Morgunblaðið - 17.12.1978, Síða 24

Morgunblaðið - 17.12.1978, Síða 24
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 Umsjón: Séra J6n Dulbú Hrábja rtsson Séru Karl Sigvrbjiirnsson Sigurdur Pcílsson A U DROTTINSDEGI Fyrirrennarinn Pistill: 1. Kor. i,l—5: þannig líti menn á oss svo sem þjóna Krists og ráösmenn yfir leyndardómum Guds. GuöspjalL Matt. 11,2—11: Jesús sagöi: Fariö og kunngjöriö Jóhannesi þaö, sem þiö heyriö og sjáiö: Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra og dauöir upprísa og fátækum er boöaö fagnaöarerindi. Og sæll er sá, sem ekki hneykslast á mér. 3. kerti aöventukransins kallast hiröakertiö. Þaö voru hiröarnir, sem fyrst fengu fréttimar, sem munu enduróma um heimsbyggöina á jólum. Hiröakertiö er áminning til okkar. erum viö tilbúin aö heyra gleöifréttimar og reiöubúin aö hlýöa þeim? Helgistund fjölskyldunnar viö aöventukransinn. Allir: í nafni Guös, fööur, sonar og heilags anda. Amen . Einn: I dag kveikjum viö á þremur kertum: Spádómakertinu, Betlehemskertinu og hiröakertinu. Hiröarnir vöktu yfir hjöröinni á Betlehemsvöllum nóttina helgu og fengu fyrstu fréttirnar um frelsarann, Krist, Drottinn. Hiröakertiö minnir okkur líka á hvaö Jesús sagöi um sjátfan sig: Ég er góöi hiröirinn, sagöi hann, góöi hiröirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauöina. Og endur fyrir löngu sagöi spámaöurinn: Sjá, Guö yöar kemur! Sjá, herrann Drottinn kemur... eins og hiröir mun hann halda hjörö sinni til haga, taka unglömb í faörn séi og bera þau í fangi sínu, en leiöa mœöumar. Viö skulum biöja: Drottinn Guö, opna eyru okkar og hjörtu, svo aö viö getum tekiö á móti oröi þínu og heyrt þaö, sem þú vilt viö okkur tala d þessari aöventu og komandi jólahátíð. Viö þökkum þér... (þakkarefni) Viö biöjum þig ... (bænarefni). A: Faöir vor. E: Friöur Guös sé meö oss öllum. Amen. Hver var hann? Viöhorf Biblíunnar til mannsins Áður en lengra er haldið með frásögn Biblíunnar af Jesú, er nytsamt að hugleiða lítillega viðhorf Biblíunnar til mannsins. I fyrstu Mósebók segir frá því að „í upphafi" hafi maðurinn lifað í fögnuði og eindrægni. Samfélag mannanna við Guð einkenndist af einlægni, trausti og kærleika. Maðurinn lifði eins og Guð hafði upprunalega óskað. En síðan gerast atburðir, sem fá afdrifaríkar afleiðingar fyrir allt mannkyn eftir það. Maður- inn gerir uppreisn gegn Guði. Hann snýr baki við Guði og góðum vilja hans og tekur ráðin í eigin hendur. Maðurinn ákveður að brjóta gegn vilja Guðs. Traustið, kærleikurinn og eindrægnin milli skapara og sköpunar er rofið. Samverka- menn Guðs voru orðnir að andstæðingum hans. „ ... Þá reyndi maðurinn og kona hans að fela sig fyrir Drottni Guði... (I. Mos. 3,8). Þessi uppreisn gegn Guði hafði afleiðingar í för með sér fyrir allt mannkyn. Við sem í dag lifum erum á vissan hátt fædd með bakið að Guði. Ganga okkar stefnir frá honum en ekki til hans. Það sem nefnt hefur verið synd á sér djúpar rætur í persónuleika okkar. Þegar menn fremja morð, halda framhjá mökum sínum, óhlíðnast foreldrum, baktala náunganna, ganga framhjá þeim sem þurf- andi eru eða brjóta á annan hátt boð Guðs á það sér rætur í þessu fráhvarfi frá Guði. Maðurinn kaus eigin leið í stað þess að ganga á Guðs vegum. Syndin er þannig ekki fyrst og fremst ill verk eða vanræksla, hún er röng afstaða til Guðs sem leiðir af sér ill verk og vanrækslusyndir. Við brjótum þannig fyrst og fremst af okkur gagnvart Guði og heilögum vilja hans. Vitnisburður Nýja testa- mentisins um Jesú. (II). Það sem Guðs orð vill fyrst og fremst kenna okkur er sann- leikurinn um okkur sjálf og afstöðu okkar til Guðs. Ef við komum auga á, trúum eða að minnsta kosti höfum hugboð um að eitthvað af því sem Biblían segir um synd mannsins gagn- vart Guði er satt, þá munum við einnig skilja hver Jesús er. Þá munum við einnig hafa persónu- lega þörf fyrir hann. Biblían getur nefnilega einnig sagt okkur að við stöndum ekki ein og yfirgefin í syndum okkar og uppreisn gagnvart Guði. Það eru einkum tvö Biblíuvers sem sýna þetta glögglega. „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ (Jóh. 3.16) „„En ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgef- ur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu rangíæti.