Morgunblaðið - 07.11.1978, Qupperneq 40
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978
Beið bana í elds-
voða í EYJUM
Fiskvinnslustöðin Eyjaberg stöðv-
ast vegna reyk- og brunaskemmda
Það hörmulega slys varð í Vestmannaeyjum s.l. sunnudag
að 44 ára gamall maður, Vignir Sigurðsson vélstjóri, beið
bana í eldsvoða sem upp kom í fiskvinnsluhúsinu Eyjaberg.
Eldsupptök eru ókunn. Allt bendir til þess að Vignir hafi án
þess að láta vita af sér, ætlað að reyna að slökkva eldinn
sem var laus á geymslulofti í húsinu, en skyndileg
reykmyndun lokað fyrir honum leiðir út.
Þegar eldsins varð vart var
starfsfólk hússins við vinnu á
miðhæð og neðstu hæð hússins, en
Vignir var við vinnu á verkstæði á
efstu hæð. Eldsins varð fyrst vart
á neðri hæðunum þegar reykur
kom niður stigana og var eldurinn
þá laus á geymslulofti fyrir ofan
verkstæðið og mikill reykur.
Slökkviliðið kom á vettvang laust
fyrir kl. 5 og fannst Vignir ekki
fyrr en um 45 mín. síðar uppi á
geymsluloftinu en þangað hafði
hann farið með slökkvitæki.
Rannsóknarlögreglumaður úr
Reykjavík var fenginn til þess að
kanna eldsupptök. Vignir Sigurðs-
son lætur eftir sig eiginkonu og
þrjú börn.
Að undanförnu hefur verið
unnið við síldarfrystingu og flökun
í Eyjabergi, en fjárhagslegt tjón af
völdum brunans er mjög mikið og
er ekki hægt að vinna í húsinu eins
og það er. Taldi Sigurður Þórðar-
son forstjóri Eyjabergs að það
myndi taka a.m.k. tvo mánuði að
gera húsið klárt fyrir vinnslu á ný.
Húsið er stórskemmt af sóti og
.einnig þarf að framkvæma mikla
smíðavinnu, gera við þakið, smíða
nýja kaffistofu og hreinsa og mála
allt húsið í hólf og gólf.
Vignir Sigurðsson
Gódur dagur
gegn Búlgörum
Buenos Aires — 7. nóv
ÍSLENZKA karlasveitin tefldi í gærkvöldi við sveit
Búlgaríu. Helgi ólafsson vann Ermenkov í 38
leikjum en allar aðrar skákir fóru í bið.
Guðmundur Sigurjónsson hef-
ur betri stöðu gegn Radulov,
Margeir hefur heldur betri
stöðu gegn Tringov en Jón L.
Árnason hefur heldur lakari
stöðu gegn Padevky. Þetta var
dagur hraðskékanna, á öllum
borðum nema hjá Heiga var við
tímahrak að etja og bardagi við
klukkuna.
í kvennaflokknum vann Guð-
laug sína skák en aðrar skákir
voru ekki búnar.
Allar horfur eru þannig á að
þetta verði góður dagur hjá
karlasveitinni gegn jafn sterkri
sveit og Búlgararnir eru.
— ht.
Sjá einnig fréttir af mótinu á
bls. 18.
Félag ísl. iðnrekenda óskar fundar með ríkisstjórn:
MIKILL REYKUR var á efri hæðum Eyjabergs þegar slökkviliðið kom á
vettvang. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir.
Vill skýr svör út
af tollalækkunum
Félag íslenzkra iðnrekenda hefur ritað forsætisráðherra bréf og
óskað eftir fundi stjórnar FÍI með forsætisráðherra og öðrum
ráðherrum í ríkisstjórninni til að fjalla um málefni tengd iðnaði,
þar sem rætt verði um hvernig ríkisstjórnin hyggst standa við
ákvæði í samstarfsyfirlýsingu sinni um frestun tollalækkana. Er
vakin athygli á því að í athugasemdum fjárlagafrumvarpsins sé
gert ráð fyrir lækkun aðflutningsgjalda í samræmi við
EFTA-aðild Islands og samninga við EBE, enda þótt vitnað sé til
fyrirheita í samstarfsyfirlýsingunni um tollalækkun, en tekið
fram um leið að ekki sé afráðið með hvaða hætti þetta gerist en að
sérstök nefnd þriggja ráðuneyta hafi það til meðferðar.
Þá er í brefinu vitnað til
ummæla Lúðvíks Jósepssonar
fyrir skömmu, að það loforð hafi
verið gefið að við afgreiðslu
fjárlagafrumvarpsins verði tekinn
upp nýr tekju-liður sem samsvari
þessari tollalækkun og eigi að
þjóna því að vernda íslenzkan
iðnað í samkeppni við innfluttan
iðnað.
