Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1978næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 27 • Eyjamaðurinn Þór Valtýsson skorar eitt af mörgum mörkum liðs síns gegn Stjörnunni í Ásgarði. 16 ára markvörður varði 5 vítaköst! HINN 16 ðra gamli Vestmanneyingur Sigmar Óskarsson varöi 19 skot í leiknum gegn KR á taugardaginn, Þegar Þór krækti þar í eitt stig. Og skotin hafa ekki veriö lærri sem hann varöi, þegar Þór vann Stjörnuna óvænt í heita pottinum í Garðabæ á sunnudaginn. M.a. varöi Sigmar S vítaköst, 2 önnur fóru forgöröum, Stjarnan skoraöi aöeins úr tveimur af 9 vítaköstum. Sigmar er algert markvaröarundur og hann hefur verið lykilmaöur í stórgóöri bæjarferö Þórsara, bar sem beir hafa tekiö 3 stig af 4 mögulegum gegn liðum sem margir hafa spáö 1. deildar sæti aö ári. Þór sigraöi Stjörnuna 26—22, staðan í hálfleik var 16—10 fyrir Eyjapeyja. son góður að venju. Hörður og Gunnar Björnsson fóru að skora undir lokin, og báöir, einkum Hörður, léku vel. Allir léku þó undir getu. Ómar markvörður Karlsson var nú illa fjarri góðu gamni, hann er farinn að vinna úti á landi, en arftakar hans í marki Stjörnunnar vörðu lítið í leiknum. Þórarar náðu strax forystunni, en um miðjan hálfleikinn skildi þó aðeins eitt mark eftir góöan sprett hjá Stjörnunni. Því svöruöu Eyjamenn með 5 mörkum gegn einu, var þar komin yfirburðastaða, 12—7, og létu Þórarar þá forystu ekki af hendi. Um tíma snemma í síöari hálfleik var munurinn 7 mörk, en þeir Hörður Hilmarsson og Gunnar Björn vélritaöar línur á hvert blaö fyrir Stjörnuna undir lokin, þannig að munurinn minnkaði án þess þó að sigri Þórs væri nokkurn tíma ógnaö. Tveir menn öðrum fremur skópu sigur Þórs. Áður er getið um frábæran leik Sigmars Óskarssonar, en auk hans var Hannes Leifsson í miklum ham. Stjörnumenn settu margsinnis mann til höfuös Hannesi, en allt kom fyrir ekki, og hann hristi púkana af sér fyrirhafnarlítiö og skoraði sæg af mörkum, auk þess sem hann opnaði leiðina fyrir sam- herja sína. Hjá Stjörnunni var Magnús Teits- Mörk Stjörnunnar: Hörður og Gunnar 5 hvor, Magnús Teitsson 3, Árni Árnason, Eyjólfur og Magnús Andrésson 2 hver, Hilmar og Eggert eitt hvor. Mörk Þórs: Hannes 11 (2 víti), Herbert Þorleifsson og Ragnar Hilmarsson 4 mörk hvor, Þórarinn Ólafsson 3 mörk, Ásmundur Friðriks- son 2, Þór Valtýsson og Andrés Bridde eitt hvor. — gg- Auðveldur sigur KA KA sigraói Þróttara næsta auöveld- iega í 2. deildinni í handboltanum norður á Akureyri á sunnudag. