Morgunblaðið - 07.11.1978, Side 17

Morgunblaðið - 07.11.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 17 Frá umræðum á flokks- og formannaráðstefnunni um helgina. Jónas H. Haralz í ræðustól, Eyjólfur Guðmundsson, Vogum, fundarritari til vinstri. þá Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Geir Hallgrímsson, formaður. markmið hans í hinum ýmsu mála- flokkum. Af framangreindum ástæð- um skorti flokksmenn nægilegan baráttuvilja og fórnarlund þegar til kosninga var gengið. Við þessar aðstæður sáu ýmsir hagsmunahópar sér leik á borði og gagnrýndu flokkinn í tíma og ótíma. Hópar, sem jafnan hafa að lokum staðið með flokknum, en hafa með nöldri gert honum meira ógagn en það gagn sem hinn endanlegi stuðningur þeirra hefur verið flokknum. Því verður ekki of lítið úr því gert, hversu hættulegt það er opnum frjáls- hyggjuflokki sem Sjálfstæðisflokkn- um, þegar yfirlýstir fylgismenn hans telja sér hag í að snúast gegn honum vegna smámála en virðast í engu láta sig skipta þau mikilsverðustu mál, er varða grundvallaruppbygg- ingu og framtíðarþróun hins ís- lenzka þjóðfélags. III. Tillögur 1. Málefnaleg stefnumótun. 1.1. Á næsta landsfundi verði heildarstefna flokksins mótuð og gerð markviss í þeim málaflokkum, sem helzt krefjast úrlausnar í þjóðfélaginu. Jafnframt verði grundvallarstefna flokksins færð í letur að nýju á landsfundi og gefin út. Málefnanefndir vinni að undir- búningi stefnumótunar á ábyrgð miðstjórnar. Málefnanefndir starfi síðan áfram eftir landsfund, þannig að stefna flokksins fyrir næstu kosningar og reyndar allt stjórnarandstöðutímabilið sé glögg og ákveðin. 1.2. Skipulag og starf málefna- nefnda verði i stórum dráttum sem hér segir: Málefnanefndir skulu að jafnaði skipaðar sjö mönnum. Jafnframt skulu málefnanefndirn- ar koma á fót óformlegum sam- starfshópum um þá málaflokka, sem þær fjalla um. Auglýst sé eftir þátttöku í slíkum samstarfshópum meðal flokksmanna og skal tíðni funda með þeim fara eftir atvikum. Jafnframt skulu málefnanefndir leita eftir sjónarmiðum sem víðast að m.a. með fundarhöldum úti um land með áhugamönnum í viðkomandi málaflokki. Hver mál- efnanefnd undirbúi a.m.k. eina almenna ráðstefnu á ári um eitthvert mál, sem tilheyrir starfs- sviði hennar. Slik ráðstefna gæti verið haldin í samvinnu við einstök flokkssamtök. 1.3. Málefnanefndum séu send þing- mál, sem þingmenn flokksins eða ráðherrar flytja. Málefnanefndirn- ar skulu að jafnaði leitast við að gefa umsögn um málin áður en þau eru afgreidd frá Alþingi. 2. Skipulagsleg upphygging. 2.1. Forystusveit flokksins. 2.1.1. Stofnað verði embætti ritara, sem kosinn verði sérstaklega á landsfundi. Verkefni hans verði fyrst og fremst að starfa að innri málefnum flokksins. Hann sé jafnframt formaður 5 manna framkvæmdastjórnar. Ef ritari flokksins tekur ráðherrasæti skal hann hætta störfum sem ritari og miðstjórn þá tilnefna mann í hans stað til næsta landsfundar. 2.2 Framvkæmdastjórn 2.2.1. Miðstjórn kjósi eftir hvern landsfund 4 menn í framkvæmda- stjórn flokksins. Fimmti maður, sem jafnframt sé formaður nefndarinnar, er ritari flokksins sem kosinn er á landsfundi. 