Morgunblaðið - 22.12.1978, Side 19

Morgunblaðið - 22.12.1978, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 67 spurt hvort sjálfstæðismenn vildu greiða 14,3% launahækkun. Nú- verandi meirihluti hefði alltaf haldið því fram, að ekki skyldi á neinn hátt skerða sjálfar launa- greiðslur til borgarstarfsmanna. Borgarstjórn yrði því eftir sem áður að fara eftir settum reglum og þýðingarlaust væri að beita borgarstjóra fyrir sig. Borgar- stjórnarmeirihlutinn hefði átt að sýna kjark og taka upp viðræður við Starfsmannafélagið. Mesta óvirðing við launþega Magnús L. Sveinsson (S) sagðist hafa trúað því í júní, að meirihlutinn ætlaði að setja samn- ingana í gildi ,í áföngum. Magnús kvaðst hyggja, að eftir loforðin, sem óspart hefðu verið höfð í frammi af hálfu meirihluta- mannanna, hefðu menn verið farnir að trúa þeim, að samning- arnir skyldu settir í gildi. Einn af meirihlutamönnum hefði sagt fyr- ir kosningar: „Reykjavíkurborg ber að standa við gerða samninga og greiða fullar vísitölubætur á öll laun.“ Þá hefði sagt í borgarmála- ályktun Alþýðubandalagsins fyrir kosningar: „Gerða kjarasamninga ber skilyrðislaust að virða sam- kvæmt samningum hverju sinni." Magnús minnti á, að hér væri ekki sagt, „að gerða kjarasamninga skuli virða samkvæmt lögum." Þá hafi Guðmundur Þ. Jónsson skrif- að í blað Iðju eftirfarandi: „Sífelld afskipti ríkisins að kjarasamning- um eru með öllu óþolandi." Magnús L. Sveinsson sagði, að verkamenn hefðu svo sannarlega fagnað tillögu borgarstjórnar frá 15. júní, þeir hefðu trúað því, að hún myndi koma til framkvæmda og hann kvaðst hafa trúað því líka enda hefði hann stutt hana þar sem hans (Magnúsar) eigin tillaga sem tryggði meiri kjarabætur náði ekki fram að ganga, þá hefði samþykktin frá 15. júní verið í áttina. Magnús L. Sveinsson kvaðst vona, að verkamenn fylgdust vel með nýja borgarstjórnarmeiri- hlutanum og gjörðum hans í þessum málum. Öll stóru fyrirheit Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks frá 15. júní voru nú gleymd og nú væri gengið harkalega á samningsrétt verka- fólks. Að skrúfa frá krana Magnús L. Sveinsson sagði, að haldið væri fram, að félagslegar aðgerðir og skattalækkanir jafn- giltu launahækkunum. Það væri eins og menn héldu að með því að skrúfa frá krana fengjust pening- ar fyrir niðurgreiðslum. Það væru engir aðrir en launþegar sem eftir allt borguðu niðurgreiðslur, að vísu ekki í búðinni heldur með sköttum. Bæði vinstri og hægri ríkisstjórnir hefðu skert kjara- samninga með lögum og nú væru enn í fersku minni lög fyrri vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar frá 22. maí 1974. Þá hefði Björn Jónsson og Eðvarð Sigurðsson látið hafa eftir sér, að efnahags- ráðstafanirnar þá hefðu verið blekking ein. Það keyrir þó um þverbak, sagði Magnús, og er mesta óvirðing sem launþegum er sýnd að selja þeir.. félagslegar umbætur fyrir lækkuð laun. Fram til þessa hefðu þær kröfur verið gerðar til ríkisvalds- ins, að framlög til húsbygginga ættu ekki að skerða laun. Magnús L. Sveinsson sagði, að það þyrfti kokhreysti til að segja við fólk með 143.000 kr. í laun, að taka ætti 3.000 krónur af. til félagslegra umbóta. Það væri hámark ósvífn- innar að taka af umsömdum launum til að tryggja, að viðun- andi vinnuaðstaða væri á vinnu- stöðum. Að lokum kvaðst Magnús L. Sveinsson vilja undirstrika, að þau 8% sem tekin væru af umsömdum launum og sögð væru eiga skila sér í öðru, Það gerðist alls ekki og væri aðeins