Morgunblaðið - 17.12.1978, Side 30

Morgunblaðið - 17.12.1978, Side 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 VESTUR-ÞÝSKU TTT GERA GÆFUMUNINN át Vv ITT vestur-þýsku litsjónvarpstækm eru búin öllum þeim tækninýjungum, sem fremstar þykja í heiminum í dag - til þess að gefa þér bestu og eðlilegustu fitina og góða endingu tækisins. Veldu ITT vestur-þýska tæknifullkomnun, tækjum sem þú getur treyst. Staðgreiðsluverð frá kr. 415.000.» Bræðraborgarstígl-Sími 20080- (Gengió inn frá Vesturgötu) Vilhjálmur Bjarnason, cand oecon.: Gamall vani og gengisfellingar Undanfarnar vikur og mánuði hafa átt sér stað skrautlegar umræður um vaxtamál. Mætast þar tveir andstæðir pólar með mismunandi skoðanir í vaxtamál- um Annars vegar er það Lúðvík Jósepsson, sem vill lækka vexti þannig að meira verði úr að spila til að greiða laun. Þessi leið hefur þá augljósu kosti, að vaxtagreiðsl- ur myndu lækka verulega af tvennum orsökum: 1. Mismunurinn á vöxtunum yrði ekki greiddur. 2. Minna lánsfjármagn yrði á boðstólum og menn greiða jú ekki vexti af því sem ekki er fengið að láni. Fjármagnsmiðlun á svo að fara fram með ofstjórn peningastofn- ana en árangursrík hagstjórn hefur aldrei náðst með slíku. Á hinum pólnum eru menn sem finnst það siðferðilega rangt að sparifjáreigendur séu látnir greiða niður einn af framleiðsluþáttum í þjóðarbúskapnum og koma þannig í veg fyrir að hámarksnýting náist í verðmætaráðstöfun þjóðar- búsins. Þeir geta ekki fellt sig við það að braskarar hagnist á því sem menn leggja til hliðar. Lögð er áherzla á það, að það sem lagt er til hliðar í formi sparnaðar verði endurgreitt að fullu. Lúðvík heldur því verndarhendi yfir bröskurun- um. En Lúðvík er þó vorkunn að einu leyti. Hann gerir sér hins vegar ekki gein fyrir því. Það skal nú skýrt aðeins nánar: Röksemdir byggjast fyrst og fremst á umhyggju hans fyrir frystihúsum og fiskverkéndum. Lúðvík finnast vextir sem þessir skjólstæðingar hans þurfa að greiða af afurðalánum háir. Þeir vextir eru eins og aðrir vextir samsettir úr tveim þáttum: 1. Grunnvextir. 2. Verðbótaþáttur. Háir vextir eru fylgifiskur mikillar verðbólgu. Annar fylgi- fiskur er gengissig og enn annar er mikið gengissig og þá kallað gengisfall krónunnar. I gengis- fellingum á fyrri árum var það talið réttlætanlegt að munur á söluverði afurða birgða fyrir og eftir gengisfellingu yrði látinn renna í sérstakan sjóð, gengis- munarsjóð, sem síðan var ráðstaf- að í þágu sjávarútvegs. Nú hafa aðstæður brrytzt þar sem vextir hafa hækkað með tilkomu verð- bótaþáttarins. Og til verðbóta- þáttarins svarar gengismunurinn. (Menn mega ekki láta það rugla sig að verðbótaþátturinn greiðist jafnt og þétt, en gengismunurinn fellur til í einu stökki). Því eru ekki sömu rök fyrir upptöku gengishagnaðar á afurðum og fyrrum. Að þessu leyti er Lúðvík vorkunn. En lækningin er alls ekki í því fólgin að lækka vexti, heldur að hætta að taka gengismuninn af gömlum vana. Akranesdeild NÝLEGA var stofnuð Akranes- deild Neytendasamtakanna og er hún til húsa á Jaðarsbraut 9, Akranesi. Markmið deildarinnar er m.a. eins og segir í fréttatilkynningu. að gæta hagsmuna neytenda á verzlunarsvæði Akraness, veita félagsmönnum sínum leiðbeining- ar og fyrirgreiðslur ef þeir verða fyrir tjóni vegna kaupa á vöru eða þjónustu, svo og að reka útgáfu- og fræðslustarfsemi. Á þessum stofnfundi Akranes- deildar sámtakanna voru gestir Jóhannes Gunnarsson, formaður Borgarfjarðardeildar NS, og Reyn- ir Ármannsson, formaður Neyt- endasamtakanna, og flutti hann jafnframt erindi um starfsemi samtakanna hérlendis og erlendis. Samþykkt voru lög og kosin stjórn, en í henni eru Sigrún Gunnlaugsdóttir formaður, Lars NS stofnuð H. Andersen ritari og Ingibjörg Þorleifsdóttir gjaldkeri. Þá var einnig kosið í varastjórn og endurskoðendur valdir. Viðtalstími Akranesdeildar NS verður á þriðjudögum frá kl. 20.00—22.00 að Jaðarsbraut 9. Lítið barn hefur lítið sjónsvið / Kaupmenn — verslunarstjórar! / AVEXTIRIÞESSARI Til afgreiðslu úr ávaxtageymslum okkar: Bananar Epli rauö amerísk Klementínur Grape-aldin Jaffa Perur ítalskar Marokko Sítrónur Jaffa Vínber blá epönsk Michals fsrael fr ,' ,, .., - - frönsk íassiflii wWf- AVEXTIR ALLA DAGAIS _

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.