Morgunblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978 Friðrik Ólafsson: Féhirdis- embætti og fjaðrafok í fyrri viku sendi stjórn Skák- sambands íslands frá sér nreinar- gerð, sem af hálfu forráðamanna þess á að heita lýsing á aðdrag- anda og framvindu mála á FIDE-þinginu í Buenos Aires, en þau mál hafa verið rnikið í fréttum að undanförnu. í ritsmíð þessari er margt fullyrt og annað gefið í sk.vn, sem ekki er sannleikanum samkvæmt og verður ekki hjá því komizt að leiðrétta þá alröngu mynd, sem þarna er dregin upp. Hefi ég þó í lengstu lög reynt að leiða hjá mér umræður um þessi mál. Ljóst er, að fyrir höndum er mikið starf við skipulagningu á verkefnum Alþjóðaskáksambands- ins og hafði ég vonast til að geta snúið mér óskiptur að þeim málum í stað þess að standa í tímafreku karpi út af lítilvægu ágreinings- efni. Með þessari ritsmíð sinni hefur Skáksambandsstjórnin gert þá von að engu. I . í upphafi segir svo í grg. S.Í.: „Stjórnin fordæmir harðlega þær ærumeiðingar, sem forseti S.í. Einar S. Einarsson hefur orðið að þola að ósekju í fjölmiðlum“. Um þetta er það að segja, að ég hefi engan hlut átt að þeim skrifum, sem hér er vísað til og engin ummæli látið frá mér fara, sem talizt geta meiðandi fyrir æru Einars S. Einarssonar. Eg hefi þvert á móti, eins og áður er sagt, kosið að leggja sem minnst til málanna í þeirri von, að forráða- menn S.í. athuguðu sinn gang og gerðu sér ljóst, hvað væri hags- munum skákhreyfingarinnar fyrir beztu. Sú von brást. í grg. segir síðan, að á stjórnar- fundi S.í. 2. okt. s.l. hafi verið bókuð sú „ósk“ mín, að S.í. tilnefndi mann til embættis fé- hirðis FIDE, ef til kæmi. Ég var ekki viðstaddur þennan fund, en „óskinni“ mun hafa verið komið á 'framfæri með tilvísun til einhvers samtals, sem Einar S. Einarsson kvaðst hafa átt við mig. Virðist ekki hafa þurft til að koma frekari staðfesting á þessari „ósk.“ A fundi, sem ég hafði áður átt með stjórn S.Í., hafði verið um það rætt, að S.í. gerði tillögu um mann í embætti féhirðis og kom þá fram, að heppilegra gæti verið, að sá maður yrði ekki í stjórn S.í. Gaf Einar S. Einarsson þá til kynna, að hann hygðist ekki gefa kost á sér við næsta stjórnarkjör hjá S.í. A því er að sjálfsögðu reginmun- ur hvort S.í. gerir tillögu til mín um mann eða hvort það tilnefnir mann í féhirðisembætti. Það hlýtur að liggja í augum uppi. Sú samþykkt stjórnar S.í á fundi hennar 9. okt. s.l. „að Einar S. Einarsson yrði féhirðisefni Skáksambands íslands, ef Friðrik næði kjöri“, mun gagngert byggð á þeirri fullyrðingu, að ég hafi óskað eftir að Einar yrði tilnefndur í féhirðisembættið, en það er rangt. Mun þessa „ósk“ hafa borið að með svipuðum hætti og á fundinum 2. okt. s.l. og var ég ekki viðstaddur frekar en þá. Ekki fæ ég skilið, hvernig umrædd samþykkt stjórnar S.í. á að binda hendur mínar, þótt hún hafi „borizt mér til vitundar“. Ég taldi mig þvert á móti aldrei þurfa að hlíta henni og það var Einari áreiðanlega ljóst, eins og síðar kemur fram. Samt sem áður ætlaði S.í. að ná fram kjöri Einars í skjóli þeirrar reglu í lögum FII)E, að tilnefning embættis- manna er að forminu til í höndum skáksambanda. Þannig reynir stjórri S.í. að gerá formið eitt að kjarna málsins. í allri félagsstarfsemi þarf málsmeðferð að fylgja ákveðnu formi til að lögmæt geti talizt. Formið er aðeins lögbundin aðferð við að koma málum fram. Það fyrirkomuiag, sem mælt er fyrir í lögum FIDE, til að kveða á um skýra málsmeðferð, að tilnefn- ing embættismanna sé formlega í höndum skáksambanda, verður í augum forráðamanna S.í. að einhvers konar valdi, sem veiti þeim óskoraðan rétt til að ganga í berhögg við óskir og sjónarmið þess manns, sem tilnefningin hlýtur að varða mestu. Persónuleg sjónarmið og óskir forseta FIDE um samstarfsmann hljóta efnislega að vera aðalatriði. Sem forseti FIDE hef ég aðeins einn samstarfsmann á íslandi og allt hlýtur að velta á því að samstarfið sé sem farsælast. Það er síðan aðeins formregla sem fylgja þarf, að atbeina ein- hvers skáksambands þarf til að koma tilnefningunni á framfæri. Líklega lýsir það bezt, hverjum augum forráðamenn S.í. líta hlut- verk sitt í þessu máli — og þá jafnframt hvert hlutskipti mér var ætlað, þegar þeir staðhæfa eftir- farandi í Morgunpóstinum 20. nóv. s.l.: „Samkvæmt lögum og reglum k'IDE þá er það skáksamband þess lands, sem forsetinn er frá, sem tilnefnir í fyrsta lagi forsetaefnið, féhirðisefnið og framkvæmda- stjóraefnið. (Slíkt ákvæði er ekki að finna í lögum FIDE. Hins vegar segir, að ritari og féhirðir skuiu að öllu jöfnu vera frá sama landi og forsetinn, F.O.). „Við höfðum okkar ákaflega einföldu og ljósu samþykkt, stjórnarsamþykkt um þetta“. — Ennfremur — „Nú við héldum að sjálfsögðú fram sjónar- miði sem við höldum enn fram, að það er ekki verkefni forsetans né á hans valdi að tilnefna menn í svona, það er verkefni skáksam- bandsins. FIDE er samband skák- sambandanna og það er akkúrat á þeirra valdi — skáksambandanna sjálfra —, en ekki einstaklinga að tilnefna slíka menn“; Ekki er úr vegi að íhuga hugrenningar Einars í sambandi við féhirðisstarfið. í viðtali við Tímann 16. nóv. sl. segir hann m.a.: „Það sem ég hafði í huga alian tímann í þessum málum var það, að hagsmuna íslands og S.í. væri gætt, eins og framast væri unnt. og sá sem veldist í þetta gjaldkeraembætti væri -traustur maður^ sem gæti orðið til sóma fyrir land og þjóð.“ Ég læt niðurlag setningarinnar liggja milli hluta, en lítt fæ ég skilið þau sjónarmið Einars, sem koma fram í fyrri hluta setningar- innar, að hann hefði fyrst og fremst í huga í sambandi við Féhirðisstarfið, að hagsmuna ís- lands og Skáksambands íslands innan F’IDE yrði gætt sem fram- ast væri unnt. Ekki fæ ég sé$, Friðrik ólafsson hvaða ástæðu-hann hefur haft til að ætla, að hagsmunir íslands og Skáksambands íslands yrðu fyrir borð bornir, þótt hann næði ekki kjöri. FIDE er samtök skáksam- banda um heim allan og það gefur auga leið, að það getur ekki talizt heppilegt, að þeir sem veljast til starfa hjá FIDE telji það skyldu sína að gæta hagsmuna eigin skáksambands fyrst og fremst. Embættismenn FIDE verða að vera sjálfstæðir og óháðir. FIDE má ekki tengjast einu skáksam- bandi' meira en öðru. Stjórn S.í. virðist leggja mikið upp úr eftirfarandi ákvæði í lögum FIDE um kosningar: „No person can be elected against the will of his national federation." (Lauslega þýtt: „Engan má kjósa til embætt- is gegn vilja skáksambands lands hans“.) Fróðlegt væri að vita, hvers vegna látið er undið höfuð leggjast að birta seinni hluta þessa lagaákvæðis, sem hljóðar svo: „This stipulation may be waived by the Genaral Assembly only in execeptional cases". (Lausl. þýtt: „í undantekningartilvikum getur FIDE-þingið ákveðið annað“.) — Leikur nokkur vafi á því, að óskir nýkjörins forseta um samstarfs- menn sína hefðu verið metnar í þessu ljósi, og á þær fallizt, þrátt fyrir andstöðu skáksambands hans? Ég spyr. í stuttu máli. Einar gat eins og fleiri komið til álita í féhirðisemb- ættið, en ég tók aldrei af skarið um það, að hann væri sá er ég ætlaði embættið, eins og reynt er að telja fólki trú um í ritsmíð S.