Morgunblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978 Siguróur Pálsson námsstjóri: Félagi Jesús Það er kominn tími til að gera uppreisn! Bókarheiti> Félagi Jesús Höfunduri Sven Wernström Þýðandii Þórarinn Eldjárn Útg.t Mál og menning Útgáfustyrkuri Norræni þýðingarsjóðurinn Stærði 77 bls. Verð, Kr, 2.880,- Bók [tessi, sem ætluð er börnum, hefur verið fjefin út á íslensku með mikilli viðhöfn. Sejya má að þar tróni hver silkihúfan upp af annarri; virðulejít bókaforlaK, sem kennir si(; við menninjíu, unKskáld á uppleið og sjóðstjórn sem ætlað er það hlutverk að st.vðja við viðleitni til þess að Norðurlanda- þjóðirnar tíeti notið á eijíin máli þess besta, sem skrifað er af frændum þeirra. Uersinjíin vekur vonir um að hér sé um merkisrit að ræða. Ekki slævist vonin þefíar lesin eru orð höfundar sem prentuð eru innrömmuð á baksíðu titilblaðs. Til þess að ekki fari á milli mála hvílíkur maður er þarna á ferðinni (»H hvaða vinnubrö({ðum er beitt, tekur hann sér til fyrirrnvndar orðafar Lúkasar íjuðspjallamanns í upithafi Lúkasar>;uðspjalls. Sven Wernström seiíir svo: „Þar sem marjíir aðrir hafa tekið sér f.vrir hendur að færa í letur frásaj{nir um smiðinn Jesú og hinn einkenni- lena feril hans frá friðsælu lífi í Nasaret að smánarle({um dauða- dómi í Jerúsalem, þá réð ég líka af, eftir að hafa rannsakað allt allkosttíæfilejía, að rita um þetta til þess að börn vor verði fær um að (taniía úr skuiína um áreiðanleik þeirra frása({na sem enginn kemst undan að hljóta fræðslu í.“ Ekki er það ónýtt! Hér er komin bókin sem beðið var eftir. Nú hefur Sven Wernström, með að- stoð Þórarins Eldjárns o({ norræna þýðingarsjóðsins, fært okkur af mildi sinni það sem börnin þurfa til að ({eta metið áreiðanleik biblíusasínanna. Maður kemst við af þakklátsemi, þurrkar sér um au({un o({ les áfram þetta nýja ,,({uðspjall“ Sven Wernströms. Og fa({naðarerindið lætur ekki á sér standa. „Komið til mín, allir vinnandi menn og kúf{aðir! Það er kominn tími til að gera uppreisn!" Þanni({ er Jesús látinn mæla við áheyrendur sína (bls. 22). Og til þess að ekkert fari á milli mála er endurtekið á bls. 30: „Komið hingað o({ hlýðið á mig, allir vinnandi menn og kúgáðir! Nú er frelsið í nánd! Verið viðbúin! Þegar ég gef merki gerum við uppreisn!" Mér er ókunnugt um heimildir Wernströms, þeirra er ekki getið. Hitt virðist ljóst, að hann hefur k.vrfilega skákað fremstu Nýja testamentis-fræðingum samtím- ans, sem eru sammála um að það efni Nýja testamentisins sem best hefur varðveist í upprunalegri mynd sé það sem haft er eftir Jesú sjálfum. Og svo er verið að kenna blessuðum börnunum þetta svona: „Komið til mín, allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita vður hvíld.“ Það var sannarlega kominn tími til að íslensk börn og foreldrar þeirra kynntust ritverkum þessa merka fræðimanns og ritskýranda Sven Wernströms! Bókin kom út á frummálinu 1971. „... að nudda sér utan í Krist.“ Það er ekki óþekkt fyrirbæri í sögunni að hugsjóna- og baráttu- nienn re.vni að eigna sér frægar og vinsælar persónur liðinna alda og gera þær að samherjum sínum. Jesús Kristur hefur ekki farið varhluta af þessum vafasama Sigurður Pálsson heiðri. Ein slík alda reið yfir í kjölfar stúdentaóeirðanna í lok síðasta áratugar. Voru þá ýmsir, sem gerðu tilraunir til að gera Jesú að marxískum byltingar- manni og skæruliðaforingja. Svo virðist sem Wernström hafi verið einn í hópi þessara. Tilraun hans er hins vegar svo yfirþyrmandi ómerkileg að engu tali tekur. Undir yfirskini fræðimennsku og þekkingar veður hann elginn og notar þá takmörkuðu þekkingu sem hann hefur aflað sér til að umturna, rangfæra og ljúga upp sögum af Jesú á hinn ísmeygileg- asta hátt. Með tilliti til þess að bókin er ætluð börnum er uppá- tækið þeim mun ómerkilegra þar sem börnin standa berskjölduð. Dæmi skulu tekin auk þeirra sem í upphafi voru nefnd, svo foreldrar, kennarar og forstöðu- menn bókasafna eigi hægara með að átta sig á hvað hér er á ferðinni. Efnisþráður bókarinnar I stuttu máli er efnisþráður bókarinnar