Morgunblaðið - 07.11.1978, Síða 42

Morgunblaðið - 07.11.1978, Síða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 I I I ! ! Tap og sigur hjá Tindastóli í 1. deild Grindavík — Tindastóll 92-82 (51-35) Á sunnudag léku í Iþróttahúsi Njarðvíkur lið Grindvíkinga og lið Tindastóls frá Sauðárkróki. Var leikur þessi mjög skemmtilegur á að horfa. Fyrri hálfleikur var jafn til að byrja með en í lok hálfleiks- ins misstu Tindastólsmenn nokkuð einbeittnina og Grindvíkingar náðu góðu forskoti og var staðan í hálfleik 51—35 Grindvíkingum í vil. í seinni hálfleik náðu Tinda- stólsmenn að minnka muninn, en það nægði þeim samt ekki til sigurs. Besti maður Grindvíkinga var Bandaríkjamaðurinn Mark Holmes sem skoraði mikið, en lék samt ekki allan leikinn þar eð hann fékk 5 villur í seinni hálfleiknum og þar af tvö tækni- víti fyrir munnsöfnuðinn. Hjá Tindastóli var Kári Marísson bestur og er norðanmönnum mikill fengur að þessum ágæta körfu- knattleiksmanni. Keflavík — Tindastóll 51-66 (26—29) Keflvíkingar fengu Tindastóls- menn í heimsókn á laugardaginn. Tindastóll náði forystunni strax í upphafi, drifinn áfram af góðum leik Kára Maríssonar. Keflvíking- ar gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn niður í þrjú stig fyrir leikhlé. í upphafi síðari hálfleiks kom góður kafli hjá Tindastóli og þeir gerðu þá í rauninni út um leikinn og sigruðu örugglega með 15 stiga mun, 66:51. Kári Marísson er aðalmaðurinn í liði Tindastóls eins og vænta má og var það fyrst og fremst stórleikur hans sem sigraði í þessum leik. Þá átti Sigurjón Magnússon ágætan leik og skoraði 12 stig, en Kári var langstigahæst- ur með 28 stig. Keflvíkingar náðu sér aldrei fyllilega á strik í þessum leik og því fór sem fór. Þeir eiga þó efnilegu liði á að skipa og geta vafalaust náð langt í framtíðinni. Björn V. Skúlason var stigahæstur Keflvíkinga með 19 stig, Einar Steinsson skoraði 12 stig og Ágúst Líndal 10. Kristján Agústsson skorar gegn KR. Ljósm. Gísli Gíslason. Valssigur i hörku- leik gegn KR-ingum • Ilreinn Ilalldórsson færist upp um eitt sæti í kúiuvarpskeppninni á Evrópumeistaramótinu. og varð því sjöundi. Hreinn upp um eitt sæti á Silfurhafinn dæmdur úr leik MJÖG hefur verið til umræöu að undanförnu hjá hinum ýmsu alpjóðasamböndum I ípróttum hversu mikið parf að herða eftirlit með notkun örvandi lyfja meðal ípróttamanna. Nú hafa nokkrir íþróttamenn veriö dæmdir frá keppni og sviptir verðlaunum sínum á Evrópu- meistaramótinu í frjalsum íþróttum sem fram fór í Prag í september. Þetta varó til þess aö Hreinn Halidórsson færöist upp í sjöunda sæti í kúluvarpinu, því að Sovét- maöurinn Mironov Yevgeni, sem hlaut silfurverölaunin, hefur verið sviptur þeim því að í Ijós hefur komiö aö hann hafði neytt anabolic steroids hormónalyfja. Mironov varpaöi kúlunni 20.87 metra á EM en sá árangur hans hefur verió þurkaöur út. Landi hans Baryshnikov hlýtur því silfurverölaunin og heimsmethafinn í kringlukasti, Wolfgang Schmidt frá Austur-Þýskalandi, fær bronsið. Finninn Stahlberg verður fjóröi, Jaros, Sovétríkjunum, fimmti, Vik, Tékkóslóvakíu, sjötti