Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1978 • Illjómsveitin „Ljósin í bæn- um" hélt sína fyrstu opinberu hljómleika í Menntaskólanum við Sund fyrr í vikunni. Hljóm- leikarnir voru haldnir tii að kynna efni plötu Stcfáns Stefánssonar, „Ljósin í ban- um“. en til stendur að halda nokkra hljómlcika í öðrum framhaidsskólum borgarinnar. Ekki er hægt annað en að híða útkomu plötunnar með nokkurri eftirvæntingu, eftir að hafa hlýtt á hljómleika hljómsveitarinnar, en breið- skífan er væntanleg á markað- inn innan skamms. Að vísu hófust hljómleikarnir eigi fyrr en klukkustund á eftir áætlun, cn þá var „prógrammið" keyrt í gegn án mikilla tafa og án nokuurs hlés. IUjómleikarnir gefa hins vegar ekki tilefni til mikillar gagnrýni. bæði var að hljómburður f salnum var langt frá því að vera góður og hitt að h'til stemmning náði að myndast, sakir þess að fámennt Ljósa- gangurí mennta- skóla var á þessum hljómleikum. Er vonandi að svo verði ekki í „Ljósin í bænum“ framtíðinni. Þó má ljóst vera að allir eru hljóðfæralcikararn- ir starfi sínu vaxnir og leystu þeir verk sitt vel af hendi. Um tónlist „Ijósanna" er það að segja að hún er aðallega rokk undir sterkum djass-áhrifum og á köflum hreinræktaður djass. Hljómsveitina „Ljósin í bæn- um“ skipai Stefán Stefánsson, blásturshljóðfæri og söngur, Ellen Krisjánsdóttir, söngur, Hlöðver Smári Haraldsson, hljómhorð, Vilhjálmur Guð- jónsson, gítar, Már Elíasson, trommur og söngur, Guðmundur Steingrímsson, trommur og Gunnar Hrafns- son, bassi. Þess ber að geta að Guðmundur lék ekki með „ljós- unum" á hljómleikunum f M.S., en hann lék á plötunni. Þeir Hlöðver Smári. Vilhjálmur og Már leika allir með hljómsveit- inni Galdrakarlar. — SA. PLÖTUR Ellý Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög eftir Jenna Jóns í útsetningu Þóris Baldurssonar og Sigfús Halldórsson syngur eigin lög • Þessar tvær plötur eiga það i sameiginlegt, að efni þeirra er orðið - nokkuð gamalt og hefur þar að auki átt vinsældum að fagna um langan tíma. Þó er mikill munur á þeim. Plata Ellýar og Einars er með nýjum upptökum, en á plötu Sigfúsar eru gamlar upptökur sem lappað hefur verið upp á með misjöfnum árangri. Svo við tökum plötu Ellýar og Einars fyrst, þá er hér verið að setja hin ágætu dægurlög Jenna Jóns inn í nútíðina. Lögin fá að halda sér, sem er virðingarvert, en undirspilið er í nýjum búningi Þóris Baldurssonar og er vel heppnað Einar Söngur þeirra Ellýar og Einars er óaðfinnanlegur. Ellý Vilhjálms á marga aðdáendur enn, og hún svíkur engan á þessari plötu, sérstaklega i þeim lögum sem hún syngur ein. Líkt er að segja um Einar Júlíusson. Hann á nokkurn hóp aðdáenda sem verða ánægðir með þessa plötu, enda stendur hann ágætlega fyrir sínu. En þau Ellý og Einar eru veikust í samsöngnum. Þó að lög eins og „Brúnaljósin brúnu“ séu enn vinsæl í upprunalegu útgáfunum, er líklegt að t.d. það nái vinsældum í flutningi Einars, ásamt „Ömmubæn" sem Einar syngur líka. „Mamma mín“ sem Ellý syngur verður án efa aftur vinsælt, og jafnvel „Lítið blóm“. Af Ellý þeim lögum sem þau syngja saman „heppnast „Ólafur sjómaður" einna best. Gömul góð dægurlög á að varð- veita bæði gæðanna og minninganna vegna og þessi plata stendur ágæt- lega undir því. — O — Á plötu Sigfúsar Halldórssonar ber aftur á móti að líta sem safngrip, þar sem gæði upptökunnar eru ekki upp á marga fiska og platan eflaust fyrst og frémst gefin út til þess að varðveita gamlar upptökur. En á plötunni eru mörg falleg lög eins og „Islenskt ástarljóð", „Játning" og „Litla flugan". — HIA. Sigfús Börn og dagar og hljómleikar SVO KYNLEGA brá við síðastliðinn fimmtudag, aö Hljómplötuútgáfan boðaöi til blaðamannafundar í tilefni af útkomu nýrrar hljómplötu, er ber nafnið „Börn og dagar“. Tilefni fundarins var pó ekki einskorðað viö pessa hljómplötuútgáfu, en hljómplatan er væntanleg á markaöinn innan skamms, heldur tilkynntt Jón Ólafsson, forstjóri Hljómplötuútgáfunnar, að í næsta mánuði stæöi til aö haldnir yrðu hljómleikar til styrktar geðdeild barnaspítala Hringsins. Breiðskífa sú er ber nafniö „Börn og dagar“ mun vera vönduð hljómplata, en á henni syngja Björgvin Halldórsson, Ragnheiður Gísladóttir, Pálmi Gunnarsson og kór Öldu- túnsskóla lög eftir Magnús Sigmundsson viö texta eftir Kristján skáld frá Djúpalæk. En Magnús gerir annað og meira en aö semja lögin á plötunni, pví hann syngur einnig nokkur peirra sjálfur. Af Magnúsi er annars pað aö segja að hann býr nú í London og par samdi hann lögin viö pýdda og endursamda texta Kristjáns frá Djúpalæk. Að sögn forráðamanna Hljómplötuútgáfunnar hefur ekkert veriö til sparaö við gerð pessarar hljómplötu. Útsetjari og stjórnandi upptöku breiöskífunnar var Del Newman, en hann hefur unnið meö mörgum af vinsælustu tónlistarmönnum rokks og popps. Má par nefna stirni á borö við Elton John, Diönu Ross, Cat Stevens, Simon og Garfunkel og Rod Stewart. Plata pessi er aö hluta til tekin upp í Lundúnaborg og að hluta til í Hljóðrita, en Newman kom hingað til íslands í tíu daga í september til að vinna við upptöku hljómplötunnar. Má af pessu vera Ijóst að Hljómplötuútgáfan hefur gert sitt bezta til pess aö hljómplata pessi verði eins góð og kostur er á. Er aðeins hægt að vona aö útgefendur hljóti umbun erfiðis síns meö góöri sölu. En petta er ekki eina hljómplatan sem væntanleg er frá Hljómplötuútgáfunni á næstunni. Þrjár hljómplötur í viðbót hyggst Hljómplötuútgáfan gefa út og eru pær með Björgvin Björgvin Halldórsson (lengst til vinstri), Ragn- heiður Gísladóttir og Pálmi Gunnarsson eru meðal Þeirra, sem koma við sögu á plötunni „Börn og dagar“. Halldórssyni, Öldutúnsskólakórnum og Brunaliöinu. Má nefna að plata Björgvins er fyrsta sólóplata söngvarans í átta ár. Þá má einnig geta Þess að Hljómplötuútgáfan hyggur á endurútgáfu Þriggja platna, sem áður hafa komiö út hjá útgáfunni. Eru 'Það breiðskífurnar „Jólastrengir“, plata Guðmundar Guðjónssonar og Sigfúsar Halldórssonar, par sem Guðn^undur syngur lög eftir Sigfús viö undirleik tónskáldsins, og breiðskífan „Hana nú“, síðasta plata Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar. Svo vikið sé aö hljómleikunum, sem Hljómplötuútgáfan hyggst efna til í næsta mánuöi, Þá munu Þar koma fram ýmsir Þeir listamenn, sem útgáfan hefur á sínum snærum. Þeirra á meðal eru Brunaliöiö, Halli og Laddi, Rut Reginalds, Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Pálmi Gunnars- son og Magnús Kjartansson. Allur ágóöi af Þessum hljómleikum mun renna til styrktar geödeildar barnaspítala Hringsins, en hljómleikarnir verða aö öllum líkindum í Háskólabíói. Loks ber pess aö geta að nætkomandi mánudag veröa haldnir hljómleikar á Litla-Hrauni og náttúrlega er Það Hljómplötuútgáfan sem stendur fyrir peim hljómleikum. Svo að enn sé vitnað í okkar ágætu heimild, Jón Ólafsson, Þá mun ætlunin vera aö halda fleiri hljómleíka á stöðum, Þar sem gestir eöa vistmenn geta ekki notið hins almenna skammtanalífs. — SA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.