Bréf þetta fylgdi Fréttabréfi
Félags ísl. iðnrekenda sem Mbl.
barst í gær og kemur þar ennfrem-
ur fram, að í Ijósi þess sem að
framan er getið sé einsýnt að
málefnið sé ekki til lykta leitt
innan ríkisstjórnarinnar og vakin
er athygli á að aðeins séu tveir
mánuðir þar til tollar eigi næst að
lækka samkvæmt samningum við
EBE og EFTA-aðild en einungis 14
mánuðir eftir af aðlögunartíman-
um í heild. ítrekað er að fyrirheit-
ið um frestun tollalækkana sé
aðeins önnur hliðin á málinu en
hin sé raunhæfar iðnþróunarað-
gerðir til að tryggja samkeppnis-
aðstöðu ísl. iðnaðar, og þar sém
fastlega megi gera ráð fyrir að
bæði þessi atriði komi til kasta
löggjafans sé því raunar um
skemmri tíma að ræða en tvo
mánuði ef einhverjar þessara
aðgerða eigi að taka gildi um
næstu áramót. í bréfinu kemur og
fram, að FÍI telur málið svo brýnt
að það þoli ekki bið eftir því að
athugun starfshóps ljúki enda sé
hér mál sem stjórnmálamönnum
beri að taka ákvörðun um en eigi
ekki að vera til athugunar hjá
embættismönnum.
Spassky styður fram-
boð Friðriks SSSSKl
góðgerðarstofnun, sem eigi að
hafa það eitt að markmiði að
koma Bobby Fischer að tafl-
borðinu.“
„Fyrir um það bil tveimur
árum reyndu Sovétmenn að
útiloka mig frá öllum skákmót-
um á vegum FIDE, þar með er
talin kandidatakeppnin. Dr.
Euwe tókst að verja mig þá. Ég
heid að Gligoric myndi ekki gera
slíkt hið sama fyrir mig og frá
mínum bæjardyrum séð er
Friðrik Olafsson eini frambjóð-
andinn," sagði Korchnoi í sam-
talinu við Mbl.
Buenos Aires, 6. nóvember. Frá Höxna Torfasyni Fréttaritara Mbl.
„VÆRI ég fulltrúi á Fide-þinginu myndi ég styðja framboð
lslendinga,“ sagði Boris Spassky í samtali við Mbl. í gærkvöldi.
Þessi yfirlýsing Spasskys sætir nokkrum tíðindum, þar sem
hann teflir hér á fyrsta borði fyrir Sovétríkin, en sovézka
skáksambandið styður Gligoric til forseta FIDE.
En Spassky segist ekki
treysta júgóslavenska skáksam-
bandinu eftir einvígi hans og
Korchnois í Belgrad og því geti
hann ekki hugsað sér Gligoric
sem forseta FIDE. „Að Friðrik
Olafssyni frágengnum myndi ég
styðja Rabel Mendez," segir
hann.
„Friðrik Ólafsson er sá
eini frambjóðendanna sem ég
styð,“ sagði Viktor Korchnoi í
samtali við Mbl. í morgun.
Hefur Korchnoi í samtölum við
forystumenn Skáksambands ís-
lands lýst sig reiðubúinn til að
koma til Islands á næstunni og
tefla, annað hvort í skákmóti
eða þá fjölteflí, og einnig segist
hann reiðubúinn til að tefla í
næsta Reykjavíkurskákmóti,
sem halda á 1980.
„Ég styð framboð íslendinga
því ég hef mjög góða reynslu af
þeim frá einvígjum mínum á
Islandi bæði 1972 og 1977," sagði
Spassky. „Ég lít svo á að
íslendingar séu góðir skipulegg-
jendur og traustir mótshaldarar
og að Island sé vel til þess fallið
að halda jafnvæginu milli
tveggja krókódíla, en ég held
einmitt að eitt af grundvallar-
málum FIDE sé að samræma
ólík sjónarmið. Ég get ekki litið
svo á að FIDÉ sé einhver
í samtali við Mbl. í gærkvöldi
sagði Pétur Sveinbjarnarson, tals-
maður Félags ísl. iðnrekenda, að
svar hefði enn ekki borizt frá
stjórnvöldum við þessu bréfi
félagsins en það var sent hinn 1.
nóvember sl.
Drengur lézt
eftir gang-
brautarslys
LITLI drengurinn, sem slasaðist
lífshættulega er hann varð fyrir
bifreið á gangbraut á Þingvalla-
stræti á Akureyri miðvikudaginn 25.
október s.l. lézt á gjörgæzludeild
Borgarspítalans í Reykjavík á
fimmtudagskvöld. Hann hét Birgir
Már Björnsson, Stekkjargerði 13,
Akureyri. Birgir heitinn var sjö ára
gamall, sonur hjónanna Áslaugar
Þorsteinsdóttur og Björns Jakobs-
sonar bifvélavirkja.