Morgunblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978 Ágúst Sveinsson Ásum — Minning Fæddur 27. átfúst 1887. I)áinn 7. nóv. 1978. Meö haustskipunum safnaðist jjamli pahbi til feðra sinna, lítt lúinn frani á þetta ár, 91 árs; stóð öðrum lenjrur og dýpra í jörð feðra sinna ok lifði mestu búskapar- breytinjjar Islendintta frá upphafi. Dafturinn var orðinn býsna lanfjur, fæddur í fornöld nítjándu akiar, var un(jur aldamótamaður, sem í dafí er talað um sem sérstakan þjóðfiokk undir hrein- lyndi, drenfílyndi ok mátuleKri puðstrú. Þeir hverfa nú sem óðast. Enn unKur Kerðist hann KÍlóur bóndi að Ásurn ok sat þar síðan, lifði tímana tvenna með kreppu og síðan tæknibyrtingu stríðsáranna, tók þeini breytinnum opnum örnt- um ok lét ekki marfta á undan sér fara, enda þá enn á bezta aldri. Sat síðan lenjji í elli hjá hörnum sínum, en var þó símstöðvarstjóri unz yfir lauk. Akúsí var fæddur í Syðra-Lang- holti í Ytrihreppi 27. áxúst 1887, næst ynjístur sex barna hjónanna Guðbjarfjar Jónsdóttur frá Set- berfp við Uafnarfjörð ok Sveins Einarssonar frá Miðfelli. Þar dvaldist hann hjá foreldrum sín- um, en tvítugur flyzt hann að Ásum í Eystrihreppi með þeim ojt tekur við búi tíu árum seinna, 1917, oft kvænist þá Kristínu Stefánsdóttur frá Ásólfsstöðum, frænku minni. Áður fyrr var það ekki mikið mál að koma öðrum í sveit á sumrin. Brot sömu fjölskyldu hafði flutzt suður á mölina ok svo sem sama í hvoruni hluta dvalizt var. Hvorki þurfti að snara út meðlaKÍ nieð barni í sveit né KÍstihús bænda upp risið sunnan heiðar. Svona var nú mannlífið einfalt í þá da^a ok ættartenKsl sterk á báða bÓKa, ok þannÍK komst ók í kynni við frændfólk mitt í Ásum um 1930. Börn þeirra voru þá öll komin á leKK. Þorvaldur fæddur 1919, GuðbjörK fósturdóttir þeirra 1922, Sveinn 1923 ok Stefanía 1924, ok þar rak éK lestina ýmist undir verndarvænK eða skotspónn þeirra systkina eftir því sem verkast vildi. Ásajörð þótti ásetuKÓð, þótt úthaKar væru ekki víðlendir. Tún var Kött að þeirra tíma mæli, mýrar stórar ok áveitur KrösuKar. Oft fenKU bændur léðar slæfyur, jafnvel í úthöKum ok þá jafnvel ekki horft í, þótt lönK væri leið með heylest. Húskynni voru kóö, stórt báru- járnssIeKÍð timburhús var reist upp úr aldamótum, tvílyft að hluta. Anddyri eða forstofa stór, sem fyrrum var notuð til samkoma ok nefnt félaKshús. Má af því marka að reisuleKt hefir þótt í Kamla bænum forðum. Þúsund hesta hlaða var samb.VKKÖ húsum, en hana reisti ÁKÚst um 1932 úr steinsteypu ok var lenKÍ með stærstu hlöðum sveitarinnar. Þrír aldamótabæir, reistir með líku sniði, stóðu hálfa öld í Hreppnum: Ásar, Stóri-Núpur og BirtinKaholt. Stóri-Núpur stendur nú einn eftir, lítt breyttur frá upphafi. Búskaparhættir þriðja ára- tuKarins voru auðvitað að hætti gamla tímans: vélalaus hesta- og amboðabúskapur, en þrátt fyrir þrengingar kreppunnar uppúr 1930 hillir undir nýjan tíma; sláttuvél, rakstrarvél, og traktor kemur í búnaðarfélagið, snúnings- vé! og rafmagn með stríðinu. Þannig var fast fylgzt með þeirri þróun sem smám saman kom, búið