um á Hornstrandasvæðinu á næstunni, en þeir taka nú örum breytingum. Djúpbáturinn Pagra- nes hefur nú tekið upp nokkuð reglubundnar ferðir í tengslum við ferðafélögin og hefur það orðið bæði til öryggis og þæginda, og jafnframt orðið til þess að marg- falt fleiri geta nú notið útivistar og náttúruskoðunar á svæðinu. Auk þeirra sem fara á vegum ferðafélaganna eru alltaf þó nokkrir sem fara um á eigin vegum. Hornstrandanefnd og/ heimamenn hafa í samráði mótað þá stefnu, að hvetja þá sem um Aðalvík Friðlandið sem kennt cr við Hornstrandir var stofnað með reglugerð árið 1975. Rúmu ári síðar skipaði ráðið nefnd íjög- urra manna til að hafa frum- kvæði um nauðsynlcgar aðgerðir á vegum Náttúruverndarráðs. Nefndin hefur síðan tvívegis haldið fundi á ísafirði með landeigendum og öðrum þeim aðilum sem láta sig svæðið varða. Hreinsun í Aðalvík Þegar varnarliðið lagði niður stöð sína á Straumnesfjalli við Aðalvík voru þar skilin eftir .mannvirki í fjallinu og ýmsir lausamunir við fjöruna í Aðalvík, hylki úr flotbryggju og um 2.000 olíutunnur, sem þar hafa síðan grotnað niður og verið til til- finnanlega lýta. Margir brott- fluttnir heimamenn hafa beðið Náttúruverndarráð að beita sér fyrir hreinsun svæðisins, og einn þeirra, Vilhjálmur H. Vilhjálms- son stórkaupmaður í Reykjavík, hóf verkið fyrir tveimur árum. Hornstrandanefnd fékk heima- menn undir forystu Odds Péturs- sonar frá Isafirði til að kanna sl. vor, hvaða tækjakost og mannafla þyrfti til þess að ljúka þessu verki í einum áfanga. Að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og sölu Varnarliðseigna fór Náttúru- verndarráð þess síðan á leit við Odd Pétursson að hann tæki verkið að sér skv. áætlun sinni. Hófst hann handa þann 4. júlí sl. með smíði fleka til flutnings á gröfu. Þann 16. júlí var flekinn tilbúinn og daginn eftir var grafan ásamt búnaði er til þurfti flutt með strandferðaskipinu Esju að Látrum. Grafan var hífð fyrir borð á flekanum og þar tók mótorbátúr- inn Friðrik Magnússon við og dró flekann í land og flutti einnig starfsmenn og vistir. Tók það aðeins eina klst. að koma öllu í land og var því lokið kl. 5 að morgni þess 18. júlí. Þá var strax hafist handa við að grafa og unnið á vöktum allan sólarhringinn. Verkinu lauk á hádegi þann 25. júlí. Þá var búið að leggja saman og grafa í jörð um 2.000 tómar olíutunnur, sem höfðu legið dreifð- ar um stórt svæði, og mikið verk að safna þeim saman úr skurðum AIls konar járnadrasl var hirt og unnið allan sólarhringinn á vöktum svæðið fara til að vera sjálfbjarga um vistir og viðlegubúnað. Engin sæluhús ætluð ferðamönnum eru á svæðinu, og ekki til þess ætlast að menn treysti á húsaskjól í húsum sem þar eru í einkaeign eða tilheyra Slysavarnafélagi íslands. Vistalausir á Hornströndum I útvarpsþætti nýlega var sagt frá ferð nokkurra ungra manna sem fóru um Hornstrandir og Jökulfirði vistalausir að mestu en með netstúf og byssu. Það var sagt takmark ferðarinnar að lifa af því sem landið gaf. í þessu sambandi skal það tekið fram að þó að Hornstrandir séu nú óbyggt svæði, gilda þar sömu lög og annarsstað- ar á landinu, og er engum manni það heimilt að veiða eða nytja hlunnindi án leyfis réttra eigenda. Svæðið var gert að friðlandi í þeim tilgangi að menn gætu þar fengið notið kyrrðar og friðar, hollrar útiveru og náttúruskoðunar, enda verði tryggt að ferðamenn gangi um lönd og mannvirki án þess að ganga á rétt eigenda. Um 2000 ryðgaðar og grotnaðar olíutunnur voru grafnar niður Smfðaður var fleki til að flytja gröfuna en strandferðaskipið Esja, kom með gröfuna og útbúnaðinn að Látrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.