Morgunblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 23 TnntapfrfáÞórsurum ÞÓR írá Akureyri tapaði sínum fjórða leik í úrvals- deildinni suður í Njarðvík- um á sunnudag. Er nú heldur farið að syrta í álinn fyrir þeim norðan- mönnum, en þess ber þó að geta, að af fjórum leikjum sínum. hafa þeir aðeins leikið einn á heimavelli. Leiknum á sunnudag lykÞ aði með 9 stiga sigri Njarðvíkinga 108—99, en í hálfleik var staðan 50 — 41 þeim í hag. Strax í upphafi fyrri hálfleiks náöu Njarðvíkingar nokkuð afger- andi forskoti og var engu líkara, en þeir ætluðu að kafsigla heldur slaka Þórsara. En forvsta þeirra varð þó aldrei meiri en 10—15 stig, en staðan í hálfleik var, eins og áður segir, 50—41 Njarðvíkingum í vil. En skjótt skipast veður í lofti. Að liðnum 5 mínútum í síðari hálfleik hafði Þórsurum tekist að jafna leikinn og raunar náðu þeir eins stigs forystu, 58—59. En þá vöknuðu Njarðvíkingar líka til lífsins og d.vggilega studdir af fjölmörgum áhorfendum náðu þeir öllum tökum á leiknum og gefa lokatölur hans raunar ekki rétta mynd af yfirburðum þeirra, en honum lauk, sem fyrr segir, með sigri Njarðvíkinga, 108—99. Njarðvíkurliðið er létt leikandi og skemmtilegt lið og raunar engin furða, að leikir þeirra skuli vera svo vel sóttir, sem raun ber vitni. Mikil breidd er í liði þeirra og virðist nánast einu gilda hvaða fimm ntenn leika hverju sinni, alltaf vinnur liðið saman sem ein heild. Bandaríkjamaðurinn Ted Bee átti mjög góðan leik að þessu sinni, ætlaði sjálfum sér engin kraftaverk, heldur vann fyrst og fremst f.vrir liðið. Er Ted þessi einstaklega prúður leikmaður og mættu aðrir Njarðvíkingar láta sér prúðmennsku hans til eftir- breytni verða. A þetta sérstaklega við um Gunnar Þorvarðarson, en ýmsir tilburðir hans eiga frekar heima á leiksviði en á íþróttavelli, og lýtir þetta mjög þennan annars ágæta leikmann. Geir Þorsteins- son lék vel að vanda og Júlíus Valgeirsson átti einnig ágætan leik. Ef skráð yrði saga ísiensks körfuknattleiks yrði trúlega dá- góður kapítuli helgaður Jóni nokkrum Indriðasyni. Hvort hahs yrði þar að góðu einu getið skal hér ósagt látið. Skoraði Jón alls 35 stig, en skotanýting hans var alls ekki góð í leiknum og varnarleikur hans heldur slakur. Eins og áður var það Mark Christensen sem bar höfuð og heröar yfir aðra leik- ntenn Þórsara, en einnig áttu þeir Eíríkur Sigurðsson og Birgir Rafnsson ágætan leik. Stigin fyrir UMFN: Ted Bee 28, Stefán Bjarkason og Gunnar Þorvarðarson 14 hvor, Geir Þor- steinsson 13, Júlíus Valgeirsson 11, Brynjar Sigmundsson 10, Jónas Jóhannessön og Þorsteinn Bjarnason 6 hvor, Jón Matthíasson 4 og Guðjón Þorsteinsson 2. Stigin fyrir Þór: Jón Indriðason 35, Mark Christensen 27, Eiríkur Sigurðsson 19, Birgir Rafnsson 11, Karl Ólafsson 4, Hjörtur Einars- son 2 og Þröstur Guðjónsson 1. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti Ólafsson og Hilmar Viktorsson og gerðu þeir það ágætlega. G.I. Rautt spjald ð lofti og Þróttur fékk lokastigið ÍSLANDSMÓTIÐ í blaki hófst um helgina. Þá fóru fram tveir leikir í 1. deild karla, og Þrír leikir í 1. deild kvenna. íslandsmeistarar ÍS hófu vörn sína á titlinum fyrir norðan er þeir sóttu U.M.S.E. heim og léku við þá á Akureyri. IS sigraði 3—0, sigraði í öllum þrem hrinunum þó að naum- lega færi í fyrstu tveimur en þá skiidu aðeins tvö stig. Báðar hrinurnar enduðu 16—14. Þriðja hrinan endaði hinsvegar 15—10. Eyfirðingarnir stóðu sig vel í keppninni við meistarana og veittu verðuga mót- spyrnu. Reykjavíkurmeistarar