Morgunblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978 10 Björn Emilsson skrifar Fleatir kaupa jámfék meö pað eitt í huga að komast á milli húsa og dæma pá ónýta eftir ajö til tíu ára notkun... aiðan ekki söguna meir. Skrjóðurinn endar í brotajárni eða á haugunum. í seinni tíð hafa menn tekið upp á pví að vernda gömul hús í bæjum og porpum. Ýmia rök eru aett fram, verndarviðleitn- inni til framdráttar. En hvernig ætli atandi á pví, að flestum er fyrirmunað að hugsa á avipaðan hátt til bíla? Eru peir ekki pesa virði að vernda? Geta peir ekki verið völundaramíð, listaverk? Einataka undantekningar frá reglunni aýna að avo er. í pessari grein er sagt frá 23 ára gömlum járnfáki, sem Hlúð hefur verið að frá upphafi. Umhyggjan hefur borið verðskuldaðan árangur. Það kann að hljóma eins og guðlast í eyrum sumra, en Fordinn hana Villa ætti að flokka undir pjóóminjar. mr/li nn bv n c Ifjiptl tfVt^ jU Iííi a o vunu lííl Árið 1955 var að mörjíu leyti sérstakt. Á meðan Norðlendinjí- ar spókuðu sig í sumarsól, héldu Sunnlendinjíar sij; innanhúss oj; skýldu sij; frá mesta rij;ninj;a- sumri um árabil. I bókmennta- lej;u tiliiti var unninn merkur sigur Islendinj;s, er Halldór Laxness hlaut bókmenntaverð- laun Nóbels. Vej;na mikilla verkfalla var stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks oj; Fram- sóknarflokks hætt komið. Upp úr verkfallsöldunni oj; öðrum umbrotum skapaðist nýtt tíma- bil bifreiðarinnar. Eftirstríðsár- in höfðu j;ert það að verkum, að fáir eða enj;ir bílar voru fluttir til landsins. Hömlum var aflétt og óstöðvandi innflutningur varð á bílum. Amerískir Fordar oj; Chevyar áttu hjörtu flestra. Hönnun þeirra var j;erbreytt. T.d. var afturrúðan meira hall- andi oj; bíllinn á allan hátt „drossíulej;ri“ en áður. Já, merkisár, 1955. Árið, sem bílar voru bílar oj; menn voru menn. Upp ljúkast dyrnar hjá Kr. Kristjánssyni. Inn j;engur Haukur Davíðsson leij;ubílstjóri og ávarpar sölumanninn. „Hvað kostar dýrari j;erðin af Ford í daj;?“ Sölumaðurinn blaðar í bæklinj;i, lítur upp oj; sej;ir: „85.000 krónur.“ Þennan daj; tók Haukur þá ákvörðun að panta bíl frá Ameríku. Nokkru síðar birtist Brúarfoss á ytri höfninni með 109 Forda innanborðs. Hauki var afhentur bíllinn. Rauður oj; hvítur Fordinn með dýrustu innréttinj;u sem völ var á, ekta leðri, hóf nú lísferil sinn sem leijíubíll uppi á íslandi. Sex strokka, 120 hestafla vélin þrælaði nótt sem nýtan daj; við að færa mannmaura á milli staða. Bíllinn R-479 var gerður út frá Litlu Bílastöðinni í nokkur ár, eða þar til leij;ubíla- stöðin Hreyfill tók upp á þeirri nýbreitni að koma fyrir stöðvar- staurum hinj;að oj; þanj;að um bæinn. Litla Bílastöðin varð undir í samkeppninni oj; var að síðustú sameinuð Hreyfli. Mikill ljómi hvíldi yfir leij;ubílaakstri þessi ár, sem óhjákvæmilej;a leiddi til söj;usaj;na. Hér fer ein: Unj;ur oj; ónafnj;reindur leij;ubílstjóri, Buick-maður, var þekktur f.vrir að j;era hvað sem var fyrir peninj;a. Skurður einn í Blesuj;róf hafði mikið aðdrátt- arafl í. auj;um þessa unj;a ökuþórs. Út á hann hafði hann oft halað inn aukakrónur. Hinn auðfenj;ni peninj;ur fékkst með því að aka að skurðinum á það mikilli ferð, að bíllinn flygi yfir, að því er virtist, farþegum jafnt til hrolls oj; ánægju. Ökuþórinn lék þennan leik í nokkur skipti. Kvöld eitt hringdi ungur maður á leigubílastöðina, nafngreindi leigubílstjórann og hugsaði gott til glóðarinnar. Ungi leigubíl- stjórinn á Bjúkkanum renndi í hlað. í bílinn stigu ungmenni, tvær stúlkur og tveir piltar. Hafði þeim sem hringdi og iegubílstjóranum samizt um, að gerð yrði atlaga að skurðinum án þess að stúlkurnar vissu. Var nú ekið sem leið lá í Blesugróf, hraðinn aukinn og stefnt á skurðinn. Stúlkurnar í framsæt- inu ærðust, en strákarnir í aftursætinu hlógu dátt. En ekki lengi. Bíllinn tókst á loft, eins og við var búizt, en var helzt til lengi á fluginu, og stakkst að lokum á nefið í skurðbarminn hinum megin. Það skipti engum