Morgunblaðið - 07.11.1978, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 5
„...og eg er svo-
lítið montinn... ”
— segir Tómas Gíslason sem
varð þriðji í heimsmeistara-
keppni í Master Mind
FYRIR skömmu var haldið heimsmeistaramót í
Master Mind-spili á Stratford upon Avon í
Englandi. íslenzkur þátttakandi, Tómas Gíslason,
stóð sig afburða vel og náði þriðja sæti í keppninni.
Mótið, sem er hið fyrsta sinnar tegundar, stóð í tvo
daga. Þátttakendur voru ellefu frá jafnmörgum
löndum.
Morgunblaðið hafði
samband við Tómas og
spurði hann um þátttöku
hans í mótinu.
— Undankeppni var
haldin í október hér á Hótel
Loftleiðum, sagði Tómas, —
en þar kepptu tuttugu
manns. Mér gekk mjög vel,
en þetta er fyrsta keppnin í
Master Mind, sem haldin er
hér heima. Bretlands-
meistarakeppni hefur verið
haldin nokkrum sinnum, en
keppnin í Englandi er fyrsta
heimsmeistarakeppnin.
— Hvernig gengur Master
Mind-spilið fyrir sig, Tómas?
— I stuttu máli sagt er
það þannig, að tveir
keppendur spila hvor á móti
öðrum. Annar stillir upp
kúlum í fjórum litum eða
færri af sex mögulegum á
bak við hlíf — eða skilur
eftir eyðu, eina eða fleiri.
Hinn getur sér síðan til um
uppstillinguna og fær stig
hjá andstæðingi sínum fyrir
hverja rétta lausn.
— Hvernig var fyrir-
komulagi keppninnar í Eng-
landi háttað?
— Fyrstu þrjár um-
ferðirnar voru hópkeppnir.
Fimm leikir voru í hverri
umferð og stig gefin fyrir
hverja þeirra. Því næst voru
undanúrslitin, en það voru
þrír leikir. Þar féllu sjö
manns út. Hinir fjórir, sem
þá voru eftir, urðu síðan að
keppa innbyrðis til lokaúr-
slita.
Ég átti möguleika á öðru
sætinu í lokaúrslitunum. Þá
kom í ljós, að andstæðingur
minn hafði gefið mér vit-
laust fyrir, svo að hefja varð
spilið að nýju, en þá gekk
mér ekki eins vel. Én þetta
var virkilega gaman og ég er
svolítið montinn af því hvað
mér gekk vel, sagði Tómas
að lokum.
Tómas náði 118 stigum í
keppninni og lenti í þriðja
sæti. Fékk hann gullstyttu
og 100 sterlingspund í verð-
laun.
í fyrsta sæti varð Bretinn
John Serjeant, sem er 16 ára
gamall, með 154 stig. Fékk
hann gullstyttu og 300
sterlingspund. í öðru sæti
varð stúlka frá Kanada,
Cindy Forth, 18 ára gömul
með 123 stig. Hlaut hún í
verðlaun gullstyttu og 150
sterlingspund.
Næst á eftir Tómasi komu
keppendur frá Nýja-Sjálandi
Ítalíu, Póllandi, Noregi og
Ástralíu.
RAMMISLAGUR
eftir Einar Pálsson
kemur út í desember. Rammislagur er mesta rit Einars til þessa, um 500 bls.
aö stærö meö 43 skýringamyndum í vönduöu bandi. í bókinni er glímt viö
sumar torræðustu gátur forníslenzkrar menningar. Er þar rakinn uppruni
helztu goösagna Eddu, fornaldarsagna og þjóösagna. Skýrö eru tengsl tölvísi
fornmanna og frjósemisdýrkunar. Sýnt er fram á hvernig allegóría Njálu var
saman sett. Skýrö eru helztu miöaldafræöi um Höfuöskepnur og heimsmynd
og hliöstæöur í íslenzkum ritum skilgreindar. Grundvöllur goöaveldisins er
rannsakaöur og mörkun Alþingis sýnd. Þá er sagt frá helztu tónsláttum og
fornum dönsum. Niöurstaöa ritsins er sú aö bein samsvörun sé milli allra
meginþátta forníslenzkrar menningar og hugmyndafræði fornra samfélaga
Miöjaröarhafsbotna.
Áskrifendur aö ritsafninu Rætur íslenzkrar menningar eru beönir aö hafa
samband viö skrifstofu Mímis í síma 10004 (kl. 2—6 e.h.) næstu daga.
Mímir,
Brautarholt 4, Reykjavík.
VESTUR-ÞYSKU
LITSJÓNVARPSTÆKIN
Komið og skoðið ITT Schaub-Lorens
litsjónvarpstcekin hjá Gelli, Brceðraborgarstíg 1.
ITT litsjónvarpstcekin sýna raunverulega liti,
hafa fallegt útlit og eru vestur-þýsk
tcekniframleiðsla sem vert er að veita athygli.
Forsenda góðrar þjónustu er tceknikunnátta sem
tceknimenn okkar scekja beint til framleiðanda.
Vestur-þýsku ITT litsjónvarpstcekin eru vönduð
og vegleg eign. Þau eru gerð til að endast lengur
Veljið varanlegt.
Brceðraborgarstíg 1 Sími 20080
(Gengið inn frá Vesturgötu)