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik tóku KA6menn völdin í peim síöari og sigruöu örugglega með 27 mörkum gegn 21. Það var aðeins framan af leiknum sem nokkurt jafnræði var með liðunum. Þannig var jafnt á öllum tölum upp að 6 mörkum gegn 6, en síðan skildi með liðunum og KA leiddi í fialfleik með 12 mörkum gegn 9. í síðari fialfleiknum jókst munurinn enn og varð mestur átta mörk, en Þróttara réttu aðeins úr kútnum í lokin og úrslitin urðu 27 mörk gegn 21 sem fyrr greinir. Þrátt fyrir öruggan sigur KA í þessum leik var langt í frá að leikur liðsins væri sannfærandi. Of mikið var um rangar sendingar og varnar- leikurinn var veikur lengst af. Halldór Rafnsson lék nú að nýju meö KA eftir langa fjarveru vegna meiösla og var Halldór besti maður liðsins. Þá átti Þorleifur Ananíasson og ágætan leik. Mörk KA: Þorleifur 7, Alfreð Gíslason 6, Jón Hauksson 4(1), Jón Árni 3(1), Páll Kristjánsson og Guðbjörn Gíslason 2 hvor, Jóhann Einarsson, Guðmundur Lárusson, og Halldór Rafnsson eitt mark hver. Mörk Þróttar: Konráð Jónsson 7, Páll Ólafsson 4(1), Einar Sveinsson og Árni Einarsson 3 hvor, Halldór Harðarson 2, Jóhann Frímannsson og Sveinlaugur Kristinsson eittmark hvor. Sigb.G. Aftur tap hjá Þrótti ÞÓR og Þróttur leiddu saman hesta sína í 2. deildinni í handboltanum og fór leikurinn fram á Akureyri. Lengst af var leikurinn ákaflega jafn, en í lokin voru Þórsararnir sterkari og sigruðu með 19 mörkum gegn 17. Framan af fyrri hálfleiknum höföu Þórsarar jafnan frumkvæðið, höfðu þetta eins til tveggja marka forystu, en lengra hleyptu Þórttarar þeim ekki. Rétt undir lok hálfleiksins náðu Þróttarar að jafna leikinn, 9 mörk gen 9 og þegar blásið var til leikhlés höfðu Þróttarar eins marks forystu, 11 gegn 10. Fljótlega í síðari hálfleiknum náöu Þórsarar aö jafna metin og jafnt var á öllum tölum upp í 16 mörk, en þá sögöu Þórsarar skilið við Þróttara og sigruöu með 19 mörkum gegn 17. Lið Þórsara hefir- tekið miklum framförum frá því í fyrsta leiknum gegn Leikni. Leikgleðin er meiri og mun meiri ógnun í sóknarleiknum þó fjarri sé að ógnunin sé mikil, þar sem Þórsarar leika með eindæmum hægan handknattleik. Arnar Guð- laugsson var hetja Þórsara í þessum leik. Arnar kom lítt sem ekki inn á fyrr en í lok leikslns og skoraði þá þrjú af síðustu fjórum mörkum liðsins. Þá átti Sigurður Sigurösson ágætan leik. Sigurður skoraði fimm af mörkum Þórs í fyrri hálfleik, en lék litiö eftir það. Raunar virtust inná- skiptingar Þórsara fremur handa- hófskenndar og þurfa Þórsarar að lagfæra það atriði. Þróttarar virkuðu mun veikari nú en í fyrra. Liðið virðist ekki í mikilli æfingu og af þessum leik að dæma er hætt við að Þróttarar veröi fremur í fallbaráttu en baráttu um sæti í 1. deild. Það er umhugsunarefni fyrir annars ágætan leikmann, sem Kon- ráð Jónsson er, að hann einn vinnur ekki leiki fyrir Þrótt. Iðulega var Konráð skjótandi úr vonlitlum færum þegar félagar hans voru í opnum færum við hlið hans, en nei, Konráð skaut sjálfur. Slíkt getur ekki gengiö ef árangur á að nást. Ragnar Maríónsson og Marel Sigurðsson dæmdu leikinn ágætlega. Mörk Þórs: Sigurður Sigurösson 6, Sigtryggur Guðlaugsson 5(4), Arnar Guölaugsson 4, Jón Sigurðsson 3, Aöalsteinn Sigurgeirsson eitt mark. Mörk Þróttar: Konráð 7 (3),Einar Sveinsson og Páll Ólafsson 3 hvor, Halldór Harðarson 2, Sveinlaugur