Morgunblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978
Siio rður E. Guðmundsson:
Birgir ísleifur, stjömu-
fansinn og hjólastólafólkið
Hinn (i. október sl. birti Dafí-
blaðið kjallaragrein eftir mig, sem
bar heitið „Dáðir hinna fáu Of?
pynjijur hinna mörfíu". í greininni
er harðlega tcafínrýnd sú stefna,
sem ríkt hefur hér á landi Ofí víðar
í fcerð íþróttamannvirkja. Birgir
ísleifur Gunnarsson, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í borgarstjórn
Reykjavíkur, andmælir þessu við-
horfi mínu í fjrein sinni „Hvað eru
stjörnuíþróttir", sem Morfíunblað-
ið birti hinn 14. október sl. Af því
tilefni eru þessi orð skrifuð.
Stjörnustefnan
í mannvirkja-
gerdinni
Ástæðan fyrir því, að mér
blöskraði of{ skrifaði ofannefnda
kjallaraftrein í Dagblaðið, var sú,
að nokkru fyrr höfðu fjölmiðlar
safít frá því, að nýlokið væri
laf{ninf;u Rubtan-f;erviefnis á
hlaupa- of; atrennubrautum á
nýjiim leikvelli í Lauf;ardal. Fylgdi
það fréttinni, að kostnaður við
kaup á gerviefninu og lagningu
þess hefði numið 58 miilj. króna,
auk þess sem síðar yrði keypt
nákvæm skeiðklukka, sem myndi
kosta 5 millj. króna. Fullkominn
knattspyrnuvöllur er innan
hlaupabrautar þessarar, búið er að
steypa 5 þúsund manna áhorf-
endasvæði við völlinn og jafnframt
hefur verið hafizt handa við að
steypa enn eina áhorfendastúkuna
í Laugardal við völl þennan. Sú á
að rúma 400 manns og kostar
varla minna en 100 millj. króna.
Þær framkvæmdir, sem nú eru að
baki, hafa þegar kostað um 150
millj. króna.
Almenningsíþrótt-
irnar hafa setið
á hakanum
Bygging þessa íþróttavallar við
hliðina á öðrum, sem fullnægjandi
var og er að öllu leyti, er dæmigerð
fyrir þá stjörnuíþróttastefnu, sem
gegnsýrir allt íþróttalíf hérlendis
og víðar — og þann óforsvaranlega
austur á almannafé í ótrúlegustu
uppátæki, sem stjórnmálamenn í
þessu landi hafa lengi leyft sér. I
fáum orðum sagt tniðar hún fyrst
og síðast að því, að stofna til
sífelldra keppnisleikja með ein-
staklingum og keppnisliðum, þar
sem verðlaunin eru frægð og hylli
víðrómuð í fjölmiðlum. Allar
b.vggingar íþróttamannvirkja
miða öðru fremur að þessu mark-
miði, yfirleitt eru þau vettvangur,
þar sem hinir mörgu dá afrek og
dýrka dáðir hinna fáu útvöldu.
Þetta er vitaskuld meginhugsun
þess auðvaldsþjóðfélags, sem við
búum í og á sér víðast hvar stað.
Þetta gerist bæði vegna þess, að
stjórnmálaflokkarnir eru undir-
lagðir af stjörnudýrkunarviðhorf-
um í íþróttamálum og eins vegna
hins, að íþróttaforingjarnir hafa,
sumir hverjir, verið ötulir í
valdabaráttunni og komizt til
mikilla áhrifa í sumum flokkanna.
í því efni hefur þeim einkum orðið
ágengt í Sjálfstæðisflokknum og
með því móti ráðið mestöllu um
stefnumótunina í íþróttamálum
hins opinbera. Afleiðing þess
hefur orðið sú m.a. að stórkostlegu
fjármagni hefur verið veitt um
langt skeið til mannvirkjagerðar
fyrir keppnisíþróttirnar, fyrst og
fremst, en aðstaða fyrir almenn-
ingsíþróttirnar hefur verið látin
sitja á hakanum.
Misskilningur
Sigurðar?
Ofannefnd atriði voru meginefni
greinar minnar í Dagblaðinu og
eru nú ítrekuð hér, fyrst og fremst
vegna þeirra, sem ekki lásu hana.
En þar benti ég einnig á hvernig
hver áratugurinn á fætur öðrum
hefur liðið án þess að komið væri
upp sæmilegu skautasvelli fyrir
almenning í höfuðborginni og énn
er skolplækur í Nautþólsvik látinn
nægja almenningi í stað volgs
sjóbaðstaðar. Þannig má lengi
telja. í Morgunblaðsgrein sinni 14.
október andmælir Birgir Isleifur
framangreindu viðhorfi mínu.
