Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1978 7 á Allra sálna messu í loftsal sitja 12 menn meö meistara sínum aö máltíð. Skuggar dauðans leika um litla hópinn, vinurinn hefir sagt þeim, aö nú sé hann aö kveðja þá. Hann horfir fram, hver örlög bíöa játenda sinna á jöröu, og hvaö sér hann þá? Getum við ekki ráðiö í þaö af bænarorðum hans: „Allir eiga þeir aö vera eitt“? Hve þaö hefur tekizt, mistekizt, ætla ég ekki að ræöa. Önnur eining mann- legra sálna liggur nú hug mínum nær: Víötækari, voldugri, sem spennir yfir heima og himna, veraldir voldugri, meir-i en manns- hugur veit. Allar sálir lífs og liðnar eru eitt, því aö börn hins eina fööur binda blóöbönd bræðralags í eina, órofa fjölskyldu. Hvaö er ég aö segja? Er ekki dauöinn hinn órjúfan- legi veggur, sem skilur lífs og liðna aö? Eru þeir ekki horfnir út í óræöa, enda- lausa fjarlægö? Vita þeir nokkuö um okkur jarðar- börnin? Kristur kom — guðs- sonurinn, en að öllu seldur undir mannleg kjör og sagöi hann ekki, að um allan aldur mundi sam- band hans viö jarðneska menn ekki rofna? Hann var maður meöal manna og er þá óskynsamlegt aö ætla, aö um einhverja opna farvegi sé aö ræða milli annarra þeirra, sem af jöröu eru farnir, og hinna, sem á jöröu lifa? Með hverjum hætti er hugsanlegt aö vitneskja geti borizt milli hins jarð- neska og hin ójarðneska heims? Meiri og meiri viöurkenning dómbærra manna er aö fást á staö- reynd fjarhrifanna, aö hugsun og vitneskja berist um órafjarlægð, án þess leiöir skilningarvitanna komi til. Menn hafa vitaö þetta lengi og rannsóknir síöustu áratuga við Duke- háskólann í Bandaríkjun- um hafa sannfært fjölda efasemdamanna um þetta efni. Og mjög athyglis- verðar rannsóknir í Sovét-Rússlandi g tilraunir benda einnig til hins sama. Atburöir, sem mörgum komu kynlega fyrir sjónir af fréttum frá heimsmeistaramótinu síö- asta í skák, sýna aö mönnum þar eystra er full alvara um það, aö fjarhrif- un séu sönnuð staðreynd. Þegar samúðarband tengir tvær mannssálir, er farvegur fyrir fjarhrifin opinn. Ef gert er í alvöru ráð fyrir tilvist látinna á ööru lífssviði — og efar kristinn maður þaö — er eðlilegt að trúa því, aö um vitundarsamband sé aö ræöa milli þeirra og okkar. Og geti þeir aö vissu marki skynjaö óminn af sorgum ástvinar á jöröu getur hin áhyggjulausa gleöi ekki verið einráð í heimkynnum þeirra. Alvit- ur Guö lætur okkur læra af sorgum og reynslu hér í heimi, og er þá skynsam- legt aö ætla, aö í þeim efnum sé öllu breytt viö þaö eitt aö sálin afklæöist jaöneskum líkama? Getur móöir, sem kölluö hefur veriö héöan, hætt aö hugsa um barniö sitt á jöröu, hætt aö elska þaö? Minniö og kærleikurinn lifa líkamsdauöann. Fyrir því eru rök miklu sterkari en gagnrökin. Því hærri þroska, sem mannssálin nær, hvorum megin for- tjalds dauöans sem hún lifir, þeim mun ríkari er þrá hennar eftir að bera byrðar annarra og þá líka aö gleöjast af gleöi þeirra. Ég las fyrir löngu sögu af ungum knattspyrnumanni. Faöir hans haföi misst alla sjón á miðjum aldri en lét leiöa sig á völlinn til aö gleðjast af sigrum sonar- ins. Faðirinn dó, en á næsta degi átti sonurinn aö keppa í þýðingarmikl- um úrslitaleik og félagar hans bjuggust ekki viö honum til keppninnar. Hann vann