Morgunblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978
Vilhjálmur Hjálmarsson, alþm,:
íþróttakennaraskóli íslands þarfnast
aðhlynningar og verðskuldar hana
Menntun kennara er gildur
þáttur í uppeldis- og fræðslumál-
um þj'óðarinnar. Stofnun
Kennaraháskóla Islands var þýð-
ingarmikið spor á þróunarbraut
kennaramenntunar í landinu.
Löggjöf um Kennaraháskólann
hefur verið endurskoðuð. Fullbúið
stjórnarfrumvarp til nýrra laga
var lagt fram á síðasta Alþingi.
Þýðingarmesta nýjung þess var að
fá skólanum í hendur forystu í
uppeldisfræði og kennsluvísindum.
Stofnunin ber vart háskólanafn
með rentu nema takast þetta
hlutverk á hendur.
Kennaraháskólinn býr við mikið
óhagræði vegna þrengsla. Hart-
nær 20 ár eru nú síðan grafið var
fyrir nýrri álmu, en við það hefur
setið! A fjárlögum þessa árs var
veitt fé til fyrstu framkvæmda.
Fullnaðarhönnun hefur tafist
nokkuð. Fjárveitingin var nýlega
skorin niður að hluta. Fram-
kvæmdir munu því vart hefjast
fyrr en á næsta ári. En ætla
verður, að fjárveiting fáist þá.
Æfinga- og tilraunaskóli Kenn-
araháskólans býr einnig þröngt,
þarf aukið rými og betri búnað. —
I»að er grundvallaratriði að búa
sæmilega að kennaramenntun-
inni.
í Kennaraháskólanum eru
höfuðstöðvar kennaramenntunar í
landinu. Nokkrir aðrir skólar
annast menntun kennara í sér-
greinum, þar á meðal Iþróttakenn-
araskóli íslands á Laugarvatni.
Metaðsókn. —
Mikill
kennaraskortur
Iþróttakennaraskólinn hóf störf
1932 sem einkaskóli Björns
Jakobssonar fimleikakennara og
þá með tveim nemendum. A
grunni hans var Iþróttakennara-
skóli Islands stofnaður með lögum
10 árum síðar og hóf störf sem
slíkur í ársbyrjun 1943.
í fyrstu starfaði íþróttakenn-
araskólinn alveg í húsnæði héraðs-
skólans. En fljótlega var hafist
handa um byggingu íþróttahúss,
sem tekið var í notkun 1944. Það er
notað enn fyrir
íþróttakennaraskólann og alla
aðra skóla þar á staðnum. íbúð
fyrir skólastjóra kom 1955. Næsta
áratuginn bjuggu nemendur í
kjallara hennar og í bráðabirgða-
skemmu þar í túninu. En heima-
vistarhús var tekið í notkun 1968.
íþróttavellir hafa verið gerðir. En
ennþá er litla sundlaugin, sem
byggð var fyrir hálfri öld eini
sundstaðurinn í skólabænum á
Laugarvatni.
Iþróttakennaraskóli Islands
starfar í einni deild tvo vetur.
Nemendur hafa lengi verið 32. En
umsóknir um skólann hafa verið
margfalt fleiri. Mikil vöntun er á
íþróttakennurum. Eg fullyrði, að
skólinn hefur getið sér gott orð og
gæti ég rökstutt það ítarlega.
I sumar var gerð gangskör að
því að gera mögulegt að innrita
fleiri nemendur en áður. Þetta
tókst með samstarfi við aðra skóla
á Laugarvatni og fyrirgreiðslu frá
ráðuneytum mennta- og fjármála.
Nemendur eru nú 48.
Þörfin vex með
„þrásetunni44
Þörfin fyrir aukna líkamsrækt
og íþróttaiðkun fylgir aukinni
vélvæðingu, kyrrsetu og innivist.
Það er í rauninni ekki véfengt.
Iþróttakennaraskóli Islands er
eini skóli landsins, sem útskrifar
íþróttakennara. Jafnframt undir-
býr hann nemendur til forystu í
félagsmálastörfum. I sumarhléi á
íþróttasamband íslands innhlaup
á staðnum. Skólinn útskrifar
íþróttakennara fyrir skóla á öllum
skólastigum. Hann starfar einnig i
nánum tengslum við samtök
íþróttamanna og ungmennafélaga.
