Morgunblaðið - 07.11.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.11.1978, Qupperneq 1
48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 254. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Róstur í íran bældar niður af mikilli hörku Frá óeirðunum í íran í síðustu viku. Andstæðing- ar keisarans hafa borið eld að herflutningabíl á götu í höfuðborginni Tehran. Vegna bilana í sæsímastreng reyndist ókleift að fá myndir sím- sendar til landsins í gær. Teheran, London, Washinifton, Bonn, París, 6. nóv. — AP — Reuter IIERSTJÓRNIN sem tók við völdum í íran í morgun gckk í dag fram af hörku til þess að bæla niður róstur þær sem verið hafa í landinu síðustu daga. Meðal fyrstu verka stjórnarinnar var að koma á ritskoðun, handtaka fimm ritstjóra og kalla til fjölmennt herlið til að dreifa mótmælaseggjum. Til nýrra átaka kom á nokkrum stöðum í Teheran í dag. Heyra mátti skothvelli á nokkrum stöð- um, en engar fréttir fara af mannfalli. Sögðu kunnugir að hermenn hefðu skotið upp í loftið til að dreifa óeirðaseggjum. Þegar Iranskeisari gerði grein Cavling svalt sig íhel DANSKI ástarsöguhöfundurinn Ib Henrik Cavling svalt sig í hel, að því er dönsk blöð segja, en Cavling er nýlátinn á Ítalíu, sextugur að aldri. Rétt fyrir andlátið kom út sextugasta bók hans. Maður gekk undir manns hönd til að fá Cavling til að neyta matar, en síðustu tvo mánuði ævi sinnar lét hann ekki matarbita inn fyrir varir sínar. Vinir Cavlings komu til Genúa frá Danmörku til að dekstra hann en allt kom fyrir ekki. Cavling léttist um fimmtán kíló á mjög skömmum tíma, og fór heiisufari hans hrakandi dag frá degi unz hjartað gafst upp. Margir hafa furðað sig á því hversu afkastamikill Cavling var, því að hann þótti drykkfelldur. Síðustu árin hafði hann þó farið vægar í sakirnar en áður og fékk sér aðeins duglega neðan í því þegar hann hafði skilað af sér handriti að nýrri bók. Cavling var vellauðugur, enda voru margar bækur hans metsölubækur. Hann vakti athygli hvar sem hann fór fyrir glæsibrag og óaðfinnanleg- an klæðaburð. Hann ók í Rolls Royce, sveiflaði í kringum sig silfurslegnum göngustaf, og hélt sig ríkmannlega í hvívetna og var annálaður fyrir örlæti. Fyrsta skáldsaga hans kom út árið 1952. Það var „Erfinginn", og sú saga gerðist eins og aðrar sögur höfundar í umhverfi, þar sem allir eru ríkir og fallegir. Þrátt fyrir það eru vegir ástarinnar framan af þyrnum stráðir, en að lokum fellur allt í ljúfa löð. fyrir þeirri ákvörðun sinni að skipa háttsetta embættismenn í her landsins í ráðherraembætti sagði hann að stjórninni væri fyrst og fremst ætlað það hiutverk að bæla niður öldur ófriðar í landinu og koma á friði. Keisarinn sagði að stjórnin yrði þó aðeins við völd til bráðabirgða. Talið er að nýju stjórninni verði ágengt í að bæla niður róstur, því að ólætin í Teheran í morgun voru fljótt bæld niður. Ætlun stjórnar- innar er að framfylgja í einu og öllu herlögum, sem sett voru í landinu fyrr á árinu. Þegar í dag mátti sjá á götum Teheran fjöl- mennara herlið og fleiri stórar vígvélar en verið hefur að undan- förnu. Bandaríkjastjórn lét í dag í ljós ánægju með þá ákvörðun keisar- ans að koma á herstjórn í landinu. Hvatti stjórnin ennfremur banda- ríska þegna í landinu til að snúa aftur til vinnu ef óróinn í landinu minnkaði. Stjórnir Bretlands og Vest- ur-Þýzkalands hvöttu hins vegar þegna' sína í íran, um 30.000 talsins, til að halda sig innan dyra fyrst um sinn. Karim Sanjáby, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í íran, sagði í dag að almenn mótmæli gegn keisara- dæminu héldu áfram svo lengi sem keisarinn yrði við völd í landinu. Sanjaby sagði ennfremur að keis- arinn væri í dag einangraðri en nokkru sinni fyrr. Sjá „Herforingjar með völdin“ bls. 47. * * Kreisky verður áfram í embætti Vínarborg, 6. nóv. AP — Reuter BRUNO Kreisky kanslari Aust- urríkis ávann sér í kvöld fullt traust flokks jafnaðarmanna í landinu og batt enda á allar vangaveltur um að hann segði af sér vegna úrslitanna í þjóðarat- kvæðinu um kjarnorkuver í Aust- urríki um helgina. Miðnefnd og framkvæmdastjórn Jafnaðarmannaflokksins veitti Kreisky „skilyrðislausan" stuðn- ing á fundi sínum. Sagði aðstoðar- forseti flokksins, Hertha Firnberg, að aldrei hefði komið til þess að Kreisky byðist til að segja af sér á fundum flokksleiðtoga um úrslit þjóðaratkvæðisins. Kreisky vildi ekki segja frétta- mönnum á fundi í morgun hvort hann íhugaði að segja af sér embætti vegna úrslita þjóðarat- kvæðagreiðslunnar en hann tjáði fréttamönnunum að úrslitin væru Ætla að leggja Amin að velli áfall og vantraust á stjórnina. Þjóðaratkvæðinu lyktaði með naumum sigri andstæðinga kjarn- orkuvera í Austurríki. Fyrr í dag sagðist Kreisky einn vera ábyrgur fyrir úrslitum þjóð- aratkvæðisins þar sem hann hefði fyrir tveimur vikum hótað að segja af sér ef andstæðingar kjarnorkuveranna færu með sigur af hólmi í atkvæðagreiðslunni. Firnberg sagði hins vegar í kvöld að kanslarinn gæti ekki einn tekið á sig ábyrgðina þar sem allar ákvarðanir stjórnarinnar væru háðar samþykki flokksins. Sjá „Persónulegur ósigur" bls. 46. Dar Es Salaam, Nairobí, 6. nóvember. AP. Reuter. MOIIAMED Al-Zawi, mennta- og upplýsingaráðherra Líbýu, sem nú reynir að miðla málum í deilu Tanzaníu og Uganda, sagðist í kvöld vonast til þess að brátt yrði bundinn cndir á deiluna. Al Zawi lét þessi orð falla þegar hann kom til Tanzaníu í dag, en hann hefur að undanförnu rætt við Idi Amin Ugandaforseta í Kampala. Al Zawi neitaði að láta nokkuð uppi um viðræður hans og Amins, en hann mun á morgun eiga viðræður við Julius Nyerere forseta Tanzaníu. Kunnugir telja að lítils árangurs sé að vænta af viðræðum AlZawi og Nyerere, því Nyerere hefur lýst því yfir að deila Uganda og Tanzaniu skuli leidd til lykta með vopnum. Ennfremur sagði málgagn stjórnarinnar í Tanzaníu í dag að það væri ásetningur Tanzaníu- manna að leggja Amin að velli og binda endi á veldi hans í Uganda. Blaðið sagði að innrás Uganda- manna og hernám þeirra í Tanzaníu yrði að verða síðasta „ofstopaverk" Amins. Þúsundir Tanzaníumanna búa 'sig nú undir herþjónustu og er hér svo til eingöngu um að ræða menn sem lokið hafa herskyldu. Verði Arás á fréttastofu Á MILLI 15—20 grímuklæddir menn, vopnaðir bareflum, réðust í kvöld inn í skrifstofu vestur-þýzku fréttastofunnar DPA í Frankfurt og kefluðu fimm starfsmenn. Árásar- mennirnir ætluðu að neyða starfsfólk fréttastofnunnar til að senda út tilkynningu í nafni hryðjuverkamanna sem eru í fangelsi. Skömmu eftir áhlaupið kom lögregla á vett- vang og handtók átta af árásar- mönnunum, en hinir komust undan á flótta. deila Uganda og Tanzaníu lang- vinn verða þeir sendir á vígvöllinn við Kagera ána í norðvesturhéruð- um Tanzaníu þar sem 2—3.000 hermenn Uganda hafa grafið um sig. . Lítið hefur borizt af fréttum af vígvellinum, en daglega skiptast hermenn Uganda og Tanzaníu þó á skotum. Pólitískar heimildir í Nairobí sögðu þó í dag að Tanzan- íumenn væru nú að flytja tvö herfylki á svæðið við Kagera ána og yrðu þeir við svo búið helmingi fleiri en innrásarmenn Uganda, á svæðinu. Hins vegar sagði útvarp- ið í Uganda í dag að staða hersveita Uganda á umdéilda svæðinu væri örugg því Uganda- menn hefðu sprengt í loft upp einu brúna sem var yfir hið straum- harða fljót, Kagera. Utvarpið í Uganda sagði enn- fremur að Amin forseti hefði í dag lagt til að Einingarsamtök Afríku- ríkja (OAU) skipuðu sérstaka nefnd til að miðla málum í deilu Uganda og Tanzaníu. Fjölskylda Agapovs frá Sovét Stokkhólmi, 6. nóvember. AP. HÁTTSETTUR sænskur verka- lýðsleiðtogi sagði í dag, að honum hefði verið tjáð í Sovétríkjunum að fjölskylda sovéska flóttamannsins Valentins Agapovs sem býr í Sviþjóð, fengi að fara frá Sovétríkjunum í lok ársins eða snemma á næsta ári. Verkalýðsleiðtóginn, Stig Malm, sagði að hann hefði átt viðræður við Nikolai Dragunov, forseta félags starfsmanna í bifreiðaverksmiðjum, fyrir skömmu í Moskvu, og þegar gengið hefði verið hart að Dragunov hefði hann gefið fyrrnefndar upplýsingar. Malm sagði að óhætt væri að treysta upplýsingum Dragunovs, því að hann væri fyrrverandi meðlim- ur í miðnefnd kommúnista- flokksins og hefði aldrei farið að gefa slíkar upplýsingar án heimildar stjórnvalda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.