Morgunblaðið - 07.11.1978, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ; ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978
Olympíuskákmótið
Korchnoi kœrir
Karpov og FIDE
Oiten. Sviss. 4. nóv; — AP
SVISSNESKA skáksambandið
tilkynnti í datf að löfffræðinKar
Viktors Korchnoi hcfðu sent
dómstól í Amsterdam kæru, þess
efnis að heimsmeistarinn í skák
Anatoly Karpov og Alþjóðaskák-
samhandið, sem hefur höfuð-
stöðvar í Amsterdam. hefðu
brotið reglur varðandi heims-
meistaraeinvígið á Filipseyjum. í
kærunni eru gerðar þær kröfur
að 32. ok síðasta skák einvigisins
verði felld úr (fildi og að einvíg-
inu vcrði haldið áfram, þannig að
áskorandinn ok heimsmeistarinn
séu jafnir að vinningum eins og
var fyrir 32. skákina. Svissneska
skáksambandið mun halda uppi
sömu kröfum á Fide-þinginu í
Buenos Aires.
I ákaerunni er sagt, að sovézka
skáknefndin á Filippseyjum hafi
brotið samning með því að stilla
sálfræðingnum Vladimir Zoukhar
Sigur hjá
báðum sveitum
Buenos Aires, 6. nóvember.
I níundu umferð sem tefld var á
laugardaginn tefldi íslenzka
karlasveitin við Kólumbíu og lauk
viðureigninni með jafntefli 2:2.
Konurnar tefldu við Nýja-Sjáland
og unnu 2'k\ 'k. Eftir níu umferðir
hafa Islendingar 21 vinning og eru
í 11.—16. sæti og kvennasveitin er
í 2.-6. sæti í D-riðlinum með 3'/2
vinning.
Á fyrsta borði tapaði Guðmund-
ur Sigurjónsson fyrir Gutierrez,
Helgi Ólafsson vann Roderiques,
Jón L. Árnason og Zapata gerðu
jafntefli og Ingvar og Agudelo
sömuleiðis. Guðlaug Þorsteins-
dóttir og Svana Samúelsdóttir
unnu sínar skákir og Ólöf Þráins-
dóttir gerði jafntefli.
I áttundu umferðinni vann
íslenzka karlasveitin þá frönsku
2'á:1 'k, en kvennasveitin tapaði
fyrir Wales 1:2.
Hér fer á eftir skák Jóns L.
Árnasonar við Sellos, en þeir
tefldu á þriðja borði í viðureign
íslendinga og Frakka.
Hvítt: Jón L. Árnason.
Svart: Sellos
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4 -
cxd4. 4. Rxd4 — Rc6, 5. Rc3 —
Dc7, 6. Be2 - a6, 7. (H) - Rf6, 8.
Khl - Be7, 9. Be3 - (H), 10. f4
- d6. 11. Del - Bd7, 12. Dg3 -
Rxd4, 13. Bxd4 — Bc6, 14. Ilael
- b5. 15. a3 - Db7, 16. Bd3 -
Had8. 17. Dh3 - Rd7, 18. e5 -
g6, 19. exd6 — Bxd6, 20. He3 —
e5, 21. fxe5 — Bc5, 22. Bxc5 —
Rxc5, 23. b4 - Rxd3, 24. cxd3 -
IIfe8. 25. Hfel - He6, 26. Re2 -
IIe7, 27. Rf4 - Hd4, 28. Dg3 -
Dc8, 29. Dg5 - Db7. 30. Hg3 -
Hxf l. 31. DxM - I)d7, 32. h4 -
h5. 33. IIle3 - Kh7. 34. Hg5 -
Bd5. 35. e6 - Bxe6, 36. De4 -
Kg8. 37. dl - Kf8, 38. Dc5 -
Hc8, 39. d5 — gefið.
ht.
Zanlungo
kominn
Buenos Aires, 5. nóv. Reuter.
RODOLFO Zanlungo formaður
framkvæmdanefndar Olympíu-
skákmótsins í Buenos Aires, sem
rænt var fyrir skákmótið, slapp
frá ræningjunum og er nú kominn
heim heill á húfi. Ræningjar
Zanlungos voru stöðugt með hann
á ferðinni til að forðast lögregluna
og tókst honum að komast út úr
bílnum á laugardag og stinga
ræningjana af.
Zanlungo höfðu borizt hótanir
þess efnis að ef ekki yrði hætt við
Olympíuskákmótið, þá mætti
hann búast við hinu versta.