þessi: Jesús frá Nasaret gerist uppreisnarforingi að Jóhannesi skírara látnum. Hann gerir leynilega áætlun um uppreisn gegn rómverjum og hinni auðugu valdastétt. Ahangendum safnar hann á ferðum sínum um landið enda er hann sjaldan kyrr á sama stáð af ótta við að upp um sig komist. Með honum er fimmt- án manna fast fylgdarlið, 12 karlar og 3 konur. Ein kvennanna er vændiskonan María Magdalena, sem yfirgefið hefur „vinnustað" sinn við höfnina í Kapernaum til að gerast fylgikona Jesú. Til þess að ekkert fari á milli mála eru lesendur leiddir að rekkju þeirra a.m.k. fjórum sinnum í bókinni og heilsíðuteikning sýnir þau nakin í hvílu sinni. (Svona eiga skæruliða- foringjar að vera, ekki satt? Töff og kvensamir!) Uppreisnartilraun er gerð eftir þriggja ára liðssöfnun og hefst með töku musterisins í Jerúsalem. Uppreisnartilraunin fer hins vegar út um þúfur og í vonléysi sínu eftir ósigurinn kemst Jesú m.a. að eftirfarandi niður- stöðu (bls. 70—71): „í fyrsta lagi: Hann hafði sagt við fólkið að það ætti að treysta á hann. Hann hefði frekar átt að segja fólkinu að treysta á sjálft sig. í öðru lagi: Hann hafði ekki látið fólkið vopnast. Vopnlaust fólk er ófrjálst fólk, þar sem lögreglan og herinn hafa alltaf vopn. í þriðja lagi: Hann hafði beðið eftir hjálp frá guðinum ósýnilega og englunum. Það var mesta heimskan. Hann hefði átt að geta sagt sér það sjálfur að fátækt fólk fær aldrei hjálp að ofan. Nú skildi hann allt.“ Eftir þetta er Jesú handtekinn og dæmdur til dauða. Síðan segir höfundur (bls. 75): „Hér endar sagan um Jesú. Enginn veit hvað varð um hann. Ef til vill var hann settur upp á kross og látinn hanga þar þangað til hann dó. Það getur Skemmtilegir austfirskir paettir um menn og málefni. SKUGGSJÁ Hér er að finna skemmtilega þætti um menn og málefni. Þáttur er um Blöndalshjónin á Hallormsstað og hið merka lífsstarf þeirra, um séra Ólaf Indriðason, . skáldklerkinn í Kolfreyjustað, föður þeirra Páls alþingismanns og skálds og Jóns ritstjóra, um hagleiks- manninn Karl Guðmundsson myndskera, langur þáttur um Sigfús Sigfússon þjóðsagnarit- ara og sérstæða háttu hans, um Sigurjón í Snæhvammi, um Fransmenn á Fáskrúðsfirði, um vin málleysingjanna, séra Pál Pálsson á Hörgslandi, um Magnús Guðmundsson frá Star- mýri o.fl. Af Héraði og úr Fjörðum er þjóðleg bók og hún er líka bráðskemmtileg. Jóna Sigríður, sem hér segir sögu sína, er kjarnakona og engri annarri konu lík. Hún lenti snemma í hrakningum og átti oft erfiða vist, en bugaðist aldrei þótt á móti blési, bauð erfiðleikunum birginn og barðist ótrauð sinni hörðu haráttu. Það var (>kki fyrr en góðhestarnir hennar, Gullfaxi og Ljómi, komu til sögu, að lífið fór örlítið að brosa við Jónu Sigríði. Á þessum hestum ferðaðist hún um landið þvert og endilangt, um byggðir og öræfi, og lenti í margvíslegum ævintýrum og mannraunum. Frægust er hún fyrir útilegur sínar á Stórasandi, Kili og Kaldadal, og sú var mannraunin mest er hún átti átta daga útivist, matarlaus og svefn- laus, í hríð og foraðsveðri norðan undan Langjökli, — og þegar hún bjargaðist hélt hún blaðamanna- íund í Álftakróki. Það er öllum hollt að kynnast lífsreisu Jónu Sigríðar, frægustu hestakonu landsins. HAROJD SHERMAN Nytsöm, uppörvandi og hjélpleg bók, sem kennir þér aö nýta þann undrakraft, sem Innra meö þér býr. til aö endurheimta tíkamleflt og andlegt heilbrigði þitt. Þú hefur þann mátt, innra með þér, að geta læknað sjálfan þig, bæði á sál og líkama. Þetta er stórfróðleg bók og nytsöm og hverjum manni hollt að kynna sér efni hennar. Hún segir frá undraverðum tilraunum á lækningamætti hugans, en rannsóknir hafa staðfest trú höfundarins á það, að Guðs- krafturinn er til staðar í hverjum manni til að endurvekja og styrkja hug og líkama. Kannsóknir Ifarold Sherman eru taldar merkustu sannanir fyrir þeirri undraorku, sem í huga mannsins býúog hann segir frá þessum rannsóknum sinum, birt- ir sögur af árangursríkum lækningum og gefur þeim, sem lækninga þarfnast, holl og nyt- söm ráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.