2.2.2. Verkefni framkvæmdastjórn- ar verði í meginatriðum sem hér segir: a. Vinna almennt að eflingu flokksstarfsins í einstökum kjör- dæmum og byggðalögum í sam- vinnu við viðkomandi flokksstofn- anir og samtök. b. Hafa á hendi umsjón með útbreiðslu og áróðursmálum flokksins í samvinnu við út- breiðslunefnd. (sjá síðar). c. Fylgjast með störfum málefnp- nefnda, samræma störf þeirra og koma á framfæri tillögum og hugmyndum nefndanna. d. Fylgjast með störfum fjármála- ráðs og annarra þeirra nefnda, sem kosnar eru á vegum miðstjórnar. e: Fylgjast með starfsmannahaldi flokksins og skrifstofuhaldi. 2.2.3. Framkvæmdastjóri flokksins er jafnframt framkvæmdastjóri stjórnarinnar og situr alla fundi hennar. 2.2.4. Framkvæmdastjórn starfar í umboði miðstjórnar, sem leggur meginlínur um flokksstarfið. Fundargerðir framkvæmda- stjórnar skulu lagðar fram á fundum miðstjórnar. 2.2.5. Ákvæði til bráðabirgða. Fram að næsta landsfundi skal miðstjórn skipa sérstaka framkvæmdastjórn og jafnframt ákveða formann hennar. 2.3 Aðrar nefndir. 2.3.1. Skipulagsnefnd verði Iögð niður, en skipaðar verði tvær fimm manna nefndir. Skal önnur fjalla um áróðurs- og útbreiðslumál, en hin um fræðslumál flokksins. Miðstjórn skipi báðar þessar nefndir og tilnefni formann þeirra sérstaklega. 2.3.2. Verkefni áróðursnefndar séu sem hér segir: a. Skipuleggja upplýsingastarf flokksins frá degi til dags og vera vel á verði um allt það, sem koma þarf á framfæri í fjölmiðlum á vegum flokksins. b. Skipuleggja skrif flokksmanna í dagblöðum og gæta þess m.a. að ávallt séu birtar greinar eftir flokksmenn um stjórnmál í þeim dagblöðum, sem flokkurinn hefur aðgang að. c. Skipuleggja blaðamannafundi fyrir forystumenn flokksins, en slíkum fundum þarf að fjölga frá því, sem nú er. 2.3.3. Verkefni fræðslunefndar verði sem hér segir: a. Hafa yfirumsjón með allri fræðslustarfsemi á vegum flokks- ins. b. Vinna að aukningu útgáfustarf- semi á vegum flokksins, bæði með útgáfu grundvallarrita um stjórn- mál svo og bæklinga og dreifirita um dægurmál. c. Skipuleggja stjórnmálanám- skeið á vegum flokksins. d. Skipuleggja fundarhöld og aðr- ar samkomur flokksins í samráði við einstök flokkssamtök. e. Nú þegar verði skipulögð stutt stjórnmála- og félagsnámskeið í öllum kjördæmum landsins. 2.4 Flokkssamtök 2.4.1. Slaka ber á skilyrðum þess að félög njóti fullra flokksréttinda, sbr. félagsgjöld félagsmanna. 2.4.2. Öll samtök flokksins verði heimsótt á næsta hálfa ári, þar sem kannað verði ástand þeirra, reynt að blása lífi í einstök féíög eða sameina eftir atvikum. Miðstjórnarskrifstofa skipuleggi slíkar heimsóknir í samráði við þingmenn. 2.4.3. Á þessu hausti og í vetur verði skipulögð í samvinnu við S.U.S., Landssamband Sjálfstæðiskvenna og Verkalýðsráð stutt stjórnmála- og félagsmálanámskeið í öllum kjördæmum landsins. 2.4.4. Stefnt verði að því að koma upp skrifstofu í hverju kjördæmi, er verði kostuð af viðkomandi kjördæmi. 2.4.5. Til að treysta stöðu flokksins innan launþegasamtakanna er nauðsynlegt að efla starfsemi verkalýðsráðs og auka áhrif þess innan flokksins. I því sambandi er bent á eftirfarandi: a. Uppbygging verkalýðsráðs verði tekin til endurskoðunar og það kannað, hvort ekki sé rétt að gera samtökin formlegri, þ.e. með skráðri félagatölu og opna þau þannig frekar fyrir áhugamönnum um málefni launþega. b. Tveimur fulltrúum verkalýðs- ráðs verði heimiluð seta á þing- flokksfundum skv. nánari til- nefningu ráðsins. c. Skipulagsreglum flokksins verði breytt á þann veg, að verkalýðsráð tilnefni 