í. í því sambandi skiptir engu máli ein- hver samþykkt S.í. hvort sem hún er löglega gerð eða ekki. Ágrein- ingur hefur verið með okkur Einari um ýmis atriði og eftir því sem á leið og nær dró kosningu varð mér æ betur ljóst, að með okkur gæti aldrei tekist farsælt samstarf. En svo er að sjá, að engu að síður hafi átt að „keyra“ kosningu Einars í gegn. Á svæða- fundi I og II (Vestur-Evrópuþjóð- irnar), sem haldinn var rétt fyrir forsetakosningarnar óskaði Högni Torfason eftir stuðningi við til- nefningu Einars í féhirðisembætt- ið og mun hafa verið talið sjálfsagt að veita þann stuðning enda kom ekki annað fram en að þetta væri samkvæmt mínum óskum. Af þessu frétti ég síðar. Eftir þennan fund talaði Högni svo við Ineke Bakker, ritara FIDE, og tjáði henni, að Einar S. Einarsson væri af hálfu S.í. tilnefndur í embætti féhirðis FIDE, hann nyti stuðnings svæða I og II og um engan annan frambjóðanda í þetta embætti yrði að ræða. í lögum FIDE um kosningar segir svo í 5. gr.: „Nominations and the elections for the offices of General Secretary, Treasurer and Auditor shall be made in the General Assembly after the elect- ion of the President and the Deputy-Presidents. (Lausl. þýtt: Tilnefningar og kosningar í emb- ætti ritara (framkvæmdastjóra), gjaldkera og endurskoðanda skulu fara fram á þingfundi eftir kosningu forseta og varaforseta). Milli kosningar forseta FIDE og þar til kjör féhirðis og hinna embættismannanna fór fram liðu a.m.k. 2 klukkustundir (kosningu forseta FIDE lauk fyrir kl. 13.00 og þá var gert matarhlé í 1 klst. Síðan var gengið til kosninga um varaforseta, en kosning embættis- mannanna var á dagskrá kl. 15.00) og hófst ég þegar handa um það í matarhléinu að koma tilnefningu Gísla Árnasonar á framfæri. Þar sem mér var þá orðið kunnugt um, að bera ætti fram tilnefningu Einars, sendi ég strax til hans boð um að draga hana til baka, þar sem ég óskaði eftir öðrum manni sem féhirði. Það er því alrangt, sem haldið er fram í ritsmíð S.Í., að þetta hafi átt sér stað aðeins örfáum minútum áður en kjósa skyldi, enda eftir öðru. Guðmund- ur G. Þórarinsson, sem átti í þessum viðræðum við Einar, og við hann einan, segir hann hafa verið ófáanlegan að draga framboð sitt til baka, ef Gísli Árnason færi fram, en hann hefði hins vegar tjáð sig tilleiðanlegan að víkja fyrir þriðja manni. Bar Guðmund- ur mér þessi boð. Þar sem kosning milli tveggja íslendinga hefði komið þingheimi afar spánskt fyrir sjónir, þótt ekki sé meira sagt, ákvað ég að fara þá leið að stinga upp á Sveini Jónssyni í embætti féhirðis. Skotinn David Levy og írinn Kevin O’Connell voru nú komnir til sögunnar og skráði sá síðarnefndi hjá sér nafn Sveins. Fóru þeir síðan og ræddu við Einar og Högna og varð fljótlega ljóst, eins og Guðmundi áður, að ekki mundi um þokað, ef Gísli færi fram. Spurði O’Connel þá, hvort þeir myndu samþykkja Svein Jónsson sem málamiðlun, og var sú tillaga strax samþykkt. Var málið þannig til lykta leitt og bar írinn fram tilnefningu Sveins í embætti féhirðis. Eftirtektarvert er að lesa það í ritsmíð S.Í., hversu mikill er sagður hlutur forseta S.í. í þessu máli, hversu giftusamlega hafi verið staðið að málum, þannig að Skáksambandinu var bjargað frá hneisu. í sjálfu sér skiptir þetta ekki máli, en er aðeins frekari staðfesting á því hversu frjálslega er farið með atvikalýsirigar í þessari ritsmíð S.í. En það er umhugsunarefni, að þessa atburðarás i Buenos Aires votta 5 stjórnarmenn í S.Í., sem þó voru víðs fjarri og gátu engan veginn vitað hvað þarna fór fram. II Þá er komið að þeim þætti þessarar ritsmíðar, sem einna ósmekklegastur er. í inngangi hennar fordæmir stjórn Skáksam- bandsins harðlega þær æru- meiðingar, sem forseti þess hafi orðið að þola að ósekju í fjölmiðl- um, *en ekki eru greinarhöf. fyrr búnir að sleppa orðinu en þeir eru sjálfir teknir til við sömu iðju og farnir að vega gróflega að Gísla Árnasyni, gjaldkera Skáksam- bandsins, sem hefur unnið sér til óhelgi i þeirra augum fyrir þá sök að hafa haft önnur sjónarmið í þessum málum en þeir. Líklega hefur sá löstur hans verið mestur, að hann studdi skoðanir mínar og leitaðist við að koma á framfæri þeim sjónarmiðum, sem ég taldi eiga við. Þá er Gísla legið mjög á hálsi fyrir það að hafa lumað á „sprengiframboði", eins og það er orðað. Er honum brugðið um freklegt trúnaðarbrot og framboð hans sagt fáheyrt og furðulegt. Minna má nú gagn gera. Þetta eru lágkúrulegar ásakanir, sem ekki eiga við rök að styðjast. Sannleikurinn er sá, að Einari S. Einarssyni var það vel ljóst, að Gísli gat komið til álita sem féhirðir FIDE og vissi það allar götur fram að kosningu, enda ympraði hann á því við mig nokkru fyrir forsetakosningu, hvort ég væri búinn að gera upp minn hug um féhirðisembættið. Svaraði ég því til, að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af því að svo stöddu, fyrr en úrslit forsetakosninganna lægju fyrir. Gísli sóttist aldrei eftir féhirðis- embættinu, heldur hafði ég fitjað upp á því við hann á sínum tíma, að hann gæfi kost á sér í féhirðisembættið, ef sú staða kæmi upp, að ég yrði kjörinn forseti. Vildi hann ekki skorast undan og gaf mér vilyrði sitt. Sú margumtalaða samþykkt, sem Gísli hafði átt hlut að, þess efnis, að Einar yrði tilnefndur féhirðis- efni Skáksambandsins, byggðist gagngert á þeirri fullyrðingu, sem „borin var inn“ á fundinn án minnar vitundar, „að ég óskaði eftir þvi, að Einar yrði tilnefndur féhirðisefni". Mun Gísli ekki hafa séð ástæðu til að ætla, fremur en aðrir sem á fundinum voru, að þessu ummæli væru ekki rétt eftir höfð. Með þessari dæmalausu samþykkt á nú að vega að Gísla og saka hann um freklegt trúnaðar- brot og starfsaðferðir, sem ekki samrýmist almennum starfsregl- um félagasamtaka. Það má vel koma fram hér, að Gísli stóð alla tíð ótrauður mér við hlið í þessu framboðsmáli og reyndist mér dugandi stuðnings- maður. III För Guðmundar G. Þórarinsson- ar er sérstaklega gerð að umræðu- efni í títtnefndri ritsmíð og ýmsar athugasemdir hafðar uppi í því sambandi. Um þessa ferð er það að segja, að fyrir mín orð var veittur sérstakur fjárstyrkur af Mennta- málaráðuneytinu eingöngu í því skyni að standa straum af kostn- aði við þessa ferð Guðmundar. Er hér um að ræða viðbótarstyrk í framboðssjóð minn, sem blandast ekki fjárreiðum S.í. frekar en annað fé, sem í framboðssjóðinn hefur runnið. Telja forráðamenn S.í. sér stætt á að fullyrða annað er full ástæða til að þeir leiti sér upplýsinga um staðreyndir máls-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.