Morgunblaðið - 07.11.1978, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.11.1978, Qupperneq 23
31 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 7400 öryrkjar skráðir hjá Tryggingastofnun ríkisins Yfir 700 nemendur, sem þarfnast sérkennslu, fá hana ekki—Afturvirkni gatnagerðargjalda deiluefni á Alþingi Alþmgi í gær: FUNDIR voru í báðum deildum Alþingis í gær. Jóhanna Sigurðardóttir mælti fyrir frumvarpi um framkvæmdasjóð öryrkja í neðri deild, Ellert B. Schram fyrir frumvarpi um dómvexti og fram var haldið 1. umræðu um frumvarp þingmanna Alþýðuflokks um raunvexti. í efri deild mælti Hannes Baldvinsson fyrir tillögu til þingsályktunar um aðstoð'við sveitarfélög vegna lagninga bundins slitlags á vegi í þéttbýli. Einar Ágústsson (F) sagði hér hreyft athyglisverðu máli, sem þó væri talsvert flókið. Hann mæltist til að þingnefnd, er um það fjallaði, fengi umsögn réttarfars- nefndar um frumvarpið. Vilmundur Gylfason (A) lýsti stuðningi við frumvarpið, taldi það hanga á sömu spýtu og frv. sitt um raunvexti, þótt óháð væri að vísu almennri vaxtastefnu. Spurning væri þó, hvort ekki ætti að ganga enn lengra en í frv. fælist til tryggingar fjárkrafna. Finnur T. Stefánsson (A) tók í sama streng og VG. Miða ætti við greiðsludag fremur en dómsupp- kvaðningardag. Menn ættu að fá fulla verðtryggingu og eðlilega vexti að auki á slíkar, réttmætar kröfur. Ellert Schram (S) þakkaði undirtektir. Eðlilegt væri að miða við dómsuppkvaðningu, sem væri hin almenna regla í einkamálalög- um, og að athuguðu máli hefði hann talið hyggilegt, að ganga ekki lengra en frumvarpið gerði ráð fyrir, til að tefla ekki á tæpt vað um samþykki þess þegar á þessu þingi. Bundiö slitlag í Þéttbýli. Hannes Baldvinsson (Abl) mælti fyrir tillögu til þingsálykt- unar, er hann flytur ásamt Helga F. Seljan (Abl) sem efnislega felur ríkisstjórninni að beita sér fyrir auknum stuðningi til að hraða lagningu bundins slitlags á vegi í þéttbýli. Stuðningurinn verði m.a. fólginn í hækkun á beinum fjár- framlögum og útvegum aukins lánsfjármagns til framkvæmda. Þá skuli ríkisstjórnin undirbúa breytingar á löggjöf er feli í sér afnám takmarkana á afturvirkni heimildar til innheimtu gatna- gerðargjalda og niðurfellingar söluskatts af kostnaði sveitarfé- laga við snjómokstur af götum með eigin vinnuvélum. Snarpar umræður urðu um þessa tillögu, þó menn greindu ekki verulega á nema um aftur- virkni gatnagerðargjalda. Til máls tóku: Jón G. Sólncs (S), Kagnhild- ur Helgadóttir (S), ÓÍafur Ragn- ar Grímsson (Abl), Stefán Jóns- son (Abl) og Bragi Níelsson (A). Jón G. Sólnes og Ragnhildur Ilelgadóttir, talsmenn Sjálfstæð- isflokks, og Bragi Nielsson (A) voru andvíg afnámi takmarkana á aftúrvirkni heimildar til inn- heimtu gatnagerðargjalda, sem binda innheimtuna við tiltekinn árafjölda aftur í tímann, því að ella myndi innheimtan koma of illa við gömul bæjar- og borgar- hverfi, þar sem einkum byggi eldra fólk. Sagðist Bragi Níelsson hafa