Hann segir „gagnrýni Sigurðar
byggja á þeirri meginforsendu að
unnt sé að gera skýran mun á
almenningsíþróttum annars vegar
og svokölluðum stjörnuíþróttum
afreksmanna hins vegar. Hér er
mikill misskilningur á ferð, því að
reynslan sýnir að þessir tveir
þættir íþróttamála eru svo sam-
tvinnaðir, að þar verður ekki
greint á milli," segir Birgir. Og
enn segir hann:
„Afreksmenn í íþróttum verða
ekki til nema fyrir hendi sé
vakandi áhugi almennings á
íþróttagreininni. Sá áhugi knýr á
bætta og betri aðstöðu til íþrótta-
iðkana í viðkomandi grein. Sú
aðstaða hjálpar til við að skapa
afreksmenn og afrek hinna fáu
verða síðan öðrum hvati til
iðkunar á greininni — hvetur til
fjöldaþátttöku". Nefnir hann síðan
sem dæmi Friðrik Ólafsson, skák-
mann, og frjálsíþróttastjörnurnar
Clausens-bræður, Finnbjörn og
Gunnar Huseby.
Misskilningur
Birgis
Sjónarmið þau, sem Birgir
ísleifur setur fram í ofannefndri
grein sinni og ég hef rakið hér að
nokkru, með hans eigin orðum, líta
vel út við fyrstu sýn og sýnilega
hafa hvorki hann eða aðrir stjórn-
málaforingjar borgarstjórnar-
meirihlutans í Reykjavík á um-
liðnum áratugum notað langan
tíma til að kryfja þau til mergjar.
Aðeins örstutt athugun leiðir þó í
ljós, að samtvinnunar-kenning
hans fær engan veginn staðizt.
Stjörnuíþróttirnar annars vegar
og almenningsíþróttirnar hins
vegar eru ekki samtvinnaðri en
svo, að sú stefna sem sýnilega
hefur verið lögð til grundvallar
íþróttamannvirkjagerðinni í Laug-
ardal, er alfarið í þágu hinnar
fyrrnefndu, „í Laugardal hafa
keppnismannvirkin verið," segir
Birgir, .. þessi stefna hefur verið
látin móta uppbygginguna í
Laugardal..segir hann enn-
fremur. Enda er það sérhverjum
Reykvíkingi ljóst, að öll meirihátt-
ar mannvirki í Laugardal eru
byggð sem vettvangur keppnis-
íþróttanna, þótt almenningi sé að
vísu ekki beinlínis bægt frá notkun
þeirra. 1 reynd er það þó aðeins
sundlaugin sem almenningur telur
sér henta að nota í verulegum
mæli. Þar er þó illa að honum búið
á ýmsan veg, eins og ég rakti í
Dagblaðsgreininni. Varla þarf að
byggja sérstök keppnismamivirki í
Laugardal, svo að maður vitni
aftur í orð Birgis Isleifs, ef
almennings- og stjörnuíþróttirnar
eru jafn samtvinnaðar og hann vill
vera láta. Enda bendir,hann á það
á öðrum stað í grein sinni, að
almenningur eigi aðgang að ann-
arri íþróttaaðstöðu, t.d. í Bláfjöll-
um, sem henti honum betur.
Sannast sagna finnst mér sam-
tvinnunarkenning Birgis bera
óþægilegan keim af öðrum sam-
tvinnunarkenningum Sjálfstæðis-
flokksins þess efnis, að hagsmunir
allra fari alltaf saman. Allar eru
þær blekkingar notaðar til að villa
um fyrir hinum mörgu í þágu
hinna fáu. Á sama hátt hefur
Sjálfstæðisflokkurinn ætíð notað
samtvinnunarkenninguna í
íþróttamálunum til að hygla og
hampa hinum fáu á kostnað hinna
mörgu, þ.e. láta fjöldann koma upp
rándýrum íþróttamannvirkjum í
þágu hinna fáu „hæfu“.
Almenningur
í taumi
afreksmanna?
Athyglisverð er sú skoðun Birgis
í tilvitnaðri grein, að byggja verði
mannvirki fyrir stjörnuíþróttirnar
svo að afreksmenn þeirra geti náð
Sigurður E. Guðmundsson
sér á strik og „afrek hinna fáu
verði síðan öðrum hvati til iðkunar
á greininni — hvetur til fjölda-
þátttöku", eins og hann orðar það.