og bikar- meistarar Þróttar fengu U.M.F.L. í heimsókn. Leika þurfti fjórar hrinur til að fá fram úrslit og var hart barist. I fyrstu hrinunni sigruðu Þróttarar 15—11, en í þeirri næstu snéru Laugdælir blaðinu við og léku mjög vel og sigruðu með tveggja stiga mun 15—12. En Þróttarar voru ekki á þeim buxunum að gefa neitt eftir og sigruðu með nokkrum yfirburðum í þriðju hrinunni 15—9. Nú var að duga eða drepast fyrir Laugdæli og mikið gekk á í hrinunni. Þegar staðan STAÐAN Staðan í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik: S|jg KR 4 3 1 362:299 6 ÍR 4 3 1 371:334 6 UMFN 5 3 2 481:481 6 Valur 5 3 2 443:459 6 ÍS 4 1 3 357:373 2 Þór 4 0 4 325:389 0 Stigahæstu menn: Dirk Dunbar ÍS 135 Þórir Magnússon Val 125 Ted Bee UMFN 125 Paul Stewart ÍR 118 John Hudson KR 115 Jón B. Indriðas. Þór 102 Mark Christiansen Þór 99 Kristján Ágústss. Val 97 Tim Dwyer Val 78 Kristinn Jörundsson IR 78 Þorsteinn Bjarnason UMFN 77 Jón Sigurðsson KR 70 var 14—13 tókst Þrótti að vinna boltann af UMFL, en ekki voru allir sammála um að það hefði veriö gert á löglegan hátt og var því mótmælt. Fékk einn leikmanna Laugdæla rautt spjald hjá dómara leiksins og samkvæmt blakreglunum þýðir það stig til andstæðinganna. Var það lokastig Þróttara í hrinunni og nægði þeim til sigurs 15—13. Já það þýðir ekki að deila við dómarann. þ.r. • Mikil barátta undir körfunni í leik Njarðvíkinga og bórsara á sunnudag. Ilér er það Geir Þorsteinsson sem hefur átt skot á körfu. en Mark Christensen og Jónas Jóhannsson eru við öllu búnir. Einkunnagiofm Handknaltieikur FYLKIR: Jón Gunnarsson 2, Ragnar Árnason 1, Halldór Sigurðsson 3, Örn Jensson 1, Jón Ágústsson 2, Örn Hafsteinsson 2, Magnús Sigurðsson 2, Ágúst Sigurösson 1, Einar Ágústsson, 3, Einar Einarsson 2, Gunnar Baldursson 3, Stefán Hjálmars- son 3. VÍKINGUR: Kristján Sigmunds- son 2, Eggert Guðmundsson 1, Viggó Sigurðsson 1, Árni Indriða- son 3, Ólafur Jónsson 3, Páll Björgvinsson 4, Ólafur Einarsson 2, Sigurður Gunnarsson 2, Erlendur Hermannsson 3, Steinar Birgisson 2, Magnús Guöfinnsson 1. ÍR: Jens Einarsson 2, Bjarni Hákonarson 1, Bjarni Bessason 2, Ársæll Hafsteinsson 2, Guðmundur Þórðarson 2, Jóhann Ingi Gunnarsson 1, Vilhjálmur Sigurgeirsson 2, Brynjólfur Markússon 2 Sigurður Svavars- son 2, Guöjón Markússon 3, Haflíði Halldórsson 1, Ingimundur Guðmundsson 1. HK: Einar Örn Þorvarðarson 2, Vignir Baldursson 1, Kristinn Ólafsson 2, Bergsveinn Þórarins- son 1, Hilmar Sigurgislason 2, Erling Sigurðsson 2, Stefán Halldórsson 2, Björn Blöndal 2, Friðjón Jónssn 2, Kolbeinn Andrésson 1. VALUR: Ólafur Benediktsson 3, Bjarni Guðmunds son 2, Gísli Arnar Gunnarsson 2, Karl Jóns- son 1, Steindór Gunnarsson 2, Stefán Gunnarsson 3, Þorbjörn Jensson 1, Jón H. Karlsson 2, Jón Pétur Jónsson 4, Þorbjörn Guðmundsson 3, Brynjar Kvaran 1. HAUKAR: Gunnlaugur Gunn- laugsson 3, Svavar Geirsson 2, Ingimar Haraldsson 2, Árni Hermannsson 4, Hörður Haröar- son 3, Stefán Jónsson 2, Sigur- geir Marteinsson 1. Hörður Sig- marsson 2, Andrés Kristjánsson 2, Þórir Gíslason 3. Árni Sverris- son 1. Körfuknattlelkur VALUR: Hafsteinn Hafsteinsson 2, Kristján Ágústsson 3, Lárus Hólm 2, Ríkharður Hrafnkelsson 2, Sigurður Hjörleifsson 1, Torfi Magnússon 1, Þórir Magnússon 4. KR: Árni Guðmundsson 1, Birgir Guðbjörnsson 2, Eiríkur Jóhannesson 2, Einar Bollason 2, Garðar Jóhannsson 2, Gunnar Jóakomsson 2 Jón Sigurösson 3, Kolbeinn Pálsson 1, Kristinn Stefánsson 1. UMFN: Brynjar Sigmundsson 2, Geir Þorsteinsson 3, Guðjón Þorsteinsson 