Morgunblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978 39 fagra og óspillta staði og ferðaleið- ir áður en vélknúin farartæki ryddu sér þangað braut með þeim skemmdum og ófögnuði er oft fylgdi í kjölfarið. Það var fróðlegt og skemmtilegt í senn að kynnast vinnubrögðum, háttum og ráðsnilld Ágústs í þessum hestaferðum. Þar kom fram reynsluþekking margra genginna kynslóða á þessu sviði, og ekki síst var fróðlegt að kynnast skiptum hans við klárana sína, en hann var hvorttveggja í senn, kær að hestum og hestvand- ur. Frá þessum horfnu sumarferð- um áttum við margar kærar og hugljúfar minningar er gjarnan voru rifjaðar upp er fundum bar saman á góðri stund. En þó að Ágúst ætti létt með að blanda geði við fólk og njóta gleðistunda er þær buðust, var hann í eðli sínu maður starfs og alvöru, sívakandi fyrir hag og heill bús og heimilis. Ágúst hafði eins og flestir af hans kynslóð þekkt tvenna tíma. Kunni hann frá mörgu að segja um erfiða lífsbaráttu fólks frá fyrri tíð, því minni hans var trútt, frásögnin skýr og oft blandin kímni. Þegar Ágúst hóf búskap að Ásum, mun sjóður hans hafa verið næsta léttur. Þá var þar flest ógert miðað við það sem nú er. En með samstilltum og einörðum huga og vinnufúsum höndum tókust Ágúst og hin unga húsfreyja á við erfiðleikana og horfðu bjartsýn til framtíðarinnar og unnu sigur. Búskapur þeirra blessaðist og nú eru Ásar með best setnu jörðum. Þó að Ágúst legði gjörva hönd á margt um dagana og lægi ekki á liði sínu, var hann þó fyrst og fremst bóndi, málefni bænda voru honum hugstæð og fyrir þeirra hönd hafði hann mikinn en heil- brigðan metnað. Ágúst var ræktunarmaður sem breytti móum í bylgjandi töðuvelli og skepnu- vinur sem lagði áherslu á að eiga fallegt og afurðagott búfé. Um ævistarf Ágústs eiga við orð borgfirska bóndans, skáldsins frá Kirkjubóli: „Kn við vildum. vinurinn KÚður. vorða okkar snauðu móður Kra>ðimonn. svo Krori að holdur Kamalt kal ok brunasár. I'oKíir bóndans þrok or bilað. þá or Kott að hafa skiiað bættu landi í barns sfns hondur. betra er það en auður fjár sá. er vex við svik ok tár." Ágúst Sveinsson var einn af „græðimönnum" sinnar tíðar er margir kveðjanú þakklátum huga. Við gömlu ferðafélagar erum þess fullviss að hinsta för hans muni vel ráðast. Páll Agnar Pálsson. Nýiega er látinn í hárri elli Ágúst Sveinsson í Ásum. Hann var svo þekktur maður að óþarft mun vera að kynna hann, en minna má á að í föðurætt var hann af hinni kunnu Langholtsætt og á þeirri jörð bjuggu foreldrar hans uns Ágúst var kominn um tvítugt, en þá fluttu þau að Ásum í Gnúp- verjahreppi með alla sína fjöl- skyldu, og þar hafa þau búið síðan, fyrst Sveinn um nokkur ár en síðan Ágúst en börn hans síðan er þau höfðu aldur til. Alla mína ævi hefur Ágúst verið nágranni minn, um fimmtán mínútna ferð er á milli bæjanna, hvort sem farið er á bíl eða hesti. Þó liggja löndin hvergi alveg saman, svo að ekki höfum við þurft að þola hvor öðrum ágang búfjár- ins. Þetta nefni ég til gamans, af því að mér finnst að eitt hið fjarlægasta sem ég get hugsað mér, að einhverjir smámunir hefðu getað spillt vináttu okkar Ágústs. Ef litið er til upphafsins svo langt sem ég man finnst mér alltaf að kynni mín af Ásaheimilinu hæfust á því að ég var einu sinni um stuttan vortíma í farskóla er þá var í Ásum. Móður minni mun hafa þótt að ég væri ekki nógu vel búinn undir fermingu eftir dvöl hjá heimiliskennara, sem fyrst og fremst átti að