Mikilvægi Iþróttakennaraskóla Is-
lands í samfélaginu verður ekki
dregið í efa.
Nokkur umræða hefur orðið í þá
stefnu, að íþróttakennaraskólann
á Laugarvatni skuli upp höggva og
á brott flytja þar af staðnum. Mér
sýnist þó flest mæla því í gegn.
Skólinn var stofnaður á Laugar-
vatni og hann hefur öðlast þar
rótfestu. Laugarvatn er herlegur
staður meö merka sögu og glæsi-
lega framtíð. Dýrt yrði að byggja
skólann upp á nýjum stað. Skólinn
skipar virðulegan sess í skólabæn-
um á Laugarvatni. Öll íþrótta-
aðstaða sem þar er og verður
byggð upp mun nýtast til fullnustu
sumar og vetur. Því veldur allt í
senn, lega hennar í skólabænum,
tengslin við íþróttahreyfinguna og
nálægð við mikið þéttbýlissvæði.
Flutningur skólans virðist því
fjarstæða, enda veit ég engan
innan forystuliðs ungmennafélaga
og íþróttasamtaka, né í hópi
íþróttakennara í skólum, sem
leggur þeirri hugsun lið. Mikið
liggur við að búa skólanum sem
fyrst skilyrði til að starfa og
þróast eðlilega. Það mundi síst
greiða leið að því marki að byrja
frá grunni á nýjum stað.
Svo fráleitt sem mér sýnist að
flytja Iþróttakennaraskóla Islands
frá Laugarvatni, þá tel ég jafn-
sjálfsagt að. efla samstarf með
Kennaraháskóla íslands og
íþróttakennaraskóla Islands og
svo öðrum kennaraskólum á sér-
greinasviðum — og hef ekki um
það fleiri orð.
Viðurkenning
Alþingis
Á árunum 1971—1974 átti ég
sæti í fjárveitinganefnd og í
undirnefnd um skólabyggingar. Á
þeim slóðum er hressilega minnt á
þarfirnar! Síðan lá leið mín í
menntamálaráðuneytið. Þar sann-
færðist ég um, að í byggingarmál-
um skóla hallaðist mest á verk-
menntun, sérkennslu og menntun
kennara. Var þó og er víða pottur
brotinn eins og að líkum lætur hjá
smáþjóð, sem hefur ekki einungis
þurft að reisa skóla og öll önnur
þjónustumannvirki frá grunni á
Vilhjálmur Hjálmarsson
einum mannsaldri, heldur einnig
íbúðarhús fyrir allan mannskap-
inn og byggja yfir kvikfénað sinn!
Við gerð fjárlaga 1976 reyndi ég
að fá upp teknar nýjar fjárveiting-
ar til þessara þátta, en með engum
árangri. Næsta ár tókst að koma
inn fjárveitingu á fjárlögum til
nýbyggingar við Kennaraháskól-
ann og til hönnunar íþróttahúss og
sundlaugar við íþróttakennara-
skólann. Alþingi hafði sagt sitt
orð. Það var mikilvæg viðurkenn-
ing, en seint fengin. Æfinga-
skólann þýddi ekki að nefna. Aftur
var veitt fé í sama skyni á
fjárlögum yfirstandandi árs. Nú er
hönnun íþróttamannvirkjanna á
lokastigi og yrði unnt að hefja
framkvæmdir næsta ár, ef Alþingi
sér sér fært að veita fé til þess.
Sjálfsagðir hlutir
Nú hefur það gerst, að aðgerðir,
sem ég átti þátt í síöastliðið
sumar, hafa orðið til þess að
stofnkostnaðarfjárveiting til
íþróttakennaraskólans er felld
niður í frumvarpi til fjárlaga fyrir
næsta ár. Er mér bæði rétt og
skylt að skýra frá tildrögum.
