Morgunblaðið - 07.11.1978, Side 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978
+
Móöir okkar, tendamóóir og amma
VALGERÐUR EINARSDÓTTIR
Hávallagötu 39
veróur jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 7. nóvember kl. 13.30.
Ellen Siguröardóttir, Björn Þorlákaaon,
Guörún Þóröardóttir, Einar Þorlákaaon
börn og barnabörn.
Maöurinn minn, faöir, tengdafaöir og afi
ALFRED Þ. KRISTINSSON,
bakarameiatarj,
Áagaröi 155, Reykjavík,
andaöist í Borgarsjúkrahúsinu 4. nóvember.
Sigurvaig Oddadóttir,
Lilja B. Alfreöadóttir, Guömundur JEgir Aöalateinaaon,
Margrát Óaklín Alfreóadóttir, Einar Pálmi Matthíaaaon,
Eyjólfur K.L. Alfreöaaon, Haraldur Gunnar Borgfjörö
og barnabörn.
+
Eiginmaöur minn og faöir
DR. GUNNAR SIGURÐSSON
verkfraaöingur,
Stekkjarflöt 18,
andaöist föstudaginn 3. nóvember.
Helga Ólafadóttir og börn.
+
Konan mín, móöir, tengdamóöir og amma
ELÍN JÓNÍNA HELGADÓTTIR
Öldutúni 3, Hafnarfirði,
lést í Landakotsspítala 5. nóvember.
Þóröur Pálaaon,
Erna Guðjónadóttir Baröi Benediktaaon
og barnabörn.
+
Sonur okkar og bróöir,
ÞORLÁKUR BJARNI HALLDÓRSSON,
lést af slysförum laugardaginn 4. október.
Elae, Halldór Þorlákaaon og börn.
Fósturfaöir minn, + BJARNI GUNNARSSON, frá ÍMfirði
er látinn. Guörún Gunnarason.
+
FRIDJÓN M. STEPHENSEN
er látinn.
Jaröarförin auglýst síöar.
Anna Oddadóttir
og aöatandendur.
+
Móöir okkar,
ERLÍN JÓNSDÓTTIR,
andaöist aðfaranótt 5. þ.m.
Fyrir hönd vandamanna.
Hrefna Jenaen,
Siguróur Jensen,
Guórún Klaueen.
+
Eiginkona mín
INGIBJÖRG ÞÓR,
frá Patrekafiröi
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 8. nóvember kl. 13.30.
Þórarinn Þór.
Valgeröur Einars-
dóttir—Minning
Fædd 31. janúar 1895
Dáin 1. nóvember 1978.
Frú Valgeröur á Hávallagötu 39
er látin. Við lát hennar er líklegt
að allstór hópur fólks, sem nú er á
miðjum aldri, staldri við í önn
dagsins og láti hugann reika
30—40 ár aftur í tímann. Þá hefur
frú Valgerður verið á svipuðum
aldri og þessi hópur er nú.
Hún bjó þá með eiginmanni
sínum Þorláki Björnssyni, prests
hins sterka frá Dvergasteini, og
sonum þeirra tveim, Birni og
Einari, á Hávallagötunni.
Hávallagatan og svæðin þar í
kring voru þá óðum að byggjast
ungu, og athafnasömu fólki með
barnahópa. Þarna voru allar
þjóðfélagsstéttir samankomnar og
ekki hafði enn verið fundið upp
orðið svefnbær. Reykjavík var ekki
ennþá orðin borg og bærinn ekki
stærri en svo, að menn gengu heim
til hádegisverðar og síðan aftur til
vinnu. Nær allir gengu Túngötuna
sem varð í nokkrar klukkustundir
á dag þjóðbraut heimsins. Að
minnsta kosti datt okkur ungling-
unum ekki í hug að sumt fólk ætti
erindi austur í bæ eða að þar byggi
yfirleitt nokkur maður.
Miðpunktur heims okkar var
Landakotstúnið, þar sem kirkjan
var og á bak við hana Landakots-
spítali, þar sem Matthías læknir
og svartklæddar systur voru
grímuklædd að skera fólk upp.