búa okkur bræðurna undir nám í gagnfræðaskóla. í Ásum var þá mjög mætur kennari, Kristrún frá Hrafnkelsstöðum, en hún átti þá aðeins skammt eftir ólifað. Ég mun þá hafa verið á því aldursmarki að mér þótti mjög varið í að hlýða á tal fullorðinna, en þau hjónin í Ásum og kennar- inn tóku oft tal saman að dags- verki loknu á hálfbjörtum vor- kvöldum. Ég man enn eftir þessum vordægrum, hvað mér fannst tal þeirra merkilegt. Ég held að það hafi orðið mér til nokkurrar mótunar. Þá lærði ég að þekkja Kristínu konu Ágústs, frá henni stafaði mikilli hlýju inn í barns- hugann. Eftir þetta átti hún hug minn og hylli. Yfir tuttugu ára aldursmunur skildi okkur Ágúst en alla tíð síðan ég mátti heita fullorðinn hef ég talið hann í hópi minna bestu vina, enda höfum við átt furðu margt saman að sælda nú um fimmtíu ára skeið. Sama vorið kom sími á báða bæina, fyrst voru þessi þægindi aðeins hjá okkur og á Sandlæk. Slíkt samband eykur kynni og færir menn nær hver öðrum. Langt er nú orðið síðan að okkur var sameiginlega trúað fyrir að vera í fulltrúaráði Mjólkurbús- ins og Kaupfélagsins fyrir sveit okkar. Við bárum gæfu til góðrar samfylgdar í öllu því sem máli skipti. Ekki er vert að láta þess ógetið, að á meðan dýralæknar voru fáir og strjálir að oftast voru þeir ekki tiltækir ef á þurfti að halda. Ágúst gerðist þá mikil hjálparhella þeirra sem í vandræðum lentu og sótti jafnvel námskeið tii þess að gera sig hæfari og kynnti sér hjálp í viðlögum og var oft mjög heppinn læknir. Eitt var þó sem hann aldrei lærði en það var að taka eðlilegt gjald fyrir sína fyrirhöfn. Alla ævi hafði hann vanist því að nágrannar hlypu undir bagga hver með öðrum án þess að gjald kæmi fyrir. Það verður greiði á móti greiða var vanaviðkvæðið hjá honum. Sumir geta engum lagt lið, en aðrir hafa bæði getu og vilja. I hópi þeirra síðari var Ágúst. Ég veit nú að leiðarlokum að enn eru margir sem kunna bæði að þakka og meta þessi afrek, sem okkur fannst þau vera, sem nutu þeirra en hann leit alltaf á sem smá- greiða en ég veit að mér er óhætt að bera fram heilar þakkir frá þeim sem nutu góðs af þessum störfum, þegar þeir voru sjálfir í vandræðum. Ágúst hafði mikið yndi af ferðalögum, ekki síst um óbyggðir landsins og var hann af því viðurkenndur sem góður fjall- maður, en þá einkunn fá þeir hér í sveit, sem kunna vel að fara með hesta, eru ratvísir og ekki líklegir til að skilja eftir fé í leitinni sinni. Af þessum hæfileikum sínum var hann eftirsóttur fylgdarmaður þeirra sem leita til fjalla á sumrin á hestum. Af þessum ferðum hafði Ágúst sjálfur mikið yndi og lífsfyllingu. Hér verður látið staðar numið í upptalningu á einkennum mannsins, sem um er getið. Flest er þó ótalið. „Hið fáa tæpt og vart“. Hann bjó lengi stóru búi og nytjaríku, hann var mikill úrræðamaður og gestrisinn. Fjölda margar gleðistundir, bæði heima hjá honum og með honum, þakka ég af alhug. Heimili hans óska ég velfarnaðar og niðjum öllum og ástvinum blessunar Guðs. Einar Gestsson. Laugardaginn 6. þessa mánaðar andaðist á Borgarspítalanum bændahöfðinginn og fyrrverandi símstöðvarstjóri, Ágúst Sveinsson, Ásum, Gnúpverjahreppi, 91 árs að aldri. Ég átti því láni að fagna að koma til hans og elskulegrar konu hans, Kristínar Stefánsdóttur frá Ásólfsstöðum, á fermingaraldri og var hjá þeim hvert sumar til tvítugsaldurs í kaupavinnu. En heldur er ég hrædd um að ég hafi nú verið fremur ónýt við heyvinnuna, þó aldrei heyrðist