togum, yfirbyggingin fauk af í heilu lagi með fimmmenningana innanborðs, en eftir sat undir- vagninn. Nokkrum dögum áður höfðu borgarstarfsmenn breikk- að skurðinn og því fór sem fór. Engan sakaði í þessu flugi, en bílstjórinn lærði sitt. Svaðilför eins og þá sem að ofan greinir þekkti Haukur Davíðsson hins vegar ekki. Hann ók R-479 í sjö ár hjá Hreyfli og lagði að baki mörg þúsund km ,án óhappa. I nokkur sumur.hafði Fordinn þann fasta starfa að flytja Geir Thorsteins- son útgerðarmann til Ingólfs- fjarðar, þar sem hann gerði út togara. Var yfir fjallvegi að fara en alltaf stóðst Fordinn prófið. „í guðanna bænum, farðu vel með hann og endurbættu eftir þörfum," var það síðasta sem Haukur sagði þegar hann seldi Einari nokkrum Guðjónssyni bílinn. Gamli leigubíllinn fór á 55.000 krónur „á svörtum", eins og það var kallað í þá daga, hvað sem það táknaði. Hér urðu kaflaskipti í tilveru Fordsins. Á einni nóttu breytt- ist hann úr því að vera allra gagn í að vera heiðvirður fjölskyldubíll. Nýi eigandinn, Einar Guðjónsson, tók Hauk á orðinu. Hann hafði ekki átt Fordinn lengi, þegar hann ákvað að taka hann í gegn. Var nú bílnum lagt. Grindin var rifin undan í heilu lagi, nýtt gólf smíðað og bíllinn endurbættur og styrktur á allan hátt. Þau fjögur ár, sem Einar vann við endurbyggingu Fordsins, gat hann ekki bíllaus verið. Því keypti hann annan eins bíl til fjölskylduafnota. Undir það síðasta v^r sá rifinn og hlutir úr honum notaðir til að endur- bygjya þann fyrri. Bíllinn var málaður og ryðvarinn. Fordinn, sem ellefu árum áður hafði komið gljáfægður frá Detroit til Reykjavíkur, hafði, þegar hér var komið sögu, þegið hluti úr fjórum meðbræðra sinna. Einar lýsir bílnum sem „einum af sínum beztu". Aldrei óhöpp sem orð voru á gerandi, nema eitt sinn. Hann var ásamt þrem félögum sínum í sumarfríi í könnunarferð við Goðafoss, er hann rak bílinn í steinnybbu. Við það lak olían af vélinni. Þremenningarnir komu í veg fyrir lekann með handapati og plasti og héldu ferðinni áfram. i stuttu máli, happafleyta. í maí árið 1975, þegar Fordinn átti 20 ára afmæli, festi Vil- hjálmur Ástráðsson kaup á honum. Villi, sem er einn af þessum sérstöku bílaáhuga- mönnum, ákvað strax í upphafi að fara jafnvel betur með Fordinn en fyrri eigendur. Hann ákvað að gamla vélin væri ekki nógu góð og keypti spánnýja 460 CID vél frá Bandaríkjunum ásamt C-6 sjálfskiptingu. Vélin sú er ekki beinlínis fyrirferðar- lítil og þótti sýnt að hún kæmist ekki í Fordinn. Voru nú góð ráð dýr og var Barði Ágústsson, Fordmaður, tilkallaður. „Bless- aður, vélin dettur ofan í bílinn," sagði hann umhugsunarlaust, sem hún og gerði eftir að hann hafði farið höndum um vélar- húsið. Hér lét Villi ekki staðar numið. Fjögur hundruð vinnu- stundir fóru i að endurmála bílinn, sem nú er fallega dökk- blásanseraður. Litli, saklausi Fordinn, sem fyrir 23 árum kynntist íslenzk- um vegum, er i dag harðsnúinn kvartmílubíll. Eftir langa og litríka ævi hvílir hann lúin bein í bílskúr vestur í bæ, samt í fullu fjöri. Hann bíður sumars og betri tíðar. „Hann er vaxinn upp úr fjallaferðum og verður eftirleiðis hafður inni á vetr- um,“ segir Villi. Þar hefur hann nægan tíma til að hugsa um fortíðina frá því hann var ungur leigubíll og ók um bæinn með elskendur í aftursætinu. Flestir gömlu ‘55 vinirnir eru farnir. Hvað um það, Fordinn á fram- tíðina fyrir sér. Eins dauði er annars brauð, eða varahlutir. Vilhjálmur Ástráðsson stendur hér stoltur við stolt sitt. Fordinn er án efa fallegasti eldri bíll í bænum og þó víðar væri leitað. Ef Fordinn hans Villa hefði fengið siimu útreið að lokinni notkun og farartæki Sæmund- ar forðum (sjá steinrunna hugsmíð. Sæmund á selnum. í hakgrunni myndar). ættum við ekki þessar þjóðminjar til að státa af. „Þremenningarnir komu í veg fyrir lekann meö handapati og plasti“ „Hann var vaxinn upp úr fjallaferðum“ „ Verndun gamalla húsa er ofarlega é baugi um þessar mundir*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.