“ (1. Jóhannesarbréí 1. kap). Jesús leiðir okkur út úr þessari stöðu sem við erum í gagnvart Guði. Það gerðist með því að hann lét taka sig af lífi á krossi i Jerúsalem á sínum tíma. Til þess að skýra hvað átti sér raunverulega stað notar Biblían ýmsar myndir. Jesús, sá sem sættir Maðurinn, sem sneri sér frá Guði til að fara eigin leiðir gerði Guð að andstæðingi sínum. Það varð ósætti milli mannsins og Guðs. Jesús gengur inn í þessa stöðu. Hann fjarlægir þennan fjandskap sem syndin orsakar milli Guðs og manns og kemur á friði og sáttum. „Það var Guð, sem í Kristi sætti heiminn við sig, er hann tileinkaði þeim ekki yfir- troðslur þeirra ... “ (2. Kor. 5. kap.) Jesús greiðir skuldina Syndir okkar gera það að verkum, að við verðum „skuld- ug“ við Guð. Við höfum ekki farið með gjafir Guðs á þann hátt sem okkur ber. Við höfum sóað í eigingirni og látið boð Guðs liggja okkur í léttu rúmi. Þegar gera á upp reikninginn kemur í ljós að enginn maður getur jafnað þessa reikninga. Jesús bjargar okkur úr þessari vonlausu aðstöðu með því að greiða skuld okkar. Það kann að vera að okkur virðist sá háttur sem hann hefur á því sé bæði ónauðsynlegur og óskiljanlegur. Jesús tók á sig þá hegningu sem við höfðum til unnið. Sá sem er fús að sætta sig við þennan hátt á greiðslu skuldar- innar getur losnað undan þeirri greiðslubyrði. „Hann afmáði skuldabréfið á móti oss með ákvæðum þess, það sem stóð í gegn oss, og hann tók það burt með því að ncgla það á krossinn.“ Jesús tekur á sig hegninguna Reiði Guðs sem með réttu hefði átt að mæta okkur, bitnar á Jesú í okkar stað. Hegninguna sem við höfðum unnið til tók hann á sig til þess að bjarga lífi okkar frá tortímingu. Við erum frjálsir menn. „En hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin sem vér höfðum til unnið kom niður á honum og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. Vér fórum allir villtir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.“ (Jesaja 53. kap.) JESÚS LIFIR Þrem dögum eftir dauða Jesú gátu menn í Jerúsalem gengið úr skugga um að gröfin, sem hann hafði verið lagður í, var tóm. Þungum steininum, sem velt hafði verið fyrir grafar- munnann hafði verið velt frá og líkið var hvergi að finna. Sumir hafa haldið því fram, að Jesús hafi aðeins verið skindauður, þegar hann var tekinn af krossinum. Þegar vinir Jesú komu síðan til að gera líkinu til góða uppgötvuðu þeir að hann var lifandi. Þeir önnuð- ust hann þar til hann hresstist á ný- Með fráttabréfi Hjálparstofnunar kirkjunnar, „Hendinni", verður dreift söfnunarbauk, sem flestir landsmenn munu kannast við, en sams konar bauk var dreift á jólaföstu í fyrra. Mikil pátttaka heimilanna um notkun hans lagöi grunn að söfnuninni í fyrra, en Þá söfnuðust alls 36 milljónir króna. Þá munu mörg fyrirtæki væntanlega hafa sama hátt á og í fyrra, er starfsmenn tóku sig til og söfnuðu í slíka bauka. í fréttabréfinu kemur fram að áhersla er lögð á að börnunum sé leyft að fylgjast með notkun bauksins. Biblíulestur Sunnudagur 17. desember Matt. 11:2-10 Mánudagur 18. desember Jes. 55:1-13 Þriöjudagur 19. desember Jes. 58:1-10 Miövikudagur 20. desember Jes. 60:1-11 Fimmtudagur 21. desember Jes. 60:18-61:1, Föstudagur 22. desember Jes. 11:1-10 Laugardagur 23. desember Sakaria 9:8-12 Aðrir hafa haldið