Máske það sé almenningi mest
hvatning og auðveldust leið til
iðkunar heilsubótaríþrótta að
byggja sem stórfenglegust íþrótta-
mannvirki fyrir afreksmennina
miklu — en fáu?! Ef þessi kenning
Birgis er rétt hlýtur stóraukinn
áhugi almennings á sundiðkun og
skíðamennsku á síðustu árum að
stafa af því, að í þeim íþrótta-
greinum hafi komið fram skærar
stjörnur, sem hrifið hafi fjöldann
með sér. Sízt vil ég gera lítið úr
ágætum árangri sumra iðkenda
þessara ágætu íþróttagreina á
síðustu árum. Samt vil ég stað-
hæfa, að íþróttastjörnur í þessum
greinum eru á engan hátt orsök
þess, að almenningur stundar
þessar íþróttagreinar nú í miklu
stærri stíl en áður. Þar kemur
annað til, einkum sú aðstaða, sem
boðin hefur verið fram í sundlaug-
um borgarinnar og í Bláfjöllum,
mikill áróður og stóraukinn skiln-
ingur almennings á heilsufarslegu
gildi fjöldaíþróttanna o.m.fl. Þar
fyrir utan er ég sammála Birgi um
það, að einstök afrek í hinum ýmsu
íþróttagreinum geta að sjálfsögðu
örvað áhuga margra til iðkunar
þeirra. En úrslitaáhrif hafa þau
yfirleitt ekki og eru engan veginn
naúðsynleg forsenda fyrir því, að
almenningur taki að leggja stund
á ákveðnar íþróttagreinar, eins og
dæmin um sundið og skíða-
mennskuna sýna bezt.
Stjörnudýrkun
á öllum sviðum
Hitt er annað mál, að framan-
greind afreksmanna-kenning Birg-
is er í fullu samræmi við stjörnu-
dýrkun sjálfstæðismanna á öllum
sviðum; í íþróttum sitji almenn-
ingur með hendur í skauti nema
fram á sjónarsviðið komi skærar
stjörnur, sem með afrekum sínum
hristi af honum slenið og rífi hann
upp úr doðanum, svo að hann taki
að leggja stund á íþróttir þeirra.
Ekki ber þetta viðhorf vitni um
mikið álit á almenningi, enda ekki
í neinu samræmi við reynsluna.
Báðir vitum við Birgir, að margs
konar viðhorf fæðast meðal al-
mennings og verða oftsinnis að
hreyfingum, sem stefna gjarnan
með miklum þunga að ákveðnu
marki. I slíku umróti verða oft til
miklir leiðtogar, sem mikil áhrif
hafa, en það er engan veginn svo,
að þeir séu ætíð upphafsmennirn-
ir.
Hlaupastjörnurnar
og hjólastólafólkið
Eins og áður sagði varð það
tilefni greinarskrifa minna er
fjölmiðlar sögðu frá því sigri
hrósandi, að. furrverandi borgar-
stjórnarmeirihluti Sjálfstæðis-
flokksins hefði sóað 58 milljónum
króna í Rubtan-gerviefni á hlaupa-
braut á 150 milljón króna íþrótta-
velli í Laugardal. Á sama tima
hefur öll aðstaða fyrir almenriing
til íþróttaiðkana verið látin mæta
afgángi. Örlögin eiga það til að
vera kaldhæðin. Það bar uppá
sömu dagana að stjörnuhlaup-
ararnir fáu fengu 58 milljón króna
gerviefni til að tipla á og fram fór í
borginni hópganga nokkur hundr-
uð manna, sem báðu auðmjúkleg-
ast um að þeim yrði gert kleift að
komast um borgina sína. Þar voru
á ferð fatlaðir lamaðir, og margir
hverjir í hjólastólum, velunnarar
þeirra, Á sama tíma og örfáum
íþróttastjörnum var afhentur
'keppnisvöllur, sem þegar hefur
kostað 150 milljónir króna, urðu
þúsundir manna, sem ekki komast,
vegna fötlunar og annarrar hreyfi-
hömlunar, um borgina sína, að
fara bónarveg að borgaryfirvöld-
um. Fróðlegt væri að vita hvar
borgarstjórnarmeirihluti Sjálf-
stæðisflokksins varði mörgum
milljónatugum króna á síðasta
kjörtímabili til að gera hjólastóla-
fólkinu auðveldara um vik að
komast um gangbrautir milli
gangstétta, um tröppur, í söfn og
samkomuhús, o.s.frv. Er hugsan-
legt að hjólastólafólkið hafi
gleymzt þegar milljónatugamokst-
urinn í stjörnumannvirki hinna
fáu fótfráu stóð yfir?