fylgt slíkri afturvirkri inn- heimtu fasteignagjalda í heimabæ sínum, en aldrei gera slíkt aftur, í ljósi fenginnar reynslu. Ragnhild- ur minnti og á tillögur sjálfstæð- ismanna um að stærri hlutur ríkissjóðstekna af umferð gengi til almennrar vegagerðar í landinu. Hins vegar voru menn sammála um að varanleg vegagerð í þéttbýli hefði gjörbreytt svip margra þéttbýlisstaða (olíumöl, malbik og steinsteypa), eflt snyrtimennsku, aukið á vellíðan fólks og lengt endingartíma ökutækja. Framkvæmdasjóður öryrkja F'rumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur (A) um fram- kvæmdasjóð öryrkja feiur í sér sjóðsstofnun, er ber þetta heiti, og vera skal í vörzlu félagsmálaráðu- neytis. Hlutverk sjóðsins er að greiða fyrir fjármögnun fram- kvæmda, sem felast í lögftm, reglugerðum og áætlunum um sérkennslu og endurhæfingu, m.a. skv. grunnskólalögum. Tekjur sjóðsins (markaðar tekjur) eru nýt't tappagjald á áfengi, nýtt álag á tóbaksvörur, styrktargjald á hvers konar aðgöngumiða o.fl. Félagsmálaráðherra skipti 5 manna sjóðsstjórn til tveggja ára. Kostnaður við starfrækslu sjóðs- ins greiðist úr ríkissjóði. Jóhanna Sigurðardóttir rök- studdi frumvarp sitt í löngu og ítarlegu máli þar sem hún fjallaði um efnisatriði þess: 1) framkvæmd sérkennslu á grundvelli grunn- skólalaga, 3) endurhæfingu öryrkja. í fræðsluumdæmum eru 732 nemendur, sem þurfa sérstaka aðstoð innan grunnskóla en fá ekki. Þar af eru 378 með sérstaka námsörðugleika, 172 málhamlað- ir, 62 með hegðunarvandamál, 91 treggreindir og 29 eiga við önnur vandamál að stríða, skv. skýrslum menntamálaráðuneytis. Þá fá aðeins 537 af 843 einstaklingum, sem þurfa sérkgnnslu utan hins almenna grunnskóla, sem ein- hverrar kennslu njóta. Jóhanna taldi framkvæmd ákvæða um sérkennslu í grunnskólalögum stranda á því, að .Alþingi hefði ekki jafnframt setningu laganna tryggt fjármafm í fjárlögum til fjárfestingar í aðstöðu og sér- kennslu. Því sé frv. hennar flutt um markaðar tekjur til að ganga fyrstu skrefin í átt að framkvæmd laganna. í nóvember 1977 voru 7405 öryrkjar skráðir hjá Trygginga- stofnun rfkisins, þar af 4171 með 75% örorku, 2604 með 65% örorku og 630 með 50% örorku. Auk þess voru 625 börn yngri en 16 ára á örorkustyrk í marz 1978. Ljóst er sagði Jóhanna að fjölmennur öryrkjahópur þarf meira eða minna að halda á endurhæfingu, vernduðum vinnu- stöðum (sem hún taldi vanta fyrir 1000 aðila) eða dvalarheimilum. Sjóðnum er einkum ætlað að fjármagna stofnkostnað bygg- ingarframkvæmda á þessu sviði. Jóhanna taldi að þar sem fjármögnun væri ekki tryggð með fjárlagaframlögum, sem eðlilegast væri, væri hér bent á markaða tekjustofna, er flýtt gætu fyrir bráðnauðsynlegum úrbótum. Einar Ágústsson (F) fagnaði frumvarpinu en taldi réttara að fjármagn kæmi um ríkissjóð í fjárlagaákvörðun og eins væri vafasamt að setja þessum sjóði sérstaka stjórn eða yfirbyggingu. Matthías Bjarnason (S) sagði frumvarpið fjalla um aðkallandi viðfangsefni. Hann tók