blekking. Þetta orð hefði Björn Jónsson notað 1974 um aðgerðir þáverandi vinstri stjórn- ar og það væri rétta orðið um aðgerðir núverandi vinstri stjórn- ar. Gylfi Þórðarson framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar: Beiðni um hækkun lögð fram um miðjan ágústmánuð „VIÐ lögðum inn þessa hækkunarbeiðni upp á 20% í ágúst síðastliðnum," sagði Gylfi Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Sementsverk- smiðju ríkisins, sem gerði athugasemd við ummæli Guðmundar J. Guðmunds- sonar, formanns VMSI í Mbl. „og síðan hefur þetta verið að velkjast í milli manna, við stöðugt rekið á eftir, og er því vart unnt að segja að óstjórnin og ráðdeildarleysið sé hjá okkur.“ Gylfi kvað Guðmundi hafa átt að vera í lófa lagið að kanna stöðu verksmiðjunnar, Áramótaferð og þrettándaferð — meðal efnis hjá Útivist um jólin LAGT verður upp í 3ja daga áramótaferð Útivistar laugar- daginn 30. des. kl. 13. Gist verður við Geysi í Haukadal og er sundlaug á staðnum. Á dagskrá verða göngu- og skoðunarferðir m.a. verður gengið á Bjarnarfell en þaðan er útsýni yfir Suðurland. Þá verður farið að gamla höfðingjasetrinu í Haukadal, Berþórsleiði, Gullfossi í klaka- böndum, Brúarhlöðum og víðar. Kvöldvökur verða bæði kvöldin og flugeldar og brenna á gamlárskvöld. Heimkoma er áætluð síðdegis á nýársdag. Þann 29. des efnir Útivist til skemmtikvölds í Skíðaskálan- um í Hveradölum og verður farið frá BSÍ kl. 7.30. Þátttaka tilkynnist fyrirfram á skrifstofu Útivistar. Stuttar gönguferðir verða farnar á annan í jólum og laugardaginn 30. des. og hefjast þær báða dagana frá BSI (vinstra megin) kl. 13. Fyrsta útivistarferð nýja ársins verður Þrettándaferð í Herdísarvík. Hún hefst föstudaginn 5. janúar kl. 20 og stendur fram á sunnudag. En á sunnudag verður farin hin árlega nýjárs og kirkjuferð Útivistar. Þá verður einnig komið við í Herdísarvík og síðan verður Strandakirkja eða Hjallakirkja heimsótt en sem kunnugt er bjó Einar skáld Benediktsson í Herdísarvík síðustu ár ævi sinnar. Hús hans er nú í eigu Háskólans en hefur verið gert upp. Landslag í Herdísarvík býður upp á göngumöguleika um strönd og fjöll. „og varla er það hagur verka- lýðsforingjanna, að verk- smiðjan stöðvist," sagði hann. Hann kvað sementshækkun koma inn í byggingarvísitölu, sem verið váeri að reikna út nú og taka ætti gildi um áramót. Varðandi 10-daga regluna, sem búin var til í sambandi við sólstöðusamningana, þá er hún tengd vísitölu fram- færslukostnaðar, sem reiknuð er út 1. nóvember fyrir hækkanir, sem koma eiga 10 síðustu daga október- mánaðar.„Okkar beiðni er fram komin löngu fyrir það, sem þar fyrir utan eru deilur um það, hvort sementsverð fellur þar undir, því að hækkun þessi kemur ekki beint inn í vísitölu fram- færslukostnaðar, heldur óbeint eins og fram kemur síðast í fréttagrein Morgun- blaðsins. Eru skiptar skoðanir um þetta atriði og hafa menn haldið því fram að sement væri þar ekki inni, því að talað er um hækkanir á þjónustu. Sement er samkeppnisiðn- aðarvara en ekki þjónusta," sagði Gylfi Þórðarson. A Þorláksmessu bjóöum viö þennan glæsilega kalda „kabarett-bakka" meö ýmsu góögæti s.s. gravlax m/sinnepssósu, grísasultu, Roast-beef, skinku, kjúklingum, kartöflusalati, rauörófum, hrásalati, brauöi, smjöri og Mocca triffle í desert. kr. 2.800. Allt þetta aöeins Góð Þjónusta í jóla- Spariö ykkur tíma og fyrirhöfn. — Viö sendum heim osinni Okkar vec pantiö

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.