Morgunblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978 Tryggja verður sam- stillt átak í nokkur ár - ef takast á að draga úr hraða verðbólgunnar í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 31. ágúst s.l. segir m.a.i „Ríkisstjórnin mun leggja áherzlu á að draga markvisst úr verðbólgunni með því að lækka verðlag og tilkostnað og draga úr víxlhækkunum verðlags og launa og halda heildarumsvifum í þjóðarbúskapnum innan hæfilegra marka.“ Þar sem enginn sýnilegur árangur hefur náðst í þessum efnum og mikil óvissa er framundan í efnahagsmálum bað Viðskiptasíðan Guðmund Magnússon prófessor við Viðskiptadeild Háskólans að svara eftirfarandi spurningu ef það mætti verða til að skýra núverandi öngþveiti nokkuð fyrir lesendum. Spurningin er þessit „Hvaða aðgerðir er nauðsynlegt að framkvæma ef þetta markmið á að nást?“ Fer svar Guðmundar Magnússonar hér á eftir« Áður en þessari spurningu er svarað, sagði Guðmundur, er rétt að staldra aðeins við og huga að helztu einkennum okkar efnahags- lífs á undanförnum misserum og árum. í því sambandi vil ég leyfa mér að nefna eftirfarandi atriði: 1. Gripið hefur verið til gengis- fellinga þótt góðæri hafi ríkt. 2. Mikil verðbólga líkleg á næstunni, þrátt fyrir engar grunn- kaupshækkanir, nema breytingar verði á verðbótakerfinu. 3. Fjárfesting landsmanna skil- ar sér illa. 4. Alls kyns höft eru haldlítil. 5. Ennþá er rekin landvinninga- stefna í landbúnaði og sjávarút- vegi enda þótt auðlindirnar þoli ekki að nær þeim sé gengið í bráð. 6. Vinnutími er langur og afköst ekki nægilega mikil. 7. Vísitölukerfið, verðbólgan og lítill afrakstur tiltölulega mikillar fjárfestingar hefur sennilega tryggt launþegum hægt vaxandi hlut í þjóðartekjum, sem vaxa minna en efni standa til, þ.e. meira gæti verið til skiptanna ef betri árangur næðist í stjórn efnahags- mála. Fyrsta skrefið í þá átt að ná þessu markmiði er þó að viður- kenna að það kaupmáttarstig sem samið var um í sólstöðusamning- unum 1977 fær ekki staðist. Leiðrétting á því getur til lengdar Ný tækni við fjárlaga- gerð kynnt þingmönnum NÆSTKOMANDI þriðjudag mun Stjórnunarfélagið kynna núllgrunnsáætlanagerðina fyrir þingmönnum. borgarstjórnarmönnum og ýmsum þeim embættismönnum er fást við fjárlagagerð fyrir opinbera aðila. Einnig verður sólseturslög- gjöfin (Sunset Legisation) kynnt fyrir þátttakendum og rætt verður um framkvæmd þessara mála í Bandaríkjunum. Megin- markmiðið með beitingu þess- ara aðferða er að bæta nýtingu þess fjár sem opinberir aðilar hafa til ráðstöfunar á ári hverju. Fundurinn er á þriðju- daginn milli 9 og 12 og er að Hótel Loftleiðum. aðeins gerst með tvennum hætti, gengisfellingu (óbeinni skerðingu kaupmáttar) eða beinni kaupmátt- arskerðingu með niðurfellingu verðbóta. Eflaust verða báðar leiðirnar farnar að einhverju leyti, en eigi að ná árangri í baráttunni við verðbólguna, sem spurningin snýst um, er niðurfærsluleiðin miklu beinni og markvissari, en áreiðanlega erfiðari í framkvæmd. Samstilltar aðgerðir eru nauðsynlegar ef takast á að vinna bug á verðbólgunni og það er sársaukaminna að koma henni á kné í nokkrum glímutökum fremur