undir sjónarmið E. Ág. um að hyggi- legra væri að halda sig að fjárlagaframlagi en mörkuðum tekjustofnum. Hann minntu á að á sl. þingi hefði verið gerð breyting á lögum um almannatryggingar er heimilaði Tryggingast. ríkisins að semja við einstaka atvinnurek- endur um vinnu fyrir öryrkja. Skyldu tryggingarnar þá greiða 75% vinnulauna viðkomandi 1 árið, 50% annaðog25% hiðþriðja, en þá teldist samningur úti. Nauðsynlegt væri að gefa út reglugerð um framkvæmd þessa lagaákvæðis fyrir nk. áramót. Gunnar Thoroddsen (S) þakkaði Jóhönnu frumvarp og framsögu. Markaðir tekjustofnar væru að vísu varhugaverðir, en oft nauð- synlegir til að koma fram málum, einkum á sviði líknar-, og mannúð- ar- og menningarmála. Sighvatur Björgvinsson (A) lýsti og fylgi við frv. en J. Sig. þakkaði jákvæðar undirtekir — þó að skoðanir hefðu verið skiptar um tekjuöflun og einstök fram- kvæmdaatriði. Frv. var vísað til félagsmálanefndar. Dómvextir. Ellert B. Schram (S) mælti fyrir frumvarpi. er hann flytur, um dómvexti, viðauki við lög nr. 85/ 1936 um meðferð einkamála í héraði. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að á tímabilinu frá stefnubirtingu til dómsuppsögu í dómsmáli geti dómari. eftir kröfu aðiia, ákveðið, að vextir af dómkröfu séu jafnháir innláns- vöxtum af vaxtaaukalánum eða öðrum sambærilegum vaxta- kjörum, er taki sem fyllst tillit til varðveizlu á verðgildi fjármagns. E. Sch. hvað nauðsynlegt, vegna verðbólgu sem hér geisaði, að tryggja verðmæti fjárkrafna og draga úr málaferlum, sem hrann- ist upp til að fá gjaldfrest á oft réttmætum kröfum, en rýrni í verðbólguáhrifum. Þetta grafi og undan trausti almennings á dóm- stólum. Frv. myndi, ef samþykkt væri, draga úr óþörfum mála- rekstri, tryggja verðgildi rétt- mætra krafna og auka á virðingu fyrir dómstólum, en þessi áhrif sé\j nauðsynleg í því lýðræðislega réttarríki, sem við viljum varð- veita. Tveir varaþingmenn Steinþór Gestsson (S), fv. formaður fjárveitinganefndar, hefur tekið sæti á Alþingi í fjarveru Eggerts Haukdal, 1. þingmanns Sunnlendinga. Þá hefur Soffía Guðmundsdóttir, (Abl), Akureyri, setið um sinn á Alþingi, í fjarveru Hjörleifs Guttormssonar orkuráðherra, 6. landskjörins þingmanns Alþýðubandalagsins. Ný þingmál — Ný þingmál — Ný þingmál Upplýsingaskylda stjórnvalda Ríkið greiði hluta af rekstrarkostnaði barnaheimila Endurflutt hefur verið stjórnarfrumvarp um aðgang að upplýsing- um hjá almannastofnunum (áður flutt af fyrri ríkisstjórn). Skv. frumvarpinu, er öllum heimilt, með tilteknum undantekningum, að kynna sér skjöl í málum, sem eru eða hafa verið til meðferðar hjá stofnunum og fyrirtækjum á vegum ríkis eða sveitarfélaga, þar á meðal Alþingis, að löggjafar- og dómsstörfum þó frátöldum. Ennfremur taka þessi ákvæði til fyrirtækja, sem eru algerlega í eigu ríkis eða sveitarfélaga. UndanÞágur Heimildin nær þó ekki til skjala, er hafa að geyma upplýsingar um einkahagi og fjármál einstaklinga, tækni, rekstur eða viðskiptaað- stöðu