Morgunblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
276. tbl. 65. árg.
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Viðvaranir um
Guyana bárust
San Francisco, 1. desember — AP
KONA sem var félagi í sértrúarflokki Jim Jones í Guyana og
lögfræðingar hennar halda því fram, að bandarísk stjórnvöld hafi
látið sig engu skipta viðvaranir um sjálfsmorðssáttmála safnaðarins
og vafasamar aðstæður fólksins á svæði safnaðarins í Guyana.
Aðvaranir þessar bárust banda-
rískum stjórnvöldum mörgum
mánuðum áður en meðlimir safn-
aðarins frömdu sjálfsmorð á
dögunum.
Meðal þess sem þessi
fyrrverandi félagi, frú Balkey,
heldur fram, er að bandarískur
sendiráðsmaður í Guyana hafi
skýrt Jim Jones frá öllum kvörtun-
um sem bárust á söfnuðinn.
Ennfremur segir hún að Richard
McCoy, fyrrverandi sendiráðsmað-
ur í Guyana, hafi fyrirfram látið
Jim Jones vita af eftirlitsferð
þingmannsins Leo Ryan á svæði
safnaðarins, og hvaða fólk úr
söfnuðinum Ryan ætlaði að yf-
irheyra.
Þá sagði frú Blakey að McCoy
hefði hvatt sig til þess að skýra
blöðum ekki frá aðstæðum í
Jonestown.
Loks sagði frú Blakey að Jones
hefði fengið nokkrar konur úr
söfnuðinum til þess að eiga vingott
við nokkra embættismenn í
Guyana og bandarískan sendiráðs-
mann.
Begin
nýrra
Washington, 1. desember
MENACHEM Begin. forsætisráð-
herra ísraels. gaf í skyn í dag að
ísraelsmenn væru reiðubúnir að
taka upp að nýju viðræður um
friðarsamning við Egypta að
sögn ísraelska útvarpsins. Þetta
er talið boða breytingu á afstöðu
ísraelsstjórnar til viðræðnanna
sem hafa legið niðri að mestu í
tvær vikur.
Haft var eftir Yasser Arafat,
leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu
(PLO), í dag að hann væri
reiðubúinn að afneita ofbeldi og
viðurkenna tilveru Israelsríkis ef
Palestínuríki verði stofnað á
vesturbakkanum og Gazasvæðinu.
Frá þessu skýrði bandaríski þing-
maðurinn Paul Findley sem ræddi
við Arafat í Damaskus á laugar-
dag.
Carter forseti ræddi í dag við
egypzka forsætisráðherrann,
Mustafa Khalili, í Washington og
sagði á eftir að hann vonaði að
fundur þeirra yrði til þess að
takast mætti að yfirstíga erfið-
leikana sem standa í vegi fyrir
friðarsamningi. Carter er sagður
vona að orðsending sem Khalili
mun hafa meðferðis til Anwar
Sadats forseta geti þokað málun-
um áleiðis.
fÚS tíl
funda
I Kaíró var haft eftir áreiðan-
legum heimildum að Egyptar
muni gera mikilvægar tilslakanir
til þess að reyna að binda enda á
þráteflið í viðræðunum. Sam-
kvæmt heimildunum eru Egyptar
nú reiðubúnir að kosningar á
vesturbakkanum og Gazasvæðinu
fari fram eigi síðar en einu ári
eftir undirritun friðarsamnings í
stað sex mánaða áður.
Tilkynnt var í Kaíró í dag að
Sadat forseti hefði endanlega
ákveðið að fara ekki til Óslóar ti!
að taka við friðarverðlaunum
Nóbels vegna anna í sambandi við
friðarviðræðurnar.
Ceusescu varar
Rússa við íhlutun
Búkarest, 1. desember. Reuter. AP.
NICOLAE Ceusescu forseti hélt stíft fram sjálfstæði lands síns í dag með
lítt dulbúinni viðvörun til Rússa við því að skipta sér að innanlandsmáium
Rúmeníu.
Forsetinn gerði það að tillögu sinni að á milli kommúnistarfkja
Austur-Evrópu og herafla vesturveldanna í Evrópu yrði komið á hlutlausu
svæði þar sem ekkert erlent herlið fengi að vera og engar heræfingar
mættu fara fram. Hann útskýrði þetta ekki nánar.
Ceusescu var fagnað með dynjandi
lófaklappi þegar hann sagði á fundi
um 3.000 starfsmanna kommúnista-
flokksins að það væri helgur réttur
sérhvers lands að ráða örlögum
sínum sjálft án utanaðkomandi
afskipta.
Hann gætti þess að magna ekki
deilu Rúmena við Rússa en endurtók
í fimmta sinn á sjö dögum að hann
vísaði á bug kröfum sovétstjórnar-
innar um aukin útgjöld Varsjár-
bandalagsins.
Vestrænir diplómatar segja að
Rúmenar hafi áður drepið á hug-
myndina um hlutlaust svæði en telja
ólíklegt að ríki í austri eða vestri
samþykki hana. Ceusescu tók ekki
fram hve langt slíkt belti ætti að
vera og ekki heldur hvar það ætti að
vera.
