Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1978 13 ^eluJjorkStmtsJ iNeitrJJorkétme$ Pólski páfinn og únistar Yfirgnæfandi meirihluti Pól- verja er kaþólskrar trúar og jafnvel félagar í kommúnista- flokknum hafa látið skíra börn sín í kirkjum og mikil aðsókn er að sunnudagamessum. Þetta „sögu- lega samkomulag" hefur á síðari árum tekið á sig mynd nánast heimspekilegs en einnig raunhæfs skilnings á því, að ef pólskt þjóðfélag eigi að halda velli með allri þeirri þjóðfélagslegu, efna- hagslegu og pólitísku spennu sem það býr við, megi kirkjan og ríkið beinlínis ekki koma fram sem fjandmenn við öll hugsanleg tæki- færi. Erfiö barátta Flokkurinn hefur viðurkennt hið óumflýjanlega, mátt kaþólskunn- ar, og sú friðsamlega sambúð, sem hefur þróazt, hefur leitt til þess að hann hefur sætt sig við miklu víðtækari tilslakanir en nokkur önnur ríkisstjórn kommúnista. Barátta kirkjunnar hefur verið erfið frá byrjun, en hún hefur fengið því til leiðar komið að hún hefur fengið að reisa nýjar kirkj- ur, biskuparnir hafa fengið viss forréttindi og loks hefur flokkur- inn gefið upp á bátinn síðustu tilraun sína til að berjast gegn trúartilfinningu landsmanna sem \ stendur djúpum rótum. í staðinn veitti kirkjan Gierek stuðning í júni 1976 þegar verka- menn gerðu uppreisn gegn gífur- j legri hækkun verðs í matvælum. j Pólskir biskupar tóku upp hanzk- jj ann fyrir verkamenn, sem voru ! handteknir, en skoruðu jafnframt 1 á „trúaða Pólverja" að standa vörð um lög og reglu og snúa aftur til vinnu. Þessi afstaða er að miklu leyti runnin frá Wyszynski kardinála og þessi afstaða varð til þess að kirkjan ávann sér þakklæti Gie- reks. Von hans var sú að hann gæti haldið áfram samstarfi sínu við hinn aldurhnigna kardinála eins lengi og kostur væri. Wojtyla kaidináli er 58 ára gamall og því miklu yngri að árum, hann er menntamaður í hugsun og andlegt afkvæmi kynslóðar fyrri heims- styrjaldarinnar og talið var að það hefði töluverð vandkvæði í för með sér ef hann yrði erkibiskup Póllands. Æ minni spenna Af þessum sökum hvatti pólska ríkisstjórnin Pál páfa VI til þess eftir diplómatískum leiðum 1976 að Wyszynski kardinála yrði leyft að þjóna eins lengi og honum entist líf og heilsa þannig að hann neyddist ekki til að segja af sér þegar hann yrði 75 ára. A þetta var fallizt í Páfagarði. Spennan í sambúö ríkis og kirkju hefur dvínað sífellt og sást á því þegar Gierek gekk á fund páfa fyrstur allra kommúnista- leiðtoga í Róm fyrir einu ári. Um það leyti var Woytyla í miklum hávegum í Páfagarði. SJÁ NÆSTU SÍÐU þeir orðuðu það, í hinum erfiðu samskiptum kirkju og flokks, hinna tveggja helztu afla, sem takast á í Póllandi. Auðveldara var við Wyszynski kardinála að eiga, sögðu þeir, af því að hann hafði lifað þriggja áratuga grund vallarárekstra kirkjunnar og ríkisins, meðal annars á Stalínstímanum, og lengi verið í stofuvarðhaldi — svo að hann hafði öðlast vissa tilfinningu fyrir samningaumleitunum við ríkisvaldið. Meginregiur Það er auðsætt að samband kirkju og ríkis hefur batnað allverulega, einkum síðan Edvard Gierek varð aðalritari pólska kommúnistaflokksins 1970. Margir Pólverjar töldu þetta hið eina sanna „sögulega samkomulag" kaþólskra og kommúnista, þótt hvorugur aðilinn hefði nokkurn tímann fallið frá afstöðu sinni eða hugsjónafræðilegum meginregl- um. Jóhannes Pill páfi II: vill aögang aó fjölmiölum. Karol Wojtyla kardináli hafði býsna ákveðnar skoð- anir þegar ég hitti hann að máli í erkibiskupshöllinni í Varsjá fyrir einu ári. Ég minnist þess að kardinálinn, sem nú er orðinn páfi, sagði um samskipti kommúnista- stjórnar Póllands og róm- versk-kaþólsku kirkjunnari „Það sem skiptir mestu máli í viðræðum okkar við pólska ríkið er ekki að fá að reisa eina eða tvær kirkjur í viðbót heldur að fá aðgang að f jölmiðlum í Póllandi og færi á að halda uppi trúar- bragðakennslu í skólunum.u Þetta voru — og eru — heitustu óskir hinnar vold- ugu kirkju Póllands í sam- skiptum hennar við komm- únistarikið og á síðari árum hefur Wojtyla kardináli gerzt skeleggasti hvatamað- ur þessara nýju réttinda. Flókiö samband Kardinálinn sagði mér að hann teldi mjög mikilvægt að Banda- ríkjamenn skildu til hlítar mikil- vægi einstæðs og flókins sam- bands kaþólskra manna í Póllandi og ríkisstjórnar þeirra. Hann hafði farið í mikilvæga hringferð um Bandaríkin 1975 þegar hann var í forsæti sendinefndar 15 pólskra biskupa sem sátu kirkju- legan einingarfund í Fíladelfíu. Wojtyla kardináli var hlédræg- ur og kyrrlátur í framkomu en mjög skarpur. Hann hafði mikinn áhuga á stjórnmálum en var einnig gæddur ágætri kímnigáfu. Hann brosti oft, það var glampti í augum hans og hann notaði gamlar pólskar dæmisögur til að skýra mál sitt. Eg hafði heyrt mikið af honum látið áður en ég hitti hann. Hann var álitinn líklegasti eftirmaður Wyszynskis kardinála, andlegs leiðtoga Pólverja, sem er rúmlega 75 ára gamall og hefur gengizt undir skurðaðgerð við krabba- meini. En Wojtyla var einnig sagður mjög umdeildur maður. Háttsettir fulltrúar ríkisstjórn- arinnar og kommúnistaflokksins höfðu tekið skýrt frám í einkasam- ræðum að þeir vonuðu að Páll páfi VI veldi einhvern annan kirkju- höfðingja en Wojtyla erkibiskup Póllands í staða Wyszynskis. Þeir sögðu að Wojtyla væri of blátt áfram og hreinskilinn og of harður í horn að taka til þess að geta gegnt jákvæðu hlutverki, eins og Kjör páfa kunngert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.