styrkíst og landgæði og gamall grunnur styrkti. Ágúst bóndi að Ásum var mar'Kslunginn, stjórnarmaður vinnu og búskapar, gleðimaður sagna og góðra gesta, sjálf- menntaður dýralæknir, sem orð fór af, og náði til manna ef þurfti, fjallamaður, leiðsögumaður, með- hjálpari, póstmeistari og uppalari eigin barna og annarra. Þetta gæti sýnzt ærið verkefni, og víst er það. En skyldu ekki margslungnir menn berja léttar gegnum lífið en hinir, sem ein- sýnni eru? Eg ninnist fimmta áratugarins, gestanauð var óheyrileg á sumr- um, býlið í þjóðbraut miðri og víst lítið gert til að stugga frá nema síður væri og hvíldarstundir þeirra hjóna ekki alltaf langar, en allt veitt af einlægni hugans. Og okkur yngra fólkinu þótti ákaflega gaman að hlusta og taka þátt í gleðinni, þegar Bjarni læknir kom og söng eða frú Soffía leikkona sagði sögur, en þá kunni Ágúst jafnan aðrar á móti. Já, þetta voru indæl stríðsár. Um tugi ára var hann leiðsögu- maður ferðafólks um óbyggðir hálendisins á hverju sumri og rataði hverjum manni betur. Venjulega var þetta sama fólkið að stofni til og vináttubönd hnýtt til æviloka. Var oft glatt á hjalla, er hópurinn lagði upp en einna minnisstæðastur er hópurinn hennar Maríu Maack, sem árum saman fór þessa fjallaleiðangra með óhemju farangur. Komu þá í góðar þarfir lagni hans og um- hyggja fyrir ferðahestunum, b.vggð á langri reynslu í meðferð húsdýra sinna og annarra. I daglegu amstri búskaparins komu eiginleikar hans auðvitað bezt fram eins og hjá öllum. Hann gekk með mikilli festu að þeim verkum, sem þurfti að vinna, og var ekki laust við að okkur strákunum þætti hann full stjórsamur. Var honum stundum ekki vel við að við værum tveir saman í flekki eða hlið við hlið á teig, — það gæti leitt til drolls. Og víst var um það að hann brá sér ekki bæjarleið á sumrum, nema maður stæði í hans rúmi á meðan svo allt gengi samkvæmt áætlun. Ábendingar hans voru þess eðlis að þær urðu minnis- stæðar og eru mér lifandi enn eftir hartnær fjörtíu ár. Það er heldur ekki líklegt, að það gleymist strax að vera kallaður götóttur eins og silunganet, ef maður kom með rangan hest af fjalli, en vísast að gáð yrði undir stertinn næst. Og lin væru jafnan vettlingatökin var manni bent á, þegar slík þing átti að setja upp við heyband. Jafnframt kappi við heyskap var hann vandlátur um verkun og allan frágang heyja meðan eldri vinnubrögð tíðkuðust. Langt er nú síðan Ágúst hætti allri búsýslu og seldi hana í hendur dóttur sinni og tengdasyni. Símstöðvarstjórn hélt hann þó til níræðs, lenngst af hraustur og kátur, minnugur og sögufróður og fátt hrjáði nema vaxandi blinda. Hann sá á bak flestum gömlu bændunum, samtíðarmönnum sín- um, og held ég, að honum hafi verið fátt að vandbúnaði að fylgja sömu slóð. Fyrir tæpu ári kenndi hann sér þess meins, sem dró hann til dauða. Síðast er ég sá hann á Borgarspítalanum, sagði móðir mín honum til uppörvunar „0, þú verður farinn austur fyrir jól.“ „Já, Guðrún mín, kannski ekki austur, en farinn.