1, Gunnar Þor- varðarson 3, Jón Matthíasson 2, Jónas Jóhannesson 2, Júlíus Valgeirsson 2, Stefán Bjarkason 2, Þorsteinn Bjarnason 2. ÞÓR: Alfreð Túliníus 1, Birgir Rafnsson 2, Eirikur Sigurðssn2 Hjörtur Einasson 1, Jón Indriða- son 2, Karl Ólafsson 1, Ómar Gunnarsson 1, Sigurgeir Sveins- son 1, Þröstur Guðjónsson 1. JOCK Stein, einn snjallasti fram- kvæmdastjóri bresku knattspyrn- unnar, hefur til Þessa átt alia sína sæludaga í Skotlandi með ^ Glasgow-liðinu Celtic. Hann fluttist | suður til Englands fyrir skömmu, tíl ^ Leeds, en undi ekki lengi Þar, fór aftur noröur til að taka við skoska V landsliðinu, sem átt hefur erfitt uppdráttar að undanförnu. Það var Stein sem gerði Celtic að ^ því stórveldi sem það var síðasta ^ áratuginn og undir hans handleiöslu ^ vann liðið skoska meistaratitilinn 9 sinnum í röð, auk þess að verða ^ fyrsta breska liðið til þess að vinna hinn eftirsótta Evrópubikar meistara- V liða. Stein haföi unnið með Celtic til allra verðlauna sem hugsanleg eru þar í landi og hann hafði ekki áhuga á ^ að gerast stjórnarmaður, eins og honum var boðið hjá Celtic. Hann W hafði lengi alið þá von í brjósti að gerast framkvæmdastjóri hjá ensku ^ liði og þegar Leeds sýndi honum ^ áhuga, gat hann vart annað en látið J| undan. Honum þótti að vísu tækifær- ^ ið koma nokkuð seint í lífi sínu, hann er 55 ára, en það kom þó og það var « fyrir öllu. Stein sagði við það tækifæri: — Ég tek nú við liði, sem er ^ skipaö mörgum snjöllum og reynslu- ^ miklum leikmönnum, sem vilja kom- ast á toppinn á nýjan leik eins og ég ^ sjálfur. Ég fékk fleiri tilboð, en þetta ^ var það girnilegasta. A Samningur Steins hjá Leeds var talinn bjóða upp á um 25.000 ^ sterlingspund á ári og er þaö með því besta sem gerist með Englum og Söxum. Ekki kemdi Stein hærurnar í ^ herbúðum Leeds og undir hans stjórn gerði liðið engar rósir, Stein ^ var boðið að taka við skoska landsliðinu, er Ally McCleod tók W pokann sinn, og Stein var fljótur að flytjast heim til Skotlands á ný. Að ^ sögn eru tekjur hans hjá landsliðinu ^ síst minni en hann hafði samið um | hjá Leeds. Sem ungur maður vann ^ Jock Stein viö kolagröft, áður en hann gerðist leikmaður með Celtic. ^ Stjórnarmenn Leeds voru yfir sig l^ ánægðir er þeir höfðu klófest Stein, V töldu sig hafa landað þeim stóra. — Hann er besti framkvæmdastjóri í J heimi, kvað við úr öllum áttum. Ætli ^ þeir séu á sömu skoðun nú, þegar maðurinn hefur rift samningnum eftir m fáar vikur og enga uppskeru? Leeds ^ hefur aðeins orðið tvívegis meistari V síðustu 10 árin, en orðið í 2. sæti alls 5 sinnum, unnið bikarinn einu sinni en tvívegis orðið í 2. sæti. Þá má ekki ^ gleyma því að liðið lék gegn Bayern . til úrslita um Evrópubikar meistara- ^ liða og tapaði 0—2, Öllu þessu átti Stein að kippa í liðinn, en nú er hann ^ farinn. Það er erfitt hlutskipti sem nú V bíður Stein. Skoska landsliöið er í sárum eftir hroðalegar ófarir í JB Argentínu síðastliðið sumar. Sárið Él greri ekki þó að HM lyki, Skotar töpuðu sínum fyrsta leik í Evrópu- keppni landsliða fyrir Austurríki og í ^ fersku minni er naumur sigur Skota, ^ 3—2, gegn Norðmönnum á Hampden Park. Norðmenn eru ekki . hærra skrifaöir en svo, að þeir hafa ^ tapað tveimur síðustu landsleikjum sínum gegn íslendingum. Kunnugir W telja þó, aö geti nokkur maður rifið skoska liðið upp, þá sé það Stein. * Ljóst er að það eina, sem hrjáir Skota, er að góðan foringja skortir, mannskapurinn er allur fyrir hendi. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.