í fremstu sætaröð, en eftir að
Korchnoi hafði ítrekað mótmælt
veru hans þar fyrr í einvíginu
hafði náðst samkomulag um að
hann sæti aftast í salnum hjá
hinum Sovétmönnunum. Það var
eftir aö Zoukhar hvarf úr fremstu
röðinni að Korchnoi tókst að snúa
stöðunni úr 2:4 í 5:5. Fulltrúar
FIDE í Baguio City eru ásakaðir
fyrir að hafa ekki komið í veg
fyrir að sálfræðingurinn settist í
fremstu röð, þegar 32. skákin var
tefld.
Talsmaður svissneska skáksam-
bandsins sagði að búizt væri við
því að lögfræðingar Karpovs eða
sovézka skáksambandið brygðust
fljótt við þessari ákæru.
V-Þjóðverjar
unnu Rússa
í ÁTTUNDU umferð unnu Sovét-
menn Bandarikjamenn 3il, Ung-
vcrjar unnu Englendinga 3il,
Kúha og Danmörk skildu jöfn
2i2, Júgóslavar unnu Pólverja
2,5il,5, Vestur-Þjóðverjar unnu
Argentínu 3il, úrslit íengust
ekki í viðureign Rúmena og
Búlgara. þar sem ein skákin fór
aftur í bið, en vinningar að öðru
leyti stóðu l,5il,5.
í níundu umferðinni vakti sigur
V.-Þjóðverja yfir Sovétmönnum
mesta athygli, en þeir unnu 2,5:1,5,
Bandaríkjamenn unnu Dani 3:1,
Englendingar unnu Kanadamenn
3:1, Kúba vann Júgóslavíu 2,5:1,5
og Ungverjar unnu Búlgara
2,5:1,5.
Eftir níu umferðir voru Sovét-
menn í fyrsta sæti með 24
vinninga, V-Þjóðverjar höfðu 23 'k
vinning, Ungverjar 23, Banda-
ríkjamenn 22!á, Kúbumenn 22 og
Englendingar 21 'k.
Spassky:
Einsogsmá-
seiði á milli
tœggjahuala
Buenos Aires, 6. nóv.
Frá Höffna Torfasyni fréttaritara Mbl.
„NÚ þegar bæði Karpov og
Korchnoi eru komnir hingað
beinist sviðsljósið að þeim og ég
verð bara eins og smáseiði á milli
tveggja hvala,“ sagði Boris
Spassky í samtali við Mbl. er
hann skýrði frá því að hann væri
hættur við að leggja erindi sitt
fyrir Fide-þingið.
Spassky hafði óskað eftir því að
fá að taka til máls á þinginu og þá
sérstaklega reynslu sína í einvígi
hans og Korchnois í Belgrad, sem
Spassky telur að sýni glöggt
nauðsyn þess að settar verði nýjar
og gleggeri reglur um einvígishald
og rétt og framkomu keppenda.
Spassky sagðist ætla að skrifa
bók um einvígið í Belgrad og gera
þannig grein fyrir skoðunum
sínum og sagði að væntanlega
myndi bókin koma út næsta vor.
Karpov mœtir
í Argentínu
Buenos Aires, 5. nóvember. AP.
Anatoly Karpov, heimsmeistari
í skák, kom hingað í dag til að
sitja Fide-þingið. Með Karpov
kom forseti sovézka skáksam-
bandsins, Vitaly Sebastianov.
Heimsmeistarinn mun ekki
tefla í sovézku skáksveitinni á
Olympíuskákmótinu, en áskorandi
hans, Viktor Korchnoi, teflir nú á
fyrsta borði svissnesku sveitar-
innar.
_ r
Bandalag ísl. listamanna styður aðgerðir FIM:
Allsherjar listbann
allra aðildarfélaga?
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi tilkynning frá
Bandalagi íslenzkra listamannai
„Á sameiginlegum fundi stjórn-
ar Bandalags íslenzkra Íista-
manna og formanna aðildarfélag-
anna 4. nóvembcr var eftirfar-
andi ályktun samþykkt einróma.
Bandalag íslenzkra listamanna
harmar, að í annað sinn á
skömmum tíma skuli rísa ágrein-
ingur um stjórnskipan myndlist-
arhúss Reykvíkinga að Kjarvals-
stöðum.