það frá húsbændunum, en alltaf þakk- læti fyrir hvert verk sem unnið var. Ágúst og Kristín eru þeir bestu húsbændur sem ég hef átt og hef ég þó aldrei verið hjá öðru en góðu fólki. Alltaf hlakkaði ég til að fara upp að Ásum, þar fannst mér alltaf ég eiga mitt annað heimili. Ágúst og Kristínu varð þriggja barna auðið. Þau eru þessi: Þor- valdur, býr í Reykjavík, Sveinn, kennari við Laugalandsskóla í Holtahreppi og víðar, og Stefanía, sem býr á Ásum, gift Guðmundi Ámundasyni frá Sandlæk. Þetta á ekki að vera nein minningargrein, ég veit að það gera aðrir mér færari að skrifa um Ágúst. Þetta eru aðeins örfá þakkarorð og kvéðja frá mér og systur minni, Ingu, sem búin er að vera á Ásum miklu lengur en ég. Við þökkum Ágústi og Ásaheimiiinu hjartan- lega alla þá hlýju og góðvild, sem við höfum notið þaðan. Ég trúi því að til sé annað líf að þessu loknu og þar hafi Kristín beðið og tekið manni sínum opnum örmum. Ég bið Ágústi blessunar guðs um alla eilífð á því tilverusviði sem hann er nú fluttur á. Blessuð sé hans mæta minning. Laugardaginn 18. þessa mánað- ar verður Ágúst lagður til hinstu hvílu í Stóranúpskirkjugarði við hlið sinnar ástkæru eiginkonu. Lína. Karl Kristjánsson — Minningarorð Carthy, flugvallarstjóra í Colorado í Bandaríkjunum, Sigrún, deildar- stjóri vátryggingafélags í San Fransisco, gift Vito Luchesi, Ástríður, sem vinnur skrifstofu- störf í sömu borg, Geir viðskipta- fræðingur, aðstoðarframkvæmda- stjóri hjá Iceland Product, sölufyr- irtæki S.I.S. í Bandaríkjunum, kvæntur Kathleen Russo, og Þóra gift Ingva Guðjónssyni, deildar- stjóra hjá S.Í.S. í Reykjavtk. Þá ólu þau Guðrún og Magnús upp tvær dótturdætur sínar, Guðrúnu og Þóru Hrönn Njálsdætur, sem báðar eru giftar konur hér í borg. Þau Guðrún og Magnús voru mjög samrýnd og hjónaband þeirra farsælt. Útför Guðrúnar Geirsdóttur fór fram frá Dóm- kirkjunni miðvikudaginn 8. nóv. s.I. Þegar nú Guðrún er kvödd hér í hinsta sinni, þá koma margar minningar fram í hugann. Og allar eru þessar minningar ljúfar og elskulegar. Hún var skynsöm, víðsýn og fordómalaus kona, sem skoðaði hvert mál frá mörgum hliðum og myndaði sér eigin skoðanir um menn og málefni. Þó Guðrún væri alin upp á efnaheimili, þar sem faðir hennar var einn allra umsvifamesti at- hafnamaður Reykjavíkur þess tíma, þá sóttist hún ekki eftir veraldlegu ríkidæmi. Iburður og prjál var fjarlægt hennar hugsun. Heimili hennar og Magnúsar var látlaust, en bar góðum smekk húsmóðurinnar vitni. Það var sígilt íslenskt heimili, þar sem góðar bækur og munir, sem höfðu varanlegt gildi, skipuðu heiðurs- sess og áttu örugga vörslu. Guðrún og Magnús áttu alla tíð auðvelt með að aðlaga sig að öðru fólki og nutu þess að vera í glöðum og góðum félagsskap. Eftir að þau fluttu á Víðimelinn, þá varð fljótt samgangur og góður kunningsskapur á milli þeirra og fólksins á neðri hæðinni, en þar bjó þá Sverrir Kristjánsson, sagn- fræðingur og kona hans Jakobína. Sama gerðist eftir að Sverrir flutti þaðan og ný fjölskylda kom á neðri hæðina. Ég var staddur hjá Guðrúnu eitt sinn fyrir ári síðan, þá kom lítill drengur af neðri hæðinni upp til Guðrúnar með póst og spurði hvort hann gæti nokkuð gert fyrir hana. Börn Guðrúnar, sem bjuggu í fjarlægð, höfðu alla tíð stöðugt samband við móður sína, bæði með símaviðtölum, bréfum og heim- sóknum, og Þóra, sem hér er búsett, hafði við hana daglegt samband eins Bryndís Zoéga systurdóttir hennar, sem kom þar líka