Morgunblaðið - 07.11.1978, Síða 11

Morgunblaðið - 07.11.1978, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 11 staðinn ásamt lögmanni sínum. Hins vegar hafði forstjóri Hjelle- gjerde þá hringt og tilkynnt að hann myndi ekki koma á þann fund sem hann hafði sjálfur óskað eftir þar sem Sigmundur Kristj- ánsson hefði ekki tíma til þess að koma þangað og hann kvaðst ekki vilja mæta einn á fundinn. Um ástæður þessara deilna sagði Emil: „Trésmiðjan Meiður (TM húsgögn) er einn af fáum íslenzk- um húsgagnaframleiðendum sem reynt hafa að halda uppi hús- gagnagerð hér á landi síðustu árin. Fyrirtækið er í dag það eina á íslandi sem framleiðir húsgögn til heimila í einhverju úrvali. Flest þau fyrirtæki sem fengist hafa við slíkt eru annaðhvort búin að leggja niður starfsemi sína eða hafa snúið sér að innflutningi og sölu húsgagna. Þeim sem stunda innflutning og sölu erlendra hús- gagna er það að sjálfsögðu áhuga- mál að innlend framleiðsla á þessu sviði hverfi algjörlega sem allra fyrst. Ég vil taka það fram að þessar deilur sem Hjellegjerde stol- fabrikk á í við mitt fyrirtæki eru algjörlega ólíkar þeim kynnum sem ég hef haft af norskum húsgagnaframleiðendum. Þvert á móti hef ég haft mjög ánægjuleg og gagnleg viðskipti við nokkra þeirra og í sumum tilfellum mætt alveg sérstakri vinsemd og ekki síður hjá þeim sem eru í hliðstæðri framleiðslu og Trésmiðjan Meiður,“ sagði Emil að lokum. „Ég tel að um 80% inn- lendrar húsgagnafram- leiðslu séu eftirlíkingar” — segir Sigmundur Kristjánsson umboðsmaður Hjellegjerde stolfabrikk SIGMUNDUR Kristjánsson um- boðsmaður Hjellegjerde á íslandi gætir og hagsmuna verk- smiðjunnar í deilumáli því sem risið er upp á milli hennar og trésmiðjunnar Meiðs í Reykjavík. Sigmundur tjáði Mbl. að þann 20. desember hefði verið skrifað undir samning þar sem Meiður lofaði að hætta framleiðslu og sölu stóla sem voru eftirlíkingar þeirra sem Hjellegjerde framleiðir. Sigmundur sagði að þrátt fyrir loforð þetta hefði Meiður haldið áfram framleiðslu og sölu þessara stóla. Þá krafðist Hjellegjerde þess að lögbann yrði sett á og var það gert í maí. Sigmundur sagði að þá hefði Meiður breytt stólunum örlítið. Sigmundur Kristjánsson. „Við kröfðumst þess þá að nýju að lögbann yrði sett á framleiðslu og sölu þessara nýju stóla og voru matsmenn til kvaddir. Þeir skiluðu það ófullkomnum úrskurði að við báðum um yfirmat og þar standa málin núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur tjáði okkur einnig að fyrir nokkru hefði forstjóri Hjelle- gjerde, Johann Hjellegjerde, verið staddur hér á landi og þá hefði verið búið að boða forstjóra Meiðs ásamt lögmanni hans á fund lögfræðings Hjellegjerde. Lögmaður Meiðs boðaði hins vegar forföll og bað um annan fundar- tíma sem Sigmundur og Johann gátu ekki gengið að vegna brott- farar Johanns af landinu. „Þegar Meiður hafði framleitt eftirlíkingarnar í 3 mánuði óskuðu þeir eftir samningum við Hjelle- gjerde en við sáum okkur ekki unnt að ganga að þeim fyrr en framleiðsluskýrslur hefðu verið lagðar fram. Ég vil að lokum taka það fram að ég á mjög góð samskipti við marga íslenzka húsgagnafram- leiðendur og ef menn