“ Þannig ljær móðir náttúra sonum sínum rósemi hugans. Hreggv. Stefánsson. Ágúst Sveinsson fyrrum bóndi að Ásum í Gnúpverjahreppi lést þ. 7. nóvember síðastliðinn á nítug- asta og öðru aldursári. Með honum er genginn einn af svipmestu bændum Suðurlands, er ávallt bar í fasi og framkomu þá reisn og festu að eftir var tekið. Allan sinn búskap bjó Ágúst á föðurleifð sinni, Ásum, lengst af studdur af mikilhæfri eiginkonu sinni, Kristínu Stefánsdóttur, en síðan í sambýli við dóttur sína, Stefaníu, og eiginmann hennar, Guðmund Ámundason. Ágúst var fullorðinn maður þegar ég hafði fyrst af honum kynni. Guðntundur Gíslason lækn- ir hafði þá fengið Ágúst til að annast um heilbrigðiseftirlit með sauðfé fyrstu árin eftir að fjár- skiptin voru um garð gengin. Mikið reið á að velja til þess starfs glögga, samviskusama og röggsama menn, því það gat skipt sköpum að finna sem fyrst sjúkar kindur, ef það gæfi til kynna að einhvers staðar hefði brostið hlekkur í þessum erfiðu og kostn- aðarsömu sóttvarnaraðgerðum. Guðmundur reyndist lánsamur í vali sínu, því Ágúst sinnti þessu starfi með dæmafárri elju og einbeitni, en jafnframt með þeirri lagni og lipurð sem oft var nauðsynleg þegar leiða þurfti til farsælla lykta viðkvæm mál. Starfi þessu og öðrum, er hann vann fyrir sauðfjárveikivarnir, fylgdu oft langar og erfiðar vetrarferðir, fjárskoðanir og samningar sem reyndu á þolrifin. Vakti það aðdáun þeirra er til þekktu hve vel Ágúst, þá kominn á efri ár, þoldi þessi störf vikum, jafnvel mánuðum saman. Nokkuð mun það hafa létt undir að Ágúst átti gott með að blanda geði við fólk og hafði ánægju af að kynnast ólíkum viðhorfum og háttum þess. Þótt starf þetta virtist í fljótu bragði lítt fallið til vinsælda, þar sem oft þurfti að taka óvinsælar ákvarðanir, fór það þó svo að Ágúst varð aufúsugestur hvar sem hann bar að garði og ávann sér traust og vináttu bænda vegna glöggskyggni og réttsýni. Á þessum árum tókust kynni með okkur Ágústi sem síðar leiddu til þess að sumar eftir sumar ferðuðumst við á hestum víðsvegar um óbyggðir landsins. Mun vand- fundinn traustari og betri ferða- maður en Ágúst var, óragur við ókunnar leiðir og vatnsföll en þó gætinn, sívakandi yfir velferð ferðafélaga og hesta og ávallt glaður og reifur á hverjp sem gekk. Þessi sumur var það keppni okkar að ferðast um og skoða Fóstursystir mín FRÍDA Þ. GUÐMUNDSDÓTTIR, Sólvallargötu 2, andaöist 16. þ.m. Karolína J. Lárusdóttir. + Útför eiginmanns míns, ÞÓRDAR EINARSSONAR, Dunhaga 15, fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Svava Sveinadóttir. Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför GUDMUNDAR ELÍSSONAR, fiskmatsmanna frá Keflavík, Hverfisgötu 60 A. Sérstakar þakkir færum viö Magnúsi hjartadeildar Landspítalans. Karli Péturssyni og ööru starfsliöi Signý Jóhannsdóttir og börn hins látna. t Þökkum innilega samúö og hlýhug vegna andláts móður okkar SIGRÚNAR SIGURJÓNSDÓTTUR Auóarstrnti 15, Reykjavík. Fyrir hönd aöstandenda Gylfi ísaksson Andri Ísaksson Ragnheióur S. ísaksdóttir Elínborg S. ísaksdóttir Sigurjón Páll ísaksson Guðrún Geirsdótt- ir—Minningarorð Fædd 