daglega. Uppeldis- og dóttur- dætur hennar vildu lika allt fyrir ömmu sína gera, enda hafði hún reynst þeim sem besta móðir. Þetta var samrýnd fjölskylda þar sem allir meðlimir vildu styðja hvern annan. Eftir að Magnús dó, þá vildi Guðrún búa áfram í íbúðinni og gat ekki hugsað sér að flytja þaðan. Við hjónin heimsóttum hana þar, og hún kom til okkar og það var gaman að fá hana í heimsókn. Þaðð fylgdi henni alltaf hressandi blær. Á s.l. sumri, eftir að Guðrún var orðin veik, þá vildi hún vera heima eins lengi og hægt væri. Kjarkur- inn, sem hún hafði fengið í vöggugjöf, var óbilaður og heið- ríkjan, sem fylgdi henni, var sú sama. Guðrún Geirsdóttir var ein af þessum sjaldgæfu hetjum, sem maður hittir á langri lífsgöngu, tilbúin að axla birðar ef með þurfti. Æðraðist aldrei, en afbar miklar þrautir með sjálfsaga og frábærri þolinmæði. Hún gat heilsað manni og kvatt brosandi, þó hún væri sárþjáð, slíkt var andlegt atgervi hennar. Nú þegar þessi mikilhæfa kona hefur kvatt samferðafólkið og er flutt yfir landamærin miklu, þá er okkur sem kynntumst henni, söknuður í huga. En ljúfar minningar frá kynnum okkar við ■ hana, þær geymast og lýsa fram á veginn. Ég og kona mín þökkum Guðrúnu Geirsdóttur fyrir sam- fylgdina og alla Jtynningu. Að síðustu viljum við votta öllum aðstandendum hennar okkar inni- legustu samúð. Jóhann J.E. Kúld. Fæddur 17. júlí 1906. Dáinn 9. nóvember 1978. Er sumarJtveður og laufin falla eftir sólríkt sumar og veturinn hafinn, þá kvaddi afi þennan heim. Hann er horfinn á vit þeirra sem hann unni og frá þeim sem hann unni hér. Hann var alltaf kátur og hress og hafði gott viömót. Hann var búinn að vera rnikið veikur og við vissum að hann mundi ekki fá heilsuna aftur. Karl afi fæddist að Hvammi í Hrafnagilshreppi, sonur Kristjáns Jónssonar og Sigrúnar Þorláks- dóttur. Hann var næstyngstur af átta systkinum. Móðir hans dó er hann var á unga aldri, og dreifðist þá systkinahópurinn. Karl afi ólst upp með elstu systur sinni Sigur- línu og föður. Faðir hans var sjómaður, og sjómannsblóðið rann í æðum afa. Byrjaði hann sjó- mennskuna fjórtán ára gamall. Hann kynntist því snemma hinum hrjúfari hliðum lífsins og þurfti oft að sætta óblíðari kjörum en tíðkast nú á tímum. Sjómennskuna gerði hann að ævistarfi sínu. Hann var dugandi og eftirsóttur í starfi sökum sinna mannkosta. Karl afi giftist 10. nóv. 1928 eftirlifandi konu sinni, Maríu Magnúsdóttur, frá Bitru í Kræklingahlíð. Fyrsta árið bjuggu þau að Lynghóli í Glæsibæjar- hreppi, síðan fluttust þau til Akureyrar og hafa búið þar síðan. Börn þeirra tvö eru Svana Karls- dóttir sem búsett er á Akureyri og Magnús Karlsson sem búsettur er í Reykjavík. Karl afi stundaði trilluútgerð í mörg ár, ásamt Pálma Friðriks- syni. En eftir að heilsan fór að bila, varð hann að hætta sjó- mennskunni. Og hin síðari ár vann hann hjá niðursuðufyrirtæki Kristjáns Jónssonar á Akureyri. Ég man fyrst eftir afa er ég var smástelpa, rétt farin að hlaupa um. Hann vildi alltaf hafa mig hjá sér, og færi ég til foreldra ntinna og systkina var hann ekki ána^gð- ur fyrr en ég kont aftur. Ég þakka Karli afa mínum þær ánægjulegu stundir, sem hann gaf mér og allt sem hann gerði fyrir ntig öll árin. Minningarnar seiða frani bros og einstakt tár. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Megi algóður Guð styrkja ömmu í sorg hennar og söknuði. María Guðmundsd. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.