Morgunblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978 40^ II I ‘ým iHeéður á motgun GUÐSPJALL DAGSINS. Matt. 21.i Innreið Krists í Jerúsalem. LITUR DAGSINS. Fjólublár. Litur iðrunar og yfirbóta. Jólafasta/A ðventa DÓMKIRKJAN. Kl. 11 messa og altarisganga. Ræðuefni: Kristallsnótt eða jólanótt? Dómkórinn syngur organleikari Martin H. Friðriksson. Séra Þórir Stephensen. Kl. 20:30 aðventukvöld kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar. ÁRBÆJARPRESTAKALL. Kirkjudagur Árbæjarsafnaðar. Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 í safnaðar- heimili Árbæjarsóknar. Unnur Jensdóttir syngur stólvers. Kirkjukór safnaðarins syngur undir stjórn Geiraugs Árnason- ar. Kaffisala og skyndihapp- drætti á vegum kirkjunefndar Kvenfélags Árbæjarsóknar í hátíðarsal Árbæjarskóla frá kl. 3—6. Hátíðarsamkoma í safnaðarheimilinu kl. 8:30 síðd. Meðal atriða: Þór Magnússon þjóðminjavörður flytur erindi og sýnir litskuggamyndir. Unnur Jensdóttir syngur ein- söng. Barnakór Árbæjarskóla syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar söngstjóra. Séra Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL. Messa kl. 2 að Norðurbrún 1. Fermingar- börn og foreldrar þeirra eru hvött til að koma. Jólafundur safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Kaffi, upplestur: Anna Guðmundsdóttir leikkona. Kirkjukórinn syngur. Séra Grímur Grímsson. BREIÐIIOLTSPRESTAKALL. Aðventumessa í Breiðholtsskóla kl. 2. Barnasamkoma í Breið- holtsskóla kl. 11 og í Öldusels- skóla laugardag kl. 10:30. Séra Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA. Rarn'samkoma kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 2. Séra Pálmi Matthíasson predikar. Aðventu- samkoma kl. 8:30. Steingrímur Hermannsson kirkjumálaráð- herra flytur ræðu. Kirkju- kórinn, einsöngvarar og hljóm- sveit flytja tónlist undir stjórn Guðna Þ. Guðmundssonar. Séra Ólafur Skúlason dómprófastur. DIGRANESPRESTAKALL. Barnasamkoma í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 2. Altarisganga. Aðventukvöld í Kópavogskirkju kl. 20:30. Séra Þorbergur Kristjánsson. FELLA OG HÓLAPRESTA- KALL. Laugardagur: Barna- samkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnudagur: Barnasam- koma í Fellaskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í safnaðarheimil- inu að Keilufelli 1, kl. 2. Séra Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA. Guðsþjónusta á Grensásdeild Borgarspítalans kl. 10. Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14, altarisganga. Organ- leikari Jón G. Þórarinsson. Almenn samkoma n.k. fimmtud. kl. 20:30. Aðventusamkoma eftir messu sunnudaginn 10. des. Séra Halldór S. Gröndal. IIALLGRÍMSKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 11. Altaris- ganga. Dr. Jakob Jónsson prédikar. Þess minnst að 30 ár eru liðin síðan fyrsta messan var flutt í Hallgrímskirkju. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Fjöl- skyldumessa kl. 2. Séra Karl Sigurbjörnsson. Aðventukvöld kl. 8:30. Fjölbreytt dagskrá. Þriðjud.: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10:30 árd. Beðið fyrir sjúkum. Ingunn Gísladóttir, safnaðarsystir. Munið kirkju- skóla barnanna á laugardögum kl. 2. LANDSPÍTALINN. Messa kl. 10. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. IIÁTEIGSKIRKJA. Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd. Séra Arngrímur Jónsson. Guðs- þjónusta kl. 2. Séra Tómas Sveinsson. Síðdegisguðsþjón- usta og fyrirbænir kl. 5. Séra Arngrímur Jónsson. Biblíules- hringurinn er á mánudögum kl. 20:30. Allir velkomnir. Prestarn- ir. KÁRSNESPRESTAKALL. Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Messa í Kópavogs- kirkju kl. 11 árd. Altarisganga. Séra Árni Pálsson. LANGIIOLTSPRESTAKALL. Guðsþjónustur dagsins falla niður. Aðventukvöld með fjöl- breyttri dagskrá hefst kl. 9. Safnaðarstjórnin. LAUGARNESKIRKJA. Barna- guðsþjónusta kl. 10.30. Messa kl. 11. Athugið breyttan tíma. Sóknarprestur. NESKIRKJA. Barnasamkoma kl. 10.30. Messa kl. 2. Séra Frank M. Halldórsson. Aðventustund Bræðrafélagsins kl. 5. Mánud.: Opið hús frá kl. 7:30. Biblíules- flokkur kl. 8.30. Allir velkomnir. Prpof ornir SELTJARNARNESSÓKN. Kirkjudagur í félagsheimilinu. Guðsþjónusta kl. 11 árd. Prest- ur: Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Organleik og söng- stjórn annast Reynir Jónasson. Einsöngur: Magnús Jónsson. Fjáröflun til kirkjubyggingar kl. 2 síðd. Kristileg kvöldvaka kl. 8.30. Lúðrasveit barna, stjórn- andi Atli Guðlaugsson. Ræða, séra Gunnar Kristjánsson. Kór Öldutúnsskóla, stjórnandi Egill Friðleifsson. Einsöngur Svala Nielsen, undirleikari Jórunn Viðar. Aðventuhugvekja: Björn Björnsson, prófessor. FRÍKIRKJAN í Reykjavík. Barnasamkoma kl. 10.30. Messa kl. 2, organleikari Sigurður ísólfsson. Prestur séra Kristján Róbertsson. Prestar halda hádegisfund í Norræna húsinu mánudaginn 4. desember. FÍLADELFÍUKIRKJAN. Sunnudagaskóli kl. 10.30 árd. Safnaðarguðsþjónusta kl. 2 síðd. Almenn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Organleikari Árni Arinbjarna- rson. Einar J. Gíslason. ELLI- OG IIJÚKRUNARIIEIMILIÐ Grund. Messa kl. 10 árd. Séra Lárus Halldórsson. DÓMKIRKJA KRISTS KONUNGS Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lág- messa kl. 6 síðd., nema á laugardögum, þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR. Kaþólsk messa kl. 11 árd. IIJÁLPRÆÐISHERINN. Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Bæn kl. 20 og hjálpræðissam- koma kl. 20.30. KIRKJA JESÚ KRISTS af síðari daga heilögum (Mormón- ar). Samkoma kl. 2 síðd. og kl. 3 síðd. að Skólavörðurstíg 16. GARÐAKIRKJA. Barnasamkoma í skólasalnum kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Barnakór Garðabæjar syngur undir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur. Séra Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssytra í Garðabæ. Hámessa kl. 2 síðd. MOSFELLSPRESTAKALL. Messa í Lágafellskirkju kl. 14. — Altarisganga. Sóknarprestur. IIAFNARFJARÐARKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Messa kl. 2 síðegis. Altaris- ganga. Aðventukvöld kl. 20.30. Séra Gunnþór Ingason. VÍÐISTAÐASÓKN. Barnaguðsþjónusta að Hrafnistu kl. 11 árd. Guðsþjón- usta þar kl. 2 síðd. Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar prédikar. Aðventukvöld kl. 8.30 í Hrafnistu. Samkór Kópavogs syngur, Páll Gröndal leikur á selló og Einar S. M. Sveinsson framkvæmdastjóri talar. Séra Sigurður H. Guðmundsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Safnaðarprestur. NJARÐVÍKURPRESTAKALL. Fjölskyldumessa kl. 2 síðd. Séra Ólafur Oddur Jónsson. KEFLAVÍKURKIRKJA. Fjölskyldumessa kl. 11 árd. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA. Messa kl. 2 síðd. Aðalsafnaðar- fundhr að lokinni messu. — Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Almenn guðsþjónusta kl. 2 síðd. (altarisganga). Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA. Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Altarisganga. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Séra Björn Jónsson. Utvarps- gudsþjónustan ÚTVARPSGUÐSÞJÓNUSTAN er að þessu sinni í Laugar- neskirkju. Organisti Gústaf Jóhannesson. Prestur er séra Jón Dalbú Ilróbjartsson. Þessir sálmar verða sungnir. í NÝJU sálma- { GÖMLU sálma- bókinni. bókinni. 