Morgunblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978 A.G. Irbe er landflótta lett- neskur rithöfundur sem nú er búsettur í Svíbjóð. Hann hefur Þýtt íslenska'höfunda og lagt kapp á að kynna bókmenntir okkar. Hann samdi meöfylgj- andi grein og sendi Morgun- blaðinu til birtingar í tilefni af pví aö sextíu ár eru líðin í dag síðan lettneska pjóðin lýsti sig sjálfstætt lýðveldi. rækilega á þá staðreynd, að sjálfstæði þessa lands byggð- ist alls ekki á neinum fljót- færnislegum byltingarað- gerðum, enda þótt sjálfstæð- isyfirlýsingin ætti rætur sín- ar að rekja til all snöggrar stefnubreytingar í hinni hefð- bundu og löngu sjálfstæðis- baráttu Letta. Yfirlýsing Lettlands um að landið væri sjálfstætt og fullvalda ríki byg^ðist á lýðræðislegri ákvörðun þjóðarinnar sjálfr- ar. en að þeirri ákvörðun stóðu 8 lettneskir stjórn- málafiokkar. auk stjórnskip- aðs landshöfðingja. Fulltrúum hinna ýmsu þjóða- brota innan lettnesku landa- mæranna var auk þess gefinn kostur á að segja sitt álit. í þau 22 ár, sem Lettland var sjálfstætt ríki, þ.e. frá 1918 til 1940, urðu miklar framfarir í landinu, bæði á sviði menningarmála, efna- hagslífs og þjóðfélagsmálum í heild. Ýmsir vankantar komu þó einnig greinilega í ljós á stjórnskipun Lettlands, og það sérstaklega með nýjum mjög frjálslyndum kosninga- lögum, sem áttu að hafa það markmið að efla til muna lýðræðið í landinu. Afleiðing þessara kosningalaga varð A. G. Irbe; 60 ár frá sjálf- stæðisyfirlýs- ingu Lettlands Ef Hitler hefði á fjórða áratugnum notað þá miklu hylli, sem hann tvímælalaust naut með þýzku þjóðinni, til þess að styrkja lýðræðið í Þýzkalandi og finna friðsam- lega lausn á vandamálum þjóðarinnar, þá væri það afar líklegt að vestrænir blaða- menn væru nú staddir í höfuðborginni Ríga til þess að taka þátt í hátíðahöldum í tilefni 60 ára afmælis sjálf- stæðisyfirlýsingar Lettlands. Sú staðreynd, að þessu er ekki þannig farið, á rætur sínar að rekja til þess, að Jósef V. Stalín var bæði aðdáandi og stuðningsmaður Hitlers. Báðir voru þeir jafn fúsir að beita hvor annan brögðum í einu og öllu, en það komst samt á samkomulag milli þeirra, og þetta sam- komulag var meðal annars gert á kostnað baltnesku ríkjanna. Enn þann dag í dag halda arftakar Stalins loforð- ið við der Fiihrer: Eystra- saltslöndin lúta Sovétríkjun- um. Aftur á móti getur enginn komið í veg fyrir, að íslenzk dagblöð minna lesendur sína á, að hinh 18. nóvember 1978 var Lettland lýst sjálfstætt lýðveldi, sem mundi lúta lýðræðislegri þingbundinni stjórn. Nokkrum árum síðar höfðu þjóðkjörnir þingmenn Lettlands samið ríkinu nýja stjórnarskrá með lýðræðis- legum stjórnskipunarlögum. I sambandi við sjálfa sjálf- stæðisyfirlýsingu Letta 1918, hefur sjaldan — ef nokkurn tíma — verið bent nægilega hins vegar ríkisstjórn, sem ekki studdist lengur við stjórnarskrá lýðveldisins Lettlands. Lettneska þjóð- þingið sjálft hélt aftur á móti lög og reglur lýðræðisins í fullum heiðri, og það lengur heldur en í nokkru öðru ríki í Austur-Evrópu, að Finnlandi og Tékkóslóvakíu undanskild- um. Vorið 1940 bundu Sovét- menn endi á sjálfstæði Lett- lands. En í öllum þeim þvingunaraðgerðum, sem Lettar voru beittir, varð Sovétmönnum þó á ein afger- andi mistök: Samkvæmt orða- Iagi sjálfrar stjórnarskrár Lýðveldisins Lettlands hefur allt fram á þennan dag aldrei verið hundinn form- legur endi á sjálfstæði lands- insi Samkvæmt stjórnar skránni er aðeins hægt að breyta stöðu Lcttlands sem fullvalda ríkis með ákvörðun, sem tekin er við þjóðaratkvæðagreiðslu. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla hefur aldrei átt sér stað í Lettlandi. Og enginn varð heldur var við þá lettnesku þjóðbyltingu, sem vissir aðilar hafa haldiö fram að átt hafi sér stað í Lettlandi árið 1940. Aftur á móti urðu Lettar árið 1940 mjög áþreifanlega varir við stríðsvagna og hergögn stór- veldisins Sovétríkjanna sem hið áhrifamikla vald í land- inu. Það er einmitt þetta vald, sem stjórnar Lettlandi enn þann dag í dag. Þessa valdbeitingu er ekki unnt að viðurkenna sem rétt- mæta. „Grínsaga fyrir alla aldurshópa” — segir Bjöm Hinriksson, höfundur nýju teiknimyndasögunnar „Sagan af S-15” „SAGAN af S-15" nefnist ný teiknimyndasaga sem hefur göngu sína í Mbl. í dag. Höfundur sögunnar