Það er skoðun Bandalagsins, að
ekkf sé unnt að reka menningar-
stofnun á við Kjarvalsstaði svo vel
sé án virkrar og ábyrgrar stjórn-
arþátttöku listamanna. Þessi sjón-
armið voru viðurkennd í samningi
um Kjarvalsstaði, sem ráðamenn
Reykjavíkurborgar gerðu við sam-
tök listamanna í desember 1975, en
þar var kveðið á um, að listráð,
skipað 3 pólitískum fulltrúum og 4
fulltrúum listamanna, skyldi fara
með þau mál, er snertu listræna
starfsemi hússins. Meirihluti nú-
verandi hússtjórnar Kjarvalsstaða
hefur hins vegar gert það að
tillögu sinni, að stjórnunaraðild
listamanna skuli framvegis ein-
skorða við málfrelsi og tillögurétt
tveggja fulltrúa á stjórnarfundum,
og rökstyðja tillöguna með því, að
myndlistarmönnum hafi verið
greidd út hlutdeild þeirra í bygg-
ingu Kjarvalsstaða. Þessum rök-
stuðningi mótmælir Bandalagið
eindregið og bendir í því sambandi
á, að gerólík lögmál hljóta að gilda
um stjórnun menningarmála ann-
ars vegar og hlutafé og eignarétt
hins vegar. Það skal tekið fram, að
verði tillaga meirihluta hússtjórn-
ar Kjarvalsstaða samþykkt í
borgarstjórn, verður enginn lista-
maður í samtökum listamanna
tilnefndur til ‘ ráðuneytis hús-
stjórnarinni.
Að gefnu tilefni vill Bandalagið
þakka þeim ráðamönnum Reykja-
víkurborgar, sem stuðluðu að
lausn deilumála í desember 1975,
svo og þeim, sem hafa lýst sig fúsa
til þess sama nú. Bandalagið
skorar á þessa sömu aðila að beita
sér fyrir því, að samningar náist
sem fyrst við samtök listamanna
um stjórn Kjarvalsstaða.
Bandalag íslenzkra listamanna
lýsir yfir eindregnum stuðningi
við aðgerðir F.I.M. og mun beita
sér fyrir allsherjar listbanni allra
aðildarfélaga sinna á Kjarvals-
staði, ef samkomulag næst ekki
innan skamms tíma.“
Þeir ílugu vélinni í fyrstu fcrðinni til Baltimorei Frá
ha“grii Magnús Guðmundsson flugstjóri. Ásgeir Péturs-
son yfirflugstjóri. Ólafur Agnar Jónasson flugvélstjóri og
Magnús Friðriksson aðstoðarflugmaður.
Yfirmenn flugvallarins bjóða forráðamenn Flugleiða og
aðra gesti velkomna. en myndin er tekin við afgreiðslu
Flugleiða í flugstöðvarbyggingunni.
Bindum vonir við
Baltimore-flugið”
FLUGLEIÐIIl fóru sína fyrstu
ferð til Baltimore sl. föstudag ug
verður flogið þangað vikulega
fyrst um sinn, til Baltimore á
föstudögum. og þadan á laugar-
dagskvöldi. Flugleiðir eru fyrsta
Evrópuflugfélagið sem flýgur á
þessari leið, en lent er á Balti-
morc-Washington International
flugvellinum og sögðu forráða-
menn Flugleiða sem Mbl. ræddi
við að þarna væri vaxandi mark-
aður scm hægt yrði að binda
vonir við, þótt hægt væri farið af
stað í fyrstunni.
Við komuna til Baltimore tóku
yfirmenn flugvallarins og flug-
mála í Marylandfylki á móti
vélinni og afhentu flugstjóranum
Ásgeiri Péturssyni yfirflugstjóra
Loftleiða blómvönd og buðu vel-
komna yfirmenn Flugleiða og aðra
gesti. Miklar framkvæmdir standa
nú yfir og eru ráðgerðar til að
stækka flugvöllinn og búa hann
undir að taka á móti aukinni
umferð og kváðu yfirmenn flug-
vallarins mikið hafa verið unnið
að því að auka umferðina.
í ferðinni frá Baltimore að
kvöldi laugardags var þota Flug-
leiða þéttskipuð og voru flestir á
leiðinni til Luxemborgar, en
fréttamenn og aðrir boðsgestir
félagsins fóru frá bórði í Keflavík.
Páll Sigurðsson dósent varði á laugardag doktorsritgerð sína — Þróun og þýðing eiðs og heitbindinga í
réttarfari, við lagadeild Háskóla íslands. Andmælendur voru Sigurður Líndal, prófessor og Þór
Vilhjálmsson hæstaréttardómari en Gunnar Schram, forseti lagadeildar stýrði athöfninni. Myndin er
tekin er dr. Páll flutti vörn sína.