20. júlí 1897. Dáin 3. nóvember 1978. Með Guðrúnu Geirsdóttur er fallin í valinn ein af sómakonum okkar höfuðborgar. Hún ólst upp í Reykjavík og sá hana vaxa úr litlum fiskibæ aldamótaáranna og verða að stórri, fagurri borg. Guðrún var dóttir Geirs Zoéga kaupmanns og útgerðarmanns að Vesturgötu 7 í Reykjavík og síðari konu hans, Helgu Jónsdóttur, en hún var systir séra Halldórs Jónssonar á Reynivöllum í Kjós. Alsystkini Guðrúnar, sem lifa hana, eru Hólmfríður ekkja Geirs Zoega vegamálastjóra, Kristjana ekkja Fengers stórkaupmanns og Geir Zoéga umboðsmaður vátrygg- inga breskra togara, kvæntur Halldóru Ólafsdóttur. Guðrún ólst upp í foreldrahús- um á Vesturgötunni og var út- skrifuð úr Kvennaskólanum í Reykjavík. En 18. júní 1924 giftist hún Magnúsi Jochumssyni þá póstmálafulltrúa og síðar póst- meistara í Reykjavík. En Magnús kom frá háskólanámi í Kaup- mannahöfn 1919. Magnús var sonur hjónanna Aðalbjargar Jóns- dóttur frá Miðhúsum í Blönduhlíð í Skagafirði og Jochums Magnús- sonar verslunarstjóra á ísafriði. Magnús missti föður sinn ungur, en ólst upp hjá móður sinni og síðari manni hennar Ásgeiri Guð- mundss.vni, hreppstjóra á- Arn- gerðareyri við ísafjarðardjúp. Eg, sem þessar línur rita, kynntist fyrst þeim hjónum, Guð- rúnu og Magnúsi, haustið 1941, þegar ég kom ásamt konu minni, sem var hálfsystir Magnúsar, að Vesturgötu 7 í fyrsta sinni. Eg gleymi aldrei þeim hjartan- legu móttökum, sem að ég fékk þá og alltaf síðan á heimili þeirra Guðrúnar og Magnúsar. Ég man eftir því, að þegar við höfðum setið inn í stofu og spjallað saman nokkra stund í þessari fyrstu heimsókn minni að Vesturgötu 7, að þá kom Guðrún til mín og sagði: „Hana mömmu mína langar til að hitta þig“. Síðan fylgdi hún mér inn í herbergi þar sem öldruð kona sat og prjónaði. Þegar ég hafði heilsað konunni með handabandi, þá leit hún á mig og sagði: „Vertu hjartanlega velkominn í þetta hús. Ég þekkti hann pabba þinn, og mikið þótti mér gaman að dansa við hann, þegar ég var ung stúlka." Flftir þetta komum við hjónin oft að Vesturgötu 7 og alltaf voru móttökurnar jafnhjartanlegar. Síðar keypti Reykjavíkurborg húsið að Vesturgötu 7 og það var flutt upp i Árbæ. En þá keyptu Guðrún og Magnús efri hæðina á húsinu no. 70 við Víðimel og fluttu þangað, þar sem þau bjuggu æ síðan. Samgangur á milli okkar heimila hélst alla tíð, bæði á meðan Magnús lifði og eftir það allt þar til Guðrún varð að fara á Borgarspítalann á s.l. sumri. Þau Guðrún og Magnús eignuð- ust fimm börn, sem öll eru á Iífi, en þau eru: Helga gift Robert Mc t Innllegar þakklr fyrlr auösýnda samúö vlö andlát og útför elginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, ARTHÚRS EYJÓLFSSONAR frá Akranesi Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Vífilsstööum. Guörún Jónsdóttir, Maríus Arthúrsson, Þórdís Sólmundardóttir, Eyjólfur Arthúrsson, Svava Þorsteinsdóttir, Jóna Arthúrsdóttir, Gunnar Guðlaugsson, Geróa Arthúrsdóttir Cougan, Harry Cougan Fanney Arthúrsdóttir, Ólafur Grímsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.