Morgunblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978 3 Vísindafélag Is- lendinga 60 ára VÍSINDAFÉLAG íslendinga varð 60 ára hinn fyrsta dcsembcr, en þann dag árið 1918 komu tíu kennarar Háskóla íslands saman og samþykktu að stofna félag er ynni að því að efla vísindalega starfssemi í landinu. í tilefni afmælisins verður sérstök dag- skrá í Norræna húsinu í dag og í anddyri þess hefur verið komið fyrir sýningu á öllum útgáfurit- um félagsins frá upphafi ásamt bókaskrám. Á dagskrá afmælisfundarins í dag er ávarp Magnúsar Magnús- sonar prófessors sem er forseti félagsins, ræða dr. Jakobs Bene- diktssonar um hugvísindi 1918—1978, ræða Sveinbjörns Björnssonar prófessors um raun- vísindi 1918—1978 og ræða prófessörs Carl Gustaf Bernhard fastaritara sænsku vísindaaka- demíunnar um hlutverk vísinda- félaga í dag. í frétt frá Vísindafélaginu segir m.a. svo um stofnun félagsins og tilgang: Hugmynd að stofnun félagsins og frumkvæði átti Ágúst H. Bjarnason, og skrifaði hann ásamt Sigurði Nordal undir fundarboð 30. nóv. Á fundi 19. jan. var nafn félagsins ákveðið og samþykkt lög þess. Tilgangur félagsins hefur frá upphafi verið að styðja vísindalega starfsemi, og hefur það einkum verið gert með erindaflutningi og útgáfu vísindarita. Á fundum félagsins hafa verið fluttir fyrir- lestrar um fjölbreyttustu efni, þar er skýrt frá niðurstöðum rann- sókna og hafðar umræður um allt það er að vísindum lýtur. Reglu- legir félagsmenn eru 92 að tölu, en auk þess eru í félaginu 35 bréfa- félagar búsettir erlendis. Forseti félagsins nú er próf. Magnús Magnússon. í anddyri Norræna hússins hefur verið komið upp sýningu á öllum útgáfuritum Vísindafélagsins og hefur Baldur Jónsson dósent séð um uppsetningu hennar. Ljósm. Rax. Flugleiðir: Flugfrey jur utan til þjálfunar á DC-10 FYRSTU flugliðar Flugleiða halda til Bandarikjanna n.k. mánudag til þjálfunar vegna nýju DC-10 hreiðþotunnar sem Flugleiðir fá um áramótin. Eru það 20 flugfreyjur og nokkrir kennarar í flugfræðum. Fer hópurinn til Kaliforníu á námskeið um DC-10 breiðþotuna, en fleiri flugfreyjur fara ekki utan til þjálfunar, því að aðrar flug- freyjur Loftleiða munu sækja þrjú námskeið hér heima í desember og verður þá lokið þjálfun flugfreyja til að taka við störfum á breiðþot- unni. Allur undirbúningur Flug- leiða miðast við það að Flugleiðir fái vélina um áramót, nema þjálfun flugmanna og flugvél- stjóra, en ennþá er ekki ákveðið hvort vélin verður leigð erlendum aðilum eða hvort hún verður tekin í notkun á leiðum Flugleiða. Það er þó sýnt að hvorki flugmenn Flugleiða né flugvélstjórar verða tilbúnir til að fljúga vélinni þar sem ekki hefur orðið af þjálfun þeirra vegna flugmannadeilunnar. „Ekki einleikið” Ný bók eftir Árna Óla SETBERG helur gefið út nýja bók eftir Árna Óla, og nefnist hún EKKI EINLEIKIÐ. Árni óla hefur ritað mikinn fjölda bóka og sendir nú frá sér níræður að aldri nýja og sérstæða bók. Aftan á bókarkápu segir m.a.: „Árni Óla hefur um langa ævi kappkostað að kynna sér sem bezt íslensk þjóðfræði, og þó sérstaklega þann þátt þeirra, er fjallar um kynni manna af ósýnilegum verum. Hann hefur ritað um þetta margar bækur, svo sem „Álög og bannhelgi", „Huldufólk", „Dulheimar íslands" og „Huliðsheimur". Þessar baekur hafa sérstöðu í bókmenntum íslendinga. Þessi bók, EKKI EINLEIKIÐ, getur að vissu leyti talist til þessa bókaflokks, en ^er þó frábrugðin honum að því leyti, að hér segir Árni Óla frá sinni eigin dulrænu reynslu, og mun mörgum þykja hún merki- leg.“ Klausturhólar: Margt mynda á uppboðinu Magnús Magnússon, prófessor forseti Vísindafélags íslendinga. KLAUSTURHÓLAR. listmuna- uppboð Guðmundar Axelssonar, efna n.k. þriðjudag til málverka- upphoðs. þar sem seld verða milli 60 og 70 verk íslenzkra mynd- listamanna. Meðal þessara myndverka er gömul stúlkumynd eftir Nínu Tryggvadóttur, en auk þess eru þarná verk eftir Kjarval, Þórarin B. Þorláksson, Brynjólf Þórðarson, Svein Þórarinsson, Ásgeir Bjarn- þórsson, Eggert Guðmundsson, Gunnlaug Blöndal og Snorra Arinbjarnar, svo og verk eftir Guðmund frá Miðdal, Emil Thor- oddsen, Jón Jónsson og Eyjólf Eyfells, en af yngri myndlistar- mönnum myndir eftir Alfreð Flóka, Jóhannes Geir, Erró, Valtý Pétursson, Svein Björnsson og Gunnar Örn svo að einhverjir séu nefndir. Myndirnar verða til sýnis hjá Klausturhólum, Laugavegi 71 n.k. mánudag kl. 9—18 en uppboðið sjálft fer fram á Hótel Sögu og hefst kl. 5. Jæja krakkar þá er loksins komin tízkuverzlun fyrir ykkur sem vit er í Eigum nú mmo axlabandabuxur stærðir frá 4ra ára, skyrtur, peysur, jakka, boli og glæsilegt úrval af dömukjólum. sverðin komin aftur, merki,boli með myndum Opið til klj 4 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.