er 15 ára gamall nemi í Réttarholts- skóla. Björn Ilinriksson. „Ég hef fiktað við að teikna i lVi—2 ár en aldrei orðið neitt úr því fyrr en núna, ég á kannski eftir að ljúka við þær sögur sem ég hef byrjað á einhvern tíma seinna. „Sagan af S-15" er grínsaga í stíl við frönsku teiknimynda- sagnanna um Tinna og Astrík. Hún segir frá vélmenni nokkru og prófessor sem býr það til. Strákur einn hittir vélmennið en síðan upphefst mikil barátta um að ná í þetta vélmenni og blandast ýmsir aðilar inn í málið." Aðspurður um það hvernig þessi saga hefði orðið til sagðist Björn fyrst hafa fengið hug- myndina að henni í sumar. „Fyrst skrifaði ég niður efnis- þráðinn en síðan hefur sagan orðið til jafnóðum og ég teikna. Fyrst teikna ég með blýanti en Björn Hinriksson höfundur „Sögunnar af S-15". síðan fer ég ofan í strikin með penna. Það tekur mig u.þ.b. 4—5 tíma að gera hverja blaðsíðu. Eg byrjaði á sögunni í ágúst og ætlaði að klára hana þá en það varð ekki úr. Ég veit ekki sjálfur hvað gerist næst á eftir því sem ég er þegar búinn að teikna, um % af sögunni, og ég veit ekki heldur hvernig hún endar, ekki ennþá. Björn sagði að þessi tóm- stundavinna sín tæki engan tíma frá skólanum. „Ég teikna 1 blaðsíðu á viku en gæti teiknað allt að 3 á viku án þess að taka tíma frá skólanum. Áhuga fólks á teiknimynda- sögum kvað Björn vera þó nokkurn. „Ég held að það séu mjög margir sem hafa áhuga á þeim. Allavega höfum við 4 höfundar komist að með sögur okkar í blöðin nú undanfarið og það sýnir að það hafa nokkrir líka áhuga á að teikna þær. Björn sagði að þegar hann byrjaði að teikna hefði það aðeins verið eitthvert fikt. „En það fór batnandi. Ég hef áhuga á að halda áfram að teikna sögur og ég vona að „Sagan af S-15“ eigi eftir að falla almenningi vel í geð. Ég samdi hana ekki fyrir neinn sérstakan aldurshóp og ég held að hún sé fyrir alla, jafnt unga sem aldna. Basar Rauða kross kvenna Þessir munir, sem kvenna- deild Rauða krossins verður með á basar sínum í Fóst- bræðraheimilinu á sunnudag, voru til sýnis í glugga Sport- vals. Eins og sjá má eru þarna margvíslegir föndur- munir og kökur. En basarinn hefst kl. 2 e.h. Ágóðinn rennur óskiptur til bóka- kaupa í sjúklingabókasöfn þau, sem kvennadeildin sér um í sjúkrahúsum. Ljósm. Kristján. Fríkirk jan í Reykjavík heldur þakkarhátíð Blaðinu hefur borizt eftirfarandi frá Fríkirkjunni í Reykjavíki Stofndagur Fríkirkjunnar í Reykjavík var 19. nóv. 1899. Nú í ár ber því afmæli kirkjunnar upp á sunnudag. Verður afmælisins minnst í sérstakri guðsþjónustu, sem fram fer í kirkjunni á morgun. í stað þess að kalla þetta afmæli kirkjudag eins og víðast er venja, hefur safnaðarstjórnin ákveðið að kalla þetta þakkarhátíð. Með því vill hún leggja áherslu á, að Guði einum ber fyrst og fremst að þakka, þegar horft er um öxl. Guð hefur gefið trúna, viljann og máttinn, sem einkennt hefur safnaðarstarfið á umliðnum áratugum. Handleiðslu Guðs hefur söfnuðurinn notið í ríkum mæli, og því hefur starfið í kirkjunni borið góðan ávöxt. Mun þakkarhátxð af þessu tagi verða haldin í Fríkirkjunni árlega héðan í frá á afmæli kirkjunnar eða þeim sunnudegi, sem næstur er 19. nóv. hverju sinni. Víða um lönd eru þakkarhátíðÍF árlegur viðburður á svipuðum árstíma. Væri það gott, ef slík siðvenja myndaðist hér á Islandi, því ekki hafa íslendingar fyrir minna að þakka en aðrar þjóðir. Messan á morgun verður á venju- legum messutíma Fríkirkjunnar kl. 2. Verður hún með sérstöku sniði. Organisti kirkjunnar, Sigurður ísólfsson, mun leika á orgelið og Fríkirkjukórinn syngur. Einsöngvari í messunni verður Hjálmar Kjartansson. Safnaðarpresturinn, séra Kristján Róbertsson, með leiða guðsþjónustuna og prédika. Hér er tækifæri fyrir Fríkirkjufólk að sýna áhuga sinn og samstöðu um málefni kirkjunnar. Allir Reykvíkingar, sem myndu vilja taka þátt í þessari þakkarhátíð, eru velkomnir í hið fagra og virðulega musteri við Tjörnina — í hjarta Reykjavíkur. Þá er ástæða til að minna alla velunnara Fríkirkjunnar á basar, sem Kvenfélag Fríkirkjunnar heldur á mánudaginn 20. nóv. til styrktar starfsemi sinni. Basarinn verður í Iðnó uppi og hefst kl. 2 e.h. Verður þar margt á boðstólum og mikil fjölbreytni eins og venja er til. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.