Morgunblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978 1 3 María Skagan: sTas. sem var uppi á 2. öld eftir Krist, mælir með pillum, sem eru lagaðar úr bjarnarfitu og villt- um rósum, sem ágætu lyfi gegn rólyndi, sem kemur órólegum nútímamanni dálítið spánskt fyrir sjónir. Frá hinni fornu Rómaborg eru til pilluöskjur, sem rekja má til taberna, en það var heiti á 'hinni rómversku lyfjabúð. Aðeins skal nefnd ein pillu- tegund, sem var mjög mikið notuð á miðöldum og í byrjun nýju aldar, en það er Pilula perpetua, eilífðarpilla. Hún var úr málminum antímón, sem var bræddur og formaður í kúlur. Slíkar pillur höfðu þann ágæta eiginleika, að hægt var að nota þær oftar en einu sinni og þær voru þess vegna nokkurs konar ættargripir. t merkri lyfjabók frá lokum 17. aldar er sagt, að eilífðarpillan verki laxerandi „vegna þess, að þegar hún er gleypt ýtir hún á og hreinsar á leiðinni niður og út vegna þyngdar sinnar. Síðan er hún þvegin og gefin aftur eins og fyrr og þannig að eilífu". Þegar lyfjaiðnaðurinn vél- væddist í lok síðustu og byrjun þessarar aldar, voru framleidd- ar sérstakar pilluvélar, en af- köst þeirra voru ekki meiri en um það bil 300.000 pillur á sólarhring, sem eru tiltölulega lítil afköst miðað við töfluvélar. Dæmi: Pilulae A-D-vitamini (A-D-vítamínpillur). Stflar, þarfagangsstílar, endaþarmssstílar hafa að geyma lyf í skömmtuðu magni og eru ætlaðir til þess að setja í endaþarm. Suppositorius, sem latneska heiti lyfjaformsins, suppositoria, er dregið af, merk- ir að setja neðan frá eða upp. Stílar eru eitt af elztu lyfja- formunum. Elztu heimildir um þá er að finna á assýrískum leirtöflum og síðar eru stílar gerðir að umtalsefni bæði hjá Hippokrates og Dioskorídes, en hann var einn hinna frægu grísku lækna, sem störfuðu í Rómaborg á 1. öld eftir Krist. Hann þjónaði meðal annars í herjum Nerós keisara. Stílar eiga að hafa stað- bundna eða almenna verkun eftir að þeim hefur verið komið fyrir í endaþarmi. Af þeim stílum, sem eiga að hafa stað- bundna verkun, má nefna gyllinistíla (gyllinæðastíla) og laxerandi stíla, en lyf í stíla- formi, sem eiga að hafa almenna verkun eru til dæmis sterk verkjadeyfandi lyf, hjarta- glykósíðar, hormónar, teófýlla- mín og ýmis svefnlyf og væg verkjadeyfandi lyf handa börn- un. Dæmi: Supposiíoria bijogali (g>’llinistílar) og Suppositoria morphini 20 mg (morfínstílar). Skeiðarstflar burðar- vegsstílar hafa að geyma lyf í skömmtuðu magni og eru ætlað- ir til þess að setja í skeið (leggöng). Latneska nafnið er samsett úr orðunum vagina = skeið og suppositoria og er hér enn eitt dæmi um nafn lyfja- forms vegna sérstakrar notkun- ar. Skeiðarstílum er langoftast ætlað að hafa staðbundna verk- un í skeið. Á ensku eru skeiðar- stílar oft kallaðir „vaginal suppositories“, en sjaldnar „pessaries". Venjuleg lyf, sem látin eru í skeiðarstíla eru því sóttvarnarefni, getnaðarvarnar- efni, staðdeyfilyf og ýmis lyf, sem notuð eru gegn smitun með frumdýrum, örverum eða svepp- um í skeið. Skeiðarstílar eiga að vera keilulaga eða kúftir og íhvolfir, en aldrei með slétta eða tvíkúfta fleti eins og töflur. Dæmi: Vagitoria nitrofura- zoni (nítrófúrazónskeiðarstílar). Dropar, guttae, eru fljót- andi Tyfjaform til inntöku, venjulega ætlaðir til þess að skammtast í dropatali. Þetta er lyfjaform, þar sem skömmtun er færð á hendur notanda eða forsvarsmanns hans. Algengt er að gefa börnum A- og D-vítamín í þessu formi. Það hefur þann kost, að hægt er að vítamínbæta fæðu korna- og ungbarna með þessu formi, þar sem ekki væri hægt að nota pillur eða töflur. Einnig er hægt að gefa korna- börnum lyf gegn magakrömpum í dropaformi. Þegar dropar eru skammtaðir, ber að nota lyfja- glös með vör eða svokallaðan normaldropateljara, en það er hringlaga, „massíf" glerstöng og hefur hún slípaðan dreypiflöt, sem er hornréttur við lengdar- ásinn. Á þennan hátt verður skömmtun nægilega nákvæm. Dæmi: Guttae A-D-vitamini (A-D-vítamíndropar). Fvrir utan gluggann minn hér að Hátúni 12, Sjálfsbjargarhúsinu, blasir við steyptur grunnur — vísir