Landakotstúnið var leiksvið okkar
og íþróttavöllur, að vísu gegn vilja
Ferdinands munks, sem rak ötul-
lega úr túninu, en gætti þess að ná
engum. Þarna spruttu upp beztu
íþróttamenn landsins.
Klukkurnar í Landakoti voru
tímavörður hverfisins og raunar
miðbæjarins alls. Varla mun
nokkur kaupmaður hafa þorað að
loka verzlun sinni að kvöldi fyrr en
Landakotsklukkunum var hringt.
Svo kom stríþið, hernám, loft-
varnabyrgi og sprengjuflugvélar
yfir bænum. Islenzk skip voru
skotin niður. Múrað var fyrir
kiukkurnar í Landakoti.
Þetta var sá vettvangur, sem
skáldið Matthías Johannessen
hefur reist minnisvarða í Morgni í
maí þegar „á þessum árum hrundi
veröldin í kringum okkur“.
Ég hef reynt að setja þennan
bakgrunn upp, því að án hans er
Valgerður ekki möguleg í hugsun
minni né heldur hann án hennar.
Ég get ekki skrifað um hana öðru
vísi en sem part af ævi minni og
lífsreynslu. Svo er um fleiri íbúa
þessa hverfis, bæði lífs og liðna að
þeir hafa haft áhrif á lífsmótun
margra sem þeir hafa ekki hug-
mynd um.
Sum heimili voru opnari okkur
unglingunum en önnur. Hávalla-
gata 39 var eitt af þeim. Bræðurn-
ir Björn og Einar voru vinamargir
og gott að koma til þeirra.
Minnisstæður er mér Þorlákur
faðir þeirra. Hann var þögull
maður og hægur, en hlýr. I næsta
húsi bjó Finnur bróðir Valgerðar,
glaður maður sem ekki hafði
uppgötvað kynslóðabilið og talaði
við unglingana eins og einn af
þeim. Valgerður sinnti okkur
meira en Þorlákur, bóndi hennar,
enda meira heima. Hún var
hávaxin og beinvaxin kona, að-
sópsmikil og ákveðin en aldrei
hranaleg. Hún var samkvæmt
nútíma orðalagi „pottþétt". Allir
vissu hvar hún stóð og hún stóð
með okkur unglingunum í öllu sem
var okkur til góðs. Hún var dugleg
og stjórnsöm. Hún var mikil
húsmóðir. A það reyndi lika.
Þorlákur maður hennar varð
bráðkvaddur á bezta aldri, er hann
var að tala við hana í síma, og
Valgerður stóð uppi með drengina
tvo. Vissulega var gengið hljóðlega
um á Hávallagötu eftir að dauðinn
hafði vitjað þar, en heimilishald
hélt áfram og jafngott var að
koma þangað og áður; alltaf voru
móttökurnar hlýlegar þegar kvatt
var dyra.
Svo liðu mörg ár og ungt fólk fór
að sinna sínum hugðarefnum og
ævistarfi. Tíminn fór í húsbygg-
ingar og brauðstrit, en ekki þarf
stöðugar heimsóknir til að við-
halda vináttu. Vegna starfs míns
fékk ég þó tækifæri til að hitta
Valgerði aftur, koma og fylgjast
með henni síðustu árin. Hún taldi
sig gæfusama og hún var þakklát
fyrir að fá að halda fullum
andlegum kröftum, þrátt fyrir að
ellin færðist yfir hana. Hún var
áfram bein og fyrirmannleg og
hélt sinni reisn. — Hún var að
nálgast að verða það hrum að hún
þyrfti að vera upp á aðra komin.
Það átti ekki við hana. Þegar hún
var farin að finna vanmátt sinn,
Mánudaginn 6. nóvember var
Sigrún Sigurjónsdóttir kvödd
hinstu kveðju. Hún andaðist 26.
október eftir langvarandi van-
heilsu.
