Morgunblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978
13
líka verið að honum hafi einhvern
veginn tekist að komast undan.“ —
Hvað verðar menn eins og Sven
Wernström um það, þótt dauði
Jesú sé einhver best vottaði
atburður allrar sögu fornaldar!
í bókarlok er stuttur kafli sem
augljóslega er ætlað það hlutverk
að tryggja að börnin treysti nú
betur hinu nýja „guðspjalli" Wern-
ströms en hinum fornu textum
Nýja testamentisins. A bls. 75
birtir höfundur „sannleika" sinn:
„Sögurnar um Jesú fóru að verða
fjarstæðukenndar eins og ævin-
týri. Alltaf þegar farið var að tala
um afrek einhvers stórmennis
sögðu hinir kristnu:
Þetta er nú ekki mikið! Þið
hefðuð átt að sjá Jesú!
Á þessum tíma voru til margir
töframenn og galdrakarlar sem
höfðu dvalist á Indlandi og lært
allskonar brellur. Þeir héldu því
fram að þeir gætu læknað sjúka og
gengið á vatni og gert alls kyns
töfrabrögð.
Og þá mátti Jesú ekki vera
eftirbátur þeirra. í öllum Jesú-
klúbbum var farið að segja sams
konar sögur af Jesú Chrestos.“
Síðustu setningar bókarinnar
eru helgaðar kirkjusögunni:
„Kristindómurinn varð voldugur
og dreifðist um allan heim. Allir,
sem trúðu ekki á sögurnar um Jesú
og ósýnilega guðinn, hlutu refs1
ingu.
En við ætlum ekki að fara að
segja frá svo leiðinlegum hlutum
hér — þú færð áreiðanlega að
heyra um það í skólanum þegar þú
byrjar 'að lesa kristinfræði og
mannkynssögu." (bls. 77).
Sven Wernström hefur talað — í
þýðingu Þórarins Eldjárns!
Hver er tilgangurinn?
Tilgangur bókarinnar er auð-
sær. Undir yfirskini þekkingar og
fræðimennsku er login upp saga af
Jesú Kristi sem skæruliðaforingja
og uppreisnarmanni. Hinn trúar-
legi þáttur er afgreiddur með
vorkunnsemi („Jesús trúði líka að
til væri ósýnilegur Guð, vegna þess
að mamma hans hafði kennt
honum það.“) (bls. 11) — Auming-
inn! En hann áttaði sig — með
aðstoð Sven Wernströms — sbr.
niðurstöður hans sem tilgreindar
eru hér að framan). Kærleikur
Jesú er eingöngu látinn ná til
fátækra og undirokaðra. Áminn-
ing Jesú um að elska og biðja fyrir
óvinum er ekki nefnd. Predikun
Jesú um „byltingu" hugarfarsins
frá síngirni til náungakærleika
ekki heldur. Þaðan af síður er
minnst á iðrun og syndafyrirgefn-
ingu eða frelsi frá ágirnd, mann-
hatri og áþján menntunar- og
menningarhroka og mannfyrir-
litningar.
Það þarf ekki að ljúga upp heilli
bók til að sýna fram á kærleika
Jesú til þeirra sem lítils mega sín.
Hann er augljós. En hér er fleira
á ferðinni. Á tævíslegan hátt er
veriö aö grafa undan trausti
barnanna á hinum rituðu heimild-
um um Jesú Krist, og innræta
þeim andstyggð á því námsefni í
mannkynssögu og kristnum fræð-
um sem þau síðar eiga að fást við.
Um hina trúarlegu afstöðu til
Jesú Krists verður ekki fjallað hér.
Mörgum hefur tekist að afneita
trú á hann án þess að draga hann
niður í svaðið og ræna hann
mannúð og mannkærleika. Það
verður hins vegar að flokka það
undir sóðaleg vinnubrögð að klæða
sig í sauðargæru þekkingar og
fræðimennsku til að koma lygum
og rangtúlkunum í huga barna
sem standa berskjölduð fyrir slíku.
Wernström hefur verið hælt fyrir
lagni við að örva börn til gagnrýn-
innar hugsunar. Hann mætti
temja sér ögn gagnrýnna viðhorf
til eigin verka. Og ekki hefur
honum lukkast að örva gagnrýna
hugsun útgefanda og þýðanda.
Mér er óskiljanlegt hvernig á því
stendur að norræni þýðingarsjóð-
urinn veitti styrk til útgáfu
þessarar. Það er furðuleg ósvífni
manna í trúnaðarstöðum að þjóna
þannig pólitískum duttlungum
sínum. Og ekki rísa barnabók-
menntir nágrannaþjóðanna hátt ef
þetta skagar upp úr. Fróðlegt væri
einnig að kynnast því hvar útgef-
endur og þýðandi hafa lært
virðingu fyrir fræðilegum vinnu-
brögðum og fornum heimildum og
hlotið það uppeldi sem veitir þeim
hreysti til að leggja nafn sitt við
slíkan þvætting. En tilgangurinn
helgar meðalið. Mikið liggur við að
koma þessu á framfæri. Meira að
segja svo mikið að stúdent sem
hugðist kaupa bókina á félagsverði
gegn framvísun stúdentaskírteinis
(svo sem forlagið hefur boðið upp
á) fékk þau svör að bókin hefði
verið verðlögð svo lágt að ekki
væri hægt að gefa af henni afslátt!
Nú er orðið þröngt í búi hjá
smáfuglunum.
Aðventukvöld Digra
nesprestakalls
Aðventan gengur í garð á
sunnudaginn. I kirkjum landsins
verður þá sagt og sungið: Sjá,
konungur þinn kemur til þín — og
við fögnum komu hans.