að sund- og æfingalaug, sem átti að vera tilbúin fyrir mörgum árum. Félagið Sjálfsbjörg, Lands- samband fatlaðra, hefur unnið stórátak með byggingu dvalar- heimilisins, Sjálfsbjargarhúsinu svokallaða, þar sem verst fatlaða fólkið dvelur sumt á sjúkradeild- inni, sem rúmar 45 manns, sumt í nýju íbúðunum, er verið hafa í byggingu í mörg ár og eru enn ekki allar fullgerðar. Ennfremur er hér æfingastöð með tveimur sjúkra- þjálfurum og nokkrum raftækja- búnaði til gigtlækninga. Allt er þetta ómetanlega mikils virði og ber að þakka af alhug. En hér sem víðar skortir það sem mörgum er mestra meina bót, nefnilega áðurnefnd laug. Það er óhrekjan- leg staðreynd að í þægilega heitu vatni eru illa farnir sjúklingar færir um að gera margvíslegar og flóknar æfingar, sem þeir með engu móti geta gjört á æfinga- bekkjum, hversu færir sjúkra- þjálfarar, sem hlut eiga að máli. Danskur sjúkraþjálfari sagði eitt sinn við mig: „Þið Islendingar ættuð að geta haft hæfilega heita laug og heitan pott við hvert sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu. Þið sem hafið hveravatnið og getið hitað upp húsin.“ Skilningur forráðamanna þjóðfélagsins er þó ekki meiri en svo, að mokað var María Skagan ofan í gryfju á Landspítalalóðinni, þar sem koma átti laug. Er hún þar með úr sögunni. Loks þegar ráðherrar höfðu legið á Grensás- deild var samþykkt fjárveiting til laugarbyggingar þar. Hingað kemur mjög fatlað fólk hvaðanæfa að, einnig af Grensás- deild, til ævidvalar. Meðan stórfé er eytt í fjarskiptastöðvar fyrir sjónvarpsútsendingar erlendis frá og annað álíka bruðl mega sár- þjáðir og vanmegna sjúklingar hér í Sjálfsbjargarhúsinu stara von- litlum augum á þennan steypta grunn, því okkur hefur verið sagt af hjúkrunarfólki, að laugin komi ekki fyrr en eftir 6—7 ár. Mér er fullkunnugt, að forráðamenn Sjálfsbjargar, það ágæta fólk, hefur hug á að hefja byggingu laugarinnar svo fljótt sem verða má. En það er gamla sagan, fjárskortur hamlar. Þetta er þjóðarskömm. Á Reykjalundi og Elliheimilinu Grund eru laugar til mikillar heilsubótar vistmönnum þar. Hér er það mér og ótal öðrum öryrkjum bein lífsnauðsyn að fá laugina sem allra fyrst. Nýlega gáfu vinahjón mín kr. 50.000 í sjóð þann, sem tekur á móti framlögum til laugarinnar. Mun sá sjóður lítt kunnur og um leið og ég þakka áðurnefndum hjónum af alhug þessa rausnarlegu gjöf, langar mig til að vekja athygli allra þeirra, sem fjárráð hafa, bæði einstakl- inga og félaga svo sem Kiwanis- og Lionsklúbba, á þessu aðkallandi og afdrifaríka máli. Ef margar hend- ur leggjast á eitt má mikið vinnast. Og þótt framlögin séu smá, þá holar dropinn steininn. Þið sem njótið þeirrar heilsubótar að komast í Laugardalslaugina, Vesturbæjarlaugina og aðrar laug- ar — í nafni mannúðar og jafnréttis, leggið okkur lið — okkur sem mörg hver getum ekki setið í bíl og ekkert komist. María Skagan. —P.S. Framlögum til sjóðsins er veitt móttaka i skrifstofu Sjálfs- bjargarhússins að Hátúni 12. HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. Lokuð vökvakerfi = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SlMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-ÞJÓNUSTA LítidHI beggja hlída Med leiguf lugi til LONDON 27. nóv. og 3. des. LONDON býóur upp á flest allt sem hugurinn girnist Hótel Þú getur valió úr 3 hótelum, sem öll eru staósett vió OXFORDSTREET, fræg- ustu verslunargötu í London. Skoóunarferóir Skipulagóar skoöunarferóir í báóum feróum-íslensk fararstjórn. Knattspyrna Af hverju ekki aó bregóa sérá völlinn og sjá knattspyrnu eins og hún gerist best? „ Fyrri feró: Chelsea — Bristol City Tottenham — Arsenal Síóari feró: Chelsea — Aston Villa Tottenham — Ipswich Skemmtanir í London er skemmtanalífió ótrúlega fjöl- breytt og allir sem þangað koma ættu aó skreppa i leikhús. Landbúnaðarsýning Hin heimsfræga SMITHFIELD Jand- búnaóarsýning stendur þeim til boóa sem velja sióari feróina. Hamvinnuferdir AUSTURSTR/ETI 12-SIMI 27077 9 LANDSYN AUSTURSTR/ETI 12-SIMI 27077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.