3 43 60 202 59 200 232 597 241 603 56 232 Sinfóníutónleikar Beethoven verður ávallt eins og ráðgáta, þar sem lausnin fjarlæg- ist því handgengnari og kærari sem tónlist hans verður manni. Fáum mönnum hefur verið ásköp- uð erfiðari aðstaða til að njóta og trúlega enginn gefið þó jafn mikið. Hann tjáir sig hömlulaust, volar aldrei yfir illum örlögum, heldur snýst gegn þeim af svo miklu afli, að leirtöflur þær er hans „Mene Tekel“ var ritað á, molna og örlagadómurinn verður marklaus og feigðarspáin breytist í sigur- söng. Það-hefur verið algeng iðja á öllum tímum að, gera lítið úr tilfinningasemi og þeim frekast verið það tamt, sem í þeim efnum búa illa eða þora ekki að láta slíkt uppi og tefla þá gjarnan skyn- seminni og háðinu fram sem afhjúpandi andstæður. Er skyn- semin æðri tilfinningunni? Það mætti allt eins segja að mörkin milli þessa þátta séu ekki til, en það sem kallast skynsemi sé aðeins samröðun hugmynda og hvernig maðurinn á hverjum tíma hefur verið mataður á þeim, en ^ urpliforr þeirra sé tilfinningaleg. | Þ' vi'j :.a sé skynsamleg niður- | au.i fc iytileg eftir tilfinninga- 'j } ”t og það eina sem sé algilt á | i 1 ií.u num sé tilfinningin, án ... þess að umfang hennar verði markað. Verður niðurstaðan réttari hömruð á steðja skyn- seminnar eða er það óskilgreind tilfinningin sem vísar veginn að þeirri niðurstöðu sem mun standa af sér molnun stálsteðja skyn- seminnar. Beethoven lifir á þeim tíma er rómantíkin þýtur eins og sviptivindur yfir Evrópu. Róman- tíkin er án efa ein mesta til- finningabylting sem gengið hefur yfir mannkynið og allar hug- myndir þar frá allt fram á okkar daga eiga rætur sínar í henni. í þessu stórkostlega endurmati á öllum skynsamlegum raðformum samtíma hans og upplifun nýrra hugmynda um réttlæti og fegurð,- er að finna lykilinn að tóntúlkun Jean-Pierre Jacquillat Tðnllst eftir JÓN Á$GEIRSSON Beethoven. Hetjusynfónían er ekki tilviljun heldur stórkostlegt andsvar mikils listamanns við þeim atburði er hinn rómantíski draumur um frelsið varð raun- verulegur og eftirmálin einnig, er táknmynd frelsisins var strikuð burt af titilblaði verksins. Það er ekki tækni Beethovens sem skiptir máli því þá ættu verk eins og Onnur synfónían og Annar píanó- konsertinn að vera jafngild Hetju- sinfóníunni að gæðum. Verður Denis Matthews munurinn á inntaki þessara verka nokkurn tíma skilgreindur nánar en að hann sé í rauninni aðeins munurinn á tilfinningalegri upplifun tónskáldsins þegar hann skóp verkin. Skiptir það máli hvort hægi kaflinn er skilgreindur sem sorgarsöngur og að sundurslit stefsins í niðurlagi kaflans túlkuð eins og tal manns, sem er svo þungt fyrir brjósti að hann megnar ekki meira en segja nokkur orð, svo setningin verður aðeins slitróttar stunur. Hvað svo sem slíkar hugmyndir hafa að segja fyrir hlustendur og hvort nokkurn tíma verður komist nálægt upplifun Beethovens er hann skóp verk sín, er eitt víst að sá tilfinningakraftur sem býr að baki margra verka hans er undar- lega mest áberandi í beztu verkum hans. Tónleikarnir í heild voru mjög góðir og hljómsveitin oft við sitt bezta í Hetjusinfóníunni. Nedins Matthews lék einleik í öðrum píanókonsertinum og gerði það rösklega, en einhvern veginn eins og hann væri að henda einhverju frá sér án allrar til- finningalegrar upplifunar. Jacquillat er góður stjórnandi og var stjórn hans á annarri og þriðju sinfóníunni góð, en minna skáldleg en efni standa til, þegar um svo mikilfenglegt skáldverk er að ræða og þá þriðju. Jón Ásgeirsson Opnunar- tími verzl- ana í des- embermán. VERZLANIRNAR. - Afgreiðslutími verzlana í desembermánuði, sam- kvæmt regiugerð um af- greiðslutíma verzlana í Reykjavík frá 1971 og kjara- samningi við verzlunarmenn frá 22. júní 1977, má vera sem hér segir. Á föstudögum er heimilt að hafa verzlanir opnar til kl.22.00. Á laugardögum er heimilt að hafa verzlanir opnar sem hér segir. 2. desember, í dag, til kl 16.00. 9. desember til kl. 18.00. 16. desember til kl. 22.00. 23. desember til kl. 23.00. Á aðfangadag jóla, sem nú er sunnudagur, mega sölu- turnar vera opnir til kl. 13,00,- Á gamlársdag, sem nú cr einnig sunnudagur, mega söluturnar vera opnir til kl. 13.00. Fyrsta vinnudag eftir jól opna verzlanir kl. 10 árd. (Úr fréttatilk.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.