10—11 fulltrúa í flokksráð. d. I nokkrum kjördæmum hafa verið stofnuð launþegaráð og þarf að breyta skipulagsreglum flokksins á þann veg, að þau fái stöðu flokkssamtaka og það með aðild að kjördæmisráðum og for- mannafundum flokksins. e. Sérstaklega verði kannað, hvort rétt sé að verkalýðsráð fái aukinn tilnefningarétt í miðstjórn og þarf að kanna það í samhengi við tilnefningarétt annarra landssam- taka og heildarfjölda miðstjórnar- manna. einstakir þingmenn flytja. Mál- efnanefndir skulu að jafnaði leitast við að gefa umsögn um málin, áður en þau fá endanlega afgreiðslu á Alþingi. 2.5.3. Starfsmaður þingflokksins tengist meir miðstjórnarskrifstofu og gegni þvi sem fullu starfi og sé ekki þingmaður. Sjá nánar um verkefni i greinargerð. 2.6. Prófkjör 2.6.1. Sjálfstæðisflokkurinn beiti sér fyrir því, að kosningalög verði endurskoðuð á þá leið, að í almennum sveitastjórnar- og þing- kosningum verði sameinaðar flokkslistakosningar og persónu- bundnar kosningar. Ef kjósendum gefst færi á að kjósa persónubund- ið í nokkuð ríkum mæli í almenn- um kosningum er eðlilegt að þrengja 'prófkjör þannig, að þátt- taka takmarkist við skráða flokks- félaga. 2.6.2. Þar til slík breyting nær fram að ganga á kosningalögum er bent á eftirfarandi breytingu við fram- kvæmd prófkjörs: a. Flokkurinn beiti sér fyrir því, að sett verði lög um prófkjör stjórn- málaflokka, þar sem kveðið sé á um, að flokkarnir hafi prófkjör sín á sama degi og að sameiginlegur kjörseðill sé afhentur kjósanda og megi hann aðeins merkja við á prófkjörslista eins flokks. b. Settar verði ákveðnari reglur um prófkjör í skipulagsreglur flokksins, þar sem kveðið sé á um, að skylt sé að hafa prófkjör í öllum kjördæmum og prófkjörsreglur festar niður í skipulagsreglum. Þar verði m.a. ákveðið, að kosið skuli í ákveðin sæti. I Reykjavík verði stefnt að því að fækka fram- bjóðendum í prófkjörum, en jafn- framt verði meira svigrúm til röðunar á lista, þegar úrslit um einstaka frambjóðendur eru ekki bindandi. 3. Útbreiðslustarf Nefndin leggur til að stofnuð verði sérstök úrbreiðslu- og áróðursnefnd, en verkefni hennar eru nánar skilgreind í kaflanum um skipulags- lega uppbyggingu. Niðurstöður nefndarinnar um prentstofu, sem gæti offsetprentað fyrir flokkinn og auk þess gætu ýmsir aðilar, sem vilja halda uppi sjálfstæðri útgáfustarfsemi í þágu flokksins, átt aðgang að þeirri prentstofu. 3.2.3. Haldin verði námskeið til að þjálfa fólk í blaðaútgáfu. 3.3. Önnur útbreiðslustarfsemi 3.3.1. Haldið verði áfram samkomu- haldi í stað héraðsmóta. 3.3.2. Skipulegri starfsemi verði haldið uppi til þess að komast í samband við einstaka hópa i þjóðfélaginu. 3.3.3. Haldið verði uppi skipulegri útbreiðslustarfsemi á vinnustöð- um. 3.3.4. Fulltrúaráðin í Reykjavík og úti um land verði endurskipulögð, þannig að hver fulltrúaráðsmaður sé ekki aðeins fulltrúi í sínu umdæmi, heldur einnig á sínum vinnustað, í sínum skóla og á öðrum vettvangi, þar sem hann getur haft áhrif. 4. Fjármál flokksins 4.1.1. Nefndin telur nauðsynlegt að breikka grundvöll styrktarmanna- kerfis flokksins og stefnt verði að því, að með framlögum til flokksins verði unnt að fá það fjármagn, sem þarf til venjulegs reksturs. 