Morgunblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978 + FLÓTTAMANNABÁTUR. — Flóttamannabátar, jafnvel heilu skipin, hafa verið mjög í fréttunum undanfarið. — Þetta er einn þeirra. Þegar myndin var tekin í S-Kínahafi hafði hann verið 9 daga í hafi. — Hvorki vott né þurrt var til um borð, matur og drykkjarvatn þrotið. Á bátnum, sem var um 60 fet á lengd, voru rúmlega 60 manns. Enginn um borð kunni að sigla eftir áttavita og hafði enginn hugmynd um hvar þeir væru eða hve langt væri til næsta lands. + ÞJÓÐFELauöÚviNUR — Þann þunga kross rogast hann með þessi maður. Hann heitir Jacques Mesrine, franskur. — Franska lögreglan sem leitar hans hefur látið blöðum og sjónvarpsstöðvum í té þessa myndaseríu af hinum mörgu andiitum þessa þjóðfélagsóvinar Frakklands númer eitt. — Myndirnar er Mesrine eru ekki teknar úr safni lögreglunnar, heldur fann lögreglan þær í hreiðri glæponsins, við húsleit í hreiðri hans í París. — Ekki fylgdi nein frásögn af því, á hvern hátt Jacques Mesrine varð sér úti um þennan óhugnanlega titil. + KRAFTAVERKIN eru alltaf að gerast einhvers staðar í heiminum. — Þessi rúmliggj- andi maður, sem er að svara spurningum blaðamanns, Al- freds „Butch“ Summers að nafni, bjargaðist lifandi fyrir nokkru undan hótelrústum vestur í Bandaríkjunum. Svo snögglega hafði það hrunið, að líkast var sem hendi væri veifað, að allt húsið var komið ofaní kjallara eins og Lási kokkur komst einu sinni að orði, er hann var að lýsa húsbruna. — Og eftir nær 4 daga martröð undir rústunum — hcyrðu verkamenn sem unnu við rústirnar köll manns- ins. — Þó ég sé ekki mikill trúmaður, vissi ég, er ég bað Jesú um hjálp, að aðeins hann gæti bjargað lífi mínu. — Verstur var þorstinn, sagði „Butch“ sem siapp alveg ómeiddur. fclk í fréttum 41 Mínar hjartans þakkir til allra þeirra nær og fjær sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum og kveöjum á 90 ára afmæli mínu þann 17. október s.l. Guö blessi ykkur öll. Gudrún Hallvardsdóttir frá Kirkjubæ. Nýkomið Fjölbreytt úrval af pelsjökkum, húfum, treflum og annarri grávöru. Feldskerinn, Skólavörðustíg 18, sími 10840. ÞRAUTGOÐIR ÁRAUNASTUND Björgunar- og sjóslysasaga íslands eftir Steinar J. Lúðvíksson Tíunda bindi — árin I9l l— 1915 Meðal frásagna í bókinni má nefna er togarinn Skúli fógeti fórst á tundurdufli í Norðursjó, skips- strönd við Vestfirði 1914, strand togarans Tribune undir Hafnarbergi og frækilega björgun áhafnar hans, hrakninga vélbátsins Haffara og björgunar- afrek við Grindavík 1911. Bókaútgúfan Öm og Örlygur hf Vesturgötu 42, sími 25722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.