glæsilegan sig- ur og félagar hans sögöu: Þú hefur aldrei leikiö eins vel og í dag, fórst fram úr öllu, sem þú hefur áöur gert. Vitanlega, sagöi ungi maöurinn, nú lagöi ég fram allt, sem ég gat, því aö þetta er í fyrsta sinn sem faðir minn sér mig leika. Hégómaþvaöur, sögöu sumir lærisveinanna líka, þegar konurnar .báru fyrstu upprisufregnina frá gröf Krists. Þeir vissu það þá ekki enn, en sann- færöust síðar, aö allir menn, allar sálir eru eitt, í einu fööurhúsi Guðs þótt herbergi séu mörg, vistar- verur margar. Ef fögnuður er í himni Guös yfir einum syndara á jöröu, sem iðrast, eins og Kristur sagöi aö væri, hlýtur þar einnig aö vakna harmur yfir vegarvillum ástvinar á jöröu, þótt aukinn þroski, meira vit, meira víösýni kenni þeim, sem lengra eru komnir, aö líta öörum augum á hrasanir okkar og yfirsjón- ir en viö gerum. Hér ef þú neðra ástvin átt eftir að skilur við, í svip ojf í draumi svífa mátt sorgbitnum vin að hlið,— kvaö Grímur Thomsen, og þaö þykir mér góöur boö- skapur hins vitra manns um möguleika þeirra, sem látnir eru, til aö nálgast okkur. Á hverjum leiöum eru þeir vinir, sem látnir eru og viö minnumst á þessari hátíö, Allra sálna messu, sem þeim skal helguð? Hvar eru þeir? Því veröur ekki svaraö, svo fátt vitum viö um Guös endalausu geima, svífandi sólkerfi og Vetrarbrautir, sem ótrú- legt er aö ekki geymi vitsmunalíf, séu byggðar vitsmunaverum, sem langtum lengra eru komn- ar en viö, sem nú byggjum þennan útskaga alheims- ins. Hvar eru þeir, sem viö minnumst með bæn og þökk í dag? Þeir eru enn í sama föðurhúsinu og viö. Enji verndaðir sama kær- lefka Guös og við, og á leiöinni að markmiöum, sem hann hefur sett þeim aö ráöi sam aldrei hagg- ast. Heilög ritning segir, aö markmiðið sé Kristsmynd- in sjálf. Þá hlýtur leiðin aö vera löng, en hún er vöröuö þeim kærleika, sem Kristur birti fegurst allra manna á jöröu. Dýrö sé góðum Guði í hæstum hæöum! Allireitt - Allarsálir —<2tV?Z Isfelag— Vestmarmaeyja hf. Vestmannaeyjum Aðalfundur Aöalfundur ísfélags Vestmannaeyja h.f. fyrir áriö 1977 veröur haldinn í húsi félagsins viö Strandveg laugardaginn 11. nóvember n.k. kl. 14.00. Dagskrá samkvæmt félagslögum Stjórnin. A Stjórnunarfélag íslands Jk Skjalavistun. Hvaö og hvernig skal geyma og hverju á aö henda? Dagana 13.—15. nóvember verður haldiö námskeió í skjalavistun á vegum Stjórnunarfélags íslands. Námskeiðið verður haldiö í Bláa Salnum að Hótel Sögu og stendur yfir frá kl. 15—18 alla dagana, eða alls í 9 klst. Námskeiö þetta hentar þeim er hafa í hyggju að hefja skrifstofustörf, en einnig þeim sem þegar vinna við slík störf. Á námskeiðinu er leitast viö að kynna: — Aðferðir við vistun skjala. — Algengustu skjalavistun- arkerfi. — Raunhæf dæmi um skjalavistun í nokkrum ís- lenskum fyrirtækjum. Oft á tíðum kann að vera erfitt að ákveöa hvernig umgangast eigi hin ýmsu skjöl og getur því sparað fyrirtækjum dýrmætan tíma aö hafa þessa hlið mála í lagi. Leiðbeinandi verður Þor- steinn Magnússon viðskipta- fræðingur. Hringið og tilkynnið pátttöku í síma 82930 hjá Stjórnunar- félagi íslands að Skipholti 37 og biðjið ennfremur um að fá sendan ókeypis upplýs- ingabækling um námskeið vetrarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.