4.1.2. Reynt verði í auknum mæli að safna fjármagni til ákveðinna verkefna, t.d. rannsóknarverkefna eða útgáfustarfsemi. Gerð verði kostnaðaráætlun um hvert slíkt verkefni og leitað til aðila, sem tengjast verkefninu á einhvern hátt og ættu að hafa áhuga á framgangi þess. Þannig mætti hugsanlega ná til nýrra aðila. 4.1.3. Reynt verði til þrautar að auka sjálfboðaliðastarf. 5. Starfsmannahald og rekstur Sjálfstæðisflokksins 5.1.1. Allt starfslið Sjálfstæðis- flokksins verði undir einni stjórn, þ.e. framkvæmdastjóra flokksins, sem samhæfi og skipuleggi starfið í heild í samvinnu við viðkomandi flokkssamtök. 5.1.2. Miðstjórnarskrifstofu verði skipt í tvær aðaldeildir: a. Rekstrar- og skipulagsdeild. Ljósm. Emilía. Fulltrúar á flokksráðs- og formannaráðstefnu Sjáifstæðisflokksins hlýða á umræöur. 2.4.6. Kjördæmasamtök ungra Sjálf- stæðismanna fái viðurkenningu innan flokkskerfisins á þann hátt, að formaður þeirra eigi sæti í kjördæmisráði og á formannaráð- stefnum. 2.4.7. Kjördæmasamtök Sjálfstæðis- kvenna, sem líunna að verða stofnuð, fái viðurkenningu á þann hátt, að formaður þeirra fái sæti í kjördæmisráði og á formannaráð- stefnum. 2.5. Þingflokkurinn 2.5.1. Sett verði í skipulagsreglur ákvæði um, að a.m.k. einu sinni á~. ári fari fram innan þingflokksins stefnumótandi umræður, t.d. í formi helgarráðstefnu með for- mönnum málefnanefnda, þar sem rætt sé almennt um stefnuna í einstökum málaflokkum, m.a. með hliðsjón af síðustu landsfundar- samþykktum flokksins. 2.5.2. Sett verði í reglur miðstjórnar um málefnanefndir og starfsreglur þingflokks ákvæði þess efnis, að málefnanefndum séu send þing- mál, sem ráðherrar flokksins eða annað útbreiðslustarf eru sem hér segir: 3.1. Fjölmiðlar 3.1.1. Nefndin telur ekki rétt að flokkurinn komi sér upp málgagni í formi dagblaðs. 3.1.2. Nefndin telur rétt að kannað verði, hvort efni sé til að flokkur- inn komi sér upp málgagni fyrir flokksmenn og stuðningsmenn. Sérstök athugun fari fram á kostnaði, dreifingarmöguleikum o.fl. 3.1.3. Nefndin telur nauðsynlegt að flokkurinn bregðist við hinum nýju viðhorfum í blaðaútgáfu á réttan hátt, m.a. með því að móta sjálfur í ríkari mæli upplýsingamiðlun sína og skipuleggja skrif flokksmanna. 3.2. Útgáfustarfsemi 3.2.1. Útgáfustarfsemi á vegum flokksins verði aukin og efld, bæði með útgáfu grundvallarrita um stjórnmál svo og bæklinga og dreifirita um dægurmál. Gefið verði út rit sem skýri grundvallar- stefnu flokksins. 3.2.2. Flokkurinn komi sér upp lítilli Verkefni þeirrar deildar verði stjórnun skrifstofu, fjármál, tengsl við aðra landshluta og skipulags- mál flokksins. b. Fræðslu- og útbreiðsludeild. Sú deild annist fjölmiðlun og áróður, upplýsingaöflun, bókasafn, undir- búning funda og ráðstefna, frágang þess sem gefið er út á vegum flokksins, pólitískt fræðslustarf o.s.frv. Æskilegt er að sinn hvor starfs- maður beri ábýrgð á hvorri deild. 5.1.3. Stefnt verði að því að flokkur- inn geti haft opna skrifstofu í öllum kjördæmum. Skrifstofur þær verði fjármagnaðar af kjördæmis- ráðum. 5.1.4. Sjálfstæðishúsið verði nýtt betur í þágu flokksins. Komið verði fyrir veitingaaðstöðu í öðrum salnum á 1. hæð, þannig að þar geti orðið lifandi vettvangur Sjálf- stæðisfólks, sem vill hittast og blanda geði hvort við annað. Veitingasalan vérði í höndum aðila, sem ræki hana fyrir eigin reikning. Kjallarinn verði sérstak- lega innréttaður sem aðsetur fyrir ungt fólk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.