Sigrún var fædd að Nautabúi í
Hjaltadal í Skagafirði. Snemma
hneigðist hugur hennar til mennta
og kennslu. Tók hún kennarapróf
vorið 1935. Hún var ráðin kennari
við Skóla Isaks Jónssonar árið
1936 en hafði áður fengist við
kennslu í Rípurhreppi.
Árið 1938 giftist Sigrún ísak
Jónssyni skólastjóra. Var það lán
fyrir skólann, því að þau hjónin
voru mjög samhent við uppbygg-
ingu hans og brautryðjendur á
sviði yngri barna kennslu hér á
landi. Sigrún kenndi við Skóla
Isaks Jónssonar til ársins 1953.
Jafnhliða húsmóðurstörfum og
barnauppeldi tók hún virkan þátt í
störfum manns síns og leitaði
hann til hennar í sambandi við
ritstörf og kennslumál. í formála
að bók sinni Átthagafræði þakkar
ísak konu sinni sérstaklega. En
þar stendur orðrétt: „Eru mér efst
í huga þakkir... til konu minnar
Sigrúnar Sigurjónsdóttur, sem var
samkennari minn í 18 ár og ber
bókin svip af því samstarfi".
Saman gáfu þau út Sólskin 1949.
Veturinn 195T—’52 fór ísak Jóns-
son námsferð til Ameríku og fól
hann konu sinni skólastjórnina í
fjarveru sinni.
Sigrún Sigurjónsdóttir var frá-
bær kennari. Hún var góður
stjórnandi og átti gott með að
leiðbeina. í samskiptum við börn
sýndi hún lipurð og lagni. Hún
hafði glöggan skilríng á, hvaða
aðferð hentaði hverju barni eftir
þroska þess og lyndiseinkunn.
I viðkynningu var hún hlý og
einlæg, vinföst og trygg.
Sigrún var gáfuð kona, víðlesin,
ljóðelsk, hafði næma tilfinningu
fyrir íslensku máli og mat þjóðleg-
ar hefðir. Hún var vel hagmælt, en
fátt mun hafa komið út eftir hana.
óskaði hún eftir að fá að kveðja
þennan heim og um það ræddi hún
jafn blátt áfram og æðrulaust og
hennar var vandi.
Sú kynslóð, sem byggði þennan
bæjarkjarna fyrir tæpri hálfri öld,
er nú að smákveðja. Þó eru
nokkrir eftir og meðan svo er
finnst okkur að ekki sé alveg slitið
samband við bernskustöðvarnar
og jafnvel að maður sé ekki svo
voðalega gamall. Smá vonarglæta
um að tíminn standi kyrr. En við
lát frú Valgerðar hefur eitthvað
dáið í okkur öllum, sem lékum á
Landakotstúninu í gamla daga.
Blessuð sé minning hennar.
Guðjón Lárusson.
Minning
Uppeldismál voru henni hugleikin
en móðurhlutverkið rækti hún af
mestri alúð og munu börnin þeirra
fimm búa að því.
í skólastarfinu var Sigrún jafn-
an tillögugóð, þegar vanda bar að
höndum og leituðu samkennararn-
ir oft ráða hennar. Til hinstu
stundar bar hún hag skólans mjög
fyrir brjósti og sýndi það í verki
m.a. með góðum gjöfum og störf-
um í hans þágu löngu eftir að hún
hætti kennslu. Mun skólinn njóta
þess um ókomin ár.
Við kveðjum Sigrúnu Sigurjóns-
dóttur með virðingu og þökk og
sendum börnum hennar og öðrum
aðstandendum samúðarkveðju.
Kennarar við Skóla
ísaks Jónssonar.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATIIYGLI skal vakin á því. að
afma'lis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði. að berast í
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðsta'tt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða hundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu línuhili.
Skrifstofa og efnisafgreiösla
veröur lokuö, eftir kl. 13, þriðjudaginn 7. nóv.
vegna jarðarfarar.
Landssmiðjan.
Sigrún Sigurjóns-
dóttir —