en í einu áhlaupi, sagði Guðmund- ur. Á einu kjörtímabili ætti til að mynda að vera hægt að draga úr ferðinni niður fyrir 15% en ef það á að takast þá þarf samstillt átak í gjaldeyrismálum, peningamálum, ríkisfjármálum og launamálum. Leggja þarf vísitölukerfið á vinnu- markaðinum til hliðar í fjögur ár. Ákveðin kaupmáttarrýrnun, jafn- að niður með sem réttlátustum hætti á launamenn, komi strax, en síðan verði að einu ári liðnu frá aðlöguninni að verðbólgunni, tryggt að kaupmáttur aukist að sama skapi og þjóðarframleiðsla ykist og síðar eftir því sem viðskiptakjör baatna og jöfnunar- sjóður hefur verið myndaður. Kaupmáttaraukningin gæti þá m.a. skeð með gengishækkun í stað grunnkaupshækkana. Svigrúm sé Guðmundur Magnússon, prófessor. skapað til myndunar jöfnunar- sjóðs í útflutningi þar sem bæði yrði tekið tillit til verðbreytinga og magnbreytinga. Sérhagsmunir ráði ekki sjóðsmyndun eða ráð- stöfun sjóðsfjár. Hvað varðar fjárskuldbindingar almennings er nauðsynlegt að verðtryggingar verði gefnar frjálsari. Fjárfesting- arlán verði endurgreidd á raun- virði jafnframt því sem lánstími yrði lengdur. Sparifjármyndunin verði örvuð með raunhæfum ávöxtunarkjörum. Gjaldeyrisvara- sjóður verði smám saman myndaður af innlendum sparnaði. Ríkisfjármálunum þarf að beita til aðhalds og af sveigjanleika til hagstjórnar. Rekstrarumsvif hins opinbera aukist ekki frá því sem nú er og dregið sé úr fjárfestingum hins opinbera á næstu tveimur árum. Ríkissjóður má með engu móti leggjast á sveif með verðbólg- unni. Útlánum fjárfestingarlánasjóða sé stýrt með lánsfjáráætlun og útlán banka og opinberra sjóða með bindiskyldu í hlutfalli við útlán (en ekki iinnlánaaukningu eins og nú er). Erlendar skuldir mega ekki aukast frá því sem nú er. Ákveðið verði að samið verði um kaup og kjör sem mest samtímis hjá öllum launþegahópum. Ákjósanlegt er að samstaða náist í að vinna bug á verðbólgunni en verði það ekki, verður ríkisvaldið að beita sköttum og peningamál- um til þess að ná settu marki. Framleiðni ykist í kjölfar framan- greindra aðgerða en nokkrir tíma- bundnir erfiðleikar gætu orðið á vinnumarkaði. Því má reikna með að verja yrði fé til þess að auðvelda umþóttun og umskólun. Nægi þessar almennu aðgerðir ekki til þess að stemma stigu við sókn í sjávarútvegi og framleiðslu- aukningu í landbúnaði til útflutn- ings verður að grípa til sérstakra takmarkana. Ég hef hér að framan lagt meiri áherzlu á hinar almennari aðgerð- ir en ekki skammtanir, boð og bönn og er það eekki af óskhyggju einni saman heldur er hér um að ræða aðgerðir sem unnt ætti að vera að framkvæma ef viljinn er fyrir hendi, sagði Guðmundur Magnússon að lokum. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Opinberir styrkir eru eins og eiturlyf Opinberir styrkir til iðn- fyrirtækja hafa verið mikið til umræðu að undanförnu og þá ekki sízt vegna þess skollaleiks sem stundaður hefur verið í Vestur-Evrópu í þessum mál- um. Tilurð þcssara styrkveit- inga má þó rekja annað eða til Asíu og Suður-Ameríku. Á meðan laun iðnverkafólks í fyrra voru $ 7.32 í Vestur Þýskalandi námu laun fyrir sömu vinnu 35 centum í Hong Kong. Afleiðingin var m.a. sú að 43% af öllum bómullarvörum sem seldar voru í Vestur-Evrópu á síðasta ári komu frá löndum utan álfunnar. I stáliðnaði er ástandið mun verra. Tilgangur styrkveitinganna er því augljós en það sem aftur á móti myndar fyrr nefndan skolla- leik er það að ráðamenn hclztu samkeppnislanda okkar innan EFTA og EBE viðurkenna ekki að þessir styrkir cigi scr stað. Til að fá nánari upplýsingar um þessa styrki og styrkveit- ingar almennt lagði Viðskipta- síðan eftirfarandi spurningar fyrir Þórð Friðjónsson deildar- stjóra hjá Félagi ísl. iðnrek- enda. Nú er það ljóst að ýmis fvrirtæki og jafnvel heilar atvinnugreinar innan iðnaðar njóta í víðtækum mæli beinna styrkja frá hinu opinbera í mörgum af helztu viðskipta- löndum okkar. Sú spurning hlýtur því óneitanlega að vakna hvaðan fjármagnið kemur til þessara styrkveitinga? Félag ísl. iðnrekenda hefur ekki undir höndum nákvæmar upplýsingar um hvernig styrkjakerfi þessara landa er fjármagnað. Það sem einkum veldur skorti á upplýsingum um þetta efni er að hér er um feimnismál að ræða þar sem beinar styrkveitingar til ein- stakra fyrirtækja og greina brjóta gróflega í bága við ákvæði EFTA og EBE um frjálsa samkeppni. Af þeim upplýsingum sem eru fyrir hendi má þó ráða að yfirleitt eru styrkirnir bein framlög frá hinu opinbera og sjaldnar að tekju- stofnar séu markaðir sérstak- lega til þessa verkefnis. Það eru þvískattgreiðendur almennt, fyrirtæki sem skila hagnaði og einstaklingar sem bera þungan af styrkjakerfinu. Af þessu tilefni spyr Viðskiptasíðan hvort F.I.I. vilji fara inn á sömu braut og hvernig það vilji fjármagna beinar styrkveiting- ar til „valdra“ fyrirtækja og atvinnugreina ef óskað er eftir samsvarandi fyrirkomulagi hér- lendis. Félag ísl. iðnrekenda hefur eindregið barist á móti opinber- um stuðningsaðgerðum, sem gera upp á milli einstakra fyrirtækja og atvinnugreina. Beinir stuðningsaðgerðir við einstök fyrirtæki eru til þess eins fallnar að fastbinda óhag- kvæma notkun framleiðsluþátt- anna, sem leiðir til lélegri lífskjara. Ríkisvaldið heldur óarðbærum og ósamkeppnis- hæfum fyrirtækjum á floti og fjármagnar þá starfsemi með skattheimtu. Skattborgararnir og fyrirtæki sem geta staðið á eigin fótum bera byrðarnar. Þessar tilfærslur valda því að staða fyrirtækja með góða afkomu veikist og afleiðingarn- ar er minni heildarframleiðsla, þ.e. lélegri lífsafkoma. Þessu til viðbótar hefur stýring hins opinbera á þennan hátt tilhneig- ingu til að teygja anga sína lengra og lengra. Skugginn, sem fellur á heilbrigða atvinnustarf- semi, verður af þessum sökum stöðugt stærri. Opinberum styrktaraðgerðum til iðnfyrir- tækja og greina, hefur verið líkt við einn af verstu sjúkdómum í nútíma þjóöfélagi. Formaður sænska Vinnuveitendasam- bandsins, Curt R. Nicolin, líkir þeim við eiturlyf í tímaritinu „Dansk Industry". í byrjun gefa þau sælutilfinningu, en þegar til lengra tíma er litið eyðileggja þau líkamann. Þetta eru orð að sönnu. Styrktaraðgerðirnar eru vanabindandi og draga smám saman úr þrótti atvinnulífsins og leiða til lakari lífsafkomu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.