Kristinsson og Oddur Jakopsson eitt mark hvor. Sigb. G. Þórarar tóku stig af KR ÞÓRARAR frá Vestmannaeyjum hófu bæjarferð sína með því að gera jafntefli við KR-inga í Laugardalshöll. Er það árangur sem þeir mega vel við una, ekki síst er á það er litið, að KR-inga telja margir sigurstranglega í 2. deild og bórarar leika nú í fyrsta skipti í 2. deild. hafa áður dvalið í 3. deild. Lokatölur leiksins voru 13—13, staðan í hálfleik 8—7 fyrir bór. Liðið skiptust á um forystuna allan leikinn og aldrei var munur- inn meiri en 2 mörk. Þórarar höfðu oftár forystu en KR. Loka- kaflann var jafnt á öllum tölum frá 9—9 og upp í 13—13. Lið KR-inga var slakt í þessum leik. Þessi texti byrjar á því m.a. að margir telji KR-inga sigur- stranglega í deildinni. Eftir þess- ari frammistöðu að dæma, mega þeir hins vegar þakka fyrir ef þeir forðast fallbaráttuna. Skástir hjá þeim voru þeir Haukur Ottesen og Björn Pétursson, en báðir hafa óteljandi sinnum leikið betur. Lið Þórara er mjög jafnt út í gegn. I því eru 4 yfirburðamenn. Markvörðurinn, Sigmar Óskars- son, aðeins 16 ára, varði eigi færri en 19 skot í leiknum og segir það sína sögu. Haannes Leifsson er illviðráðanleg skytta, Herbert er mjög efnilegur línumaður og hann skoraði nokkur eftirminnileg mörk í leiknum. Síðast en ekki síst Andrés Bridde, sem stýrir öllu spili liðsins. Vegna þess hve mikið mæðir á þessum fáu leikmönnum, spáir undirritaður því að liðið eigi eftir að fá töluvert bakslag í seglin, þegar líður á veturinn, breiddin í liðinu er ekki nægilega mikil. Mörk KR: Björn Pétursson 6 (4 víti), Símon 3, Haukur 2, Kristinn og Sigurður Páll eitt hvor. Mörk Þórs Ve: Hannes Leifsson 6, Herbert Þorleifsson 3 (1 víti), Ragnar Hilmarsson 2, Böðvar Bergþórsson og Andrés Bridde eitt hvor. — gg. I Þú byggir upp alla vöðva llkamans með BULLWORKER * Já — Aöeins 5 mín. æfing Á DAG * Árangurinn eftir 2—3 vikur veröur meiri en pig nokkurntíma gæti grunað * Reyndu sjálfur í 14 daga og ef árangurinn veröur ekki sjáanlegur skilaöu pá tækinu og bú færö fullnaöar endurgreiðslu * Viljir þú ná þér á strik almennt eóa vegna íþróttaiökana er Bullworker besta aðstoðin sem völ er á * Fáðu nánari upplýsingar í pósti strax. Niðurstöður rannsókna sýna að heildar árangur vöðvastælinga meö Bullworker æfingum gæti verið eins og taflan sýnir skíft í aldursflokka. Aldur 16 .... um 100% 20 .... um 150% 30 .... um 200% 40 um 150% 50 um 100% 60 .... um 70% *SENDU AFKLIPPINGINN SEM BEIÐNI UM NANARI UPPLÝSINGAR ÁN SKULDBINDINGAR EÐA £EM PÖNTUN GEGN PÓSTKRÖFU MEÐ 14 DAGA SKILARETTI FRÁ MÓTTÖKU TÆKISINS. SENDIO MER: □ UPPLÝSINGAR N-AEN D STK BULLWORKER HEIMILISFANG Póstverzl. Heimaval - Box 39 - Kóp. -------»------------------------æ----

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 254. tölublað (07.11.1978)
https://timarit.is/issue/117293

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

254. tölublað (07.11.1978)

Aðgerðir: