Morgunblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978 Basar KR- kvenna Sunnudaginn 3. descmher halda KR konur sinn árlcga jólahasar í KRhúsinu við Frostaskjúl í Reykjavík' Hefst hann kl. 2 eftir hádejfi oj; verða seldar kökur. jólaföndur o.fl. sem konurnar hafa sjálfar unnið. Knattspyrnufélag Reykjavíkur verður 80 ára á næsta ári og hyggjast KR-ingar minnast þessara tímamóta m.a. með því að hefja framkvæmdir á viðbótar- hyggingu við félagsheimili sitt. KR-konur hafa á stefnuskrá sinni að stuðla að bættri félagslegri aðstöðu KR-inga og vilja með þessum basar leggja sitt af mörkum til eflingar bygginj;ar- sjóðnum. Kökubasar vegna T jalda- nesheimilisins FORELDRA- oj; styrktarfélag Tjaldanesheimilisins eínir til kökubasars í Blómavali við Sigtún laugardaginn 2. desem- ber kl. 1.30. Foreldrar og og velunnarar Tjaldanesheimilisins stofnuðu fyrir tveimur árum til félags- skapar til að styrkja heimilið eftir mætti. Þar eru nú 28 vistmenn og þegar orðið mjög þröngt. Er mikill hugur í velunn- urum þess að fá úrbætur í húsnæðismálum og hyggjast þeir stuðla að því og styrkja búnað þess. Verslanahöllinni, Laugavegi 26. Símr 13122 BODA Eigum nú til gott úrval allskonar smámuna úr kristal. Jólasveinar, jólabjöllur, jólahlutir og dýr. Upphengi, óróar og ýmsar gerðir af kertastjökum. Allt vandaður /istiðnaður. unninn íkosta] V _____/ Jólí KostaBoda Klingjandi kristall-kærkomin gjöf Aðventukvöld í Hafnarfjarðarkirkju í UPPIIAFI aðventutímans. sem boðar komu jóla og er byrjun nýs náðarárs. hefur liingum tíðkast að halda svonefnd aðventukvöld í kirkjum landsins. Að jafnaði hafa margir kunnað að meta þennan sið og notið góðra stunda. í Hafnarfjarðarkirkju verður aðventukvöld fyrsta sunnudag í aðventu þ. 3. desember og hefst það kl. 20:30. Verður þar fjölbreytt efnisskrá í tónum og tali. Magnús Torfi Olafsson blaðafulltrúi ríkis- stjórnarinnar fl.vtur ræðu kvölds- ins, flutt verður orgelverk eftir Pái Halldórsson, partíta um „Hin mæta morgunstund", sálmalag Bjarna Pálssonar, kór Tónskóla S.D.K. syngur kórvetk og m.a. frumflytur hann kórpartítu „Há- tíð fer a höndum ein“ fyrir einsöng, blandaðan kór og orgel eftir Sigursvein D. Kristinsson. Auk annars efnis syngur Sigríður Gröndal einsöng, Páll Gröndal leikur einleik á selló og kirkjukór- inn flytur valirt verk og leiðir safnaðarsöng við undirleik Páls Kr. Pálssonar organista kirkjunn- ar, sem jafnframt leikur þátt úr aðventusvítu eftir Pietryn Yon. Er þess vænst að sem flestir eigi góða samveru í kirkjunni og fái þar skynjað andblæ komandi hátíðar. Gunnþór Ingifson sóknarprestur. Basar Kvenfélags Langholtssafnaðar Enn einu sinni undirhúa kven- félagskonur við „Sund". „Voga" og „Ileima" sinn árlega söluhasar til fjársöfnunar fyrir kirkjubygg- inguna. Verður hann sunnudag- inn 3. des. og hefst kl. 2. Milljón á milljón ofan hafa þær safnað og lagt fram af mikilli rausn og myndarskap öll árin. En þó sérstaklega nú hin síðustu ár, eftir að kirkjan sjálf reis af grunni. Nú er sannarlega aðalátakið framundan til að fullgera þakið á þessum sérstæða helgidómi, sem á eftir að verða kristileg menningar- miðstöð þessa borgarhverfis, þess- ari kynslóð til heiðurs um ókomn- ar aldir, sannkölluð Ilálogalandskirkja, sem hún raunar heitir frá upphafi. Konurnar vinna nú stöðugt að þeim iðnaði, sem á að verða til sölu á basarnum. Undirbúningur allur tekur langan tíma og mikið samstarf og merkilegt. Basarinn hefur líka oftast, já, ávallt líkzt listiönaðarsýningu að lokinni upp- setningu. Svo mun og enn verða nú, þegar söludagurinn rennur upp. Enn skulu sem allra flestir hvattir til að koma og styðja þann hagnað, sem óskað er til heilla komandi kynsloðum. Ekki munu mörg hús merkilegri í Heima- hverfinu og jafnvel allri borginni en Hálogalandskirkja fullgerð, með sínu frábæra safnaðarheimili til fjölþættra félagsstarfa fyrir börn og æskulýð, unga og aldna á hátíðlegum stundum og helgustu dögum framtíðarinnar bæði í gleði og hörmum. Komið því og leggið korn í bygginguna. Það mun bera mikinn ávöxt og gefa góða vexti. Árelíus Níelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.