Eftir viðræður við skólanefnd og
skólastjóra og forstöðumenn fleiri
skóla á Laugarvatni ritaði
menntamálaráðuneytið fjármála-
ráðuneytinu 22. ágúst s.l. á þessa
leið:
„Á fjárlögum undanfarin ár og
svo 1978 eru fjárveitingar til
stofnkostnaðar við Iþróttakenn-
araskóla Islands. Menntamála-
ráðuneytið leitar hér með sam-
þykkis fjármálaráðuneytisins til
þess að ráðstafa því sem ónotað er
af fjárveitingum þessum til eftir-
talinna verkefna:
1. Að innrétta fyrir skólastofu
uppsteypt húsnæði sem staðið
hefir ónotað í Húsmæðraskóla
Suðurlands og búa það nauðsyn-
legum húsgögnum.
2. Að byggja áhaldageymslu við
íþróttahúsið.
3. Að afla nauðsynlegra áhalda,
sem ekki hefir verið unnt að kaupa
vegna skorts á geymslurými.
4. Að kaupa ljósritunartæki og
fleiri nauðsynleg kennslugögn.
Um rökstuðning fyrir þessari
beiðni vísast til ljósrits af bréfi
íþróttakennaraskóla Islands, sem
hér með fylgir.
Vilhjálmur Hjálmarsson.
Árni Gunnarsson.
í nefndu bréfi frá Iþrótta-
kennaraskólanum er gerð nánari
grein fyrir þessum áformum og því
markmiði að fjölga nemendum í
allt að 50.
Samtímis ræddi ég þetta mál við
fjármálaráðherra, Matthías Á.
Mathiesen, Þorstein Geirsson, sem
þá gegndi störfum ráðuneytis-
stjóra og við hagsýslustjóra Gísla
Blöndal. Þeir tóku þessari mála-
leitun ágætlega. Að þeim viðtölum
loknum (28.8. 1978) gaf ég fyrir-
mæli um, að undirbúa nefndar
aðgerðir.
Að rétta með
kjaftshöggi
Þann 31. ágúst barst svo form-
legt svar frá fjármálaráðuneytinu,
Fjárlaga- og hagsýslustofnun —
en þá fylgdi böggull skammrifii
„Vísað er til bréfs menntamála-
ráðuneytisins dags. 22. ágúst s.l.
varðandi breytta ráðstöfun á
stofnkostnaðarfjárveitingu til
Iþróttakennaraskóla Islands.
Þetta ráðuneyti heimilar hér
með að fjárveitingar til hönnunar
nýrra mannvirkja við Iþrótta-
kennaraskólann verði notaðar til
þeirra verkefna sem tiltekin eru í
bréfi ráðuneytisins eftir því sem
fjármagnið endist. Með þessari
ákvörðun falla niður fyrri heim-
ildir um hönnun nýrra íþrótta-
mannvirkja og mun ckki verða
gert ráð fyrir fjárveitingu í þessu
skyni í frumvarpi til fjárlaga
fyrir árið 1979.
F\h.r.
Gísli Blöndal,
Sigurður Haraldsson."
Samstundis ritaði menntamála-
ráðuneytið Fjárlaga- og hagsýslu-
stofnun bréf á þessa leið:
„Um leið og ráðuneytið þakkar
skjóta og góða afgreiðslu á beiðni
héðan um breytta ráðstöfun stofn-
kostnaðarfjárveitingar íþrótta-
kennaraskóla íslands, er vakin
athygli á, að með engu móti má
fella niður heimildir um hönnun
nýrra íþróttamannvirkja og þarf
áfram að gera ráð fyrir fé í
fjárlagafrumvarpi 1979.
Vilhjálmur Hjálmarsson,
Birgir Thorlacius."
Ákvörðun Alþingis
stendur enn
Þetta bréf menntamálaráðu;
neytisins var að engu haft. í
fjárlagafrumvarpi 1979 er ekki
króna til stofnkostnaðar við
íþróttakennaraskólann og í at-
hugasemdum segir:
„Heimilað hefur verið að nýta
ónotaðar fjárveitingar, sem ætlað-
ar voru til hönnunar nýrra bygg-
inga við skólann til þess m.a. að
innrétta skólastofur, sem staðið
hafa ónotaðar í Húsmæðraskóla
Suðurlands með það fyrir augum
að unnt sé að fjölga nemendum við
skólann. Með þessari heimild er
felld niður fjárveiting til áfram-
haldandi hönnunar mannvirkja
vtö skólann 13 000 þús kr.“
Ég hygg, að núverandi ráðherr-
ar fjármáía- og menntamála hafi
ekki fengið tækifæri til að setja
sig inn í þetta mál sérstaklega.