því fram að lærisveinarnir hafi stolið lík- ama Jesú úr gröfinni og síðan breitt út þann orðróm að hann hafi risið upp frá dauðum og birst þeim þegar aðrir sáu ekki til. Enn ein kenningin er þannig að andstæðingar Jesú hafi stolið líkinu af Jesú til þess að eyða öllum minjum og hindra þannig að trúarlegar athafnir færu fram við gröfina. Biblían segir öðruvísi frá þessu. I Jóhannesarguðspjalli segir frá Maríu Magdalenu sem fór út að gröfinni snemma að morgni sunnudagsins: En á fyrsta degi vikunnar kemur Maria Magdalena snemma, meðan enn þá var dimmt, til grafarinnar, og sér að steinninn hefir verið tekinn frá gröfinni. Hún hleypur þá og kemur til Símonar Péturs og til hins lærisveinsins, þess sem Jesús elskaði, og segir við þá. Þeir hafa tekið Drottin úr gröfinni, og vér vitum ekki, hvar þeir hafa lagt hann. Þá fór Pétur út og hinn læri- sveinninn, og þeir komu tii grafarinnar. En þeir hlupu saman og hinn lærisveinninn hljóp hraðara en Pétur og kom fyrr að gröfinni. Hann gægðist inn, og sá líndúkana liggja þar, en gekk þó ekki inn. Þá kemur og Si'mon Pétur sem fylgdi á eftir honum, og gekk inn í gröfina. sá hann iíndúkana liggja þar. en sveitadúkinn, sem verið hafði um höfuð hans, ekki liggja hjá Ifndúkunum, heldur út af fyrir sig, samanbrotinn á öðrum stað. Þá gekk nú cinnig hinn lærisveinninn inn, sem fyr hafði komið til grafarinnar, og sá þetta og trúði, því að enn þá höfðu þeir ekki öðlast skilning á ritningunni, að hann átti að rísa upp frá dauðum. Síðan fóru lærisveinarnir aftur heim til sfn. En María stóð hjá gröfinni úti fyrir grátandi. Er hún nú var að gráta, gægðist hún inn f gröfina, og sér tvo engla í hvítum klæðum sitja þar, ann- an til höfða, hinn til fóta, þar sem líkami Jesú hafði legið. Og þeir segja við hana. Kona, hví grætur þú? Hún segir við þá. Af því að búið er að taka burt Drottin minn, og ég veit eigi, hvar hann hefir verið lagður. Þegar hún hafði þetta mælt, sneri hún sér við og sér Jesúm standa þar, en hun vissi ekki, að það var Jesús. Jesús segir við hana. Kona, hví grætur þú? Að hverjum leitar þú? Hún hugði, að þetta væri grasgarðs- vörðurinn, og segir við hann. Herra, hafir þú borið hann burt, þá segðu mér, hvar þú hefir lagt hann, og mun ég taka hann. Jesús segir við hana. María! Hún snéri sér við og segir við hann á hebresku. Rabbúnf! sem þýðir. meistari. Jesús segir við hana. Snertu mig ekki, því að enn þá er ég ckki uppstiginn til föður míns, en far þú til bræðra minna og seg þeim, Ég stíg upp til föður míns og föður yðar, til Guðs míns og Guðs yðar. María Magdalena fer og boðar læri- sveinunum, Ég hefi séð Drottin! og að hann hafi sagt henni þetta. Páll postuli segir frá því að Jesús hafi síðar birst meira en fimm hundrað manns í einu sem gátu borið því vitni að þeir hefðu raunverulega séð hann. Hópur óttasleginna læri- sveina breyttist á páskum í djarfa og sannfærða votta hins upprisna, og voru tilbúnir að innsigla sanngildi vitnisburðar síns með lífi sínu. Jesús birtist einnig Páli. Hann hafði áður heitað Páll og var þá ákafur ofsækjandi krist- inna manna. Hann var skyndi- lega stöðvaður dag nokkurn, þegar hann var á leið til Damaskus: „Hann féll til jarðar og heyrði rödd segja við sig. “Sál, Sál, hví ofsækir þú mig? En hann sagði, Hver ert þú, herra? Og hann sagði. Ég er Jesús, sem þú ofsækir.““ (Postulasag- an 9. kapituli). Biblían geymir þannig marg- ar frásagnir sem vitna um það að upprisa Jesú sé söguleg staðreynd. Hún er atburður, sem raunverulega hefur átt sér stað. Kristindómurinn er þess vegna ekki eitthvert hugmynda- kerfi sem flytur okkur fræðileg- an sannleika um lífið og tilver- una. Það að vera kristinn er að tengjast og eiga samfélag við lifandi persónu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.