og Hreinn sjöundi. Það var forseti Evrópusam- bandsins, Arthur Could, sem skýröi frá þessu á fundi sambandsins í Grikklandi um helgina. Þrír aörir keppendur frá Sovét- ríkjunum og einn frá Búlgaríu voru dæmdir úr leik vegna lyfjanotkunar. Meóal þelrra sem dæmdir voru úr leik var sigurvegarinn í fimmtarþraut kvenna, Nedezhda Tkachenko. Þaö verður ungverska stúlkan Margit Papp sem hlýtur gullverðlaunin. VALSMENN eru nú komn- ir á góðan skrið í úrvals- deildinni í körfuknattleik, en á sunnudag sigruðu þeir KR með 86 stigum gegn 81. Ilafa Valsmenn nú sigrað í 3 siðustu leikjum liðanna, en síðast liðið ár hefur engu li'ði tekist slíkt gegn KR. Valsmenn tryggðu þarna stöðu sína verulega og settu mikla spennu í mótið, en nú hafa öll lið deildarinnar tapað leik. Valsmenn sýndu það strax í upphafi leiksins að þeir ætluðu að. halda áfram á sömu braut og um síðustu helgi er liðið sigraði Njarðvíkinga. Þeir tóku þegar forystuna gegn seinum KR-ingum og var staðan 11—4 eftir 6 mínútna leik. Mikil harka var í varnarleik beggja liða til að byrja með og leyfðu dómarar leiksins, þeir Hörður Túliníus og Sigurður Valur Halldórsson, e.t.v. fullmikla hörku. Þegar líða tók á hálfleikinn virtust KR-ingar aðeins hressast og minnkuðu það forskot sem Valsmenn höfðu. Var staðan síðan 41—38 í hálfleik Valsmönnum í vil. I upphafi seinni hálfleiks kom síðan ungur og efnilegur leikmað- ur, Garðar Jóhannsson, KR-ingum yfir, 42—41. Vakti nokkra athygli að þessi leikmaður skyldi ekki hafa verið notaður fyrr, en al- menna ubdrun vakti það er pilturinn var tekinn útaf skömmu síðar og kom ekki meira við sögu. En áfram hélt leikurinn og var barist hart á báða bóga. Skiptust liðin á um að hafa forystuna. En um miðjan hálfleikinn náðu Vals- menn góðum spretti og komust 6 stig yfir. Var það m.a. fyrir stórkostlegan leik Þóris Magnús- sonar, sem skoraði mikið með sínum frægu langskotum. Þegar um 3 mínútur voru til leiksloka var staðan 83—73 fyrir Val, en þá tóku KR-ingar kipp og minnkuðu muninn í 5 stig, áður en flautað var til leiksloka, en þá var staðan 86-81 Val í vil. Valsmenn eru nú allir að hress- Óbreytt staða EKKERT lát er á sigurgöngu Kaiserslautern, liöið lagöi nú aö velli Frankfurt, eitt af Þeim félögum sem hvaö haröast hefur sótt aö Þeim aö undanförnu. Hamburger skaust í annað sætiö með stórsigri gegn Dortmund. Fjögur lið koma Þar næst, Bay- ern, Schalke, Fankfurt og Stutt- gart. Köln er enn í fallbaráttu, hefur aðeins hlotið einu stigi meira en Þriðja neösta liöið, sem er Duisburg. Borchers náöi forystunni fyrir Frankfurt eftir aöeins 15 mínútur, en Meier og Toppmúller innsigluóu sigur heimaliósins. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik, Kevin Keegan skoraöi fyrsta mark sitt á haustinu í stórsigri Hamburger gegn Dortmund. Þaö var fjórða mark liósins, en Bertl, Hrubesch, Reiman og Wehmaier sáu um hin mörkín. Eggert, Eggling og Bast (víti) skoruöu mörk Bochum í stórsigri gegn Brunswick. 