Morgunblaðið - 07.11.1978, Side 36

Morgunblaðið - 07.11.1978, Side 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 BRIDGE COSPER Umsjón: Pál/ Bergsson Baráttu sajínhafa og varnarspil- aranna má oft líkja við einvígi. í spilinu hér að neðan taldi sagnhafi sig hafa náð undirtökunum en það reyndist ekki rétt og vestur átti síðasta orðið. Suður gaf, allir utan hættu. Norður S. 732 H. 653 T. Á743 L. K73 Vestur S. G96 H. KD4 T. KDG L. ÁD105 Austur S. 10854 H. 109872 T. 10 L. 862 Suður S. ÁKD H. ÁG T. G98764 L. G94 Ef þú ert ekki eins og maður, drengur minn, læt ég hann pahba þinn koma til skjalanna! Sambandsleysi milli hnatta „Vel samin og áhrifarík smá- saga birtist í Lesbók Morgunblaðs- ins þann 9. júlí 1978 og bar nafnið Dorothea. Höfundur Helma Þórðardóttir. Sagan er fyrir flesta hluta sakir athyglisverð. En það, sem ég vil einkum minnast á, er sá lífs- skilningur söguhetjunnar, Dorotheu, að líf sé á öðrum hnöttum og að þangað flytjumst við, er lífi okkar lýkur hér. Dorothea er t.d. látin skrifa skáldsögu er heitir: „Eðlilegt samband milli byggðra hnatta." Hún er látin halda uppi samræð- um um líf á öðrum hnöttum og minnst er á Helga Pjeturss og draumakenningar hans. Á einum stað er hún látin segja: „Ég veit ekki hvert ég fer, én ef ég hefi unnið fyrir einhverju í þessu lífi þá vil ég fá að vera á hnetti þar sem mannkynið ímyndar sér ekki að það sé eitt í heiminum eins og hér.“ Svo segir frá því að Dorothea dó erlendis er hún var gömul orðin. En hún birtist vinkonu sinni í draumi (þeirri er segir söguna) og áttu þær tal saman. Dorothea segir henni, að þar sem hún eigi heima, séu góðar bújarðir, og að þarna vori snemma. Vinkonan spyr: „Ertu ánægð?" og hin svarar: „Ójá, að mörgu leyti, ég hefi ágætt starf, en veistu hvað,“ bætti hún við hlæjandi..., „þetta blessaða fólk á þessum nýja hnetti mínum, það heldur líka að það sé eitt í heiminum." Og á þessum orðum endar sagan um Dorotheu. Ég hef ekki orðið þess var fyrr, að skáldsaga væri látin hafa lífsskoðun Helga Pjeturss að leiðarljósi. Og er það vel, að þessi Sagnirnar: Surtur ‘ Vestur Norður Austur 1 t 1 «r. 21 2 hj. 3 tÍKlar allir pass. Vestur spilaði út hjartakóng, sem sagnhafi tók með ás og spilaði gosanum til baka. Vestur fékk slaginn og skipti í tígulkóng. Hann fékk að eiga slaginn og spilaði þá aftur tígli, sem tekinn var með ási. Sagnhafi trompaði síðan siðasta hjarta blinds á hendinni og tók spaðaslagina þrjá. Að þessu loknu hafði sagnhafi fengið sex slagi en vörnin aðeins þrjá og mátti þannig aðeins gefa einn slag á lauf. Það var alls ekki útilokað að það tækist en fyrsta skilyrði til þess var að vestur ætti bæði ás og drottningu. Að þessu athuguðu spilaði suður tígli og vestur neyddist til að eiga slaginn. En hann var vandvirkur og kom auga á leið úr klemmunni. Hann átti aðeins laufin fjögur eftir á hendi, spilaði drottningunni og kóngurinn fékk slaginn. Enn var spilið ekki tapað. Austur gat átt lauftíuna og suður svínaði en vestur tók þá laufslagina tvo, sem dugðu vörninni. Einn niður. JOL MAIGRETS Framhaldssaga eftir Georges Simenon. Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði. 27 hlálegt að vera að segja yður frá þessu. ég í minni stiiðu. Kannski var það óráð að láta Colette til þeirra? Ktundum dettur mér það í hug. En hvað hefði ég annað getað gert? — Þér sviiruðuð ekki spurn- ingu minni um hvort þér haldið að Loraine hafi verið ástkona mannsins sem hún starfaði hjá. — Jú. Konan mín staðhæfði fullum fetum að milli þeirra væri ástasamhand og það væri mjög hentugt fyrir Lorainc að giftast manni sem væri lang- dvölum í burtu. — Vitið þér hvar hún bjó áður en hún gifti sig? — Við götu sem rennur saman við Boulevard Sebastopol. Fyrsta gata til hægri þegar beygt er írá Rue de Rivoli og gengur í áttina að breiðgötunum. Eg man eftir því vegna þess að við sóttum hana þangað i leigubil á brúðkaupsdaginn. — Rue Pcrnelle? — Einmitt. Fjórða eða íimmta hús tii vinstri. Þar er iítið hótel sem virðist ósköp rólegt og virðulegt. Fólkið sem hýr þar vinnur yfirleitt í grenndinni. Ég man eftir að nokkrir minniháttar Jeikarar bjuggu þar á sfnum tíma. — Viljið þér fá að raka yður. Martin? — Eg dauðskammast mín fyrir sjáifan mig. En fyrst ég er nú kominn hingað og mig langar að finna dóttur mína... — Komið með mér. — Þeir gengu gegnum eld- húsið til að trufla ekki frú Maigret. Maigret lét hann fá það sem hann þurfti með. Þcgar hann kom aftur inn í borðstofuna opnaði frú Maigret dyrnar í hálfa gátt og hvíslaði. — Iivað er hann að gera? — Hann er að raka sig. Enn einu sinni greip hann símann. Að venju svaraði Lucas, hann fengi ekki að halda upp á jóiahátiðina að þessu sinni á annan hátt en þennan. — Ertu ómissandi á skrif- stofunni? — Ekki ef Torrence getur verið hér. Ég hef fengið upplýs- ingarnar sem þér háðuiS mig um. — Andartak. Þú skalt fara í gramum hvelli til Rue Pernelle. Þú íerð á lítið hótel sem er citt af fyrstu húsunum sem snúa í áttina að Boulevard Sebastopol. Ég veit ekki hvort siimu eigendur rcka það og íyrir fimm árum. Þú hlýtur að geta haft upp á einhverjum sem vann þar þá. Ég vil fá að vita allt sem þú getur þefað uppi um Lorainc nokkra... — Loraine hvað? — Andartak. Þvf var ég búin að gleyma. Iiann kallaði fram til Martins og spurði hann hvað frú Martin hefði heitið fyrir giftingu. — Boitel! hrópaði hann á móti. — Lueas. Hér á sem sagt í hlut Loraine nokkur Iloitel. Konan sem rak hótelið var svaramaður hennar þegar hún giftist Martin. Þá starfaði hún hjá Lorilleux. — Lorilicux í Palais Royal. — Já. Ég gæti trúað aö ástarsamband heíði verið á milli þeirra. En ég hef engar sannanir fyrir þvf. Flýttu þér eins og þú getur. því að það getur verið aö meira liggi við en maður heldur. Hvað ætlaðir þú að segja mér? — Það var varðandi hvarf Lorilleux. Það var skrftinn náungi. Þegar hann hvarf var hafin rannsókn. Ilann bjó á Rue Mazarine með fjölskyldu sinni. Þar hafði hann orð fyrir að vera prúður og stilltur maður sem veitti biirnum sfnum gott og virðulegt uppeldi. En í verzluninni á Palais Royal gerðust sérkennilegir atburðir. Ilann seldi ekki aðeins minja- gripi og gamla skartgripi heldur einnig kiámmyndir og klámtfmarit.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.