einstaklinga eða fyrirtækis, ef það varðar hlutaðeigandi miklu fjárhagslega. Þegar mikilvægir hagsmunir krefjast er heimilt að undanþiggja ákvæðum þessum skjöl, sem varða öryggi ríkisins eða varnir landsins; samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir; mál sem til rannsóknar eru; ráðstafanir stjórnvaldshafa til eftirlits, þar til einstökum aðgerð- um er lokið; fyrirhugaða hagræð- ingu eða breytingu á rekstri stofnana; fyrirhugaðar ráðstafan- ir í fjármálum ríkisins, viðskipta- mál ríkis, sveitarfélaga og fyrir- tækja til verndar samkeppnisað- stöðu og hvers konar prófraunir, sem fyrirhugaðar eru á vegum ríkis og sveitarfélaga. Dagvistunarheimili fyrir börn Sofffa Guðmundsdóttir (Abl.) flytur, ásamt tveimur öðrum þingmönnum Alþýðuhandalagsins, frumvarp til laga um rekstur dagvistunarheimila. Gerir frum- varpið ráð fyrir þeirri breytingu að ríki og sveitarfélög greiði samtals 60% af rekstrarkostnaði dagvistunarheimila (30% hvor aðili) en foreldrar greiði 40%. Eins og er greiða sveitarfélög rekstrar- kcstnað að fullu, sem ekki greiðist ef ábyrgðaraðilum vistaðra barna. Hámarkslaun Stefán Jónsson (Abl.) og 4 þingmenn Alþýðubandalags flytja tillögu til þingsályktunar, sem felur í sér, að ríkisstjórnin láti undirbúa löggjöf um hámarkslaun, þar sem kveðið vérði á um að ekki megi greiða hærri laun hér á landi en sem svarar tvöföldum vinnu- launum verkamanns miðað, við 40 stunda vinnuviku. Jafnframt verði loku fyrir það skotið að einstakl- ingar gegni nema einu fastlaunuðu starfi. Jardakaupa- lán afgreidd brádlega Pálmi Jónsson (S) bar nýlega fram fyrirspurn á Alþingi til landbúnaðarráð- herra, varðandi jarðakaupa- lán. Sagði hann að í lok síðasta þings hefði lögum um Stofnlánadeild landbúnaðar- ins verið breytt og hún tekið við því hlutverki að veita lán til jarðakaupa. Hins vegar hefðu engin slík lán verið afgreidd í ár, þrátt fyrir það að 90 lánshæfar umsóknir hefðu borizt, en milli 80 og 120 jarðakaupalán hefðu árlega verið veitt undanfarið. Sagði hann mjög bagalegt, hve lengi hefði dregizt að búa Stofnlánadeildina í stakk til að sinna þessu nauðsynlega lánshlutverki. Spurði hann m.a. hvenær mætti vænta þess að lánsafgreiðsla gæti hafist. Steingrímur Hermannsson landbúnaðarráðherra sagði m.a., að ekki hefði náðst fjármagn í stofnlánadeildina eftir þeim leiðum, sem reiknað hefði verið með, m.a. úr lífeyrissjóði bænda. Hefði hann látið athuga í Seðla- banka, hver staða og mögu- leikar þessa máls væru. Leitað hefði verið til Framkvæmda- sjóðs, sem lofað hefði 320 m. kr. Stofnlánadeild myndi inn- an skamms gera tillögur til ráðuneytis um lánakjör og væri þess að vænta, að af- greiðslu lánsumsókna væri komin í hlaðvarpann. Pálmi Jónsson (S) þakkaði svör ráðherra og lagði áherzlu á, að lánakjör skiptu miklu máli varðandi jarðakaupalán. Einnig tóku Helgi F. Seljan (Abl) og Stefán Valgeirsson (F) til máls í þessari umræðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.