Aðventutónarnir og aðventu-
ljósin laða fram með okkur löngun
til þess að ganga til liðs við hann,
leyfa honum að móta viðhorfin og
verkin.
I Kópavogskirkju komum við
saman að kvöldi 1. sunnudags í
aðventu nú eins og undanfarin ár
og höldum hátíð. Vandað er til
dagskrár og er það von okkar, að
safnaðarfólk og gestir fjölmenni
og fylli kirkjuna.
Samkoman hefst með ávarpi
Salómons Einarssonar, formanns
sóknarnefndar, síðan leikur
Guðmundur Gilsson á kirkjuorgel-
ið og kirkjukórinn syngur undir
stjórn hans þætti úr þýskri messu
eftir Franz Schubert, einnig flytur
kórinn jólalög.
Jón Sigurðsson, ritstjóri, flytur
ræðu og Hugrún les úr eigin
ljóðum.
Sverrir Guðmundsson og Jón M.
Kristinsson syngja einsöng og
tvísöng, Hellen Helgadóttir og
Kristín Björg Hákonardóttir
syngja trúarljóð og leika á gítar.
Endað verður á stuttri helgi-
stund með almennum söng. Verið
innilega velkomin öll í Kópavogs-
kirkju sunnudagskvöldið 3. des. kl.
20.30 og hefjið jólaundirbúninginn
þar.
Þorbergur Kristjánsson.
Jólakaffi Hringsins
á Hótel Borg á morgun
Á MORGUN, sunnudag. býður
Kvenfélagið Hringurinn borgar-
búum upp á sitt árlega jólakaffi á
Hótel Borg. Hefur þetta verið
fastur liður í starfsemi félagsins
um langt árabil. Auk veitinga
verður á boðstólum margs konar
jólavarningur. jólakort og jóla-
plattar félagsins. Einnig verður
skyndihappdrætti með fjölda góðra
vinninga, meðal annars farseðlar
til Kaupmannahafnar og Lundúna.
Allur ágóði rennur í Barna-
spítalasjóð Hringsins.
MAN ÉG ÞANN MANN
BÓKINUM
JONAAKRI
SKUGGSJÁ
Vinir Jóns Pálmasonar fyrrum
alþingismanns og ráðherra, pólitísk-
ir andstæðingar jafnt og samhcrjar,
lýsa eðliskostum hans vel í þessari
bók. Þeir minnast glaðværðar hans á
góðri stund, drcngilegrar fram-
göngu hans er þjóðarsómi krafðist,
trygglyndis hans og vinsælda, sem
voru með eindæmum.
Veigamesti þáttur bókarinnar er
viðtal, sem Matthías Johannessen
átti við Jón, drög að ævisögu hans, en
aðrir, sem efni eiga í bókinni, erui
Ágúst Þorvaldsson, Björn Bergmann
Brynhildur H. Jóhannsdóttir,
Iljörtur Kristmundsson, Emil Jóns-
son, Guðmundur Jónsson, Guðrún P.
Helgadóttir, Gunnar Thoroddsen,
Ilalldór Jónsson, Jóhann Hafstein,
Ingólfur Jónsson, Jónas B. Jónsson,
Magnús Þorgeirsson, Pétur Þ.
Ingjaldsson, Sigurður Bjarnason og
Þorsteinn Bernharðsson.
Jón á Akri var óefað í hópi svipmestu
og merkustu manna sinnar samtíðar
og þessi fagra og myndskreytta bók
mun verða aufúsugestur þeirra. er
muna þennan glaðbeitta þingskör
ung og héraðshöfðingja.
Saga Einars Guðfinnssonar er
tvímælalaust ein merkasta ævi-
saga síðari tíma. Saga hans er
þróunarsaga sjómennsku, allt
frá smáfleytum til stærstu vél-
háta og skuttogara og saga
uppbyggingar og atvinnulífs í
elztii verstöð landsins.
Einar Guðfinnsson er sjómaður í
eðli sínu, öðlaðist þrek við árina
og vandist glímunni við Ægi á
smáfleytum. Af óbilandi kjarki
og áraeði sótti hann sjóinn og af
sama kappi hefur hann stýrt
fyrirtækjum sínum, sem til fyrir-
myndar eru, hvernig sem á er
litið.
Saga Einars Guðfinnssonar á
vart sinn líka. Hún er sjór af
fróðleik um allt, er að fisk-
veiðum, útgerð og fiskverkun
lýtur, hún er saga afreksmanns,
sem erfði ekki fé en erfði dyggðir
í því ríkari mæli.
Hinn landskunni skipstjóri og
sævíkingur, Jón Eiríksson, rekur
hér minningar sínar í rabbformi
við skip sitt Lagarfoss. Þeir
rabba um siglingar hans og Iíf á
sjónum í meira en hálfa öld,
öryggismál sjómanna, siglingar í
ís og björgun manna úr sjávar-
háska, um sprenginguna ógur
legu í Halifax og slysið mikla við
Vestmannaeyjar. Skipalestir
stríðsáranna og sprengjukast
þýzkra flugvéla koma við sögu
og að sjálfsögðu rabba þeir um
menn og málefni lfðandi
stundari sæfara, framámenn í
íslenzku þjóðlífi, háttsetta
foringja í her Breta og Banda-
rfkjamanna, en þó öðru fremur
félagana um borð, skipshöfnina,
sem með honum vann og hann
bar ábyrgð á.
Það er seltubragð af frásögnum
Jóns Eiríkssonar, enda ekki
heiglum hent að sigla með
ströndum fram fyrr á tíð eða
ferðast í skipalestum stríðsár-
anna.