óska þess að fyrra bragði er ég fús til að ganga til samninga. Ég tel að um 80% af allri innlendri húsgagnafram- leiðslu séu eftirlíkingar erlendra húsgagna og sumar tegundir eru unnar í samvinnu við erlendu framleiðendurna," sagði Sig- mundur. skyldi Karpov leika hvítu mönnunum. Lúalegar aðgerðir og svindl Sovétmanna En nú ákvað sovéska sveitin að reyna að knýja fram sigur í einvíginu með svindli og aðferð- um af lúalegustu og andstyggi- legustu gerð, að því er ég fæ bezt séð. Sovétmenn mótmæltu til- vist Ananda Marga mannanna, sem þeir nefndu alltaf hryðju- verkamenn, í búðum Korchnois, skömmu áður en mikilvæg skák skyldi tefld. Þessir tvímenning- ar, sem veitt höfðu Korchnoi þá miklu sálrænu aðstoð sem raun ber vitni um, höfðu um vorið verið látnir lausir gegn tryggingu eftir að hljóta langa fangelsisdóma fyrir morð. Þetta var í undirrétti og biðu þeir rannsókn sinna mála og nýrra réttarhalda, Það að þeir voru látnir lausir gegn tryggingu ætti að vera þeim málsbót og benda til sakleysis. Alla vega er það ekkert annað en rag- mennska af hálfu Sovétmanna að krefjast þess að þeim yrði vísað á brott frá Baguio. Og dómnefnd einvígisins ákvað að þeir skyldu á brott frá borginni. Og þó að aðstoðar- menn Korchnois gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að dylja málið áskorandanum, þá var ekki hægt að koma í veg fyrir það að hann gerði sér grein fyrir gangi mála. Korchnoi er enn stórmenni Þar af leiðandi var hann óstyrkur við taflborðið og tafl- mennskan einkenndist af fáti. Karpov færði sér þetta í nyt og lék hentuglega. Vann hann skákina og þar með einvígið, og við svo búið er ég ekki í nokkrum vafa um að það var betri skákmaðurin« sem varð að lúta í lægra haldi í einvíginu. Ef litið er á taflmennsku keppendanna þá kemur eftir- farandi í ljós: Karpov náði að sýna mikla hæfileika í tveimur skákum, áttundu skákinni og 32. skákinni, þ.e. síðustu skák einvígisins. Hann lék einnig mjög góðan varnarleik og nokkrum sinnum komst hann ágætlega frá sjaldgæfum byrjunarafbrigðum. Korchnoi náði oft mjög skemmtilegum og frábærum endatöflum og lék þá heimsmeistarann sundur og saman. En hann gerði einnig fleiri skyssur og afleiki en ég hef orðið áður var við í einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák. Ég vona að eftir að titill Karpovs verður endanlega í höfn nái han á ný að sýna sínar beztu hliðar og sitt fyrra form. Og enn- fremur vona ég að Korchnoi láti tapið ekki hafa of mikil áhrif á sig og haldi áfram. Það er mitt álit að Viktor Korchnoi sé enn stórmenni í skákheiminum og hann á að líkindum eftir að ná á toppinn á ný. Það er staðreynd aö meö hagstæöum innkaupasamningum hefur okkur tekist aö bjóöa hin vönduöu ITT litsjónvarpstæki á ótrúlega lágu verði. Auk þess veitum viö yður hagstæöa greiösluskilmála meö allt ofaní 180.000 kr. útborgun eöa ríflegan staögreiösluafslátt en meö honum er verö á 20 tommu tæki aðeins kr. 450.000 Þús. með fjarstýringu. Viö fullyrðum að betri kaup mun erfitt aö finna. ___myndiójarL_ ESÁSTÞÓRf Suðurlandsbraut 20 Sími 82733 — 82726 Hafnarstræti 17 Sími 22580 ITT Gæói, Þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.