Morgunblaðið - 17.12.1978, Page 14

Morgunblaðið - 17.12.1978, Page 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 íslenskt jólatré í Chicago í VÍSINDA- og iðnaðarsafni Chicagoborgar í Bandaríkjun- um er árlega haldin hátíð er nefnist „Jól um allan heim“. Nú er þessi hátíð haldin í 37. skipti og hefur stóru jólatré verið komið þar fyrir er á að sýna jólavenjur og -siði á íslandi. Tréð var útbúið af íslend- ingafélaginu í Chicago og íslenska saumaklúbbnum und- ir forystu frú P. Sveinbjörn Johnson. 31 jólatré ásamt ýmsu öðru er tilheyrir jólunum á hinum ýmsu stöðum verður á þessari hátíð sem stendur til 7. janúar. Einnig munu þar verða leik- sýningar, kvöldverður og kór- söngur. Pólverjar kaupa 10 þúsund tunnur af saltsíld í viðbót SÍLDARÚTVEGSNEFND hefur horizt staðfesting frá pólsku fiskinnflutningsstofnuninni Ryb- ex þess efnis að innflutningsleyfi hefði nú loks fengist fyrir 10 þúsund tunnum af saltsíld til viðbótar þeim 30 þúsund tunnum, sem áður hafði verið samið um sölu á til Póllands. Er nú verið að ganga formlega frá samningum um þetta viðhótarmagn. Er söltun lauk upp í fyrirfram- samninga á hinum hefðbundnu tegundum saltaðrar síldar síðari hluta nóvember, var saltendum tilkynnt að stöðva yrði söltun á öllum tegundum nema ediksöltuð- um síldarflökum fyrir markaðinn í í U5>, v y FAGURRAUÐ DELICIOUS fást í næstu matvöruverzlun Einkaumboð: BJergvin Schram heildverzlun — Reykjavík— Sími 24340 Söluumboð: AKUREYRI: Valgarður Stefánsson hf., heildverzlun Vestur-Þýzkalandi, en aðeins 6 söltunarstöðvar höfðu aðstöðu til þessarar framleiðslu. Þó var salt- endum heimiiað að salta á eigin ábyrgð allt að 10.000 tunnum umfram fyrirframsamninga, með því skilyrði að verkun síldarinnar yrði hagað þannig að hún hentaði fyrir Póllandsmarkað. Með fyrirframgreindri viðbótar- sölu til Póllands hefir sala verið tryggð á allri þeirri síld, sem söltuð var á vertíðinni. Ef umframsöltunin hefði verið framkvæmd við aðra markaði en Pólland benda allar líkur til þess nú, að ekki hefði verið unnt að selja þá síld nema með miklum afslætti, enda var fitumagn fersk- síldar orðið mjög lágt síðari hluta nóvember. Lágmarksfitumagn samkvæmt hinum nýja samningi við Pólland er 12%. Umferðarráð B fer fram á hækkun fjár- veitingar fyrir 1979 Á FUNDI Úmferðarráðs 29. nóvember 1978 var gerð ályktun sem send var fjárveitinganefnd Alþingis. Það er skorað á Alþingi og fjárveitinganefnd þess að hækka til muna fjárhæð þá er ráðinu er ætlað til starfsemi sinnar i fjáriagafrumvarpi fyrir árið 1979. Auk hinnar almennu umferðar- fræðslu telur ráðið brýnt að starfsfé fáist tiþ eftirtalinna verkefna: A. 1. til aukinnar umferðar- fræðslu í skólum og víðar í þágu yngstu kynslóðarinnar. Verði þær aðgerðir skoðaðar sem framlag Úmferðarráðs til hins alþjóðlega barnaárs Sam- einuðu þjóðanna og beinist að því að tryggja öryggi barna í umferðinni. 2) til könnunar á umferðarað- stæðum barna um land allt, við skóla og aðra staði, sem börn sækja sérstaklega. Könnun verði hliðstæð þeirri, sem gerð hefur verið í Reykjavíkurborg til úrbóta á skólalóðum og í næsta nágrenni skóla í sam- starfi ríkis og hlutaðeigandi sveitarfélaga. B. til víðtækrar kynningar á nýjum umferðarmerkjum, sem öðlast munu gildi á árinu 1979, og til almenns átaks til bættrar umferðarmenningar í tengslum við þá gildistöku, líkt og gert var í byrjun hægri umferðar í mámánuði 1968 fyrir rúmum áratug. í lok ályktunarinnar er þeirri skoðun lýst að fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði umferðaröryggis- mála muni er til lengdar lætur halda aftur af útgjaldaaukningu ríkisins til sjúkrahúsa og endur- hæfingarstöðva og hinum mikla kostnaði sem umferðarslysum er samfara svo sem viðgerðarkostn- aði ökutækja. Lítiðbarn hefur lítið sjónsvió

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.