24.000 heima- menn glöddust yfir árangrinum. Botnliöin Darmstadt og Biele- feldt skildu jöfn, bæði lið skoruóu eínu sinni. Graul skoraöi fyrir gestina, en Eigl jafnaöi. Lutkeböhmert og Fischer skor- uöu mörk Schalke gegn Núrnberg og hvorki fleiri né færri en 59.000 manns sáu viðureign Kölnar og Bayern sem lauk meö því aö hvort lið skoraöi eitt mark. Nafnarnir Dieter hjá Köln og Gerd hjá Bayern skoruðu. Eftirnafnið? Auövitaö Múller. 25.000 manns sáu Stuttgart ná aöeins jafntefli á heimavelli gegn Werder Bremen, sem skriöiö hefur hægt og bítandi upp töfluna aö undanförnu. Dressel náði forystu fyrir gestina, en Lotz tókst aö jafna. Fortuna vann öruggan sigur gegn síðari hálfleiks mörkum Bommer Zimmerman (víti) og Allofs og Eric Beer skoraði sigur- mark Herthu gegn Mönchenglad- bach á 81. mínútu lelksins. Staöan í Búndeslígunni er nú þessi: Fc Kaiscrslautern 7 5 0 26,12 19 Hamburg SV 7 2 3 6,10 16 Bayern MUnchen 6 3 3 26,14 15 FC Sc-halkc 04 5 5 2 21,14 15 VFB StuttRart 6 3 3 21.16 15 Kintracht Frankfurt 7 1 4 21,17 15 VFL Bochum 4 5 3 19,16 13 Eintracht Brunswick 5 3 4 18,21 13 Fortuna DUsseldorf 4 4 4 23,20 12 Borussia Dortmund 4 3 5 18.26 11 Borussia Mönchen- Cladhach 3 4 5 16,15 10 Hertha Berlin 3 4 5 18,19 10 FC Koln 2 6 4 12,15 10 Werder Bremen 3 4 5 17,22 10 Arminia Bielefeld 3 4 5 13,19 10 Msv Duisburg 3 3 6 18,29 9 FC NiirnberR 3 1 8 12,26 7 Darmstadt 98 1 4 7 17,30 6 ast eftir slæman kafla í byrjun mótsins. Munar þá og miklu að Þórir Magnússon hefur aldrei á sínum ferli verið betri. Bæði skorar hann mikið og aðstoðar félaga sína bæði í vörn og sókn. Var Þórir potturinn og pannan í þessum sigri Valsmanna. Var oft ótrúlegt að sjá hvernig hann skoraði úr undarlegustu færum. Þá var Tim Dwyer mjög góður í þessum leik og hirti aragrúa frákasta bæði í vörn og sókn. Ekki má gleymast að minnast á Kristján Ágústsson, sem að vanda var drjúgur bæði í vörn og sókn. Valsmenn hafa nú komið sér upp úr þeim öldudal, sem þeir voru í áður og með þeim leik, sem þeir hafa sýnt síðustu tvær helgar, verður fátt til að stöðva þá. KR-ingar settu í upphafi leiks- ins traust sitt á „gömlu mennina" þá Kolbein Pálsson, Einar Bolla- son og Kristinn Stefánsson. Það bar þó ekki árangur þar sem Valsmenn voru oft skrefinu á undan þeim og kostaði það nokkr- ar ódýrar körfur en dýrmætar. Bestu menn KR voru þeir Hudson og Jón Sigurðsson, en einnig var Gunnar Jóakimsson frískur auk Birgis Guðbjörnssonar.. KR-ingar hafa oft sýnt betri leik en þennan og þetta tap hleypir spennu í mótið. Stigin fyrir Val: Þórir Magnús- son 32 stig, Tim Dwyer 18, Kristján Ágústsson 16, Ríkharður Hrafnkelsspn 11, Lárus Hólm 4, Torfi Magnússon 3 og Hafsteinn Hafsteinsson 2 stig. Stigin fyrir KR: John Hudson 30, Jón Sigurðsson 15, Einar Bollason 10 stig, Gunnar Jóakims- son 9, Árni Guðmundsson, Birgir Guðbjörnsson og Garðar Jóhans- son 4 stig hver, Kristinn Stefáns- son 3 stig og Kolbeinn Pálsson 2 stig. Dómarar voru þeir Hörður Túliníus og Sigurður Valur Hall- dórsson og voru þeir mistœkir án þess þó að annað liðið hagnaðist á dómum þeirra. gÍK Kðriuknatlielkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.