Ceusescu notaði fundinn sem var
haldinn í tilefni 60 ára afmælis
núverandi Rúmeníuríkis til þess að
útskýra þá meirihátta* deilu sem
virðist hafa risið milli Rúmeníu og
annarra aðildarlanda Varsjárbanda-
lagsins á leiðtogafundi bandaiagsins
í Moskvu í síðustu viku.
Ceusestu
Hann sagði að samskipti kommún-
‘ istaflokka Evrópu yrðu að grundvall-
ast á jafnrétti, að enginn einn
flokkur mætti ráða lögum og lofum
og að utanaðkomandi afskipti ættu
ekki að eiga sér stað.
Forsetinn lét í ljós ugg um að
gagnbyltingaröfl kynnu að fá stuðn-
ing frá öðru sósíalistaríki. En hann
nefndi ekki beinlínis það land sem
hann átti við.
Vestrænir diplómatar telja þetta
vera viðvörun til þjóðar Rúmeníu og
annarra þess efnis að Rússar kunni
að reyna að grípa til íhlutunar í
Rúmeníu undir því yfirskyni að þeir
vilji verja sósialisma með sovézku
yfirbragði.
En Ceusescu fylgir harðlínustefnu
heima fyrir og diplómatarnir segja
að ekki sé hægt að bera saman
ástandið í Rúmeníu við fyrri hern-
aðaríhlutanir Rússa, í Ungverjalandi
1956 og Tékkóslóvakíu 1968.
Ceusescu sagði að Rúmenar
mundu halda áfram samstarfi sínu í
bandalagi kommúnistaríkja og
standa við skuldbindingar sínar, en
þetta yrði að gerast á jafnréttis-
grundvelli.
„Rúmenski herinn mun aldrei
nokkurn tíma taka við fyrirskipun-
um að utan,“ sagði hann.
Stapp um
nautgripi í
Færeyjum
þórshöfn, 1. desember.
Frá Jogvan Arge, fréttar. Mbl.
DANSKA flutningaskipið Ilse
Clausen er komið til Færeyja,
með 155 nautgripi innanborðs,
en skipinu hefur verið meinað
að leggjast að bryggju vegna
reglna um nautgripainnflutn-
ing.
Þegar skipið hafði lagzt við
legufæri stigu dýraverndunar-
nefnd, yfirdýralæknir og yfir-
maður sóttvarna á skipsfjöl.
Það verður þeirra hlutverk að
velja úr þau dýr sem leyft
verður að flytja í land.
Vélbyssu-
skothríð
í Teheran
Teheran, 1. desember.
Reuter. AP.
LANGVARANDI vélbyssuskot-
hríð heyrðist í nokkrum hverfum
Teheran í kvöld og hermenn áttu
í átökum við mörg hundruð
manna sem fóru út á götur í
trássi við útgöngubannið og
hrópuðu slagorð gegn keisaran-
um og trúarvígorð.
Ólætin hófust skömmu eftir að
útgöngubannið hófst. Mannfjöld-
inn hrópaði „Allah Akbar" (Allah
er mikill), „Dauði yfir keisaran-
um“ og „Lengi lifi Khomeiny" (þ.e.
trúarleiðtoginn).
Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um í dag hefur keisarinn gefið upp
alla von um pólitíska lausn á
ástandinu fyrr en eftir sorgar-
mánuð múhameðstrúarmanna,
Moharram, sem hefst á morgun.
Hvatt hefur verið til allsherjar-
verkfalls og götumótmæla og nú er
fyrst talið reyna á það í alvöru
hvort keisarinn heldur völdum
sínum eða ekki.
Amin er
kominn í
leitirnar
Nairobi, 1. desember. AP.
IDI Amin, forseti Uganda,
kom aftur f leitirnar í dag
þegar Ugandaútvarpið skýrði
frá þvf að hann stjórnaði
herliði á vígstöðvum Uganda-
manna og Tanzaníumanna
nálægt suðurlandamærunum
og þar með lauk þriggja daga
fréttum opinberra aðila um að
hans væri saknað.
Utvarpið sagði að Amin hefði
hjálpað hermönnum sínum í
hreinsunaraðgerðum í kjarr-
lendi nálægt bænum Mutukula
í Suður-Uganda. Utvarpið hafði
eftir Amin að herlið Tanzaníu-
manna héldi uppi harðri stór-
skotahríð á yfirráðasvæði Ug-
anda, allt að 25 km inn í landið,
og lið Tanzaníumanna héldi
áfram innrás sinni.
Dollarinn
yfir200jen
Tokyo, 1. desember. AP.
DOLLARINN seldist fyrir meira
en 200 jen í fyrsta skipti í 19
vikur á gjaldeyrismarkaði í
Tokyo í dag og var skráður við
lokun á 201.25 jen sem er 7 jena
ha'kkun siðan á föstudag fyrir
viku.
Japanski seðlabankinn' mun alls
hafa selt 10 milljónir dollara í dag
til að styrkja stöðu jensins.
Aðalástæðan fyrir hækkun dollar-
ans er talin tilkynning japanska
fjármálaráðuneytisins þess efnis
að greiðsluafgangur Japana fyrstu
20 daga nóvember hafi minnkað í
152 milljónir dollara úr 599
milljónum dollara á sama tíma í
fyrra.
Bandaríski dollarinn hefur ekki
selzt á meira en 200 jen síðan 24.
júlí.