Slysadeildin var
líka látin bíða
Auðvitað er ljóst, að hjólastóla-
fólkið í þessari borg gleymdist með
öllu þegar borgarstjórnin var á
síðasta kjörtímabili að moka 150
milljónum króna í stjörnurnar
fáu. En mörg önnur mikilþvæg
verkefni biðu þá og bíða enn
úrlausnar, sem komizt hefðu í
heila höfn ef þau hefðu notið hins
mikla örlætis. Þjónustuálmu Borg-
arspítalans, sem hýsir m.a. Slysa-
deild hans, hefur enn ekki verið
unnt að taka í notkun sakir
fjárskorts. Hefðu hinir fáu fótfráu
ekki verið teknir framyfir gæti
stærsta og mikilvægasta slysa-
deild landsins verið komin í
viðunandi húsnæði. Með þessum
orðum er ég þó ekki að draga í efa,
að Birgir hafi sem borgarstjóri
haft eindreginn og einlægan áhuga
fyrir því að þoka málefnum
hennar fram eins og frekast var
unnt. Og sá áhugi er örugglega enn
fyrir hendi. En eft til vill hefur
vinstri höndin ekki vitað hvað sú
hægri gerði. Þá ályktun má m.a.
draga af því, að t.d. hjólastólafólk-
ið, slysadeildin og íþróttaaðstaða
fyrir almenning skuli látin bíða og
sitja á hakanum árum, ef ekki
áratugum saman, meðan hálfu
öðru milljónahundraði króna er
mokað í stjörnuvöll handa örfáum
hlaupurum.
Stjörnuípróttir
eða heilsu-
bótaípróttir
Einn æðsti embættismaður
borgarinnar á að hafa látið þau
orð falla, máske í spaugi, að
vitlausustu samþykktir, sem borg-
arstjórnin geri, semþykki hún í
einu hljóði. Vafalaust á þessi
hæðna athugasemd við um þá
stefnumörkun borgarstjórnarinn-
ar á sínum tíma, að eyða milljörð-
um króna úr sjóðum okkar Reyk-
avíkinga til að byggja rándýr
stjörnumannvirki í Laugardal
handa hinum fáu útvöldu. Núver-
andi borgarstjórn ætti að taka
þessu fráleitu stefnu til endur-
skoðunar og móta nýja, sem hefði
það að markmiði, að iþróttamann-
virki og íþróttaaðstaða verði hér
eftir miðuð við það, umfram allt,
að þau verði grundvöllur fyrir
heilsubótaíþróttir almennings.
Það kæmi flestum Reykvíkingum
að meiri notum á allan hátt heldur
en þótt örfáum íþróttastjörnum
takist að bæta met sín um
sekúndubrot eða millimetra á
næstu árum og áratugum, auk
þess sem íþróttamannvirki fyrir
almenning yrðu miklum mun
ódýrari í framkvæmd.
Birgir tsl.
Gunnarsson
í síðustu viku birtist i
Daiíblaðinu grein eftir Sig-
urð E. Guðmundsson, vara-
borgarfulltrúa Alþýðu-
, flokksins, þar sem gagn-
f rýnl er það sem hann
i kallar stjörnudýrkun vlð
gerð íþróttamannvírkja i
Reykjavík. Öll áherzla hafi
verið lögö á íþróttamann-
! virki fyrir fáa útvalda
í afreksmenn, en aðstöðu til
almenningsíþrótta ntið
verið sinnt. Undir þessa
Kagnrýni var tekið í Tíman-
um, en niðurstaða hennar
ar sú, að stefnubreytinKar
æri þörf og hverfa ætti frá
stjörnuíþróttastefnunm
»ar sem skrif þessi «ætu
•nt til þess, að hér sé um
æða bergmál frá Fram-
-mönnum ok Alþýðu-
önnum í borgar-
• - óg að gera þau
'ni hér.
mannvirkin hafa orðið dýr-
ari fyrir bragðið, en hugsiö
ykkur hvaða stöðu við
værum í nú í dag, ef
Reykjavíkurborg heföi ekki
haft frumkvæði í því að
byggja upp slík mannvirki 1
Laugardalnum.
Hvað eru
í bylgjum eftir því, hvernig
f—Wamönnum gengur, en
Síðasta framkvæmdin
þar var gerð fullkomins
frjálsíþróttavallar. Okkar j
- (..„menn i þeirn grein