Mér þykja þessar tiltektir fjár-
málaráðuneytisins þannig vaxnar,
að rétt sé og raunar óhjákvæmi-
legt fyrir mig að skýra frá þeim
opinberlega.
Þann 14.12 1977 segir framsögu-
maður fjárveitinganefndar í ræðu
í sameinuðu Alþingi:
„Til íþróttakennaraskóla ís-
lands er lagt til, að liðurinn
gjaldfærður stofnkostnaður hækki
um 5 m. kr. og er sú upphæð ætluð
til hönnunar á byggingafram-
kvæmdum.“
í frumvarpi til fjarlaga 1978,
bls. 192, segir um íþróttakennara-
skóla íslands:
„... Stofnkostnaður hækkar um
5.000 þús. kr. og verður 12.000 þús.
kr., sem ætlað er til framhalds-
hönnunar nýrra mannvirkja við
skólann."
Við þetta var enginn athuga-
semd gerð á Alþingi og þessi liður
fjárlaga 1979 samþykktur óbreytt-
ur.
Þannig hefur Alþingi tvívegis
veitt fé til hönnunar nýrra mann-
virkja við íþróttakennaraskólann
að Laugarvatni. Ráðuneyti
menntamála og fjármála sam-
þykktu að verja hluta þessa fjár til
að bæta úr neyðarástandi. Ekkert
er óvenjulegt við þá ráðstöfun.
Hitt virðist óeðlilegt í alla staði,
að fjármálaráðuneytið geti látið
„falla niður fyrri heimildir um
hönnun nýrra íþróttamannvirkja"
á Laugarvatni, þrátt fyrir hörð
mótmæli menntamálaráðuneytis-
ins og án þess að Alþingi hafi
fjallað um málið á ný. Það mun og
fremur óvenjulegt, að fjármála-
ráðuneytið felli niður úr fjárlaga-
frumvarpi fjárveitingu til fram-
kvæmda, sem eru í undirbúningi
og Alþingi hefur veitt fé til tvö ár i
röð.
Menntun kennara
forgangsmál
Nú virðast flestir nokkuð á eitt
sáttir um það innan þings og utan
að draga beri úr fjárfestingum,
bæði hjá opinberum aðilum og
einstaklingum. Ég viðurkenni
þessa nauðsyn eins og nú standa
sakir, en vil þó fremur halda til
samfélagslegu framkvæmdanna
svo sem fært þykir. Aðrir huga
e.t.v. fremur að framkvæmdum
einstaklinga. En hvað sem því
líður, þá hljótum við ætíð — og
ekki sízt nú að velja og hafna.
Nú bið ég menn að athuga sinn
gang. Vænti ég.þá að alþingismenn
sem og" aðrir geti orðið mér
sammála um það — í skólamálum
— að gera menntun kennara
nokkuð hátt undir höfði og stöðva
ekki þær aðgerðir, sem undirbún-
ar hafa verið og ætlað er að bæta
úr sárri þörf Kennaraháskóla
íslands og íþróttakennaraskólans
á Laugarvatni sem hér hefir verið
gerður að umtalsefni. Hann getur
ekki án stórtjóns haldið áfram að
deila notum af hálfrar aldar
sundlaug og lítið eitt yngra
íþróttahúsi með margfalt fleira
fólki en þessi mannvirki voru gerð
fyrir á sínum tíma.
Vilhjálmur Hjálmarsson.
Flóamarkaður Myndlista- og handíðaskóla íslands verður haldinn í
húsakynnum skólans að Skipholti 1 í dag, laugardaginn 18. nóv„ og á
morgun, sunnudaginn 19. nóvember. Þar verður að vanda margt góðra
muna á boðstólum.